Fleiri fréttir Ísraelar opna á möguleikann um tvískipta Jerúsalem Tveir háttsettir stjórnmálamenn í Ísrael ræddu opinskátt í dag um möguleikann á því að Jerúsalem verði skipt í tvennt. Stjórnmálaskýrendur segja þetta gefa til kynna að von sé á stefnubreytingu Ísraela í málinu sem hingað til hafa neitað að fallast á skiptingu borgarinnar. 8.10.2007 22:56 Borgarstjóri fundar með mótmælendum Ungdómshússins Stjórnendur mótmælahreyfingarinnar sem varð til þegar Ungdómshúsið í Kaupmannahöfn var rifið, hafa ákveðið að þiggja boð Ritt Bjerregård borgarstjóra um að funda með henni. Hvað eftir annað hefur komið til óeirða í Kaupmannahöfn síðan húsið var jafnað við jörðu. 8.10.2007 20:39 Bjarndýr drap mann í Svíþjóð Bjarndýr varð sextugum karlmanni að bana í grennd við bæinn Valsjöby í Svíþjóð í morgun. Íbúar í Valsjöby hafa lengi óttast að þetta myndi gerast. Lítið hefur verið um ber fyrir bjarndýrin sem þá verða hungruð og árásargjörn. Þeir segja einnig að bjarndýrum hafi fjölgað mjög á þessum slóðum undanfarin ár. 8.10.2007 20:00 Hálft barnslík fannst við Álaborg Danir eru slegnir óhug eftir að hálft barnslík fannst á byggingarlóð rétt sunnan við Álaborg. Lögreglan segja að líkið sé af nýfæddu stúlkubarni. Það var aðeins neðri hluti líkamans sem fannst. Það var fjölskylda sem var að láta aka gróðurmold inn á lóð sína, sem fann líkið. Það var í gær, en lögreglan ákvað að tilkynna ekki um fundinn fyrr en í dag í von um að finna hinn helminginn af barninu. 8.10.2007 19:40 Kalabríu mafían hreiðrar um sig í Evrópu Kalabríu mafían hefur hreiðrað um sig í Evrópu og þrífst þar vel, að sögn Ítalsks saksóknara. Það er vegna þess að í Vestur-Evrópu eru ekki til nein samræmd stefna til þess að takast á við skipulagða glæpastarfsemi. Nicola Gratteri, sem hefur verið að rannsaka morð á sex ítölum í Þýskalandi í ágúst síðastliðnum, segir að mafían sé eins og fjölþjóða fyrirtæki, með útibú í öllum heimsálfum. 8.10.2007 18:04 Fimmtán teknir af lífi í Afganistan Yfirvöld í Afganistan tóku í morgun 15 fanga af lífi en þetta eru fyrstu aftökur þar í landi í meira en þrjú ár. Ekki hafa fleiri verið teknir af lífi í Afganistan á sama degi síðan Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001. 8.10.2007 17:33 Herstjórnin tilnefnir samningamann fyrir Suu Kyi Herstjórnin í Búrma hefur tilnefnt Aung Kyi aðstoðarráðherra til að semja beint við Aung San Suu Kyi stjórnarandstæðing sem nú er í stofufangelsi. Aung Kyi tók við embætti aðstoðaratvinnumálaráðherra á síðasta ári. Tilnefningin kemur í kjölfar mestu mótmælaaðgerða gegn herstjórninni í áratugi. 8.10.2007 16:45 Kviðdómendur lentu í óhappi í París Rúta kviðdómenda í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu af Wales lenti í óhappi fyrir utan Ritz hótelið í París í dag. Hópur fréttamanna horfði á rútuna keyra á steypustólpa þegar hún ók upp að hótelinu með þeim afleiðingum að hvellsprakk. Ekki tók langan tíma að skipta um dekk og hópurinn gat haldið áfram að fara yfir síðustu stundirnar í lífi prinsessunnar og ástmanns hennar Dodi Fayed. 8.10.2007 16:11 Anda léttar Hæstiréttur á Spáni hefur staðfest bann við því að að vængstífðum öndum sé fleygt í sjóinn í bænum Sagunto, þar sem drukknir veislugestir berjast um þær. Árlega hafa hundruð manna safnast saman í bænum í ágúst, til þess að leika þennan leik. 8.10.2007 15:57 Bretar fækka herliði í Írak um helming Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í neðri málstofu breska þingsins í dag að breskum hermönnum í Írak yrði fækkað úr 5.500 í 2.500 fyrir næsta vor. Hann tekur fulla ábyrgð á vangaveltum um kosningar og neitar því að slæm útkoma skoðanakannana hafi haft áhrif á ákvörðun hans um að blása ekki til kosninga. 