Fleiri fréttir Tókst að bjarga öllum námumönnunum Öllum námuverkamönnunum sem festust í gullnámunni í Suður - Afríku hefur verið bjargað, alls þrjú þúsund og tvö hundruð manns. 5.10.2007 07:08 Hillary vill að Bill bæti ímynd Bandaríkjanna Ef Hillary Clinton vinnur forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fær Bill, eiginmaður hennar það hlutverk að endurbyggja ímynd Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. 5.10.2007 07:04 Kate og Gerry McCann: Stuðningur almennings ómetanlegur Kate og Gerry McCann segja að mikill stuðningur almennings hafi hjálpað þeim í gegn um erfiðustu tímabil síðustu mánaða. 4.10.2007 21:20 Urðu eiganda sínum að bana Tveir Pit Bull Terrier hundur urðu eiganda sínum að bana í Florida á þriðjudaginn. Eigandinn hafði átt báða hundana síðan þeir voru hvolpar. 4.10.2007 20:59 Yoko Ono hrósar Íslandi Milljónir aðdáenda Bítlanna hafa fengið skilaboð frá Yoko Ono um að Ísland hafi yngjandi áhrif og hún skorar á fólk að heimsækja landið. Þetta kemur fram í myndbandi þar sem Yoko kynnir friðarsúluna sem afhjúpuð verður í Viðey á fæðingardegi John Lennons á þriðjudag. 4.10.2007 18:45 Handtökuskipun á fjölskyldu Pinochets Gefin hefur verið út handtökuskipun á fimm börnum og ekkju Augusto Pinochet fyrrum einræðisherra í Chile vegna ákæru um fjárdrátt. Hershöfðinginn kom sjálfur aldrei fyrir dóm vegna spillingar og mannréttindabrota. Ákærurnar eru vegna sjóða ríkisins á bandarískum bankareikningum og eru meðal 23 ákæra sem gefnar voru út í málinu. 4.10.2007 16:21 Búlgarar veita Sarkozy heiðursorðu Búlgörsk stjórnvöld veittu í dag Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, æðstu heiðursorðu landsins vegna þátttöku hans í lausn búlgarskra heilbrigðisstarfsmanna sem voru haldi í Líbýu. Sarkozy er nú í opinberri heimsókn í Búlgaríu. 4.10.2007 15:54 Jarðskjálfti í Indónesíu Jarðskjálfti upp á 5,6 á Richter skók Lombokeyju í Indónesíu í dag. Upptök skjálftans voru á hafsbotni um 152 kílómetra fyrir norðaustan Mataram hérað í mið Indónesíu. 4.10.2007 15:31 Eþíópíumenn styrkja friðargæslu í Darfúr Stjórnvöld í Eþíópíu hafa samþykkt að leggja til fimm þúsund hermenn í friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins sem senda á til Darfúr-héraðs í Súdan. Von er á allt að 26 þúsund friðargæsluliðum til héraðsins en þar eru fyrir um sjö þúsund hermenn á vegum Afríkusambandsins. 4.10.2007 15:17 Bhutto bjartsýn á völd í Pakistan Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan segist bjartsýn á að ná samkomulagi við Pervez Musharraf forseta um að þau muni deila völdum í landinu. Bhutto sagði á blaðamannafundi í London að komist hefði á samkomulag um skilmála sakaruppgjafar vegna ákæru á hendur henni um spillingu. 4.10.2007 15:04 Sjö þúsund svipuhögg fyrir samkynhneigð Dómstóll í Sádí-Arabíu dæmdi í dag tvo samkynhneigða menn til að þola sjö þúsund svipuhögg vegna kynhneigðar sinnar. Mönnunum verður ekki gert að taka alla refsinguna út einu heldur verður henni skipt niður yfir ákveðið tímabil. 