Fleiri fréttir

Tengdafaðir berklasmitaðs manns vinnur við berklarannsóknir

Bandaríkjamaðurinn sem smitaður er af illvígum berklum er tengdasonur vísindamanns sem rannsakar berkla hjá smitvarnastöð Bandaríkjanna í Atlanta í Georgíu. Tengdafaðirinn segir óhugsandi að tengdasonurinn hafi smitast í gegnum hann eða á rannsóknarstofu sinni.

Útsendingum RCTV haldið áfram á YouTube

Radio Caracas Television, sjónvarpsstöðin sem ríkisstjórn Venezuela synjaði um útsendingarleyfi á dögunum hefur fundið aðferð til að koma efni sínu á framfæri. Fréttamenn stöðvarinnar hafa haldið áfram vinnu sinni og er afraksturinn settur á Netið á vefsíðunni vinsælu YouTube.

Reyklaus sígaretta

Reyklausa sígarettan er orðin að veruleika. Hún er dönsk að uppruna, inniheldur nikótín og á að hafa hið fínasta tóbaksbragð.

Bush hvetur til langtímamarkmiða gegn hlýnun jarðar

Bandaríkjamenn hvetja þjóðir heims að samþykkja langtímaáætlun gegn losun gróðurhúsalofttegunda. George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag stefna á fund með 14 öðrum þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum. Þeirra á meðal eru nokkur þróunarlönd. Með fundinum vill Bush setja markmið sem hamla hlýnun jarðar.

Tyrkneska þingið samþykkir umbætur á stjórnarskrá

Tyrkneska þingið samþykkti í dag umdeildar umbætur á stjórnarskrá landsins. Með því sniðgekk þingið neitun forsetans Ahmec Necdet Sezer. Hann hafði beitt neitunarvaldi gegn umbótunum sem meðal annars fela í sér að forsetinn verði kosinn beint af kjósendum, en ekki þinginu. Umbæturnar eru ætlaðar til að binda enda á pólitíska krísu í landinu.

Yfirmaður NASA blæs á loftslagsbreytingar

Yfirmaður bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, segir að það sé hrokafullt að skilgreina loftslagsbreytingar sem vandamál sem þurfi að takast á við. Dr. Micael Griffin lét þessi orð falla í útvarpsviðtali í Bandaríkjunum. Hann kvaðst ekki draga í efa að loftslagið væri að breytast.

Rússar leggja gasleiðslu til Kína

Rússar og Kínverjar eiga nú í samningaviðræðum um að Rússar leggi gasleiðslu til Kína. Áætlað er að verkinu gæti verið lokið á fimm til sex árum. Victor Khristenko orkumálaráðherra Rússa skýrði frá þessu í dag og sagði að áhugi væri frekari fjárfestingum í kínverska orkugeiranum.

Bretar samþykkja lyf gegn tóbaksfíkn

Einum mánuði áður en tóbaksbann tekur gildi í Bretlandi hefur nýtt lyf gegn tóbaksfíkn verið samþykkt og er nú fáanlegt í gegnum heilbrigðisyfirvöld. Pillan Champix er tekin tvisvar á dag. Rannsóknir sýna að eftir 12 vikur reynist lyfið tvöfalt áhrifaríkara gegn fíkninni en nikótíntyggjó og lyfið Zyban sem fæst meðal annars á Íslandi.

Alltaf eru Danir ráðagóðir

Í lögum um reykingabann á dönskum veitingahúsum segir að ef veitingastaðurinn sé yfir 40 fermetrar, séu reykingar bannaðar. Þó er heimilt að útbúa þar sérstakt reykherbergi. Þetta gladdi mjög veitingamann á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn. Hann á veitingastað sem er 200 fermetrar. Hann er nú að innrétta 50 fermetra matsal og 150 fermetra reykherbergi.

Ítalskir fangar vilja dauðadóma

Hundruðir fanga sem sitja lífstíðardóma í ítölskum fangelsum hafa farið fram á það við stjórnvöld að þau taki aftur upp dauðadóma. Bréf fanganna þess efnis var sent forsetanum Giorgio Napolitano og birt í dagblaðinu La Republica. Næstum 1.300 fangar með lífstíðardóma sitja nú í ítölskum fangelsum. Rúmlega 200 þeirra hafa setið inni í meira en tvo áratugi.

Pútin lýsir yfir nýju vígbúnaðarkapphlaupi

Vladimir Putin forseti Rússlands lýsti í dag yfir nýju vígbúnaðarkapphlaupi sem hann sakar Bandaríkin um að hafa hrundið af stað. Putin sagði að tilraunaskot með langdrægri kjarnorkueldflaug í gær hafi verið svar við vígbúnaði Bandaríkjanna. Hann sagði einnig að Rússar myndu mæta Bandaríkjamönnum eldflaug fyrir eldflaug, til þess að viðhalda hernaðarjafnvægi í heiminum.

Dvergurinn og mannránið

Lögreglan í Bremen í norðurhluta Þýskalands setti af stað meiriháttar aðgerð þegar kona tilkynnti um mannrán. Hún varð vitni að því þegar „ungur drengur“ var læstur í skotti bíls sem ekið var af stað. Lögreglan setti þegar upp vegatálma og sendi út eftirlitsbíla. Þegar bíllinn fannst kom í ljós að um var að ræða dverg sem var bifvélavirki.

