Fleiri fréttir

Hamasliðar gefa mannræningjum frest til miðnættis

Hamassamtökin í Palestínu sem ráða nú yfir Gasa svæðinu, hafa gefið mannræningjunum sem hafa breska blaðamanninn Alan Johnston í haldi, frest til miðnættis til þess að sleppa honum. Verði ræningjarnir ekki við kröfu samtakanna hyggjast þeir beita valdi til þess að frelsa hann úr prísund sinni.

Reyna að stöðva flutning vopna frá Íran

Fjölþjóðlegt herlið í Írak hefur í dag staðið í bardgögum í austurhluta landsins með það að markmiði að koma í veg fyrir flæði hermanna og hergagna frá Íran til Íraks. Í tilkynningu frá Bandaríkjaher kemur fram að um 20 vígamenn hafi fallið í bardögunum.

31 barni bjargað úr klóm barnaníðinga

Alþjóðlegt lögreglulið hefur upprætt alþjóðlegan barnaklámhring. 700 manns eru grunaðir í málinu og herma fregnir að 31 barni hafi verið bjargað úr klóm níðinganna. Níðingsverkin voru í sumum tilfellum sýnd í beinni útsendingu á Netinu.

Viðræður um framtíð Vestur-Sahara hefjast í dag

Stjórnvöld í Marokkó og uppreisnarmenn í Polisario, sem berjast fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara, hefja viðræður um framtíð svæðisins í dag. Upphaflega var Vestur-Sahara nýlenda Spánverja.

Eftirlitsmenn fara til Norður-Kóreu

Eftirlitsmenn frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni munu fara til Norður-Kóreu í næstu viku til þess ræða lokun á kjarnofninum í Yongbyon. Embættismenn í Norðu-Kóreu báðu um heimsóknina.

Ísrealar loka Gaza

Ísraelar hafa lokað á alla vöruflutninga til Gaza svæðisins. Hamas samtökin stjórna nú Gaza svæðinu og með þessum aðgerðum eru ísraelsk stjórnsvöld að reyna að einangra Hamas algjörlega. Á sama tíma eru Ísraelar að hefja stuðning við bráðabirgðarstjórn Fatah hreyfingarinnar.

Gianfranco Ferre látinn

Ítalski tískufrömuðurinn Gianfranco Ferre lést í Mílanó á Ítalíu í dag 62 ára að aldri. Gianfranco var lagður inn á spítala á föstudaginn eftir að hann fékk heilablóðfall.

Forseti Súdan hleypir friðagæsluliðum til Darfur

Omar al-Bashir forseti Súdan hefur samþykkt að hleypa friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna til Darfur án nokkurra skilyrða. Ofbeldi og átök í héraðinu hafa kostað meira en tvö hundruð þúsund manns lífið og um tvær og rúmlega tvær milljónir hafa hrakist frá heimilum sínum.

Mikil fjölgun í hópi Síberíutígrisdýra

Vel gengur að reisa við stofn Síberíutígrisdýra sem eru í mikilli útrýmingarhættu. Á ræktunarstöð kattardýra í Kína hefur tegundinni borist góður liðsauki með fæðingu 84 kettlinga frá því í mars á þessu ári. Í tilkynningu frá ræktunarstöðinni segir að kettlingunum heilsist vel og að von sé á að 13 læður fæði til viðbótar á næstu fjórum mánuðum.

Ný alpagöng opnuð

Lengstu landlægu lestargöng í heimi voru vígð á föstudaginn. Göngin eru 34 kílómetra löng og tengja Þýskaland og Ítalíu í gegnum Alpafjöllin.

Tveimur flugskeytum skotið á Ísrael

Tveimur flugskeytum var skotið á smábæ í Ísrael í dag frá Líbanon. Allt bendir til þess að Palestínumenn standi á bak við flugskeytaárásina og telja ísraelsk stjórnvöld að árásirnar séu gerðar í því skyni að ögra þeim.

Hérar valda töfum á flugvellinum í Mílanó

Loka þurfti flugvellinum í Mílanó á Ítalíu í dag á meðan tvö hundruð veiðimenn reyndu að klófesta yfir 80 héra sem ítrekað hafa valdið vandræðum á svæðinu. Á síðustum vikum hefur tvisvar komið fyrir að hérar hafi flækst í hjólabúnaði flugvéla við lendingu. Þá hafa þeir einnig valdið truflunum í radarbúnaði flugvallarins.