4.10.2007 14:44 Skipulögðu árás á lestarstöðina í Vejle Til stóð að gera sjálfsmorðssprengjuárás á lestarstöðina í Velje en árásarmennirnir hættu við. Þetta kom fram við vitnaleiðslur í Eystri landsrétti í Danmörku yfir mönnum sem tengjast svokölluðu Vollsmose-máli. Málið kom upp í Vollsmose í Óðinsvéum í fyrra og voru þá sjö handteknir vegna málsins. 4.10.2007 14:19 Kanínufaraldur í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa bannað allan flutning á kanínum milli svæða þar í landi til að koma í veg fyrir útbreiðslu banvæns kanínufaralds. Sjúkdómurinn hefur nú greinst á yfir 50 kanínubúum á Sjálandi en hann er skaðlaus mönnum. 4.10.2007 14:17 Smokkaframleiðendur funda í Suður-Kóreu Um eitt hundrað smokkaframleiðendur frá yfir fimmtíu löndum hittast á mánudaginn í Suður-Kóreu til skrafs og ráðagerða. Á fundinum er ætlunin að reyna smíða samræmdan alþjóðlegan stuðul varðandi gæði og stærð smokka. 4.10.2007 13:42 Díana var á pillunni þegar hún lést Engar sannanir eru fyrir því að Díana prinsessa hafi verið barnshafandi þegar hún lést í bílslysi ásamt ástmanni sínum Dody Fayed. Þetta sagði dánardómsstjóri við réttarrannsókn yfir andláti hennar í dag. Upplýsingarnar kasta rýrð á samsæriskenningar um að leyniþjónustan hafi fyrirskipað morð á prinsessunni af Wales. 4.10.2007 13:26 Farþegar og áhöfn létust í flugslysi í Kongó Nú er ljóst að þeir 17 manns sem voru um borð í rússnesku fragtflugvélinni sem fórst í úthverfi Kinshasha í Kongó í dag eru látnir. Vélin lenti á fjölda kofa í Kingasani hverfi nálægt Ndjili alþjóðaflugvellinum. Óttast er um líf fjölda manns á jörðu niðri. Vélin var af gerðinni Antonov í eigu kongóska flugfélagsins Africa 1. 4.10.2007 12:17 Dash vélar SAS aftur á loft Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tekið Dash 8 Q400 flugvélar í notkun á ný en félagið kyrrsetti allar vélar af þessari gerð í síðasta mánuði vegna tíðra bilana. Fyrsta flugferðin var farin í morgun frá Kaupmannahöfn til Hamborgar í Þýskalandi og gekk hún áfallalaust fyrir sig. 4.10.2007 11:48 Leiðtogar Kóreu semja um frið Roh Moo-hyun forseti Suður Kóreu og Kim Yong-il leiðtogi Norður Kóreu undirrituðu í dag friðaryfirlýsingu eftir þriggja daga sögulegan fund í Pyongyang í Norður Kóreu. Þeir fóru fram á alþjóðlegar viðræður um milliríkjasamning sem koma á í stað vopnahlésins, sem batt enda á Kóreustríðið árið 1953. 4.10.2007 10:59 Vara við hryðjuverkaárásum á evrópskar borgir Hryðjuverkasamtökin Al Kaída undirbúa nú hryðjuverkaárásir á evrópskar og bandarískar stórborgir samkvæmt bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Eiga árásirnar að eiga sér stað á næstu vikum. 4.10.2007 10:24 Bush hafnar heilbrigðistryggingafrumvarpi George Bush Bandaríkjaforseti beitti í gær neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarp sem myndi bæta heilbrigðistryggingar í Bandaríkjunum yrði samþykkt. 4.10.2007 08:07 Díana gæti hafa verið með barni Mörg viðkvæm mál úr lífi Díönu prinsessu verða afhjúpuð í réttarrannsókninni yfir andláti hennar og Dodis Al-Fayed, sem er að hefjast. 