Fleiri fréttir

Trefjaefni lækka kólestról og draga úr blóðsykri

Hægt er að auka hollustu brauðvara með því að nota að hluta til bygg í staðinn fyrir hveiti, að því er fram kemur í rannsókn Matís (Matvælarannsóknir Íslands) og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Þjóðarsorg út af brunnu hliði

Þjóðarsorg ríkir í Suður-Kóreu eftir að einn helgasti minnisvarði landsins eyðilagðist í bruna. Það var Namdæmun sem í beinni þýðingu er "Mikla suðurhliðið."

Ástralskur liðsauki kominn til A-Timor

Tvöhundruð manna framvarðasveit ástralskra hermanna kom til Austur-Timor í dag. Jafnframt kom áströlsk freigáta upp að ströndinni undan Dili, höfuðborg landsins.

Ekki eitrað fyrir Napoleon

Það hefur lengi verið haft fyrir satt að Bretar hafi myrt Napoleon Bonaparte með arseniki, þar sem hann var í útlegð á eynni Sankti Helenu í Suður-Atlantshafi.

Ætluðu að myrða danskan skopmyndateiknara

Danska lögreglan handtók í gær nokkra aðila sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um að myrða teiknara Jyllandsposten, en blaðið sjálft greinir frá þessu í dag. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að um danska ríkisborgara sé að ræða en einnig útlendinga.

Obama gæti náð umtalsverðu forskoti á Clinton

Barack Obama er talinn sigurstranglegri í forkosningum demókrataflokksins í kvöld sem að þessu sinni fara fram á svæðinu í kringum Potomac ánna, í Virginíu, Maryland og í höfuðborginni Washington. Gangi þær spár eftir gæti honum tekist að ná umtalsverðu forskoti á forsetafrúna fyrrverandi í keppninni um útnefningu demókrataflokksins.

Neyðarlög sett á Austur-Tímor

Neyðarlög verða í gildi á Austur Tímor í að minnsta kosti tvo daga í kjölfar valdaránstilraunarinnar í gær en forseti landsins Jose Ramos-Horta liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ástralíu. Vicente Guterres, næstráðandi í landinu setti neyðarlögin í nótt en með þeim öðlast lögregla auknar heimildir auk þess sem útgöngubann er í gildi á nóttunni.

Gore segir ekki hvern hann styður

Þrýstingur fer vaxandi á Al Gore, fyrrverandi varaforseta Badaríkjanna og friðarverðlaunahafa Nóbels, að hann lýsi yfir stuðningi við annanhvorn frambjóðandann sem eftir er í forkosningum demótkrata, Hillary Clinton eða Barack Obama.

Lofa réttlátum réttarhöldum

Bandarísk yfirvöld hafa heitið réttlátum réttarhöldum yfir Guantanamo föngunum sex sem ákærðir hafa verið fyrir aðild sína að hryðjuverkunum ellefta september. Mennirnir gætu átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði þeir fundnir sekir en á meðal þeirra er Khalid Sheikh Mohammad sem handtekinn var í Pakistan árið 2003.

Aðeins hærra næst, majór

Sænskur herflugmaður sem flaug 35 tonna Herkúles flutningavél svo lágt að hún nánast straukst við jörðina var í síðustu viku settur í tímabundið flugmann.

Ákærð fyrir þéttingsfast handaband

Lögmaður í Flórída í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að hafa tekið svo hressilega í höndina á kollega sínum að handleggurinn „rifnaði næstum af." Þetta segir heimildamaður bandaríska dagblaðsins USA Today.

SAS berst fyrir lífi sínu

Nýr stjórnarformaður SAS flugfélagsins segir að það berjist nú fyrir lífi sínu. Daninn Fritz H. Schur segir að ekkert fyrirtæki á Norðurlöndum eigi í eins miklum erfiðleikum og SAS.

Al Kæda að niðurlotum komin í Írak

Í tveimur skýrslum frá foringjum Al Kæda í Írak er því lýst að samtökin séu að niðurlotum komin og liðsmenn óviljugir til að berjast.

Farþegavél á fimmföldum hljóðhraða

Breska fyrirtækið Reaction Engines, í Oxford hefur teiknað 300 sæta flugvél sem á að fljúga á 6.400 kílómetra hraða. Það er fimmfaldur hljóðhraði.

Sprengdi sjálfan sig í loft upp

Afganskur múlla í Helmand héraði sprengdi sjálfan sig í loft upp meðan hann var að útbúa sprengju sem hann ætlaði að nota gegn hermönnum NATO.

Slagsmál og íkveikjur á Nörrebro

Mikil slagsmál og íkveikjur voru á Nörrebro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Danskir fjölmiðlar segja að óeirðaseggirnir hafi verið annarrar kynslóðar innflytjendur.

Risalistaverkarán í Zürich

Fjölda verðmætra málverka eftir marga af þekkstu listamönnum síðari alda var rænt á safni Zürich í Sviss í gær.