8.10.2007 15:19 Indónesi lést úr fuglaflensu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfesti í dag að indónesísk kona frá Pekan Baru-borg á Súmötru hefði látist úr fuglaflensu. Alheimsfaraldur H5N1 fuglaflensustofninum kom upp árið 2003 í Asíu. Síðan þá hafa að minnsta kosti 202 látist úr vírusnum banvæna, þar á meðal fjöldi barna og ungmenna. 8.10.2007 14:31 Síðasti kafbáturinn fundinn Kafarar hafa fundið flakið af síðasta kafbátnum sem Þjóðverjar sendu til Noregs í síðari heimsstyrjöldinni. Það var rétt undir lok stríðsins og talið er að Horden í Noregi hafi verið áfangastaður bátsins. Breskar Mosquito sprengjuflugvélar sökktu honum austan við dönsku eyna Læsö. 8.10.2007 14:29 Ein og hálf milljón flutt frá strandhéruðum Kína Alls hefur tæp hálf önnur milljón Kínverja flúið eða verið flutt frá strandhéruðum landsins eftir að fellibylurinn Krosa gekk þar yfir í gærdag. 8.10.2007 13:24 Vilja starfsmenn Blackwater fyrir dóm Írösk stjórnvöld hafa krafist þess að vopnaðir starfsmenn verktakafyrirtækisins Blackwater verði dregnir fyrir dóm vegna morða á sautján almennum borgurum í Bagdad í síðasta mánuði. Opinber rannsókn sýni að þeir hafi ekki verið að svara árás þegar þeir hafi skotið á fólkið. 8.10.2007 13:09 Réttarrannsókn á láti Díönu prinsessu Meira en 10 árum eftir að Díana prinsessa lést í bílslysi í París hefur réttarrannsókn loks hafist á því hvað gerðist kvöldið örlagaríka þegar hún og ástmaður hennar Dodi Al Fayed létust. 8.10.2007 11:15 Ástsjúkur páfugl skemmir Lexus Breskur aðalsmaður heldur því fram að páfugl hafi valdið skemmdum upp á hálfa milljón króna á Lexus-bíl sínum með því að reyna að hafa kynmök við bílinn. Baróninn sir Benjamin Slade krafði tryggingarfélag sitt um bætur fyrir skaðann með þessari útskýringu á skemmdunum. 8.10.2007 11:07 Segist vita hver myrti Politkovskaju Ritstjóri á rússneska blaðinu Novaja Gazeta segist vita hver drap rússnesku blaðakonuna Önnu Politkovskaju. Í gær var nákvæmlega eitt ár frá því að Politkovskaja var myrt fyrir utan heimili sitt í Moskvu. 8.10.2007 09:34 Fjallagórillur í stríðsátökum í Kongó Uppreisnarmenn í Kongó hafa nú tekið yfir svæði í austurhluta landsins þar sem helmingur af fjallagórillum heimsins búa. Górillurnar eru í töluverðri útrýmingarhættu og hafa umhverfissinnar miklar áhyggjur af þróun mála. 8.10.2007 08:11 Öryggismál í skoðun eftir skemmdarverk á Monet Öryggismál á frönskum söfnum er nú til endurskoðunnar þar í landi eftir að þekkt verk á þeim hafa ítrekað verið skemmd eða þeim stolið. Síðasta dæmið um skemmdarverk á þekktu klassísku málverki átti sér stað á Musee d' Orsay safninu í gærmorgun. 8.10.2007 07:55 Interpol leitar til almennings Alþjóðalögreglan Interpol hefur sett í gang alþjóðlegt átak til að hafa upp á manni sem grunaður er að hafa sett myndir á netið sem sýna hann nauðga ungum drengjum. 8.10.2007 07:35 Líklega ekki kosningar fyrr en eftir tvö ár Forsætisráðherra Breta liggur undir ámæli andstæðinga sinna fyrir að boða ekki til þingkosninga á þessu ári líkt og hann hafði gefið í skyn. 7.10.2007 18:50 24 slösuðust í sprengingu 24 slösuðust þegar mikil gassprenging varð í íbúð í Harlem hverfi New York borgar í gær. 7.10.2007 15:09 Drykkjuleikur kemur Bretaprins í bobba Harry Bretaprins er aftur kominn í fréttirnar á Englandi eftir að myndir sem sýna hann sjúga vodka í nefið birtust í fjölmiðlum. 