4.10.2007 07:35 Jurtalyf geta verið skaðleg Það eru engar sannanir fyrir því að jurtalyf geri nokkuð gagn. Þau geta verið skaðleg, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt er í dag. 4.10.2007 07:29 Forseti Venezuela reynir að fá 45 gísla lausa Samningafundi sem Hugo Chaves forseti Venezuela hugðist eiga með kólumbískum uppreisnarmönnum úr Farc hópnum þann áttunda október næstkomandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 4.10.2007 07:24 Bjarga 3000 námumönnum Björgunarmenn byrjuðu snemma í morgun að bjarga námumönnum sem festust í gullnámu sem er staðsett áttatíu kílómetra vestur af Jóhannesarborg. 4.10.2007 07:12 Mútumál tengt Norsk Hydro Stjórnendur orkufyrirtækisins Norsk Hydro eru grunaðir um að hafa borgað jafnvirði ríflega 400 milljóna íslenskra króna í mútur vegna verkefna í Líbíu. 3.10.2007 18:45 Fjórar reknar úr fegurðarsamkeppni vegna nektarmynda Hvert hneykslið á fætur öðru angrar nú aðstandendur keppninnar "Ungfrú Noregur". Alls hafa fjórar stúlkur nú verið reknar úr keppninni sökum þess að nektarmyndir hafa birst af þeim. Sú síðasta sem rekin var í þessari viku birtist á Evu-klæðunum í Vi Menn fyrr á árinu og það tvisvar sinnum með skömmu millibili. 3.10.2007 16:43 Bonnie og Clyde boðin gifting Lögreglustjóri í smábæ í Michigan hefur beðið flóttapar sem rændi banka bæjarins nýlega að gefa sig fram. Lögreglustjórinn sem líkir parinu við Bonnie og Clyde segir að hann muni sjálfur gefa þau saman í hjónaband í fangelsi bæjarins ef þau gefi sig fram en ránsfenginn notaði parið m.a. til að kaupa giftingarhringa. 3.10.2007 16:08 Þingmenn í flokki Bhutto ætla að segja af sér Þingmenn í flokki Benazir Bhuttto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, ætla að segja af sér þingmennsku áður en þingmenn kjósa nýjan forseta landsins. Pervez Musharaf forseti sækist eftir endurkjöri en til þess að af því megi verða þarf hann stuðning þingsins. 3.10.2007 14:37 Ný risaeðla með 800 tennur Vísindamenn hafa kynnt til sögunnar nýjan dínósaur, eða risaeðlu, sem fannst í Utah í Bandaríkjunum. Um er að ræða svokallaða "andarnefju" en þessi hafði um 800 tennur í kjálkunum og var grasbítur. Risaeðlunni hefur verið gefið nafnið Gryposaurus. 3.10.2007 13:46 Norsk Hydro tengt mútuhneyksli í Líbíu Framkvæmdastjóri Norsk Hydro er undir miklum þrýsingi vegna rannsóknar á mútumáli í Líbíu. Talið er að hundruð milljóna króna hafi skipt um hendur. 3.10.2007 12:19 Thaílensk chili-sósa skapar ótta um eiturefnaárás Krydduð chili-sósa á thaílensku veitingahúsi í London skapaði ótta nærstaddra um að eiturefnaárás væri í gangi og leiddi til þess að lögreglan lokaði og rýmdi göturnar sem veitingahús stendur við. Samkvæmt frétt í The Times voru þrjár götur rýmdar og íbúar þeirra fluttir á brott eftir að dularfull lykt og reykur hékk yfir svæðinu í þrjá tíma. 3.10.2007 10:51 Olmert og Abbas funda í Jerúsalem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, funda í Jerúsalem í dag. Leiðtogarnir munu meðal annars ræða fyrirhugaða ráðstefnu ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs um málefni Palestínu sem halda á í næsta mánuði. 3.10.2007 10:38 Jóakim prins aftur í hnapphelduna Jóakim Danaprins hyggst ganga í það heilaga á ný og verður brúðkaup hans og hinnar frönsku Marie Cavallier í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku hirðinni. 