Fleiri fréttir Samgöngur að komast á í Kína að nýju Vetrarveðrinu í suðurhluta Kína slotaði aðeins um helgina og samgöngur hafa komist á. 4.2.2008 08:03 Umsátrinu um forsetahöllina í Tsjad lokið Stjórnarhernum í Tsjad hefur tekist að leysa upp umsátur uppreisnarmanna í kringum forsetahöllina í höfuðborg landsins. 4.2.2008 08:01 Fundu 2,5 tonn af kókaíni í flutningaskipi Tollverðir og lögregla í Afríkuríkinu Líberíu lögðu hald á metmagn af kókaíni um helgina er þeir réðust um borð í flutningaskip undan ströndum landsins. Um borð voru 2,5 tonn af kókaíni. 4.2.2008 07:58 Mikil spenna fyrir forkosningarnar á morgun Á morgun þriðjudag gæti orðið ljóst hverjir verða frambjóðendur demókrata og repúblikana í forsetakosningunum seint á þessu ári í Bandaríkjunum. Kosið verður í 24 ríkjum þar á meðal tveimur hinna fjölmennustu, Kaliforníu og New York. 4.2.2008 07:54 Tadic sigurvegari forsetakosninga í Serbíu Núverandi forseti Serbíu Boris Tadic hlaut meira en 50 prósent atkvæða í úrslitaumferð forsetakosninganna í landinu í dag. Kosningaþátttaka var sú mesta frá árinu 2000. Keppinautur hans Tomislav Nikolic viðurkenndi ósigur. 3.2.2008 22:50 38 látast í jarðskjálfta í Rúanda og Kongó Tveir snarpir jarðskjálftar urðu að minnsta kosti 38 manns að bana í Afríkuríkjunum Rúanda og Kongó í dag. Skjálftarnir voru 5,0 og 6,0 á Richter og urðu á virku eldfjallasvæði í afríska sprungudalnum. Auk þeirra sem létu lífið slösuðust að minnsta kosti 550. 3.2.2008 18:15 Hvalur drapst í höfn í Ísrael Ekki tókst að bjarga langreyði sem svamlaði inn í olíuhöfn í borginni Ashkelon í Ísrael í gær. Hvalurinn synti um í höfninni og þó að í fyrstu tækist að koma honum út í Miðjarðarhaf þá fór hann aftur inn í höfnina. Þar synti hann um stund en gaf svo upp öndina. 3.2.2008 17:56 Átta létust þegar bygging hrundi á Indlandi Átta manns létu lífið á Indlandi þegar fjögurra hæða bygging hrundi í dag. Að minnsta kosti tólf slösuðust. Grunnur sem var verið að grafa í grenndinni virðist hafa veikt undirstöðu byggingarinnar, sem í var banki og hótel. 3.2.2008 17:46 Egyptar búnir að loka fyrir gat á landamærum Egyskir hermenn lokuðu í dag síðasta gatinu í landamæramúrnum við Gaza. Hamas-liðar, sem sprengdu op í múrinn fyrir ellefu dögum, stóðu nú við landamærin og bönnuðu Palestínumönnum að fara yfir til Egyptalands. 3.2.2008 17:29 Dregur saman með Clinton og Obama Barack Obama og Hillary Clinton njóta svipaðs stuðnings meðal Demókrata á landsvísu í Bandaríkjunum, samkvæmt skoðanakönnun sem Washington Post birtir í dag. Clinton er samkvæmt könnuninni með 47 prósent stuðning en Obama 43 prósent. 3.2.2008 10:53 Forsetakosningar í Serbíu í dag Serbar velja sér forseta í almennum kosningum í dag. Valið stendur á milli núverandi forseta, Boris Tadic, og frambjóðanda þjóðernissinna, Tomislav Nikolic. Tadic er hlynntur nánari samvinnu við Evrópusambandið en Nikolic lítur í austur, og vill aukið samstarf við Rússa. 3.2.2008 10:45 Egyptar loka landamærum við Gaza Egypskir hermenn hófu í morgun vinnu við að loka landamærunum við Gaza ströndina. Hamas-liðar, sem ráða lögum og lofum í Gaza, sprengdu gat á landamæramúrinn fyrir ellefu dögum. Nú standa menn samtakanna við opið og meina fólki að fara yfir til Egyptalands. 