Fuglar að deyja út í Bandaríkjunum

Umtalsverð rýrnun hefur orðið á stofnum algengustu fugla í Bandaríkjunum á síðustu áratugum. Fuglafræðingar við Audubon stofnuninni benda á þetta í nýútkominni skýrslu sinni og lýsa yfir áhyggjum sínum.

Íranir gagnrýna Breta fyrir að hafa heiðrað Salman Rushdie

Stjórnvöld í Íran hafa gagnrýnt bresk yfirvöld fyrir að hafa veitt rithöfundinum Salman Rushdie riddaratign. Telja írönsk stjórnvöld að með því hafi bresk yfirvöld viljandi verið að ögra og sýna öllum múslimum lítilsvirðingur. Salman Rushdie var dæmdur til dauða af múslimadómstól í Íran eftir að hann gaf út bókina "Söngvar Satans" árið 1989.

Var tæpar 16 mínútur í kafi

Sjónhverfingamenn í Litháen reyndu í gær að hnekkja heimsmeti í því að vera í kafi án öndunarbúnaðar. Mikil spenna var í áhorfendum þegar systkynin Arvydas og Díana Gaiciunas voru vafin í keðjur fyrir tilraunina. Met Díönu var 11 mínútur og sjö sekúntur, en Arvydas tókst að halda niði í sér andanum í heilar 15 mínútur og 58 sekúndur.

Önnur umferð frönsku þingkosninganna í dag

Kjörstaðir opnuðu í Frakklandi í morgun í annarri umferð þingkosninga. Nicolas Sarkozy forseti vonast til að hægri flokkur hans vinni meirihluta í kosningunum. Stuðningsmenn hans segja það forsendu þess að hann geti hrint umbótaáætlun sinni í framkvæmd.

Neyðarstjórn Palestínu tekin við völdum

Neyðarstjórn tók við völdum í Palestínu í dag í andstöðu við Hamassamtökin sem eru með meirihluta á þingi. Mahmoud Abbas sniðgekk þannig ákvæði í stjórnarskrá sem takmarkar völd forsætisráðherrans. Ísraelar fagna neyðarstjórninni og segja hana boða nýtt upphaf friðarumleitana.

Leysa Johnston úr haldi í dag

Hamasliðar tilkynntu í morgun að breski fréttamaður BBC, Alan Johnston, yrði leystur úr haldi mannræningja seinna í dag. Nú eru þrír mánuðir síðan fréttamanninum var rænt á Gasa af öfgahóp sem kallar sig Her Islams. Í byrjun mánaðarins sendu þeir út myndband þar sem Alan sagðist vera við góða heilsu og að vel væri farið með hann.

Þriðji Minnesota sexburinn látinn

Þriðji sexburinn sem í Minnesota í Bandaríkjunum í síðustu viku lést í nótt. Sexburarnir fæddust einungis 10 klukkustundum áður en aðrir sexburar komu í heiminn í Phoenix í Arisona. Þeir eru allir á lífi. Sexburarnir í Minnesota fæddust 18 vikum fyrir tímann. Ástand þeirra þriggja sem áfram lifa er alvarlegt.

Abbas setur nýja ríkisstjórn í dag

Mahmoud Abbas forseti Palestínu hefur gefið út tilskipun um að ákvæði í stjórnarskrá sem takmarka völd forsetans skuli sniðgengin svo hann geti komið á fót neyðarstjórn. Aðstoðarmenn forsetans sögðu að með því gæti hann útilokað Hamasliða úr ríkisstjórninni. Það myndi gera forsetanum kleyft að koma nýrri ríkisstjórn á fót án samþykkis þingsins.

Gripinn glóðvolgur við prófsvindl

Sonur leyniþjónustumanns í Búlgaríu olli miklu uppnámi þegar hann notaði hátæknibúnað föður síns til að svindla á prófi. Á sama tíma voru einhverjar viðamestu öryggisráðstafanir í gangi í höfuðborginni vegna heimsóknar George Bush Bandaríkjaforseta til Sofiu.

Æstur múgur barði konu til dauða og kveikti í annarri

Um tvö þúsund ævareiðir íbúar í bænum Camotan í Gvatemala börðu konu til dauða og kveiktu í annarri vegna gruns um að þær hefðu drepið stúlku í þeim tilgangi að stela líffærum hennar. Íbúarnir tóku konurnar af lífi á torgi í miðjum bænum en lögreglunni tókst að bjarga tveimur öðrum sem múgurinn ætlaði að ráðast á.

