Fleiri fréttir

Fylgist með geimförum í barnapíutæki

Húsmóðir í Chicago í Bandaríkjunum þarf ekki lengur að kveikja á fréttum til að fylgjast með afdrifum geimfara í geimskutlunni Atlantis sem nú er tengd Alþjóðlegum geimstöðinni. Hún þarf bara að kveikja á barnapíutækinu sínu.

Hamas-liðar með Gaza-svæðið á sínu valdi

Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið.

Níu létu lífið í sprengingu á Filippseyjum

Að minnsta kosti níu manns létu lífið í sprengingu í strætisvagni á suðurhluta Filippseyja í morgun. Ekki er vitað hveru margir særðust. Sprengjan sprakk í strætisvagni sem var fullur af fólki í bænum Bansalan klukkan tíu í morgun. Enn hefur enginn sagst bera ábyrgð á árásinni en verið er að rannsaka hvort að múslimskir vígamenn eða glæpahópar hafi staðið á bak við hana.

Reynt að seinka kynþroska kvenna í Kamerun

Fjórða hver stúlka í Kamerun hefur upplifað það að brjóst hennar séu strokin niður með steinum eða keflum með það að markmiði að draga úr vexti þeirra og seinka kynþroska. Þetta er gert til að athygli karlmanna beinist ekki að þeim of snemma og eins til að koma í veg fyrir ótímabæra þungun.

Hamasliðar á skrifstofu forsetans

Liðsmenn Hamas hafa hertekið skrifstofu forseta Palestínu, Mahmoud Abbas í Gasa borg og fara nú ránshendi um byggingu forsetaembættisins. Hamasliðar hafa nú náð öllu Gasa svæðinu á sitt vald og liðsmenn Fatah hafa flúið eða verið handteknir í bardögum síðustu daga.

Handtóku leiðtoga Jemaah Islamiah

Yfirvöld í Indónesíu segjast hafa handtekið forsprakka herskáu samtakanna Jemaah Islamiah sem talin eru bera ábyrgð á sprengjutilræðunum á Bali í okótber árið 2002. Þar létust rúmlega 200 manns þegar sprengjur sprungu á vinsælum skemmtistað á eyjunni, flestir þeirra erlendir ferðmenn.

Aukin fánasala samhliða vaxandi þjóðerniskennd í Danmörku

Sala á danska þjóðfánanum og fánastöngum hefur aukist í Danmörku síðustu misseri eftir því segir í frétt Jótlandspóstsins. Tengja menn það aukinni þjóðerniskennd í landinu, ekki síst í framhaldinu að deilunum um Múhameðsteikningarnar í fyrra.

Óttast kjarnorkuöld

Þýskir öryggis- og friðarsérfræðingar eru sannfærðir um að aukin spenna í alþjóðasamfélaginu muni leiða af sér nýja og hættulegri kjarnorkuöld. Átök á Gaza-svæðinu og í Afganistan, hin óleysta kjarnorkudeila í Íran og aukin vopnaframleiðsla eru meðal þess sem þýsku sérfræðingarnir telja að muni auka á spennuna.

Ungmenni festust í rússíbana í Stokkhólmi

Þrjú ungmenni festust í rússíbananum Villtu músinni í tívolíinu Gröna Lund í Stokkhólmi í kvöld. Þetta kemur fram á fréttavef síðdeigisblaðsins Aftonbladet. Mjög vindasamt var á svæðinu og varð sterk vindhviða sem kom á móti vagninum til þess að hann stöðvaðist. Aðrir vagnar sem á eftir komu stöðvuðust sjálfkrafa við þetta og komst fólkið úr þeim af eigin rammleik.

McCann hjónin gagnrýna De Telegraaf

Foreldrar Madeleine McCann gagnrýna Hollenska dagblaðið De Telegraaf fyrir að birta nafnlaust bréf sem blaðinu barst með upplýsingum um hvar lík stúlkunnar sé grafið.

