Fleiri fréttir

Heitir stuðningi við íbúa í Tabasco héraði

Felipe Calderon, forseti Mexíkó, hefur heitið ríflegum opinberum stuðningi til íbúa í Tabaskó-héraði þar sem einhver verstu flóð Mexíkó í hálfa öld hafa hrifsað heimili af rúmlega átta hundruð þúsund manns. Áttatíu prósent þessa olíuhéraðs eru undir vatni.

Handritshöfundar ætla í verkfall

Samtök handritshöfunda í Hollywood tilkynntu í kvöld að þeir hyggist leggja niður vinnu sína frá og með næstkomandi mánudegi. Höfundarnir krefjast þess að fá stærri hlut af sölu á DVD diskum.

Áhyggur af framhaldinu á Srí Lanka

Blikur eru á lofti á Srí Lanka eftir að helsti samningamaður skæruliða Tamíltígra féll ásamt fimm öðrum háttsettum mönnum í loftárás stjórnarhersins í morgun.

Metnir sem lífshættulegir bílar

Toyota Hilux pallbílar eru lífshættulegir að mati sænsks bílablaðs. Bifreiðin fer nærri því að velta í ökuprófi. Samskonar próf olli vandræðum fyrir A-bíl Mercedez Benz fyrir áratug.

Ungliðahópur Vítisengla stofnaður í Danmörku

Vítisenglar í Danmörku hafa stofnað svokallaðan ungliðahóp fyrir þá sem vilja ganga í samtökin en hafa ekki efni á vélfáki. Ekki fæst gefið upp hvaða tilgangi nýi hópurinn þjóni.

Fallni tamílaleiðtoginn hitti marga Íslendinga

Tamílaleiðtoginn sem Bjarni Vestmann heilsaði á Sri Lanka á dögunum var einn af þeim Tamílum sem Norðmaðurinn Erik Solheim átti mest samskipti við þegar hann var að reyna að koma á friði í landinu.

Nei ráðherra

Ráðherra í breska innanríkisráðuneytinu var í dag sektaður um 100 sterlingspund, rúmar 12000 krónur fyrir að tala í farsíma undir stýri.

Áfall fyrir friðarumleitanir á Sri Lanka

Fráfall Thamilselvan, leiðtoga stjórnmálaarms Tamil tígra á Sri Lanka, er áfall fyrir friðarumleitanir á svæðinu að sögn fyrrverandi talsmanns vopnahléseftirlitsins þar. Hann segir nánast öruggt að hefndaraðgerðir fylgi í kjölfarið.

Til hamingju með daginn elskan

Ríkasti maður Indlands gaf í dag eiginkonu sinni fjögurra milljarða króna Airbus einkaþotu, í tilefni af því að hún varð 44 ára.

Leiðtogi Tamil tígra lætur lífið í loftárás

Leiðtogi stjórnmálaarms Tamil Tígra á Sri Lanka, S.P. Thamilselvan, lét lífið í loftárás stjórnarhersins í morgun.Thamilselvan fór fyrir Tamil tígrum í friðarviðræðum við stjórnvöld á Sri Lanka og er talið að árásin í morgun geri út um allar vonir um friðsamlega lausn á deilunni.

Innkalla fimm milljón frosnar pizzur

Bandaríski matvælaframleiðandinn General Mills innkallaði í gær fimm milljón frosnar pizzur eftir að Ecolí baktería fannst í pepperoní áleggi.

Yfir hundrað látið lífið vegna Noels

Að minnsta kosti hundrað og átta hafa látið lífið í Karabíska hafinu vegna hitabeltisstormsins Noel. Styrkleiki hans hefur farið vaxandi og telst hann nú vera fyrsta stigs hitabeltisstormur.

Flóð valda miklu tjóni í Mexíkó

Mikið eignatjón hefur orðið í miklum flóðum sem nú geysa suðausturhluta Mexíkó. Í fylkinu Tabasco er talið að öll uppskera hafi eyðilagst en um sjötíu prósent af landi þar er nú undir vatni.

Dregur úr stuðningi við Rasmussen

Nokkuð hefur dregið úr stuðningi danskra kjósenda við ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, samkvæmt skoðunakönnunum sem birtar voru í gær.

SAS vissi af bilun í hjólabúnaði

Flugfélaginu SAS höfðu borist kvartanir frá flugmönnum vegna hjólabúnaðar Dash vélarinnar áður en henni hlekktist á í lendingu á Kastrup flugvelli um síðustu helgi.