Segjast hafa sannanir fyrir því að Íranir útvegi Talibönum vopn

Bandaríkjamenn segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að Íranar útvegi Talíbönum í Afganistan vopn í baráttunni við herlið Afgana og Atlantshafsbandalagsins. Viðbrögð annarra þjóða eru varfærin við þeim fréttum en Bandaríkjamenn hafa áður lagt fram óyggjandi sannanir á alþjóða vettvangi.

Fleiri hundruð konur í brúðarhlaupi í Boston

Fleiri hundruð konur hlupu hið svokallaða brúðarhlaup í Boston í Bandaríkjunum í gær þegar útsala á brúðakjólum hófst þar í borg. Ár hvert heldur Filene´s basement mikla útsölu á brúðarkjólum og kjólum fyrir brúðarmeyjar. Fleiri hundruð kvenna voru í biðröðinni í morgun, en þær fyrstu byrjuðu að bíða klukkan þrjú í nótt að staðartíma.

Lýsa yfir stuðningi við Mahmoud Abbas

Hinn svokallaði kvartett, sem samanstendur af Evrópusambandinu, Rússlandi, Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjunum, hefur lýst yfir stuðningi við neyðarstjórn Palestínu og Mahmoud Abbas forseta landsins. Abbas ákvað í síðustu viku að slíta stjórn Palestínumanna undir forystu Hamas samtakanna.

Lést af völdum fuglaflensunnar

Ríkissjónvarpið í Víetnam greindi frá því í dag að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í þar í landi í vikunni af völdum fuglaflensunnar. Er þetta fyrsta dauðsfallið í Víetnam vegna fuglaflensunnar síðan árið 2005. Ekki er vitað hvernig maðurinn sýktist af flensunni.

Nýtt kílógramm í smíðum

Vísindamenn í Ástralíu vinna nú hörðum höndum að því að móta nýjan alþjóðlegan staðal kílógramms. Mun hann leysa af hólmi platínustöng frá árinu 1889 sem varðveitt er í Frakklandi. Eins og títt er meðal málma tærist stöngin með tímanum og hefur því lést nokkuð.

Þrír létu lífið í eldsvoða í Noregi

Þrír létu lífið þegar eldur kviknaði í sumarbústað við bæinn Ask um 40 kílómetra norðaustur af Osló í Noregi í nótt. Faðir og sonur náðu við illan leik að forða sér. Faðirinn brenndist hins vegar illa þegar hann fór aftur inn í brennandi bústaðinn til að reyna bjarga eiginkonu sinni, sex ára gamallri dóttur og ömmu barnanna.

Allt að 500 prósent fjölgun hitabylgja

Ef losun gróðurhúsalofttegunda fer fram sem horfir mun mannskæðum hitabylgjum, líkum þeim sem skullu á Miðjarðarhafslönd árið 2003, fjölga um 200 til 500 prósent á þessari öld. Mest mun hitna í Frakklandi.

Sarkozy með ólöglega innflytjendur í vinnu

Franska lögreglan rannsakar nú hvernig stendur á því að tveir ólöglegir innflytjendur fengu vinnu við að endurgera opinbert húsnæði Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Mennirnir voru handteknir í vikunni en þeir höfðu þá framvísað skírteinum með fölsuðu dvalarleyfi.

Óveður veldur miklum skemmdum í Þýskalandi

Mikið óveður gekk yfir Þýskaland í nótt og olli það miklu tjóni á eignum. Víða flutu ár yfir bakka sína og hrifsaði vatnselgurinn með sér bíla og annað lauslegt. Yfirvöld í Berlín lýstu yfir neyðarástandi en þar flæddi vatn víða inn í kjallara húsa. Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast í óveðrinu.

Amason toppar Níl

Brasilískir vísindamenn réðust á dögunum í nákvæmar mælingar á Amason fljótinu sem sýna að það er lengsta fljót í heimi. Níl hefur hingað til borið þann titil. Amason hefur hinsvegar verið alltaf verið talið vatnsmesta fljót í heimi.

Kæra 28 nafnlausa notendur spjallborðs

Tvær bandarískar konur hafa höfðað mál á hendur 28 notendum spjallborðs vegna ærumeiðinga og hótana um líkamsmeiðingar. Á spjallborðinu koma einstaklingar fram undir dulnefni og hafa konurnar krafist þess að fá allar þær upplýsingar frá umsjónarmönnum borðsins og netþjónustuaðilum sem gætu afhjúpað hina nafnlausu einstaklinga. Sérfræðingar telja fordæmisgildi málsins mikið og það muni hafa mikil áhrif á framtíð nafnlausra spjallborða á Netinu.