3.2.2008 10:40 Sex létust í sprengjuárás á Sri Lanka Að minnsta kosti sex létu lífið og 85 særðust í sprengingu á lestarstöðinni í Colombo höfuðborg Sri Lanka í morgun. Lögregla segir að kona búin sjálfsmorðssprengjubúnaði hafi sprengt sjálfa sig í loft upp þegar farþegalest nam staðar á lestarpalli. Talið er að Tamíl-tígrar, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á norðanverðri eynni, hafi staðið fyrir tilræðinu. 3.2.2008 10:09 Frakkar koma 400 útlendingum frá Tsjad Franski herinn hefur komið 400 útlendingum frá Tsjad, að sögn franska varnarmálaráðherrans Herve Morin. Fólkið fór með samtals fjórum flugvélum frá flugvellinum í N'Djamena, höfuðborg Tsjad. Uppreisnarmenn hafa nú umkringt forsetahöllina þar sem Deby forseti og menn hans hafa búist til varnar. Byssushvellir og sprengjugnýr berst þaðan. 3.2.2008 10:00 Fljótfærni að McCann hjónin fengu réttarstöðu grunaðra Alipio Ribeiro yfirmaður rannsóknarlögreglu Portúgals segir að rannsóknarlögreglumenn hafi verið of fljótir á sér að skilgreina foreldra Madeleine McCann sem grunaða í málinu. Kate og Gerry McCann fengu réttarstöðu grunaðra fjórum mánuðum eftir að dóttir þeirra hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz í Portúgal. 3.2.2008 09:15 Bæjarstjóri stal hundi og sagði af sér Bæjarstjóri í bænum Alice í Texas hefur sagt af sér eftir að hafa haldið hundi nágranna sins í leyfisleysi. Grace Saenz-Lopez laug því auk þess að hundurinn af Shih Tzu kyni hefði drepist. Nágrannarnir höfðu beðið Grace bæjarstjóra að líta eftir Puddles á meðan þau fóru í frí. Á meðan þau voru í burtu hringdi hún í þau og sagði að hann væri dauður. 3.2.2008 08:48 Fimm létust í skotárás í Chicago Byssumaður sem skaut og myrti fimm konur í fataverslun í verslunarmiðstöð í úthverfi Chicagoborgar gengur laus samkvæmt upplýsingum lögreglu. Verið er að rannsaka vettvang skotárásarinnar í Brookside verslunarmiðstöðinni í Tinley Park í Illinois. 2.2.2008 23:51 Þrír létust í verslunarmiðstöð í S-Afríku Þrír létust þegar veggur hrundi í verslunarmiðstöð í Suður-Afríku. Veggur á bílastæði verslunarmiðstöðvarinnar í Jóhannesaborg og hrundi ofan á bíla samkvæmt heimildum embættismanna í dag. Björgunarmenn náðu sex mánaða gömlu barni úr einum bílnum. Það hlaut einungis minniháttar meiðsl en 13 ára farþegi í sama bíl slasaðist alvarlega. 2.2.2008 20:23 Sea Shepherd-liðum fagnað eftir mótmæli á hvalveiðum Skipið Steve Irwin, nefnt eftir ástralska dýravininum, sigldi inn í höfnina í Melbourne í morgun. Sea Shepherd menn eru búnir að elta uppi og áreita japanska hvalveiðiflotann í suðurhöfum undanfarna daga. Paul Watson skipstjóri og leiðtogi samtakanna stóð fyrir spellvirkjum á hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn fyrir rúmum tuttugu árum. Í dag var honum hins vegar fagnað sem hetju í Ástralíu. 2.2.2008 20:06 Þúsundir flýja óeirðir í Kenía Þúsundir íbúa flýðu þegar ættbálkagengi brenndu heimili og teekrur í Rift dalnum í Kenía í dag. Enn heldur óöldin áfram í landinu þrátt fyrir samkomulag milli stríðandi fylkinga um að enda blóðbað liðinna vikna. 2.2.2008 20:00 Björguðu átta manns af flutningaskipi Breskum þyrluflugmönnum tókst að bjarga fimm farþegum og þremur slösuðum skipverjum af flutningaskipi á Írlandshafi í morgun. Frystiskipið var í ólgusjó þegar þyrluflugmen breska flughersins komu að því. Þeim tókst að hífa fólkið um borð og fara með hina slösuðu á spítala. 