Litla hafmeyjan of lítil

Litla hafmeyjan, þjóðartákn Dana, sem er staðsett við Langelinie, er of lítil, segir Peter Bech, eigandi kaffihúss á Langelinie. Hann hefur þess vegna afhjúpað nýja útgáfu af Litlu Hafmeyjunni á Langeliniekaj. „Aftur og aftur hef ég hitt fyrir ferðamenn sem verða vonsviknir þegar þeir sjá Litlu hafmeyjuna. Ég hugsaði því með mér að ég þyrfti að gera eitthvað í málinu," segir Peter.

Libby getur ekki frestað afplánun

Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að Lewis Libby geti ekki frestað fangelsisafplánun á meðan áfrýjunarferli er í gangi. Úrskurðurinn þýðir að Libby gæti þurft að fara í fangelsi innan fárra vikna.

Hálsbrotinn í 10 ár

14 ára drengur í Dorset á suður Englandi var hálsbrotinn í 10 ár. Hann spilaði rúgbý, lék sér á brimbretti og hjólaði um á fjallahjóli án þess að hafa hugmynd um brotið. 14 ára gamall fór hann að finna til og upplifði jafnvægisleysi. Þegar hann missti skyndilega meðvitund komust læknar að því að hann væri hálsbrotinn.

Þjóðstjórn leyst upp

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ætlar að leysa upp þriggja mánaða þjóðstjórn Palestínumanna og lýsa yfir neyðarástandi á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Blóðugir bardagar hafa geisað á Gaza síðustu daga og allt stefnir í að Hamas-samtökin nái þar yfirráðum.

Fjórir Palestínumenn létust í sprengingu

Fjórir ungir Palestínumenn létust í sprengingu í bænum Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmönnum sjúkrahúss á svæðinu að piltarnir hafi allir verið yngri en 18 ára og að sprengin hafi orðið nærri stöðvum Ísraelshers.

Hinn þýski Hrói höttur dæmdur í fangelsi

Dómstóll í Suður-Þýskalandi dæmdi í dag fyrrverandi bankastarfsmann í tveggja ára og tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa í starfi sínu fært fjármuni frá ríkum til fátækra. Maðurinn, sem nefndur hefur verið hinn þýski Hrói höttur, færði jafnvirði rúmlega 170 milljóna króna frá reikningum efnaðri viðskiptavina bankans yfir á reikninga þeirra fátækari.

Leggja niður vinnu til að mótmæla uppsögnum

Fréttamenn danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, lögðu í dag niður vinnu til að sýna félögum sínum sem sagt var upp í dag stuðning. Þetta þýðir samkvæmt dönskum vefmiðlum að hvorki verða kvöldfréttir í útvarpi né sjónvarpi og þá verður lágmarksfréttaflutningur á vef Danmarks Radio.

Kurt Waldheim látinn

Austurríkismaðurinn Kurt Waldheim, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og forseti Austurríkis, lést í dag 88 ára að aldri. Að sögn austurrískra fjölmiðla lést hann úr hjartabilun en hann hafði legið á sjúkrahúsi vegna sýkingar frá því í síðasta mánuði.

Segir Írana sjá talibönum fyrir vopnum

Bandaríkjamenn hafa óhrekjanlegar sannanir fyrir því að yfirvöld í Íran sjái uppreisnarmönnum talibana í Afganistan fyrir vopnum í baráttu þeirra gegn afgönskum hersveitum og sveitum NATO. Þetta segir Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, í samtali við fréttastöðina CNN.

Íhuga að loka alþjóðlegu geimstöðinni tímabundið

Vísindamenn íhuga nú hvort loka eigi alþjóðlegu geimstöðinni tímabundið og flytja þrjá áhafnarmeðlimi hennar til jarðar í kjölfar alvarlegrar tölvubilunar. Tvær rússneskar tölvur sem stjórna súrefnisskömmtun og staðsetningarkerfi stöðvarinnar biluðu í nótt. Náist ekki að laga þær fljótlega mun súrefni geimstöðvarinnar klárast eftir 56 daga.

Hamas herðir tökin á Gaza

Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi.