7.10.2007 14:05 Öllum mótmælendum sleppt í Kaupmannahöfn Öllum mótmælendunum sem lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær hefur verið sleppt. Alls handtók lögreglan yfir fjögur hundruð mótmælendur í borginni í gær. Fólkið safnaðist saman við auð hús í norðvesturhluta borgarinnar og fór fram á að fá húsin í stað ungdómshússins sem rifið var á Norðurbrú síðastliðið vor. Lögreglan beitti táragasi og hundum á hópinn eftir að upp úr sauð milli hennar og mótmælendanna. 7.10.2007 10:30 Fjórir létust eftir fellibyl Að minnsta kosti fjórir létust þegar fellibylur gekk yfir Taívan í gær. Miklar rigningar fylgdu fellibylnum og fór rafmagn þúsundum heimila. Fellibylurinn stefnir nú að meginlandi Kína og óttast yfirvöld þar hann eigi eftir að valda þar miklu tjóni. Íbúum strandbæja hefur verið fyrirskipað að flytja sig innar í land. 7.10.2007 10:26 Brown boðar ekki til kosninga Allur vafi var tekinn af um að boðað yrði til þingkosninga í Bretlandi á þessi ári þegar Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, útilokaði í gær að slíkt yrði gert. Nýjar skoðanakannanir sýna að Verkamannaflokkurinn hefur misst forskot sitt á Íhaldsflokkinn. Ein af þeim könnunum sem birt hefur verið undanfarið sýnir að ef það yrði kosið nú myndi Verkamannaflokkurinn tapa meirihluta sínu í neðri deild breska þingsins. Aðeins eru þrír mánuðir síðan að Brown tók við starfi sínu af Tony Blair. Fyrstu kannanir, eftir að hann tók við, sýndu mikinn stuðning við flokk hans og veltu því margir fyrir sér hvort boðað yrði til kosninga í haust. 7.10.2007 10:01 Maddie var á lífi á ströndinni Einkaspæjari sem McCann-hjónin réðu til að leita að dóttur sinni Madeleine McCann telur sig hafa fundið erfðaefni úr henni á ströndinni nálægt sumarleyfisdvalarstað McCann-fjölskyldunnar í Portúgal. 7.10.2007 09:11 Musharraf hlaut yfirburðakosningu Pervez Musharraf forseti Pakistan vann yfirburðasigur í forsetakosningum sem fram fóru í dag. Búist hafði verið við því að Musharraf yrði fyrir valinu en hæstiréttur landsins segir mögulegt að framboð hans sé ekki löglegt. 6.10.2007 12:38 Hafa áhyggjur af örlögum mótmælenda í Búrma Fyrrverandi fangar herstjórnarinnar í Búrma hafa lýst yfir miklum áhyggjum af örlögum mótmælenda sem hnepptir hafa verið í varðhald í mestu mótmælum í landinu í áratugi. 6.10.2007 12:31 Fimm létust í sprengjutilræði Einn bandarískur hermaður og fjórir óbreyttir borgarar létu lífið í Afganistan í morgun þegar bílasprengja sprakk á veginum til flugvallarins í Kabúl á sex ára afmæli innrásar Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra inn í landið. Einn þeirra sem lést var tilræðismaðurinn sjálfur. Tilræðinu var beint að bandarískri hersveit sem ber ábyrgð á þjálfun afganskra her- og lögreglumanna. 6.10.2007 11:23 Vilhjálmur óttast um öryggi sitt Vilhjálmur Bretaprins er áhyggjufullur um öryggi sitt eftir að hann og kærasta hans Kate Middleton voru hundelt af paparazzi ljósmyndurum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu konungsfjölskyldunnar var parið elt þar sem þau voru í bíl á leið af næturklúbbi í London. Myndir af þeim voru síðan birtar í the London Evening Standard. 6.10.2007 10:10 Vilja viðræður við mótmælendur í Búrma Leiðtogar á vesturlöndum hafa dreyft uppkasti að yfirlýsingu innan Sameinuðu þjóðanna þar sem ofbeldi og kúgun herstjórnarinnar í Búrma gegn mótmælendum í landinu er fordæmd. Bandaríkin Frakkland og Bretland hafa farið fram á að viðræður við leiðtoga mótmælendanna hefjist tafarlaust. 