2.2.2008 19:51 Börðust við stjórnarhermenn í höfuðborg Tsjad Uppreisnarmenn í Tsjad réðust inn í höfuðborg landsins í dag og virðast hafa yfirhöndina í áköfum bardögum við stjórnarherinn. Franski herinn gætir útlendinga í borginni á nokkrum stöðum. 2.2.2008 19:49 Gífurleg reiði vegna árásar í Bagdad Gífurleg reiði er í Írak eftir að hryðjuverkamenn beittu fyrir sig tveimur fötluðum konum til sjálfsvígssprenginga í Bagdad. 2.2.2008 19:03 Dagur Múrmelsdýrsins í dag Frægasta múrmeldýr Bandaríkjanna, Punxsutawney Phil, kom út úr greni sínu í morgun og lýsti því yfir að vetri myndi ljúka eftir sex vikur. Múrmeldýrið sá skugga sinn stuttu fyrir klukkan hálf átta í morgun að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan hálf eitt í dag að íslenskum tíma. 2.2.2008 18:35 Obama og McCain hljóta stuðning LA Times Frambjóðendur forkosninga Demókrata og Repúblíkana keppast nú um suðning þekktra aðila og kjósenda með sjónvarpsauglýsingum fyrir forkosningarnar á „Ofur-þriðjudag“ en þá fara fram kosningar í flestum ríkjum Bandaríkjanna. John McCain og Barack Obama hlutu stuðning Los Angeles Times sem er eitt mest lesna dagblað í Bandaríkjunum. 2.2.2008 17:25 Kosningabaráttan hafin í Rússlandi Kosningabaráttan í Rússlandi hófst formlega í dag þegar frambjóðendur settu upp auglýsingaspjöld og plaköt víða í höfuðborginni vikum fyrir forsetakosningarnar. Frambjóðendurnir geta þó ekki byrjað að koma fram í útvarpi og sjónvarpi fyrr en næstkomandi mánudag þar sem lög banna slíkt nema á virkum dögum. 2.2.2008 15:10 Uppreisnarmenn í Tsjad berjast í höfuðborginni Þúsundir Tsjadneskra uppreisnarmanna fóru inn í höfuðborg Tsjad, N´Djamena, í dag og sækja nú að forsetahöllinni. Miklar skothríðir hafa heyrst í miðborginni og vitni segja skriðdreka brenna á götum úti. 2.2.2008 14:54 Sarkozy kvænist Bruni Nicolas Sarkozy forseti Frakklands og Carla Bruni söngkona og fyrrverandi fyrirsæta gengu í hjónaband í París í dag. Þetta er haft eftir Francois Lebel borgarstjóra Parísar í frönskum fjölmiðlum en hann gaf hjónin saman. 2.2.2008 13:28 Japansks ofurhuga leitað í Kyrrahafi Bandaríska strandgæslan leitar nú að japönskum ofurhuga sem ætlaði að fljúga á loftbelgi frá Japan til Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna. Michio Kanda lét vita af sér með tveggja klukkustunda millibili. Hann var yfir Kyrrahafi, um 700 kílómetra suður af syðsta hluta Aleúteyjanna þegar síðast fréttist af honum en eftir það hefur ekkert heyrst frá honum. 2.2.2008 13:17 Notuðu konur með Downs heilkenni í sprengjuárás Hryðjuverkamenn í Írak virðast hafa notað tvær konur með Downs heilkenni til þess að bera á sér sprengjur sem urðu 99 manns að bana í Bagdad í gær. Mikill óhugur er í fólki í Írak vegna þessa. Ólíklegt er talið að konurnar hafi vitað um sprengjurnar eða gert sér grein fyrir þeim. 2.2.2008 13:09 Sprengja grandar 20 á Sri Lanka 20 manns létu lífið og rúmlega fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í rútu á Sri Lanka í morgun. Stjórnvöld saka skæurliða tamíla um að hafa staðið fyrir tilræðinu. Tamíl-tígrar eru á lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðjuverkasamtök, en þeir þvertaka jafnan fyrir aðild að slíkum árásum. 