3.10.2007 09:15 Árangursrík barátta gegn eiturlyfjum John Walters, yfirmaður Bandaríska lyfjaeftirlitsins, segir að barátta gegn fíkniefnainnflutningi í Bandaríkjunum skili nú meiri árangri en hún hefur gert undanfarin 20 ár. 3.10.2007 08:03 Ísraelar réðust á Sýrland Ísraelar viðurkenndu í gær að bera ábyrgð á árás á herstöðvar Sýrlendinga sem gerð var þann 6. september síðastliðinn. 3.10.2007 07:15 Hillary safnaði 1700 milljónum Hillary Clinton safnaði því sem nemur tæpum 1700 milljónum íslenskra króna í kosningasjóð sinn á þriðja ársfjórðungi. 3.10.2007 07:12 Nýr stjórnarsáttmáli Evrópusambandsins Lögspekingar frá tuttugu og sjö ríkjum Evrópusambandsins hafa samið drög að nýjum stjórnarsáttmála sambandsins. Sáttmálanum er ætlað að koma í stað þeirrar sem franskir og þýskir kjósendur höfnuðu fyrir tveimur árum. 3.10.2007 07:08 Lögreglumanni í máli Madeleine vísað frá Portúgalski lögreglumaðurinn, Goncalo Amaral, sem hefur stjórnað rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann var leystur frá málinu í gær eftir að hann gagnrýndi störf bresku lögreglunnar. 3.10.2007 06:59 "Ekki feig í dag" Eldri hjón í Ástralíu þykjast heppin að hafa komist lifandi af úr ótrúlegu slysi á umferðarbrú í Queensland. Bíllinn sem þau Brian og Roslyn Fields voru í hangir niður af umferðarbrúnni en hjólhýsið þeirra heldur honum uppi. 2.10.2007 19:10 Hu vill samvinnu um hita Forseti Kína lýsti yfir eindregnum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag á fundi í Sjanghæ með forseta Íslands. 2.10.2007 19:07 Hóta að hætta að flytja gas til Úkraníu Rússneska gasfyrirtækið Gazprom ætlar að hætta gasflutningum til Úkraníu nema yfirvöld þar í landi greiði fyrirtækinu skuld upp á tæpa 81 milljarð króna. Hætta er á að gasflutningar til Vestur-Evrópu raskist verulega komi til stöðvunar af hálfu Gazprom. 2.10.2007 15:57 Sjö láta lífið í eldsvoða í Rússlandi Að minnsta kosti sjö létu lífið og 35 særðust þegar eldur kviknaði í stjórnarbyggingu suðaustur af Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Eldurinn kom upp á fjórðu hæð byggingarinnar. 2.10.2007 15:02 Segir að ræningjar Madeleine hafi gefið henni svefnlyf Líklegt er að ræningjar Madeleine McCann hafi gefið henni svefnlyf eða róandi lyf þegar þeir rændu henni að mati ömmu Madeleine. Að sögn ömmunnar hefði Madeleine að öðrum kosti látið í sér heyra þegar henni var rænt af hótelherberginu. 2.10.2007 13:57 Fallið frá málsókn á hendur Benazir Bhutto Yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að fella niður málsókn á hendur Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, vegna meintrar spillingar. Bhutto hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í London allt frá því að dómstóll í Pakistan dæmdi hana og eiginmann hennar í fangelsi árið 1999. 2.10.2007 13:24 Danska konungsfjölskyldan krefst Saddam-orðu Dönsk riddarakrossorða sem var áður í eigu Saddam Hussein einræðisherra Íraks hefur valdið uppnámi innan dönsku konungsfjölskyldunnar. Orðan sem sett hefur verið á uppboð á fyrrum eigum Saddams var aldrei veitt einræðisherranum og því hefur konungsfjölsskyldan ályktað að einræðisherrann hafi útvegað sér hana með óheiðarlegum hætti. 2.10.2007 13:24 Sjá næstu 50 fréttir