6.10.2007 10:08 Forsetakosningar í Pakistan Forsetakosningar fara fram í Pakistan í dag. Það eru þingmenn fjögurra héraðsþinga og báðar deildir þjóðþingsins sem kjósa forsetann í leynilegri kosningu. Búist er við að núverandi forseti Pervez Musharraf verði fyrir valinu. Hæstiréttur landsins segir hins vegar að ekki sé ljóst hvort Musharraf hafi lagalegan rétt til að bjóða sig fram á sama tíma og hann er herforingi. 6.10.2007 10:06 Sverðtígur með veikt bit Þótt sverðtígurinn hafi óneitanlega verið vel tenntur hafa rannsóknir leitt í ljós að bit hans var veikt. Krafturinn í biti sverðtígursins var ekki nema þriðjungur þess sem ljón hefur. Notast var við nýjustu tölvuteiknitækni til að áætla kraftinn í biti sverðtígursins. 5.10.2007 16:50 Geimkapphlaup milli þriggja Asíuþjóða Ómannað geimkönnunarfar frá japönsku geimferðarstofnuninni komst í morgun á sporbraut umhverfis tunglið. Eru Japanir því fyrsta Asíuþjóðin sem tekst að koma geimfari á braut umhverfis tunglið. Þrjár Asíuþjóðir keppa nú um að sigra geiminn. 5.10.2007 16:28 Ég er afi minn og hálfbróðir föður míns Sjötíu og tveggja ára gamall Breti hyggst gefa tengdadóttur sinni sæði svo hún og sonur hans geti eignast barn. 5.10.2007 15:31 Tugir manna láta lífið í bátaslysi í Nígeríu Að minnsta kosti 33 drukknuðu og átta slösuðust alvarlega þegar tveir bátar rákust saman á Dole-Kaina fljóti í norðvestur hluta Nígeríu í morgun. Annar báturinn var hlaðinn eldfimum vökvum og sprungu bátarnir í loft upp við áreksturinn. 5.10.2007 15:04 Flutningsstyrkur til að flytja frá mömmu Ítölsk stjórnvöld bjóða nú fullvöxnum karlmönnum þar í landi flutningsstyrki til að þeir geti flutt út frá mæðrum sínum. "Mömmustrákar" eru þekkt félagslegt vandamál á Ítalíu þar sem stór hluti karlmanna eiga það til að búa í heimahúsum langt fram eftir aldri. 5.10.2007 13:38 Tveir láta lífið í sprengjuárás á Filippseyjum Að minnsta kosti tveir létu lífið og 26 særðust þegar tvær sprengjur sprungu með stuttu millibili á markaði í bænum Kidapawan í suðurhluta Filippseyja í morgun. Einn maður sem sást flýja frá vettvangi var handtekinn. 5.10.2007 13:37 Óttast vaxandi kynþáttafordóma Yfirvöld í Moskvu, höfuðborg Rússlands, óttast nú vaxandi kynþáttafordóma þar í borg. Árásum á minnihlutahópa hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. 5.10.2007 12:49 Forsetakosningum ekki frestað í Pakistan Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að forsetakosningum verði ekki frestað í landinu en þær eiga að fara fram á morgun. Óvissa er hvor er hvort að Pervez Musarraf forseti landsins sé kjörgengur í kosningunum. 5.10.2007 12:31 Kennslukona stungin með skærum Ráðist var á kennslukonu fyrir utan skóla í Lyngby í Danmörku í morgun og hún stungin með skærum. Árásarmaðurinn er enn ófundinn. 5.10.2007 12:00 Handtökuskipun á formann Interpol Ríkissaksóknari Suður-Afríku hefur gefið út handtökuskipun á hendur Jackie Selebi ríkislögreglustjóra landsins en Selebi er jafnframt núverandi formaður alþjóðalögreglunnar Interpol. Selebi er sakaður um tengsl við skipulögð glæpasamtök í Suður-Afríku. 5.10.2007 11:22 Þrjátíu slasast af völdum klórgass Þrjátíu verkamenn slösuðust og þar af einn alvarlega þegar eitrað klórgas lak út úr tanki í verksmiðju í Frankfurt í Þýskalandi í morgun. Slysið átti sér stað þegar verið var að flytja gasið á milli tveggja geymslutanka. 5.10.2007 11:03 Aulanóbel fyrir rannsóknir á sverðagleypum Ig Nobels- eða Aulanóbelsverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Meðal verðlaunahafa var breskur maður sem fékk Nóbelinn fyrir þá uppgvötun sína að sverðagleypar geti þjást af alvarlegum hliðaráhrifum ef þeir eru truflaðir við iðju sína. 5.10.2007 10:21 Sjá næstu 50 fréttir