2.2.2008 12:51 Varað við frekara óveðri í Kína Kínversk stjórnvöld vara almenning í landinu við frekara óveðri um leið og reynt er að takast á við verstu vetrarveður í meira en hálfa öld. Næstum tvær milljónir Kínverja eru nú í neyðarskýlum vegna óvenjumikilla kulda undanfarna daga. Stjórnvöld í Kína vara almenning við frekari vetrarhörkum á næstunni. 2.2.2008 12:27 Pólland hýsir eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna Pólland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi í helstu aðalatriðum um að koma upp umdeildu bandarísku eldflaugavarnarkerfi í landinu. Í samningnum fá Pólverjar hjálp Bandaríkjamanna við að efla loftvarnir sínar. Bandaríkjamenn vilja einnig koma upp stöð fyrir eldvarnarflaugar og radarstöð í Tékklandi. 2.2.2008 11:48 Ólöglegar öryggismyndavélar á norskum skemmtistöðum Ný skýrsla norsku persónuverndarinnar leiðir í ljós að skemmtistaðir í Noregi starfrækja þétt net öyrggismyndavéla, sem í sumum tilvikum eru ólöglegar. Skoðaðir voru átta staðir í Ósló, Stavanger og Þrándheimi. Þeir voru með samstals fimmtíu öryggismyndavélar sem fylgdust með gestum í öllum skúmaskotum bæði innandyra og utan. 2.2.2008 10:11 Áhyggjur af átökum í Tsjad Ráðamenn Afríkusambandsins hafa miklar áhyggjur af átökum í Tsjad. Þar takast á stjórnarherinn og skæruliðar, sem hafa sótt í átt að höfuðborg landsins, N'Djamena. Frakkar eru með orrustuflugvélar og um eitt þúsund manna hersveit í Tsjad, samkvæmt samningi við stjórnvöld. 2.2.2008 09:51 Treysta Obama best 1.2.2008 22:20 Bandaríkjamenn flýja til Mexíkó Mexíkóskir tannlæknar streyma nú til bæja í grennd við Bandarísku landamærin til þess að þjónusta Bandaríkjamenn sem streyma þar yfir til þess að fá ódýrari þjónustu en í heimalandinu. 1.2.2008 18:21 Myrti barn sitt í örbylgjuofni Tuttugu og sjö ára gömul bandarísk kona hefur viðurkennt að hafa myrt barn sitt í örbylgjuofni. Hún var drukkin þegar þetta gerðist. 1.2.2008 17:37 Þjóðverjar neita að fara á bardagasvæði í Afganistan Þjóðverjar synjuðu í dag beiðni Bandaríkjamanna um að senda hermenn til hættulegra svæða í Suður-Afganistan. 1.2.2008 15:04 Kærleikar með Clinton og Obama í kappræðum Barack Obama og Hillary Clinton sýndu á sér sínar bestu hliðar í kappræðum demókrata í Bandaríkjunum í gærkvöldi og féllust síðan í faðma að umræðum loknum. 1.2.2008 13:00 Framkvæmdastjóri SÞ fundar með deilendum í Kenía Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til Kenía í dag til viðræðna við Raila Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. 1.2.2008 12:30 Fjórtán mönnum bjargað af ferju sem strandaði í Írlandshafi Fjórtán mönnum var bjargað úr ferju í Írlandshafi snemma í morgun. 1.2.2008 12:12 Á fimmta tug látinn í sprengjuárásum í Bagdad Rúmlega 40 manns hið minnsta létust í tveimur öflugum sprengingum á mörkuðum í Bagdad í morgun. 1.2.2008 10:25 McCain talinn nær öruggur um útnefningu Repúblikana Hver áhrifamaðurinn á fætur öðrum innan Repúblikanaflokksins lýsir nú yfir stuðningi við John McCain sem forsetaefni flokksins. Allar líkur eru á að hann tryggi sér útnefningu flokksins eftir forkosningarnar í 22 ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag. 1.2.2008 08:03 Sjálfsmorð bandarískra hermanna aukast um 20% Sjálfsmorð meðal bandarískra hermanna jukust um 20% á síðasta ári en alls framdi 121 hermaður sjálfsmorð á því ári. Yfir fjórðungur þeirra sem frömdu sjálfsmorð voru við störf í Írak. 1.2.2008 08:01 Sjá næstu 50 fréttir