Giuliani móðgar Breta

Alan Johnson, heilbrigðismálaráðherra Bretlands, gagnrýndi í dag auglýsingar sem Rudy Giuliani hefur notað til að kynna forsetaframboð sitt í Bandaríkjunum. Í auglýsingunum lofar Guiliani bandaríska heilbrigðiskerfið á kostnað þess breska.

Stálu bíl foreldranna og keyrðu þúsund kílómetra

Tveir fjórtán ára gamlir drengir sem hurfu sporlaust í bænum Ry í Danmörku á þriðjudaginn fundust við landamærastöð í Sviss í dag. Drengirnir stálu bíl foreldra sinna og keyrðu nærri eitt þúsund kílómetra í gegnum að minnsta kosti þrjú lönd.

Tala látinna vegna Noels hækkar

Hitabeltisstormurinn Noel hefur nú orðið að minnsta kosti 100 manns að bana í Karabíska hafinu. Storminum hafa fylgt mikil flóð og í Dóminíska lýðveldinu hafa 25 þúsund manns þurft að flýja heimili sín.

Tugir falla í átökum á Sri Lanka

Að minnsta kosti 31 Tamil tígri féll í átökum milli þeirra og stjórnarhermanna á Sri Lanka í dag. Talsmenn Tamil tígra segjast hafa fellt 25 stjórnarhermenn í átökunum en yfirmenn hersins segja tvo hermenn hafa fallið.

Ráðuneytisstjóri fauk eftir koss

Ráðuneytisstjóri í sænska forsætisráðuneytinu hefur sagt af sér eftir að myndir birtust af henni ölvaðri að kyssa sjónvarpsfréttamann á krá í Stokkhólmi.

Guð hatar homma

Kirkjusöfnuður í Bandaríkjunum sem hatast við samkynhneigða hefur verið sektaður um tæpan milljarð króna fyrir að trufla útför hermanns sem féll í stríðinu í Írak.

Churchill hótaði afsögn vegna vetnissprengjunnar

Winston Churchill hótaði að segja af sér sem forsætisráðherra, árið 1954 ef samráðherrar hans féllust ekki á að Bretar skiptu ekki kjarnorkusprengjum sínum út fyrir hinar margfallt öflugri vetnissprengjur.

Fæst barnanna í Chad munaðarleysingjar

Fæst barnanna sem frönsk samtök ætluðu að fljúga með frá Afríkuríkinu Chad eru munaðarleysingjar að sögn talsmanns Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Tímarit fordæmt fyrir Madeleine háð

Kate og Gerry McCann hafa fordæmt "sérlega særandi" grein í þýsku háðtímariti um fjölmiðlafárið í tengslum við hvarf dóttur þeirra. Titanic tímaritið birti heila opnu í formi auglýsingar um ýmsar vörur sem kynntar eru á háðuglegan hátt með mynd af Madeleine.

Brown ætlar að loka skólum sem standa sig ekki

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, segir að skólar í Bretlandi sem skili slökum nemendum hafi fimm ár til að bæta sig, annars verði rekstri þeirra breytt eða skólunum lokað.

Warren Buffett: Ég greiði of lága skatta

Kaupsýslumaðurinn Warren Buffett, sem er næstríkasti maður Bandaríkjanna, segist greiða of lága skatta. Hann segir að allir starfsmenn sínir greiði hlutfallslega hærri skatt en hann, þar á meðal ritari hans.

Hitabeltisstormurinn Noel mannskæður

Hitabeltisstormurinn Noel hefur nú orðið að minnsta kosti 60 manns að bana í Karabíska hafinu. Samkvæmt Breska Ríkisútvarpinu hefur fjörutíu og einn látið lífið í Dóminíska lýðveldinu og fjölmargra er saknað.

Táknmálsapi dáinn

Fyrsti apinn sem lærði mannamál dó á rannsóknarstofu í fyrradag. Apinn sem bar heitið Washoe, lærði amerískt táknmál og kunni um 250 orð. Tungumálanám hennar var hluti af rannsóknarverkefni sem fór fram í Nevada. Washoe kom í heiminn í Afríku árið 1965. Hún bjó á Ellensburg háskólasvæðinu í Washington allt frá árinu 1980. Minningarathöfn um Washoe verður haldin 12. nóvember næstkomandi.

Sjá næstu 50 fréttir