Ísraelar opna á möguleikann um tvískipta Jerúsalem Tveir háttsettir stjórnmálamenn í Ísrael ræddu opinskátt í dag um möguleikann á því að Jerúsalem verði skipt í tvennt. Stjórnmálaskýrendur segja þetta gefa til kynna að von sé á stefnubreytingu Ísraela í málinu sem hingað til hafa neitað að fallast á skiptingu borgarinnar. 8.10.2007 22:56
Borgarstjóri fundar með mótmælendum Ungdómshússins Stjórnendur mótmælahreyfingarinnar sem varð til þegar Ungdómshúsið í Kaupmannahöfn var rifið, hafa ákveðið að þiggja boð Ritt Bjerregård borgarstjóra um að funda með henni. Hvað eftir annað hefur komið til óeirða í Kaupmannahöfn síðan húsið var jafnað við jörðu. 8.10.2007 20:39
Bjarndýr drap mann í Svíþjóð Bjarndýr varð sextugum karlmanni að bana í grennd við bæinn Valsjöby í Svíþjóð í morgun. Íbúar í Valsjöby hafa lengi óttast að þetta myndi gerast. Lítið hefur verið um ber fyrir bjarndýrin sem þá verða hungruð og árásargjörn. Þeir segja einnig að bjarndýrum hafi fjölgað mjög á þessum slóðum undanfarin ár. 8.10.2007 20:00
Hálft barnslík fannst við Álaborg Danir eru slegnir óhug eftir að hálft barnslík fannst á byggingarlóð rétt sunnan við Álaborg. Lögreglan segja að líkið sé af nýfæddu stúlkubarni. Það var aðeins neðri hluti líkamans sem fannst. Það var fjölskylda sem var að láta aka gróðurmold inn á lóð sína, sem fann líkið. Það var í gær, en lögreglan ákvað að tilkynna ekki um fundinn fyrr en í dag í von um að finna hinn helminginn af barninu. 8.10.2007 19:40
Kalabríu mafían hreiðrar um sig í Evrópu Kalabríu mafían hefur hreiðrað um sig í Evrópu og þrífst þar vel, að sögn Ítalsks saksóknara. Það er vegna þess að í Vestur-Evrópu eru ekki til nein samræmd stefna til þess að takast á við skipulagða glæpastarfsemi. Nicola Gratteri, sem hefur verið að rannsaka morð á sex ítölum í Þýskalandi í ágúst síðastliðnum, segir að mafían sé eins og fjölþjóða fyrirtæki, með útibú í öllum heimsálfum. 8.10.2007 18:04
Fimmtán teknir af lífi í Afganistan Yfirvöld í Afganistan tóku í morgun 15 fanga af lífi en þetta eru fyrstu aftökur þar í landi í meira en þrjú ár. Ekki hafa fleiri verið teknir af lífi í Afganistan á sama degi síðan Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001. 8.10.2007 17:33
Herstjórnin tilnefnir samningamann fyrir Suu Kyi Herstjórnin í Búrma hefur tilnefnt Aung Kyi aðstoðarráðherra til að semja beint við Aung San Suu Kyi stjórnarandstæðing sem nú er í stofufangelsi. Aung Kyi tók við embætti aðstoðaratvinnumálaráðherra á síðasta ári. Tilnefningin kemur í kjölfar mestu mótmælaaðgerða gegn herstjórninni í áratugi. 8.10.2007 16:45
Kviðdómendur lentu í óhappi í París Rúta kviðdómenda í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu af Wales lenti í óhappi fyrir utan Ritz hótelið í París í dag. Hópur fréttamanna horfði á rútuna keyra á steypustólpa þegar hún ók upp að hótelinu með þeim afleiðingum að hvellsprakk. Ekki tók langan tíma að skipta um dekk og hópurinn gat haldið áfram að fara yfir síðustu stundirnar í lífi prinsessunnar og ástmanns hennar Dodi Fayed. 8.10.2007 16:11
Anda léttar Hæstiréttur á Spáni hefur staðfest bann við því að að vængstífðum öndum sé fleygt í sjóinn í bænum Sagunto, þar sem drukknir veislugestir berjast um þær. Árlega hafa hundruð manna safnast saman í bænum í ágúst, til þess að leika þennan leik. 8.10.2007 15:57
Bretar fækka herliði í Írak um helming Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í neðri málstofu breska þingsins í dag að breskum hermönnum í Írak yrði fækkað úr 5.500 í 2.500 fyrir næsta vor. Hann tekur fulla ábyrgð á vangaveltum um kosningar og neitar því að slæm útkoma skoðanakannana hafi haft áhrif á ákvörðun hans um að blása ekki til kosninga. 8.10.2007 15:19