Samgöngur að komast á í Kína að nýju Vetrarveðrinu í suðurhluta Kína slotaði aðeins um helgina og samgöngur hafa komist á. 4.2.2008 08:03
Umsátrinu um forsetahöllina í Tsjad lokið Stjórnarhernum í Tsjad hefur tekist að leysa upp umsátur uppreisnarmanna í kringum forsetahöllina í höfuðborg landsins. 4.2.2008 08:01
Fundu 2,5 tonn af kókaíni í flutningaskipi Tollverðir og lögregla í Afríkuríkinu Líberíu lögðu hald á metmagn af kókaíni um helgina er þeir réðust um borð í flutningaskip undan ströndum landsins. Um borð voru 2,5 tonn af kókaíni. 4.2.2008 07:58
Mikil spenna fyrir forkosningarnar á morgun Á morgun þriðjudag gæti orðið ljóst hverjir verða frambjóðendur demókrata og repúblikana í forsetakosningunum seint á þessu ári í Bandaríkjunum. Kosið verður í 24 ríkjum þar á meðal tveimur hinna fjölmennustu, Kaliforníu og New York. 4.2.2008 07:54
Tadic sigurvegari forsetakosninga í Serbíu Núverandi forseti Serbíu Boris Tadic hlaut meira en 50 prósent atkvæða í úrslitaumferð forsetakosninganna í landinu í dag. Kosningaþátttaka var sú mesta frá árinu 2000. Keppinautur hans Tomislav Nikolic viðurkenndi ósigur. 3.2.2008 22:50
38 látast í jarðskjálfta í Rúanda og Kongó Tveir snarpir jarðskjálftar urðu að minnsta kosti 38 manns að bana í Afríkuríkjunum Rúanda og Kongó í dag. Skjálftarnir voru 5,0 og 6,0 á Richter og urðu á virku eldfjallasvæði í afríska sprungudalnum. Auk þeirra sem létu lífið slösuðust að minnsta kosti 550. 3.2.2008 18:15
Hvalur drapst í höfn í Ísrael Ekki tókst að bjarga langreyði sem svamlaði inn í olíuhöfn í borginni Ashkelon í Ísrael í gær. Hvalurinn synti um í höfninni og þó að í fyrstu tækist að koma honum út í Miðjarðarhaf þá fór hann aftur inn í höfnina. Þar synti hann um stund en gaf svo upp öndina. 3.2.2008 17:56
Átta létust þegar bygging hrundi á Indlandi Átta manns létu lífið á Indlandi þegar fjögurra hæða bygging hrundi í dag. Að minnsta kosti tólf slösuðust. Grunnur sem var verið að grafa í grenndinni virðist hafa veikt undirstöðu byggingarinnar, sem í var banki og hótel. 3.2.2008 17:46
Egyptar búnir að loka fyrir gat á landamærum Egyskir hermenn lokuðu í dag síðasta gatinu í landamæramúrnum við Gaza. Hamas-liðar, sem sprengdu op í múrinn fyrir ellefu dögum, stóðu nú við landamærin og bönnuðu Palestínumönnum að fara yfir til Egyptalands. 3.2.2008 17:29
Dregur saman með Clinton og Obama Barack Obama og Hillary Clinton njóta svipaðs stuðnings meðal Demókrata á landsvísu í Bandaríkjunum, samkvæmt skoðanakönnun sem Washington Post birtir í dag. Clinton er samkvæmt könnuninni með 47 prósent stuðning en Obama 43 prósent. 3.2.2008 10:53
Forsetakosningar í Serbíu í dag Serbar velja sér forseta í almennum kosningum í dag. Valið stendur á milli núverandi forseta, Boris Tadic, og frambjóðanda þjóðernissinna, Tomislav Nikolic. Tadic er hlynntur nánari samvinnu við Evrópusambandið en Nikolic lítur í austur, og vill aukið samstarf við Rússa. 3.2.2008 10:45
Egyptar loka landamærum við Gaza Egypskir hermenn hófu í morgun vinnu við að loka landamærunum við Gaza ströndina. Hamas-liðar, sem ráða lögum og lofum í Gaza, sprengdu gat á landamæramúrinn fyrir ellefu dögum. Nú standa menn samtakanna við opið og meina fólki að fara yfir til Egyptalands. 3.2.2008 10:40