Átökin magnast á Sri Lanka

Tala fallinna hækkar stöðugt á Sri Lanka en þar hafa átök aukist síðan stjórnvöld ákáðu að binda enda á vopnahléið í landinu. Tveir lögreglumenn féllu þegar sprengja sprakk í vegarkandi á norðurhluta eyjarinnar í morgun og alls létust um áttatíu manns í átökum helgarinnar.

Bjerregard í vanda

Borgarstjóri Kaupmannahafnar Ritt Bjerregard er í vandræðum en í nýrri Gallup könnun þar í landi kemur í ljós að flokkur hennar, jafnaðarmannaflokkurinn, hefur misst þriðjung fylgisins sem hann fékk í síðustu sveitarstjórnakosningum fyrir tveimur árum síðan.

Obama á sigurgöngu

Barack Obama fór með sigur af hólmi í forkosningum demókrata í maine ríki í Bandaríkjunum í nótt. Helgin var góð fyrir Obamama en á laugardag sigraði hann í Louisiana, Nebraska og Washington ríki.

Japanskir þingmenn vilja afnema dauðarefsingu

Hópur þingmanna á Japanska þinginu hefur unnið frumvarp sem miðar að því að banna dauðarefsingar í landinu næstu fjögur árin.Frumvarpið er sagt vera skref í þá átt að banna dauðarefsingar með öllu í landinu.

Chavez hótar að skrúfa fyrir olíuna

Forseti Venezúela, Hugo Chavez, hótaði því í gær að skrúfa fyrir olíuinnflutning til Bandaríkjanna láti þarlend stjórnvöld ekki af því sem Chavez kallar efnahagsstríð. Bandarískir og breskir dómstólar hafa fryst fé á reikningum ríkisolíufyrirtæksins í kjölfar málshöfðunar bandaríska olíurisans Exxon Mobil.

Nauðgari datt í lukkupottinn

Dæmdur kynferðisafbrotamaður í Massachussets datt í lukkupottinn þegar hann keypti vinningsmiðann í ríkislottóinu. Maðurinn vann hvorki meira né minna en 670 milljónir króna í sinn hlut en sigrinum fylgja nokkur vandræði því yfirvöld hafa viljað ná af honum tali síðustu árin.

Ramos-Horta haldið sofandi

Forseti Austur Tímor, Jose Ramos Horta var sýnt banatilræði í morgun á heimili sínu í höfuðborg landsins Dili. Horta var skotinn í magann og herma fregnir að honum sé haldið sofandi í öndunarvél. Liðhlaupi úr röðum stjórnarhersins sem hótað hefur ríkisstjórninni var drepinn á staðnum af öryggisvörðum forsetans.

Íslensks pilts enn leitað á Jótlandi

Danska lögreglan hefur um helgina kannað tvo staði á Jótlandi eftir að vísbendingar bárust um að 18 ára íslenskur piltur, Ívar Jörgensson, væri þar niðurkomin, en ekkert hefur spurst til hans í heila viku.

EES samningurinn opnað dyr

EES samningurinn hefur opnað dyrnar að mikilvægu samstarfi Íslands og Noregs og annarra Evrópuríkja i öryggismálum. Þetta sagði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló um helgina.

Gates vill meira frá NATO ríkjum í Afganistan

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að sannfæra Evrópubúa um að verkefni Atlantshafsbandalagsins í Afganistan sé mikilvægur liður í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Obama skoraði þrennu og Huckabee tvennu

Barak Obama skoraði þrennu í forkosningunum í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Obama vann í öllum þremur ríkjunum sem kosið var í, Louisiana, Nebraska og Washington. Eftir gærkvöldið hefur Obama jafnmarga kjörmenn og Hillary Clinton.

Réttindi homma og lesbía ógna færeysku stjórninni

Hin nýja stjórn Færeyja hefur ákveðið að leggja í salt umræður um réttindi homma og lesbía á eyjunum. Þetta getur repúblikaninn Funnur Helmsdal ekki sætt sig við og segir að hann muni styðja frumvarp um aukin réttindi homma og lesbía verði slikt lagt fram á þinginu á Færeyjum.

Boðað til kosninga í Búrma

Herforingjastjórnin í Búrma boðaði í dag til þingkosninga í landinu árið 2010. Kosningarnar verða þær fyrstu í Búrma í tvo áratugi.

Líkindi til að offita gangi í erfðir

Vísindamenn við háskólann í London hafa komist að því að töluverð líkindi séu fyrir því að offita gangi í erfðir en sé ekki afleiðing lífsstíls viðkomandi.

Einn stærsti pottur í sögu Evrópulottósins

Það voru fjölmargir sem fengu dágóða upphæð í vasann þegar dregið var í evrópulottóinu í gærkvöldi. Potturinn var jafnvirði nærri fjórtán milljarða króna og einn sá stærsti í sögu lottósins.

Pútín: Nýtt vígbúnaðarkapphlaup hafið

Pútín, Rússlandsforseti, segir nýtt vígbúnaðarkapphlaup hafið í heiminum. Hann fordæmir stækkun Atlantshafsbandalagsins upp að landamærum Rússlands og áform Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi.

Sjá næstu 50 fréttir