Tókst að bjarga öllum námumönnunum Öllum námuverkamönnunum sem festust í gullnámunni í Suður - Afríku hefur verið bjargað, alls þrjú þúsund og tvö hundruð manns. 5.10.2007 07:08
Hillary vill að Bill bæti ímynd Bandaríkjanna Ef Hillary Clinton vinnur forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fær Bill, eiginmaður hennar það hlutverk að endurbyggja ímynd Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. 5.10.2007 07:04
Kate og Gerry McCann: Stuðningur almennings ómetanlegur Kate og Gerry McCann segja að mikill stuðningur almennings hafi hjálpað þeim í gegn um erfiðustu tímabil síðustu mánaða. 4.10.2007 21:20
Urðu eiganda sínum að bana Tveir Pit Bull Terrier hundur urðu eiganda sínum að bana í Florida á þriðjudaginn. Eigandinn hafði átt báða hundana síðan þeir voru hvolpar. 4.10.2007 20:59
Yoko Ono hrósar Íslandi Milljónir aðdáenda Bítlanna hafa fengið skilaboð frá Yoko Ono um að Ísland hafi yngjandi áhrif og hún skorar á fólk að heimsækja landið. Þetta kemur fram í myndbandi þar sem Yoko kynnir friðarsúluna sem afhjúpuð verður í Viðey á fæðingardegi John Lennons á þriðjudag. 4.10.2007 18:45
Handtökuskipun á fjölskyldu Pinochets Gefin hefur verið út handtökuskipun á fimm börnum og ekkju Augusto Pinochet fyrrum einræðisherra í Chile vegna ákæru um fjárdrátt. Hershöfðinginn kom sjálfur aldrei fyrir dóm vegna spillingar og mannréttindabrota. Ákærurnar eru vegna sjóða ríkisins á bandarískum bankareikningum og eru meðal 23 ákæra sem gefnar voru út í málinu. 4.10.2007 16:21
Búlgarar veita Sarkozy heiðursorðu Búlgörsk stjórnvöld veittu í dag Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, æðstu heiðursorðu landsins vegna þátttöku hans í lausn búlgarskra heilbrigðisstarfsmanna sem voru haldi í Líbýu. Sarkozy er nú í opinberri heimsókn í Búlgaríu. 4.10.2007 15:54
Jarðskjálfti í Indónesíu Jarðskjálfti upp á 5,6 á Richter skók Lombokeyju í Indónesíu í dag. Upptök skjálftans voru á hafsbotni um 152 kílómetra fyrir norðaustan Mataram hérað í mið Indónesíu. 4.10.2007 15:31
Eþíópíumenn styrkja friðargæslu í Darfúr Stjórnvöld í Eþíópíu hafa samþykkt að leggja til fimm þúsund hermenn í friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins sem senda á til Darfúr-héraðs í Súdan. Von er á allt að 26 þúsund friðargæsluliðum til héraðsins en þar eru fyrir um sjö þúsund hermenn á vegum Afríkusambandsins. 4.10.2007 15:17
Bhutto bjartsýn á völd í Pakistan Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan segist bjartsýn á að ná samkomulagi við Pervez Musharraf forseta um að þau muni deila völdum í landinu. Bhutto sagði á blaðamannafundi í London að komist hefði á samkomulag um skilmála sakaruppgjafar vegna ákæru á hendur henni um spillingu. 4.10.2007 15:04
Sjö þúsund svipuhögg fyrir samkynhneigð Dómstóll í Sádí-Arabíu dæmdi í dag tvo samkynhneigða menn til að þola sjö þúsund svipuhögg vegna kynhneigðar sinnar. Mönnunum verður ekki gert að taka alla refsinguna út einu heldur verður henni skipt niður yfir ákveðið tímabil. 4.10.2007 14:44