Fimm ára fannst í skógi eftir þrjá daga

Fimm ára gömul stúlka sem óttast var að hefði drukknað ásamt afa sínum í bátsferð í Illinois ríki í Bandaríkjunum kom björgunarsveitarmönnum á óvart þegar hún birtist í skógi skammt frá leitarstaðnum. Stúlkan var nakin og rispuð en ekki illa haldin að öðru leiti. Hún hafði nærst á mórberjum frá því á miðvikudag en óskaði eftir súkkulaðikexi þegar hún fannst.

Átök hafin á Vesturbakkanum

Arabaþjóðir fordæma ástandið á Gaza og Vesturbakka Palestínu og hafa lýst yfir stuðningi við Mahmoud Abbas forseta landsins. Hundruðir byssumanna réðust inn í stofnanir á Vesturbakkanum þar sem átök hófust í dag. Upplýsingastjóri alþjóða Rauða Krossins segir Genfarsáttmálann hafa verið margbrotinn síðustu daga.

Norður Kóreumenn opna fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni

Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa boðið fulltrúum frá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni að koma aftur landsins eftir að opnað var á ný fyrir fjármuni í eigu ríkisstjórnarinnar í banka á Macau. Bandaríkjamenn frystu féð seint árið 2005 og hafa Norður-Kóresk stjórnvöld hingað til neitað að loka kjarnorkustöð sinni án þess að fá fyrst aðgang að fénu.

Handtekinn vegna hvarfs hjóna

Lögreglan á Fjóni í Danmörku handtók í dag tuttugu og fimm ára gamlan karlmann. Hann var eftirlýstur vegna hvarfs hjóna fyrir tveimur vikum síðan. Fólkið hvarf frá Ærø, skammt frá Fjóni.

Verkfall á flugvöllum í Belgíu

Öryggisverðir á flugvöllum í Charleroi og Liege í Belgíu hafa ákveðið að framlengja verkfall sem hófst í dag. Verkfallið hófst í morgun við Charleroi flugvöllinn og var öllu flugi til og frá vellinum aflýst.

Segir ástandið í Afganistan verra nú en í fyrra

Minnst sex börn týndu lífi í sjálfsvígssprengjuárás á bílalest Atlantshafsbandlagsins í Afganistan í morgun. Upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins segir stríð geisa í landinu og ástandið verra nú en í fyrra.

Nær engar fréttir

Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins voru litlar sem engar í gær vegna verkfalls starfsmanna. Fjölmörgum fréttamönnum hefur verið sagt upp síðustu daga í sparnaðarskini. Enn þarf að skera niður vegna kostnaðar við byggingu nýrra höfustöðva ríkisútvarpsins danska.

Sjómenn enn í haldi sjóræningja

5 danskir sjómenn sem sem sjóræningjar tóku höndum fyrir 12 dögum undan strönd Sómalíu eru enn í haldi ræningjanna og óvíst hvenær þeir fá frelsi. Sjómennirnir voru á ferð með flutningaskipinu Danica White þegar sjóræningarnir réðust um borð. Skipið liggur við akkeri utan við hafnarbæinn Hobyo.

Clinton þénar vel á fyrirlestrum

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þénaði meira en 10 milljónir bandaríkjadala, eða andvirði 620 milljóna íslenskra króna, fyrir ræðuhöld á síðasta ári.

Plútó víkur fyrir Eres

Fyrrum reikistjarnan Plútó þarf nú að þola enn eina niðurlæginguna. Ekki er nóg með að æðstaráð stjörnufræðinga hafi á síðasta ári útilokað hnöttinn frá samfélagi reikistjarna og skilgreint hann sem dvergstjörnu, heldur er nú ljóst að Plútó er ekki einu sinni stærsta dvergstjarnan í sólkerfinu.

Áfengi skolar iktsýki burt

Enn ein rannsóknin sem bendir til að hófleg áfengisneysla sé heilsusamleg hefur litið dagsins ljós. Nú voru það sænskir vísindamenn við Karolinska Institute í Stokkhólmi sem komust að þeirri niðurstöðu að þrjú vínglös eða litlir bjórar á viku minnka líkurnar á iktsýki um helming.

Sjá næstu 50 fréttir