Sex létust í sprengjuárás á Sri Lanka Að minnsta kosti sex létu lífið og 85 særðust í sprengingu á lestarstöðinni í Colombo höfuðborg Sri Lanka í morgun. Lögregla segir að kona búin sjálfsmorðssprengjubúnaði hafi sprengt sjálfa sig í loft upp þegar farþegalest nam staðar á lestarpalli. Talið er að Tamíl-tígrar, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á norðanverðri eynni, hafi staðið fyrir tilræðinu. 3.2.2008 10:09
Frakkar koma 400 útlendingum frá Tsjad Franski herinn hefur komið 400 útlendingum frá Tsjad, að sögn franska varnarmálaráðherrans Herve Morin. Fólkið fór með samtals fjórum flugvélum frá flugvellinum í N'Djamena, höfuðborg Tsjad. Uppreisnarmenn hafa nú umkringt forsetahöllina þar sem Deby forseti og menn hans hafa búist til varnar. Byssushvellir og sprengjugnýr berst þaðan. 3.2.2008 10:00
Fljótfærni að McCann hjónin fengu réttarstöðu grunaðra Alipio Ribeiro yfirmaður rannsóknarlögreglu Portúgals segir að rannsóknarlögreglumenn hafi verið of fljótir á sér að skilgreina foreldra Madeleine McCann sem grunaða í málinu. Kate og Gerry McCann fengu réttarstöðu grunaðra fjórum mánuðum eftir að dóttir þeirra hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz í Portúgal. 3.2.2008 09:15
Bæjarstjóri stal hundi og sagði af sér Bæjarstjóri í bænum Alice í Texas hefur sagt af sér eftir að hafa haldið hundi nágranna sins í leyfisleysi. Grace Saenz-Lopez laug því auk þess að hundurinn af Shih Tzu kyni hefði drepist. Nágrannarnir höfðu beðið Grace bæjarstjóra að líta eftir Puddles á meðan þau fóru í frí. Á meðan þau voru í burtu hringdi hún í þau og sagði að hann væri dauður. 3.2.2008 08:48
Fimm létust í skotárás í Chicago Byssumaður sem skaut og myrti fimm konur í fataverslun í verslunarmiðstöð í úthverfi Chicagoborgar gengur laus samkvæmt upplýsingum lögreglu. Verið er að rannsaka vettvang skotárásarinnar í Brookside verslunarmiðstöðinni í Tinley Park í Illinois. 2.2.2008 23:51
Þrír létust í verslunarmiðstöð í S-Afríku Þrír létust þegar veggur hrundi í verslunarmiðstöð í Suður-Afríku. Veggur á bílastæði verslunarmiðstöðvarinnar í Jóhannesaborg og hrundi ofan á bíla samkvæmt heimildum embættismanna í dag. Björgunarmenn náðu sex mánaða gömlu barni úr einum bílnum. Það hlaut einungis minniháttar meiðsl en 13 ára farþegi í sama bíl slasaðist alvarlega. 2.2.2008 20:23
Sea Shepherd-liðum fagnað eftir mótmæli á hvalveiðum Skipið Steve Irwin, nefnt eftir ástralska dýravininum, sigldi inn í höfnina í Melbourne í morgun. Sea Shepherd menn eru búnir að elta uppi og áreita japanska hvalveiðiflotann í suðurhöfum undanfarna daga. Paul Watson skipstjóri og leiðtogi samtakanna stóð fyrir spellvirkjum á hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn fyrir rúmum tuttugu árum. Í dag var honum hins vegar fagnað sem hetju í Ástralíu. 2.2.2008 20:06
Þúsundir flýja óeirðir í Kenía Þúsundir íbúa flýðu þegar ættbálkagengi brenndu heimili og teekrur í Rift dalnum í Kenía í dag. Enn heldur óöldin áfram í landinu þrátt fyrir samkomulag milli stríðandi fylkinga um að enda blóðbað liðinna vikna. 2.2.2008 20:00
Björguðu átta manns af flutningaskipi Breskum þyrluflugmönnum tókst að bjarga fimm farþegum og þremur slösuðum skipverjum af flutningaskipi á Írlandshafi í morgun. Frystiskipið var í ólgusjó þegar þyrluflugmen breska flughersins komu að því. Þeim tókst að hífa fólkið um borð og fara með hina slösuðu á spítala. 2.2.2008 19:51
