Fleiri fréttir

Þriðji æðsti leiðtogi al Kaida felldur

Vestrænn embættismaður sagði við Reuter fréttastofuna í dag að engin ástæða væri til þess að efast um að þriðji æðsti leiðtogi Al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi verið felldur í Afganistan.

Stálu pörtum af 244 líkum

Hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjunum hefur játað að hafa stolið líkamshlutum af 244 líkum. Lee Cruceta tók einnig þátt í að falsa pappíra til þess að hægt væri að selja þessa líkamshluta til nota í sjúklingum. Sumir líkamshlutanna voru sýktir.

Ekki okkur að kenna -OPEC

Ólíklegt er talið að OPEC fallist á kröfur viðskiptavina sinna um að auka olíuframleiðslu til þess að lækka verðið. OPEC ríkin funda á morgun.

Danske Bank græddi á tá og fingri

Danske Bank skilaði 192 milljarða króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Bankinn býst við að á næsta ári aukist hagnaðurinn um milli 0 og 7 prósenta.

ESB vill selja meira lambakjöt

Þau ríki Evrópusambandsins sem mest framleiða af lambakjöti vilja fá peninga frá sambandinu til þess að auglýsa vöru sína.

Bjóða Sarkozy og Bruni evru í dómssátt vegna auglýsingar

Írska flugfélagið Ryanair hefur boðist til þess að láta fimm þúsund evrur, jafnvirði um 480 þúsund króna, renna til góðgerðasamtaka til þess að ná sáttum í deilu við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og kærustu hans, Cörlu Bruni.

Hálshöggvin fyrir fíkniefnasmygl

Par hefur verið hálshöggvið fyrir fíkniefnasmygl í Sádi-Arabíu. Samkvæmt tilkynningu voru konan, sem er frá Nígeríu, og maðurinn sem er frá Pakistan, nýlega dæmd fyrir fíkniefnasmygl til landsins.

Dagar málaliðaforingjans Simon Mann brátt taldir

Dagar breska málaliðaforingjans Simon Mann gætu verið taldir. Hæstiréttur Zimbabwe hefur úrskurðað að Mann verði framseldur til Miðbaugs-Gíneu en þar bíður hans dauðadómur fyrir misheppnað valdarán árið 2004

Schwarzenegger styður McCain

Enn vænkast hagur John McCain öldungadeildarþingmannsins frá Arizona. Nú hefur Arnold Schwarzenegger hinn vinæsli ríkisstjóri Kaliforníu stigið fram og lýst yfir stuðningi sínum við McCain.

Danir krefja Bandaríkjamenn svara um fangaflug

Per Stig Möller utanríkisráðherra Danmerkur og ráðamenn í landsstjórn Grænlands ætla að krefja bandarísk stjórnvöld svara um ólöglegt fangaflug leyniþjónustunnar CIA um flugvöllinn í Narsarsuaq á Grænlandi.

Flugmaður trylltist í 30 þúsund fetum

Farþegum í einni af flugvélum Air Canada var brugðið þegar aðstoðarflugmaðurinn var dreginn út úr flugstjórnarklefanum hrópandi hástöfum á Guð.

Mætti með exi á NATO fund

Nýr fulltrúi Rússlands hjá Atlantshafsbandalaginu er þekktur fyrir að vera harðskeyttur þjóðernissinni. Hann hafði líka með sér exi þegar hann kom til fyrsta formlega NATO fundar síns í dag.

90 milljóna sekt fyrir beran bossa

Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur verið sektuð um 90 milljónir vegna þess að ber afturendi á konu sást í sjónvarpsþætti sem hún framleiðir.

Edwards hættur við forsetaframboð

John Edwards hefur hætt við forsetaframboð sitt. Þá eru aðeins eftir þau Hillary Clinton og Barack Obama sem keppa um útnefningu demokrataflokksins fyrir forsetakosningarnar.

Hamas fá ekki landamæravörslu

Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna synjaði í dag kröfum Hamas samtakanna um yfirráð fyrir landamærum Gaza strandarinnar að Egyptalandi.

Smyglarar með tárin í augunum

Palestinskir smyglarar á Gaza ströndinni eru í öngum sínum. Þeir hafa tapað stórfé síðan liðsmenn Hamas sprengdu upp múr á landamærunum að Egyptalandi.

Þingmaður rekinn fyrir að hygla sonum sínum

David Cameron leiðtogi íhaldsmanna á breska þinginu hefur rekið Derek Conway úr þingflokknum fyrir að greiða tveimur sonum sínum yfir 80 þúsund sterlingspund af opinberu fé meðan þeir stunduðu háskólanám.

Hlýnun jarðar hættir á næsta ári

Þegar á næsta ári mun hlýnun jarðar byrja að snúast við. Og eftir nokkra áratugi hefst lítil ísöld sem mun vara í 45-65 ár. Hún mun valda fimbulkulda um mestallan heiminn.

Góðir farþegar nú má fækka fötum

Nektarsinnum í Þýskalandi býðst nú að ferðast með flugi í fæðingargallanum einum. Ferðaskrifstofan OssiUrlaub býður upp á berrassað flug frá þýska bænum Erfurt til sumarleyfisstaðarins Usedom við Eystrasalt.

Verkamenn faróa áttu stutta og erfiða ævi

Fornleifafræðingar sem unnið hafa við uppgröft á hinni fornu borg Amarna í Egyptalandi hafa uppgvötvað hve erfið og stutt ævi verkamanna faróanna var á sínum tíma.

Milljónir Kínverja sitja fastir vegna óveðurs

Samgöngur í suðurhluta Kína eru lamaðar vegna mikils vetrarveðurs sem geysað hefur þar að undanförnu. Milljónir Kínverja eru strandaglópar af þessum sökum á járnbrautarstöðvum og flugvöllum en framundan er einhver mesta ferðahelgi ársins í landinu.

Maðurinn á Madeleine-teikningunni fundinn

Portúgalska lögreglan hefur fundið mann sem er nauðalíkur þeim sem er á mynd sem sérfræðingur bandarísku alríkislögreglunnar teiknaði fyrir foreldra Madeleine McCann.

Sjá næstu 50 fréttir