Fleiri fréttir

Hátt í 20 manns urðu fyrir árás byssumanns

Byssumaður myrti að minnsta kosti tvo og særði fjölda annarra í kennslustofu í DeKalb nærri Chicago í Bandaríkjunum í kvöld. Byssumaðurinn lést eftir skotárásina. Samkvæmt lýsingum vitna var hann grannvaxinn hvítur karlmaður. Ekki er ljóst hvernig hann lést.

21 slapp úr brennandi flugvél á hvolfi

Það þykir með ólíkindum að enginn skyldi farast þegar Canadair CRJ-100 farþegaþotu hlekktist á í flugtaki í Hvíta Rússlandi í dag. Tuttugu og einn maður var um borð.

Múslimar brenna aftur danska fánann

Fyrstu viðbrögðin eru nú komin við þeirri ákvörðun danskra fjölmiðla að birta aftur hinar umdeildu teikningar af Múhameð spámanni.

Rannsókn Madeleine málsins næstum lokið

Lögreglurannsóknin á hvarfi Madeleine McCann í Portúgal 3. maí á síðasta ári er næstum lokið samkvæmt því sem portúgalski innanríkisráðherrann sagði fjölmiðlum í gær. Madeleine sem var þriggja ára þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz hefur ekki sést síðan.

Annar stór skjálfti í Grikklandi

Tveir stórir jarðskjálftar riðu yfir Grikkland í dag, sá fyrri var 6,7 á Richter en eftirskjálftinn var 6,4. Fólk flúði byggingar í skjálftunum í suðurhluta landsins og fannst meðal annars vel í höfuðborginni Aþenu og á eyjun Krít.

Hezbollah tilbúnir í stríð við Ísrael

Hezbollah skæruliðar í Líbanon segjast tilbúnir í „opið stríð" við Ísraela ef það sé vilji þeirra. Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi samtakanna lét ummælin falla við útför háttsetts hershöfðingja í Sýrlandi í dag en hann féll í sprengjuárás.

Venus bönnuð í Lundúnum

Stjórn neðanjarðarlesta Lundúnaborgar hefur neitað að setja upp plaköt með mynd af gyðjunni Venusi.

Enginn vill Ungdómshús í Kaupmannahöfn

Stuðningur Kaupmannahafnarbúa við nýtt Ungdómshús fer dvínandi. Miklar óeirðir urðu í borginni á síðasta ári þegar borgaryfirvöld misstu loks þolinmæðina og létu rífa gamla húsið.

Ár rottunnar bjargar ekki rottunum í Peking

Rotturnar í Peking njóta þess ekki á nokkurn hátt að nú sé ár rottunnar gengið í garð. Yfirvöldum í borginni er mjög í mun að halda henni hreinni og fínni á Ólympíuárinu og því eru borgarbúar eindregið hvattir til þess að drepa nagdýrin hvar sem til þeirra næst.

Týndur maður sást í kvikmynd

Ítalskur maður sem hvarf ásamt viðhaldi sínu og tæpum fimm milljónum íslenskra króna fannst eftir að hann kom fram í vinsælli kvikmynd. Martino Garibaldi var verslunareigandi í bænum Montecalvo. Hann hvarf ásamt viðhaldinu eftir að hafa hreinsað bankareikning fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að eiginkona hans hefði ráðið einkaspæjara til að finna hann, komust þeir aldrei að því hvert hann hefði farið.

Leiðtogi uppreisnarmanna í Burma drepinn

Leiðtogi stærsta uppreisnarhóps í Burma var skotinn til bana á heimili sínu í bænum Mae Sot í Taílandi sem liggur við landamæri Burma í dag. Eiginkona Pado Mahn Sha Lar Phan sagði Reuters fréttastofunni að hann hefði verið skotinn af tveimur mönnum sem komu í jeppa að heimili þeirra. Lar Phan lést samstundis.

Sterkur jarðskjálfti skekur Grikkland

Jarðskjálfti um 6,5 á Richter skók suðurhluta Pelopsskaga á Grikklandi á hádegi í dag, eða klukkan 10 í morgun að íslenskum tíma. Ekki er vitað um meiðsl á fólki eða skemmdir á byggingum. Íbúar bæjarins Kalamata sögðust hafa fundið fyrir skjálftanum en hann hefði ekki verið eins sterkur og skjálftar sem mælst hafa nýverið.

Tvær áður óþekktar risaeðlur hafa fundist

Vísindamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum hafa fundið steingerfinga af tveimur áður óþekktum risaeðlum. Fundust steingerfingarnir í Sahara-eyðimörkinni innan landamæra Niger.

Myndastríð um Múhameð

Fréttir um að þrír menn hafi lagt á ráðin um að myrða einn af Múhameðsteiknurum danska blaðsins Jyllandsposten virðist hafa hleypt af stað hálfgerðu trúarbragðastríði í dönskum fjölmiðlum.

Segjast hafa fellt 50 Tamíltígra

Stjórnarhermenn á Srí Lanka segjast hafa fellt 50 uppreisnarmenn Tamíltígra í bardögum á norðurhluta eyjunnar í gær.

Kínverjar harma ákvörðun Spielbergs

Kínverjar standa nú frammi fyrir vaxandi þrýstingi varðandi málefni Darfur-héraðs í Súdan í kjölfar þess að kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg sagði upp sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking í sumar.

Ólga í Beirút

Mikill öryggisviðbúnaður er nú í Beirút, höfuðborg Líbanon en þar fara fram í dag tvær athafnir sem óttast er að geti orsakað uppþot í borginni. Íbúar landsins minnast þess nú að þrjú ár eru liðin frá því að Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra, var ráðinn af dögum.