Börðust við stjórnarhermenn í höfuðborg Tsjad Uppreisnarmenn í Tsjad réðust inn í höfuðborg landsins í dag og virðast hafa yfirhöndina í áköfum bardögum við stjórnarherinn. Franski herinn gætir útlendinga í borginni á nokkrum stöðum. 2.2.2008 19:49
Gífurleg reiði vegna árásar í Bagdad Gífurleg reiði er í Írak eftir að hryðjuverkamenn beittu fyrir sig tveimur fötluðum konum til sjálfsvígssprenginga í Bagdad. 2.2.2008 19:03
Dagur Múrmelsdýrsins í dag Frægasta múrmeldýr Bandaríkjanna, Punxsutawney Phil, kom út úr greni sínu í morgun og lýsti því yfir að vetri myndi ljúka eftir sex vikur. Múrmeldýrið sá skugga sinn stuttu fyrir klukkan hálf átta í morgun að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan hálf eitt í dag að íslenskum tíma. 2.2.2008 18:35
Obama og McCain hljóta stuðning LA Times Frambjóðendur forkosninga Demókrata og Repúblíkana keppast nú um suðning þekktra aðila og kjósenda með sjónvarpsauglýsingum fyrir forkosningarnar á „Ofur-þriðjudag“ en þá fara fram kosningar í flestum ríkjum Bandaríkjanna. John McCain og Barack Obama hlutu stuðning Los Angeles Times sem er eitt mest lesna dagblað í Bandaríkjunum. 2.2.2008 17:25
Kosningabaráttan hafin í Rússlandi Kosningabaráttan í Rússlandi hófst formlega í dag þegar frambjóðendur settu upp auglýsingaspjöld og plaköt víða í höfuðborginni vikum fyrir forsetakosningarnar. Frambjóðendurnir geta þó ekki byrjað að koma fram í útvarpi og sjónvarpi fyrr en næstkomandi mánudag þar sem lög banna slíkt nema á virkum dögum. 2.2.2008 15:10
Uppreisnarmenn í Tsjad berjast í höfuðborginni Þúsundir Tsjadneskra uppreisnarmanna fóru inn í höfuðborg Tsjad, N´Djamena, í dag og sækja nú að forsetahöllinni. Miklar skothríðir hafa heyrst í miðborginni og vitni segja skriðdreka brenna á götum úti. 2.2.2008 14:54
Sarkozy kvænist Bruni Nicolas Sarkozy forseti Frakklands og Carla Bruni söngkona og fyrrverandi fyrirsæta gengu í hjónaband í París í dag. Þetta er haft eftir Francois Lebel borgarstjóra Parísar í frönskum fjölmiðlum en hann gaf hjónin saman. 2.2.2008 13:28
Japansks ofurhuga leitað í Kyrrahafi Bandaríska strandgæslan leitar nú að japönskum ofurhuga sem ætlaði að fljúga á loftbelgi frá Japan til Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna. Michio Kanda lét vita af sér með tveggja klukkustunda millibili. Hann var yfir Kyrrahafi, um 700 kílómetra suður af syðsta hluta Aleúteyjanna þegar síðast fréttist af honum en eftir það hefur ekkert heyrst frá honum. 2.2.2008 13:17
Notuðu konur með Downs heilkenni í sprengjuárás Hryðjuverkamenn í Írak virðast hafa notað tvær konur með Downs heilkenni til þess að bera á sér sprengjur sem urðu 99 manns að bana í Bagdad í gær. Mikill óhugur er í fólki í Írak vegna þessa. Ólíklegt er talið að konurnar hafi vitað um sprengjurnar eða gert sér grein fyrir þeim. 2.2.2008 13:09
Sprengja grandar 20 á Sri Lanka 20 manns létu lífið og rúmlega fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í rútu á Sri Lanka í morgun. Stjórnvöld saka skæurliða tamíla um að hafa staðið fyrir tilræðinu. Tamíl-tígrar eru á lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðjuverkasamtök, en þeir þvertaka jafnan fyrir aðild að slíkum árásum. 2.2.2008 12:51