Skipulögðu árás á lestarstöðina í Vejle Til stóð að gera sjálfsmorðssprengjuárás á lestarstöðina í Velje en árásarmennirnir hættu við. Þetta kom fram við vitnaleiðslur í Eystri landsrétti í Danmörku yfir mönnum sem tengjast svokölluðu Vollsmose-máli. Málið kom upp í Vollsmose í Óðinsvéum í fyrra og voru þá sjö handteknir vegna málsins. 4.10.2007 14:19
Kanínufaraldur í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa bannað allan flutning á kanínum milli svæða þar í landi til að koma í veg fyrir útbreiðslu banvæns kanínufaralds. Sjúkdómurinn hefur nú greinst á yfir 50 kanínubúum á Sjálandi en hann er skaðlaus mönnum. 4.10.2007 14:17
Smokkaframleiðendur funda í Suður-Kóreu Um eitt hundrað smokkaframleiðendur frá yfir fimmtíu löndum hittast á mánudaginn í Suður-Kóreu til skrafs og ráðagerða. Á fundinum er ætlunin að reyna smíða samræmdan alþjóðlegan stuðul varðandi gæði og stærð smokka. 4.10.2007 13:42
Díana var á pillunni þegar hún lést Engar sannanir eru fyrir því að Díana prinsessa hafi verið barnshafandi þegar hún lést í bílslysi ásamt ástmanni sínum Dody Fayed. Þetta sagði dánardómsstjóri við réttarrannsókn yfir andláti hennar í dag. Upplýsingarnar kasta rýrð á samsæriskenningar um að leyniþjónustan hafi fyrirskipað morð á prinsessunni af Wales. 4.10.2007 13:26
Farþegar og áhöfn létust í flugslysi í Kongó Nú er ljóst að þeir 17 manns sem voru um borð í rússnesku fragtflugvélinni sem fórst í úthverfi Kinshasha í Kongó í dag eru látnir. Vélin lenti á fjölda kofa í Kingasani hverfi nálægt Ndjili alþjóðaflugvellinum. Óttast er um líf fjölda manns á jörðu niðri. Vélin var af gerðinni Antonov í eigu kongóska flugfélagsins Africa 1. 4.10.2007 12:17
Dash vélar SAS aftur á loft Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tekið Dash 8 Q400 flugvélar í notkun á ný en félagið kyrrsetti allar vélar af þessari gerð í síðasta mánuði vegna tíðra bilana. Fyrsta flugferðin var farin í morgun frá Kaupmannahöfn til Hamborgar í Þýskalandi og gekk hún áfallalaust fyrir sig. 4.10.2007 11:48
Leiðtogar Kóreu semja um frið Roh Moo-hyun forseti Suður Kóreu og Kim Yong-il leiðtogi Norður Kóreu undirrituðu í dag friðaryfirlýsingu eftir þriggja daga sögulegan fund í Pyongyang í Norður Kóreu. Þeir fóru fram á alþjóðlegar viðræður um milliríkjasamning sem koma á í stað vopnahlésins, sem batt enda á Kóreustríðið árið 1953. 4.10.2007 10:59
Vara við hryðjuverkaárásum á evrópskar borgir Hryðjuverkasamtökin Al Kaída undirbúa nú hryðjuverkaárásir á evrópskar og bandarískar stórborgir samkvæmt bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Eiga árásirnar að eiga sér stað á næstu vikum. 4.10.2007 10:24
Bush hafnar heilbrigðistryggingafrumvarpi George Bush Bandaríkjaforseti beitti í gær neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarp sem myndi bæta heilbrigðistryggingar í Bandaríkjunum yrði samþykkt. 4.10.2007 08:07
Díana gæti hafa verið með barni Mörg viðkvæm mál úr lífi Díönu prinsessu verða afhjúpuð í réttarrannsókninni yfir andláti hennar og Dodis Al-Fayed, sem er að hefjast. 4.10.2007 07:35
Jurtalyf geta verið skaðleg Það eru engar sannanir fyrir því að jurtalyf geri nokkuð gagn. Þau geta verið skaðleg, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt er í dag. 4.10.2007 07:29