Bandaríkjaþing bannar vatnspyntingar

Bandaríkjaþing samþykkti í gær að banna svokallaðar vatnspyntingar, þrátt fyrir skilaboð frá Hvíta húsinu þess efnis að neitunarvaldi verði beitt á slík lög. Það voru demókratar á þinginu sem komu lögunum í gegn en þar eru þeir í meirihluta.

Uppþot í Kaupmannahöfn

Sautján voru handteknir í Kaupmannahöfn í nótt og hefur lögregla farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm þeirra. Mikill órói var á götum höfuðborgarinnar og í fleiri borgum Danmerkur í nótt og hefur verið kveikt í bílum og gámum á nokkrum stöðum.

Farið hefur fé betra, segja Bandaríkjamenn um Mughniyeh

Talsmenn á vegum ríkisstjórna Bandaríkjanna og Ísraels fögnuðu því Imad Mughniyeh, einn af leiðtogum Hizbollah-samtakanna í Sýrlandi, skyldi vera ráðinn af dögum í bílsprengjuárás í Damaskus í morgun.

Tveir handteknir vegna morðsins á Bhutto

Tveir menn sem handteknir voru í tengslum við morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, hafa játað að hafa aðstoðað árásarmanninn. Yfirmaður rannsóknarinnar á morðinu, Chaudhry Abdul Majid, segir að mennirnir hafi játað að hafa afhent árásarmanninum sprengjuvesti og byssu.

Robert Gates á hálum ís

Mörgum stjórnmálamanninum hefur orðið fótaskortur á hinu pólitíska svelli í gegnum tíðina. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þykir þó hafa átt rólegri daga en forveri hans Donald Rumsfeld.

Maó bauðst til að senda tíu milljónir kvenna til Bandaríkjanna

Mao Zedong, fyrrverandi leiðtogi Kína, bauðst til þess að senda tíu milljónir kínverskra kvenna til Bandaríkjanna árið 1973. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum skjölum sem bandaríska utanríkisráðuneytið hefur veitt aðgang að og vitnað er til á heimasíðu breska ríkisútvarpsins.

Spielberg hættir við listræna stjórnun Ólympíuleikanna

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg hefur hætt við að taka að sér listræna stjórnun Ólympíuleikanna í Peking á þessu ári. Í tilkynningu frá leikstjóranum sakar hann yfirvöld í Kína um að beita Súdan ekki nægilegum þrýstingi til að binda endi á þjáningu fólks í Darfur héraði.

Bush varar við frumvarpi um hleranir

George Bush forseti Bandaríkjanna hefur sagt bandaríska þinginu að hann muni ekki samþykkja annað tímabundið frumvarp sem leyfi að grunaðir hryðjuverkamenn séu hleraðir án dómsúrskurðar. Hann varaði þingið við að samþykkja varanlegt frumvarp þess efnis sem myndi auk þess gera undanþágur símafyrirtækja afturvirkar.

Gafst upp eftir gíslatöku á ítölskum leikskóla

Karlmaður vopnaður dúkahnífi sem réðist inn í leikskóla í Reggio Calabria á suðurhluta Ítalíu í dag og hélt þar börnum og starfsmanni í gíslingu hefur gefist upp. Að minnsta kosti 11 börn og kennari voru inni á leikakólanum þegar maðurin réðist þar inn. Enginn slasaðist. Lögreglan og ættingjar mannsins eyddu klukkutímum í að reyna að fá manninn til að yfirgefa bygginguna og sleppa föngunum.

Obama gæti komið japönsku fiskiþorpi á kortið

Barack Obama hefur nú naumt forskot á Hillary Clinton eftir að hann hafði sigur á henni í forkosningum í þremur fylkjum í Bandaríkjunum í gær. Obama barst stuðningur úr óvæntri átt á dögunum.

Stærsta lögregluaðgerð í sögu Bretlands

Yfir 500 breskir lögregluþjónar réðust í dag til inngöngu í tugi húsa til þess að uppræta kókaín-smyglhring sem sagður er hafa selt kókaín fyrir meira en þrettán milljarða króna á ári.

Háttsettur Hizbollah-liði drepinn í Damaskus

Háttsettur maður innan Hizbollah-samtakanna í Sýrlandi var drepinn í sprengingu í Damaskus í morgun eftir því sem samtökin greina frá. Þau saka Ísraela um tilræðið.

Enn reykt á 150 ölstofum í Danmörku

Danskir vertar hafa verið misduglegir við að framfylgja reykbanninu sem sett var á dönskum öldurhúsum um áramótin. Vinnueftirlitið þar í landi hefur heimsótt 6000 ölstofur vítt og breytt um landið og ávítt 150 staði fyrir að brjóta bannið.

Dönsku blöðin birta mynd af Múhameð

Þrjú stærstu dagblöð Danmerkur birta skopmynd af Múhameð spámanni í dag. Blöðin sem um ræðir, Jyllands Posten, Politiken og Berlingske Tidende birta myndina til þess að undirstrika að þau láti morðhótanir ekki hafa áhrif á tjáningarfrelsið.

Sigurganga Obama heldur áfram

Barack Obama bar sigur úr býtum á öllum svæðunum þremur sem héldu forkosningar í gær í baráttunni um útnefningu í bandarísku forkosningunum. Sigrar Obama í Mayryland, Virginíu og höfuðborginni Washington þýða að hann hefur nú nokkuð forskot á keppinaut sinn Hilllary Clinton.

Útlit fyrir sigur Obama í Virginíu

Útlit er fyrir að öldungardeildarþingmaðurinn Barack Obama sigri í forskosningum demókrata í Virgínu í kvöld ef marka má útgöngusprár sem CNN birtir. Spennan er hins vegar mikil í baráttu repúblikananna John McCain og Mike Huckabee í sama fylki.

Sjá næstu 50 fréttir