Varað við frekara óveðri í Kína Kínversk stjórnvöld vara almenning í landinu við frekara óveðri um leið og reynt er að takast á við verstu vetrarveður í meira en hálfa öld. Næstum tvær milljónir Kínverja eru nú í neyðarskýlum vegna óvenjumikilla kulda undanfarna daga. Stjórnvöld í Kína vara almenning við frekari vetrarhörkum á næstunni. 2.2.2008 12:27
Pólland hýsir eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna Pólland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi í helstu aðalatriðum um að koma upp umdeildu bandarísku eldflaugavarnarkerfi í landinu. Í samningnum fá Pólverjar hjálp Bandaríkjamanna við að efla loftvarnir sínar. Bandaríkjamenn vilja einnig koma upp stöð fyrir eldvarnarflaugar og radarstöð í Tékklandi. 2.2.2008 11:48
Ólöglegar öryggismyndavélar á norskum skemmtistöðum Ný skýrsla norsku persónuverndarinnar leiðir í ljós að skemmtistaðir í Noregi starfrækja þétt net öyrggismyndavéla, sem í sumum tilvikum eru ólöglegar. Skoðaðir voru átta staðir í Ósló, Stavanger og Þrándheimi. Þeir voru með samstals fimmtíu öryggismyndavélar sem fylgdust með gestum í öllum skúmaskotum bæði innandyra og utan. 2.2.2008 10:11
Áhyggjur af átökum í Tsjad Ráðamenn Afríkusambandsins hafa miklar áhyggjur af átökum í Tsjad. Þar takast á stjórnarherinn og skæruliðar, sem hafa sótt í átt að höfuðborg landsins, N'Djamena. Frakkar eru með orrustuflugvélar og um eitt þúsund manna hersveit í Tsjad, samkvæmt samningi við stjórnvöld. 2.2.2008 09:51
Bandaríkjamenn flýja til Mexíkó Mexíkóskir tannlæknar streyma nú til bæja í grennd við Bandarísku landamærin til þess að þjónusta Bandaríkjamenn sem streyma þar yfir til þess að fá ódýrari þjónustu en í heimalandinu. 1.2.2008 18:21
Myrti barn sitt í örbylgjuofni Tuttugu og sjö ára gömul bandarísk kona hefur viðurkennt að hafa myrt barn sitt í örbylgjuofni. Hún var drukkin þegar þetta gerðist. 1.2.2008 17:37
Þjóðverjar neita að fara á bardagasvæði í Afganistan Þjóðverjar synjuðu í dag beiðni Bandaríkjamanna um að senda hermenn til hættulegra svæða í Suður-Afganistan. 1.2.2008 15:04
Kærleikar með Clinton og Obama í kappræðum Barack Obama og Hillary Clinton sýndu á sér sínar bestu hliðar í kappræðum demókrata í Bandaríkjunum í gærkvöldi og féllust síðan í faðma að umræðum loknum. 1.2.2008 13:00
Framkvæmdastjóri SÞ fundar með deilendum í Kenía Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til Kenía í dag til viðræðna við Raila Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. 1.2.2008 12:30
Fjórtán mönnum bjargað af ferju sem strandaði í Írlandshafi Fjórtán mönnum var bjargað úr ferju í Írlandshafi snemma í morgun. 1.2.2008 12:12
Á fimmta tug látinn í sprengjuárásum í Bagdad Rúmlega 40 manns hið minnsta létust í tveimur öflugum sprengingum á mörkuðum í Bagdad í morgun. 1.2.2008 10:25
McCain talinn nær öruggur um útnefningu Repúblikana Hver áhrifamaðurinn á fætur öðrum innan Repúblikanaflokksins lýsir nú yfir stuðningi við John McCain sem forsetaefni flokksins. Allar líkur eru á að hann tryggi sér útnefningu flokksins eftir forkosningarnar í 22 ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag. 1.2.2008 08:03
Sjálfsmorð bandarískra hermanna aukast um 20% Sjálfsmorð meðal bandarískra hermanna jukust um 20% á síðasta ári en alls framdi 121 hermaður sjálfsmorð á því ári. Yfir fjórðungur þeirra sem frömdu sjálfsmorð voru við störf í Írak. 1.2.2008 08:01