Forseti Venezuela reynir að fá 45 gísla lausa Samningafundi sem Hugo Chaves forseti Venezuela hugðist eiga með kólumbískum uppreisnarmönnum úr Farc hópnum þann áttunda október næstkomandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 4.10.2007 07:24
Bjarga 3000 námumönnum Björgunarmenn byrjuðu snemma í morgun að bjarga námumönnum sem festust í gullnámu sem er staðsett áttatíu kílómetra vestur af Jóhannesarborg. 4.10.2007 07:12
Mútumál tengt Norsk Hydro Stjórnendur orkufyrirtækisins Norsk Hydro eru grunaðir um að hafa borgað jafnvirði ríflega 400 milljóna íslenskra króna í mútur vegna verkefna í Líbíu. 3.10.2007 18:45
Fjórar reknar úr fegurðarsamkeppni vegna nektarmynda Hvert hneykslið á fætur öðru angrar nú aðstandendur keppninnar "Ungfrú Noregur". Alls hafa fjórar stúlkur nú verið reknar úr keppninni sökum þess að nektarmyndir hafa birst af þeim. Sú síðasta sem rekin var í þessari viku birtist á Evu-klæðunum í Vi Menn fyrr á árinu og það tvisvar sinnum með skömmu millibili. 3.10.2007 16:43
Bonnie og Clyde boðin gifting Lögreglustjóri í smábæ í Michigan hefur beðið flóttapar sem rændi banka bæjarins nýlega að gefa sig fram. Lögreglustjórinn sem líkir parinu við Bonnie og Clyde segir að hann muni sjálfur gefa þau saman í hjónaband í fangelsi bæjarins ef þau gefi sig fram en ránsfenginn notaði parið m.a. til að kaupa giftingarhringa. 3.10.2007 16:08
Þingmenn í flokki Bhutto ætla að segja af sér Þingmenn í flokki Benazir Bhuttto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, ætla að segja af sér þingmennsku áður en þingmenn kjósa nýjan forseta landsins. Pervez Musharaf forseti sækist eftir endurkjöri en til þess að af því megi verða þarf hann stuðning þingsins. 3.10.2007 14:37
Ný risaeðla með 800 tennur Vísindamenn hafa kynnt til sögunnar nýjan dínósaur, eða risaeðlu, sem fannst í Utah í Bandaríkjunum. Um er að ræða svokallaða "andarnefju" en þessi hafði um 800 tennur í kjálkunum og var grasbítur. Risaeðlunni hefur verið gefið nafnið Gryposaurus. 3.10.2007 13:46
Norsk Hydro tengt mútuhneyksli í Líbíu Framkvæmdastjóri Norsk Hydro er undir miklum þrýsingi vegna rannsóknar á mútumáli í Líbíu. Talið er að hundruð milljóna króna hafi skipt um hendur. 3.10.2007 12:19
Thaílensk chili-sósa skapar ótta um eiturefnaárás Krydduð chili-sósa á thaílensku veitingahúsi í London skapaði ótta nærstaddra um að eiturefnaárás væri í gangi og leiddi til þess að lögreglan lokaði og rýmdi göturnar sem veitingahús stendur við. Samkvæmt frétt í The Times voru þrjár götur rýmdar og íbúar þeirra fluttir á brott eftir að dularfull lykt og reykur hékk yfir svæðinu í þrjá tíma. 3.10.2007 10:51
Olmert og Abbas funda í Jerúsalem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, funda í Jerúsalem í dag. Leiðtogarnir munu meðal annars ræða fyrirhugaða ráðstefnu ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs um málefni Palestínu sem halda á í næsta mánuði. 3.10.2007 10:38
Jóakim prins aftur í hnapphelduna Jóakim Danaprins hyggst ganga í það heilaga á ný og verður brúðkaup hans og hinnar frönsku Marie Cavallier í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku hirðinni. 3.10.2007 09:15