Indónesi lést úr fuglaflensu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfesti í dag að indónesísk kona frá Pekan Baru-borg á Súmötru hefði látist úr fuglaflensu. Alheimsfaraldur H5N1 fuglaflensustofninum kom upp árið 2003 í Asíu. Síðan þá hafa að minnsta kosti 202 látist úr vírusnum banvæna, þar á meðal fjöldi barna og ungmenna. 8.10.2007 14:31
Síðasti kafbáturinn fundinn Kafarar hafa fundið flakið af síðasta kafbátnum sem Þjóðverjar sendu til Noregs í síðari heimsstyrjöldinni. Það var rétt undir lok stríðsins og talið er að Horden í Noregi hafi verið áfangastaður bátsins. Breskar Mosquito sprengjuflugvélar sökktu honum austan við dönsku eyna Læsö. 8.10.2007 14:29
Ein og hálf milljón flutt frá strandhéruðum Kína Alls hefur tæp hálf önnur milljón Kínverja flúið eða verið flutt frá strandhéruðum landsins eftir að fellibylurinn Krosa gekk þar yfir í gærdag. 8.10.2007 13:24
Vilja starfsmenn Blackwater fyrir dóm Írösk stjórnvöld hafa krafist þess að vopnaðir starfsmenn verktakafyrirtækisins Blackwater verði dregnir fyrir dóm vegna morða á sautján almennum borgurum í Bagdad í síðasta mánuði. Opinber rannsókn sýni að þeir hafi ekki verið að svara árás þegar þeir hafi skotið á fólkið. 8.10.2007 13:09
Réttarrannsókn á láti Díönu prinsessu Meira en 10 árum eftir að Díana prinsessa lést í bílslysi í París hefur réttarrannsókn loks hafist á því hvað gerðist kvöldið örlagaríka þegar hún og ástmaður hennar Dodi Al Fayed létust. 8.10.2007 11:15
Ástsjúkur páfugl skemmir Lexus Breskur aðalsmaður heldur því fram að páfugl hafi valdið skemmdum upp á hálfa milljón króna á Lexus-bíl sínum með því að reyna að hafa kynmök við bílinn. Baróninn sir Benjamin Slade krafði tryggingarfélag sitt um bætur fyrir skaðann með þessari útskýringu á skemmdunum. 8.10.2007 11:07
Segist vita hver myrti Politkovskaju Ritstjóri á rússneska blaðinu Novaja Gazeta segist vita hver drap rússnesku blaðakonuna Önnu Politkovskaju. Í gær var nákvæmlega eitt ár frá því að Politkovskaja var myrt fyrir utan heimili sitt í Moskvu. 8.10.2007 09:34
Fjallagórillur í stríðsátökum í Kongó Uppreisnarmenn í Kongó hafa nú tekið yfir svæði í austurhluta landsins þar sem helmingur af fjallagórillum heimsins búa. Górillurnar eru í töluverðri útrýmingarhættu og hafa umhverfissinnar miklar áhyggjur af þróun mála. 8.10.2007 08:11
Öryggismál í skoðun eftir skemmdarverk á Monet Öryggismál á frönskum söfnum er nú til endurskoðunnar þar í landi eftir að þekkt verk á þeim hafa ítrekað verið skemmd eða þeim stolið. Síðasta dæmið um skemmdarverk á þekktu klassísku málverki átti sér stað á Musee d' Orsay safninu í gærmorgun. 8.10.2007 07:55
Interpol leitar til almennings Alþjóðalögreglan Interpol hefur sett í gang alþjóðlegt átak til að hafa upp á manni sem grunaður er að hafa sett myndir á netið sem sýna hann nauðga ungum drengjum. 8.10.2007 07:35
Líklega ekki kosningar fyrr en eftir tvö ár Forsætisráðherra Breta liggur undir ámæli andstæðinga sinna fyrir að boða ekki til þingkosninga á þessu ári líkt og hann hafði gefið í skyn. 7.10.2007 18:50
24 slösuðust í sprengingu 24 slösuðust þegar mikil gassprenging varð í íbúð í Harlem hverfi New York borgar í gær. 7.10.2007 15:09
Drykkjuleikur kemur Bretaprins í bobba Harry Bretaprins er aftur kominn í fréttirnar á Englandi eftir að myndir sem sýna hann sjúga vodka í nefið birtust í fjölmiðlum. 7.10.2007 14:05