Milljónir dýra lifðu af borgarastríð í Suður-Súdan

Vísindamenn að störfum í Suður-Súdan eru gáttaðir eftir að hafa rannsakað dýralíf á svæðinu. Milljónir villtra dýra sáust í könnunarflugi vísindamannanna, þar á meðal mikill fjöldi antílópa og fíla. Þetta þykir merkilegt fyrir þær sakir að stríð geisaði í héraðinu í yfir tvo áratugi

Íslendingar keyptu byggingu í London fyrir 10 milljarða

Íslenskir fjárfestar keyptu nýverið sögufræga byggingu í Belgravia hverfinu í Lundúnum fyrir rúma tíu milljarða íslenskra króna. Húsið var upphaflega byggt sem íbúðarhús en frá lokum seinna stríðs hýsti húsið breska Rauða krossinn. Íslendingarnir hyggjast innrétta þar 14 lúxusíbúðir.

Walid Eido grafinn í dag

Jarðarför líbanska þingmannsins Walids Eido fór fram í Líbanon í morgun. Hann var harður andstæðingur Sýrlendinga og stefnu þeirra gagnvart Líbanon. Eido var jafnframt sjötti líbanski þingmaðurinn, sem er á móti Sýrlandi, sem myrtur er á tveimur síðustu árum. Bankar, verslanir og skólar eru lokaðir í dag. Eido var grafinn í Beirút, innan við sólarhring eftir að hann lést en það er samkvæmt múslimskri hefð.

Sjítar mótmæla sprengjuárás í Írak

Sjíar í Manama, höfuðborg Bahrain, mótmæltu í dag sprengjuárás á eina helgustu mosku sjía múslíma, al-Askari í Írak. Þeir beindu mótmælum sínum að Bandaríkjunum og flokkadráttum í íslam.

Sterkur jarðskjálfti í Guatemala og El Salvador

Jarðskjálfti sem mældist 6.8 á ricter varð í Guatemala og El Salvador í dag. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu um 70 km sunnan við höfuðborg Guatemala. Byggingar skulfu í um 30 sekúndur og skelfingu lostið fólk hljóp út á götur. Engar fregnir hafa borist af manntjóni.

Baráttan harðnar á milli McCain og Romney

John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana, gagnrýnir kosningabaráttu flokksbróðurs síns Mitt Romney. Hann segir afstöðu hans til fóstureyðinga misvísandi. Rommney hefur greint frá því að hann vilji engu breyta um fóstureyðingarlög einstakra fylkja og er hlynntur réttinum til fóstureyðinga.

Friðarverðlaunahafi forseti Ísraels, en óöldin heldur áfram

Enginn endir virðist á óöldinni í miðausturlöndum. Sautján létust á Gasa í dag og tíu í Beirút í bardögum og sprengjutilræðum. En maðurinn sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir þátt sinn í friðarferli sem kvað á um brotthvarf Ísraelshers frá Gaza, er nú öruggur með að verða næsti forseti Ísraels.

Breskir barnaníðingar í lyfjameðferð

Kynferðisafbrotamenn í Bretlandi eiga nú yfir höfði sér að vera settir á lyfjameðferð til að draga úr kynhvöt og hjálpa þeim að hætta að níðast á börnum. Frumvarpið verður lagt fyrir þingið af innanríkisráðherra landsins sem segir að koma verði í veg fyrir síendurtekin brot barnaníðinga.

Sexburamóðirin á batavegi

Móðir sexbura sem fæddust á mánudag í Arisona í Bandaríkjunum varð fyrir hjartabilun eftir fæðinguna, en er nú á batavegi. Faðir barnanna segir hamingjuna ólýsanlega, en börnin eru komin úr öndunarvélum.

Átta létust í Beirút í dag

Að minnsta kosti átta manns létu lífið í dag þegar sprengja sprakk í Beirút í Líbanon í dag. Níu aðrir særðust. Á meðal fórnarlambanna var Walid Eidom, þingmaður á líbanska þinginu. Auk hans létust elsti sonur hans og tveir af lífverðir, auk fjögurra annarra.

Ungabarn fannst látið á árbotni í Óðinsvéum

Ungabarn fannst látið á árbotni í Óðinsvéum í Danmörku í gær. Verið var að hreinsa ána þegar það fannst. Barnið var drengur, 50 cm langur. Hann var í hvítum plastpoka sem hafði verið þyngdur með steini. Á steininum stendur: "Fyrirgefðu. Hvíl í friði. Mamma og pabbi elska þig, litli drengurinn minn".