Árangursrík barátta gegn eiturlyfjum John Walters, yfirmaður Bandaríska lyfjaeftirlitsins, segir að barátta gegn fíkniefnainnflutningi í Bandaríkjunum skili nú meiri árangri en hún hefur gert undanfarin 20 ár. 3.10.2007 08:03
Ísraelar réðust á Sýrland Ísraelar viðurkenndu í gær að bera ábyrgð á árás á herstöðvar Sýrlendinga sem gerð var þann 6. september síðastliðinn. 3.10.2007 07:15
Hillary safnaði 1700 milljónum Hillary Clinton safnaði því sem nemur tæpum 1700 milljónum íslenskra króna í kosningasjóð sinn á þriðja ársfjórðungi. 3.10.2007 07:12
Nýr stjórnarsáttmáli Evrópusambandsins Lögspekingar frá tuttugu og sjö ríkjum Evrópusambandsins hafa samið drög að nýjum stjórnarsáttmála sambandsins. Sáttmálanum er ætlað að koma í stað þeirrar sem franskir og þýskir kjósendur höfnuðu fyrir tveimur árum. 3.10.2007 07:08
Lögreglumanni í máli Madeleine vísað frá Portúgalski lögreglumaðurinn, Goncalo Amaral, sem hefur stjórnað rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann var leystur frá málinu í gær eftir að hann gagnrýndi störf bresku lögreglunnar. 3.10.2007 06:59
"Ekki feig í dag" Eldri hjón í Ástralíu þykjast heppin að hafa komist lifandi af úr ótrúlegu slysi á umferðarbrú í Queensland. Bíllinn sem þau Brian og Roslyn Fields voru í hangir niður af umferðarbrúnni en hjólhýsið þeirra heldur honum uppi. 2.10.2007 19:10
Hu vill samvinnu um hita Forseti Kína lýsti yfir eindregnum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag á fundi í Sjanghæ með forseta Íslands. 2.10.2007 19:07
Hóta að hætta að flytja gas til Úkraníu Rússneska gasfyrirtækið Gazprom ætlar að hætta gasflutningum til Úkraníu nema yfirvöld þar í landi greiði fyrirtækinu skuld upp á tæpa 81 milljarð króna. Hætta er á að gasflutningar til Vestur-Evrópu raskist verulega komi til stöðvunar af hálfu Gazprom. 2.10.2007 15:57
Sjö láta lífið í eldsvoða í Rússlandi Að minnsta kosti sjö létu lífið og 35 særðust þegar eldur kviknaði í stjórnarbyggingu suðaustur af Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Eldurinn kom upp á fjórðu hæð byggingarinnar. 2.10.2007 15:02
Segir að ræningjar Madeleine hafi gefið henni svefnlyf Líklegt er að ræningjar Madeleine McCann hafi gefið henni svefnlyf eða róandi lyf þegar þeir rændu henni að mati ömmu Madeleine. Að sögn ömmunnar hefði Madeleine að öðrum kosti látið í sér heyra þegar henni var rænt af hótelherberginu. 2.10.2007 13:57
Fallið frá málsókn á hendur Benazir Bhutto Yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að fella niður málsókn á hendur Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, vegna meintrar spillingar. Bhutto hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í London allt frá því að dómstóll í Pakistan dæmdi hana og eiginmann hennar í fangelsi árið 1999. 2.10.2007 13:24
Danska konungsfjölskyldan krefst Saddam-orðu Dönsk riddarakrossorða sem var áður í eigu Saddam Hussein einræðisherra Íraks hefur valdið uppnámi innan dönsku konungsfjölskyldunnar. Orðan sem sett hefur verið á uppboð á fyrrum eigum Saddams var aldrei veitt einræðisherranum og því hefur konungsfjölsskyldan ályktað að einræðisherrann hafi útvegað sér hana með óheiðarlegum hætti. 2.10.2007 13:24