Öllum mótmælendum sleppt í Kaupmannahöfn Öllum mótmælendunum sem lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær hefur verið sleppt. Alls handtók lögreglan yfir fjögur hundruð mótmælendur í borginni í gær. Fólkið safnaðist saman við auð hús í norðvesturhluta borgarinnar og fór fram á að fá húsin í stað ungdómshússins sem rifið var á Norðurbrú síðastliðið vor. Lögreglan beitti táragasi og hundum á hópinn eftir að upp úr sauð milli hennar og mótmælendanna. 7.10.2007 10:30
Fjórir létust eftir fellibyl Að minnsta kosti fjórir létust þegar fellibylur gekk yfir Taívan í gær. Miklar rigningar fylgdu fellibylnum og fór rafmagn þúsundum heimila. Fellibylurinn stefnir nú að meginlandi Kína og óttast yfirvöld þar hann eigi eftir að valda þar miklu tjóni. Íbúum strandbæja hefur verið fyrirskipað að flytja sig innar í land. 7.10.2007 10:26
Brown boðar ekki til kosninga Allur vafi var tekinn af um að boðað yrði til þingkosninga í Bretlandi á þessi ári þegar Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, útilokaði í gær að slíkt yrði gert. Nýjar skoðanakannanir sýna að Verkamannaflokkurinn hefur misst forskot sitt á Íhaldsflokkinn. Ein af þeim könnunum sem birt hefur verið undanfarið sýnir að ef það yrði kosið nú myndi Verkamannaflokkurinn tapa meirihluta sínu í neðri deild breska þingsins. Aðeins eru þrír mánuðir síðan að Brown tók við starfi sínu af Tony Blair. Fyrstu kannanir, eftir að hann tók við, sýndu mikinn stuðning við flokk hans og veltu því margir fyrir sér hvort boðað yrði til kosninga í haust. 7.10.2007 10:01
Maddie var á lífi á ströndinni Einkaspæjari sem McCann-hjónin réðu til að leita að dóttur sinni Madeleine McCann telur sig hafa fundið erfðaefni úr henni á ströndinni nálægt sumarleyfisdvalarstað McCann-fjölskyldunnar í Portúgal. 7.10.2007 09:11
Musharraf hlaut yfirburðakosningu Pervez Musharraf forseti Pakistan vann yfirburðasigur í forsetakosningum sem fram fóru í dag. Búist hafði verið við því að Musharraf yrði fyrir valinu en hæstiréttur landsins segir mögulegt að framboð hans sé ekki löglegt. 6.10.2007 12:38
Hafa áhyggjur af örlögum mótmælenda í Búrma Fyrrverandi fangar herstjórnarinnar í Búrma hafa lýst yfir miklum áhyggjum af örlögum mótmælenda sem hnepptir hafa verið í varðhald í mestu mótmælum í landinu í áratugi. 6.10.2007 12:31
Fimm létust í sprengjutilræði Einn bandarískur hermaður og fjórir óbreyttir borgarar létu lífið í Afganistan í morgun þegar bílasprengja sprakk á veginum til flugvallarins í Kabúl á sex ára afmæli innrásar Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra inn í landið. Einn þeirra sem lést var tilræðismaðurinn sjálfur. Tilræðinu var beint að bandarískri hersveit sem ber ábyrgð á þjálfun afganskra her- og lögreglumanna. 6.10.2007 11:23
Vilhjálmur óttast um öryggi sitt Vilhjálmur Bretaprins er áhyggjufullur um öryggi sitt eftir að hann og kærasta hans Kate Middleton voru hundelt af paparazzi ljósmyndurum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu konungsfjölskyldunnar var parið elt þar sem þau voru í bíl á leið af næturklúbbi í London. Myndir af þeim voru síðan birtar í the London Evening Standard. 6.10.2007 10:10
Vilja viðræður við mótmælendur í Búrma Leiðtogar á vesturlöndum hafa dreyft uppkasti að yfirlýsingu innan Sameinuðu þjóðanna þar sem ofbeldi og kúgun herstjórnarinnar í Búrma gegn mótmælendum í landinu er fordæmd. Bandaríkin Frakkland og Bretland hafa farið fram á að viðræður við leiðtoga mótmælendanna hefjist tafarlaust. 6.10.2007 10:08