Lögreglan í Tokyo lak rannsóknargögnum

Lögregluþjónn í Tokyo lak níu þúsund skjölum á Internetið fyrir skömmu. Skjölin innihéldu meðal annars þar á meðal gögn úr yfirheyrslum og 1000 ljósmyndir. Einnig voru upplýsingar um staðsetningu á umferðarmyndavélum og nöfn á afbrotaungmennum sem lögreglan var með til rannsóknar.

Vísbending í máli Madeleine

Mest selda dagblaði í Hollandi barst nafnlaust bréf með lýsingu um hvar lík hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine væri að finna. Í bréfinu stóð að telpuna væri að finna undir grjóthrúgu í 15 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem henni var rænt. Nú er liðinn 41 dagur síðan stelpunni var rænt í Portúgal.

Keyrði fullur niður Spænsku tröppurnar

Ungur maður var handtekinn í Róm fyrir að keyra niður Spænsku tröppurnar. Tröppurnar eru á meðal vinsælustu staða í Róm fyrir ferðamenn að skoða, og þar er meðal annars bannað að drekka og syngja.

FBI býður hjálp fyrir Ólympíuleikana í Peking

Alríkislögregla Bandaríkjana, FBI, hefur boðið Kínverjum hjálp við öryggismál í kringum ólympíuleikana sem fram fara í Peking á næsta ári. Búist er við hundruðum þúsunda manna sem ferðast til Kína til að fylgjast með leikunum.

Tvær systur myrtar á Englandi

Lík tveggja táningssystra fundust í húsi í Cambridgeshire á Englandi í dag. 39 ára gömul kona sem talin er vera móðir þeirra hefur verið handtekin, grunuð um morðin. Lögreglan á Englandi verst allra frétta af málinu að svo stöddu.

Fékk hjartaáfall eftir fæðingu sexbura

Móðir sexbura sem fæddust á mánudag í Arisona í Bandaríkjunum fékk hjartaáfall eftir fæðinguna en er nú á batavegi. Sexburarnir voru teknir með keisaraskurði tíu vikum fyrir tímann og vógu frá tæpum fjórum mörkum til rúmlega fimm marka. Fimm þeirra fá hjálp við öndun en allir eru í hitakassa, þar sem þeir eru ekki enn úr hættu.

Sakar stuðningsmenn Saddams um árásina

Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, sagði í dag að stuðningsmenn Saddams Hússeins og al-Kaída hefðu staðið á bak við sprengjuárásina á al-Askariya moskuna í Samarra í morgun. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við hann í morgun. Þá sagðist hann óttast að hryðjuverkamennirnir ætluðu sér að ráðast gegn öðrum moskum í Bagdad og því hefði hann aukið öryggisráðstafanir við þær.

Evrópusambandið herðir lög um skráningu glæpamanna

Í dag var samþykkt að aðildaríki Evrópusambandsins myndu framvegis deila upplýsingum um dæmda glæpamenn innan sambandsins. Einnig var samþykkt að lönd innan sambandsins séu nú skyldug til að svara beiðni um sakaskrá einstaklinga innan tíu virkra daga frá beiðni.

Shimon Peres verður forseti Ísraels

Shimon Peres verður næsti forseti Ísraels. Tveir aðrir frambjóðendur til embættisins drógu sig í hlé í dag. Það er ísraelska þingið sem velur forseta landsins. Shimon Peres er 84 ára gamall og á að baki langan feril í ísraelskum stjórnmálum. Hann hefur meðal annars verið forsætisráðherra, utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra.

Viðurkenndu barnaþrælkun

Kínverskt fyrirtæki játaði í dag að hafa börn í vinnu hjá sér en fyrirtækið framleiðir vörur fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. Í upphafi neituðu talsmenn fyrirtækisins ásökunum harkalega.

Kennari dæmdur til dauða fyrir að nauðga nemendum

Dómstóll í Kína hefur dæmt kennara til dauða fyrir að nauðga 18 skólabörnum á aldrinum 9 og 10 ára. Fréttastofan Xinuha greinir frá því að maðurinn, sem heitir Cheng Laifu, sé fundinn sekur um að hafa nauðgað börnunum á árunum 2001-2005.

Sjá næstu 50 fréttir