Forsetakosningar í Pakistan Forsetakosningar fara fram í Pakistan í dag. Það eru þingmenn fjögurra héraðsþinga og báðar deildir þjóðþingsins sem kjósa forsetann í leynilegri kosningu. Búist er við að núverandi forseti Pervez Musharraf verði fyrir valinu. Hæstiréttur landsins segir hins vegar að ekki sé ljóst hvort Musharraf hafi lagalegan rétt til að bjóða sig fram á sama tíma og hann er herforingi. 6.10.2007 10:06
Sverðtígur með veikt bit Þótt sverðtígurinn hafi óneitanlega verið vel tenntur hafa rannsóknir leitt í ljós að bit hans var veikt. Krafturinn í biti sverðtígursins var ekki nema þriðjungur þess sem ljón hefur. Notast var við nýjustu tölvuteiknitækni til að áætla kraftinn í biti sverðtígursins. 5.10.2007 16:50
Geimkapphlaup milli þriggja Asíuþjóða Ómannað geimkönnunarfar frá japönsku geimferðarstofnuninni komst í morgun á sporbraut umhverfis tunglið. Eru Japanir því fyrsta Asíuþjóðin sem tekst að koma geimfari á braut umhverfis tunglið. Þrjár Asíuþjóðir keppa nú um að sigra geiminn. 5.10.2007 16:28
Ég er afi minn og hálfbróðir föður míns Sjötíu og tveggja ára gamall Breti hyggst gefa tengdadóttur sinni sæði svo hún og sonur hans geti eignast barn. 5.10.2007 15:31
Tugir manna láta lífið í bátaslysi í Nígeríu Að minnsta kosti 33 drukknuðu og átta slösuðust alvarlega þegar tveir bátar rákust saman á Dole-Kaina fljóti í norðvestur hluta Nígeríu í morgun. Annar báturinn var hlaðinn eldfimum vökvum og sprungu bátarnir í loft upp við áreksturinn. 5.10.2007 15:04
Flutningsstyrkur til að flytja frá mömmu Ítölsk stjórnvöld bjóða nú fullvöxnum karlmönnum þar í landi flutningsstyrki til að þeir geti flutt út frá mæðrum sínum. "Mömmustrákar" eru þekkt félagslegt vandamál á Ítalíu þar sem stór hluti karlmanna eiga það til að búa í heimahúsum langt fram eftir aldri. 5.10.2007 13:38
Tveir láta lífið í sprengjuárás á Filippseyjum Að minnsta kosti tveir létu lífið og 26 særðust þegar tvær sprengjur sprungu með stuttu millibili á markaði í bænum Kidapawan í suðurhluta Filippseyja í morgun. Einn maður sem sást flýja frá vettvangi var handtekinn. 5.10.2007 13:37
Óttast vaxandi kynþáttafordóma Yfirvöld í Moskvu, höfuðborg Rússlands, óttast nú vaxandi kynþáttafordóma þar í borg. Árásum á minnihlutahópa hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. 5.10.2007 12:49
Forsetakosningum ekki frestað í Pakistan Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að forsetakosningum verði ekki frestað í landinu en þær eiga að fara fram á morgun. Óvissa er hvor er hvort að Pervez Musarraf forseti landsins sé kjörgengur í kosningunum. 5.10.2007 12:31
Kennslukona stungin með skærum Ráðist var á kennslukonu fyrir utan skóla í Lyngby í Danmörku í morgun og hún stungin með skærum. Árásarmaðurinn er enn ófundinn. 5.10.2007 12:00
Handtökuskipun á formann Interpol Ríkissaksóknari Suður-Afríku hefur gefið út handtökuskipun á hendur Jackie Selebi ríkislögreglustjóra landsins en Selebi er jafnframt núverandi formaður alþjóðalögreglunnar Interpol. Selebi er sakaður um tengsl við skipulögð glæpasamtök í Suður-Afríku. 5.10.2007 11:22
Þrjátíu slasast af völdum klórgass Þrjátíu verkamenn slösuðust og þar af einn alvarlega þegar eitrað klórgas lak út úr tanki í verksmiðju í Frankfurt í Þýskalandi í morgun. Slysið átti sér stað þegar verið var að flytja gasið á milli tveggja geymslutanka. 5.10.2007 11:03
Aulanóbel fyrir rannsóknir á sverðagleypum Ig Nobels- eða Aulanóbelsverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Meðal verðlaunahafa var breskur maður sem fékk Nóbelinn fyrir þá uppgvötun sína að sverðagleypar geti þjást af alvarlegum hliðaráhrifum ef þeir eru truflaðir við iðju sína. 5.10.2007 10:21