Sakaðir um að smita fólk vísvitandi af HIV

Fjórir hollenskir karlar hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa vísvitandi smitað fjölda fólks af alnæmi. Svo virðist sem þeir hafi ítrekað skipulagt kynsvall þar sem þátttakendum var byrlað ólyfjan. Þrír gerendanna eru HIV-smitaðir.

Meyfæðing hákarls staðfest í fyrsta sinn

Írskir og bandarískir vísindamenn hafa sannað að karlkyns hákarl kom hvergi nærri getnaði hákarls í bandarískum dýragarði. Þróunarlegt neyðarrúrræði segir forstöðumaður rannsóknarseturs.

Hargreaves kominn til Manchester United

Manchester United staðfesti í dag að Owen Hargreaves, leikmaður Bayern Munich, muni ganga til liðs við þá þann 1. júlí næstkomandi. Enn hefur ekki verið sagt frá því hversu hátt kaupverðið var en talið er að það sé í kringum 17 milljónir punda.

Hvað er hægt að leggjast lágt ?

Breskir lögreglumenn eru öskureiðir út í innbrotsþjóf sem stal trúlofunarhring af hendi 103 ára gamallar konu. Þeir kalla framferði hans fyrirlitlegan heigulshátt. Þeir vona að jafnvel glæpalýð landsins þyki þarna of langt gengið, og komi kauða undir manna hendur.

Tuttugu fallnir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja

Að minnsta kosti 20 eru fallnir og aðrir 20 særðir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja, vestur af Bagdad, í morgun. Maður gyrtur sprengjubelti gekk inn hóp manna sem hugðust sækja um vinnu hjá lögreglu og sprengdi sig í loft upp með þessum afleiðingum.

Dauðdagi

Fjörutíu og fimm ára fjölskyldufaðir í Danmörku lét lífið þegar hann varð fyrir garðsláttuvél. Ritzau fréttastofan segir að hann hafi verið bæjarstarfsmaður og verið að slá gras í almenningsgarði þegar slysið varð.

Flaug í 9 tíma með slasaða farþega

Japanska samgönguráðuneytið hefur fyrirskipað rannsókn á því af hverju breiðþotu hollenska flugfélagsins KLM var ekki snúið við eftir að níu farþegar slösuðust í mikilli ókyrrð. Fimm þeirra voru fluttir á sjúkrahús eftir að vélin lenti í Osaka.

Norskar konur drykkfelldari en aðrar

Norskar konur eru drykkfelldari en aðrar konur á Vesturlöndum. Þar er meðal annars kennt um að jafnrétti hefur aukist milli karla og kvenna í Noregi, og norskar konur taka nú meiri þátt í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norsku lýðheilsustöðvarinnar.

Sakir bornar af Sadr

Aðstoðarmaður shía klerksins Moqtada Sadr segir að menn hanns séu ekki viðriðnir rán á fimm Bretum í Sadr borg í gær. Utanríkisráðherra Íraks hafði áður sagt að hann teldi að Mehdi herinn hefði staðið á bakvið mannránin.

Heiligendamm breytt í fangelsi

Gríðarleg öryggisgæsla er nú í þýska sumardvalarstaðnum Heiligendamm. Þar fer nú fram fundur átta helstu iðnríkja heims en mikil mótmæli hafa ávallt fylgt fundum sem þessum.

Sérstakur dómstóll fjalli um morðið á Hariri

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld að settur verði á laggirnar alþjóðlegur dómstóll sem á að rétta yfir sakborningum vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons.

Banvæn vanskil

Ógreiddir orkureikningar urðu til þess að slökkt var á öndunarvél nýsjálenskrar konu í vikunni með þeim afleiðingum að hún andaðist. Konan hafði verið rúmliggjandi á heimili sínu frá því í febrúar vegna hjarta- og lungnasjúkdóma. Vegna veikindanna hafði safnast um tíu þúsund króna skuld hjá orkuveitu í borginni Auckland

Át hund í mótmælaskyni

Nýjasti gjörningur breska listamannsins Mark McGowans hefur vakið upp hörð viðbrögð í heimalandi hans. Hann snæddi hund af eftirlætiskyni Elísabetar Bretadrottningar í mótmælaskyni við refaveiðar eiginmanns hennar.

Chavez hótar Globovision

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði í gær að loka annarri sjónvarpsstöð sem gagnrýnt hefur störf hans. Fjórða daginn í röð kom til átaka á milli lögreglu og fólks sem mótmælti lokun RCTV-sjónvarpsstöðvarinnar í síðustu viku.

Páfinn bað fyrir Madeleine

27 dagar eru liðnir síðan bresku telpunni Madeleine McCann var rænt af hótelherbergi í Portúgal og enn hefur ekkert til hennar spurst. Foreldrar Madeleine hittu Benedikt páfa sextánda í Róm í dag. Hann blessaði mynd af dóttur þeirra og bað fyrir fjölskyldu

Putin sýnir klærnar

Rússneski ríkissaksóknarinn hefur sent helsta stjórnarandstöðuflokki landsins opinbera viðvörun vegna þess sem kallað er öfga-aðgerðir. Þessar öfga-aðgerðir felast í því að Yablonko flokkurinn hjálpaði þekktum pólitískum fréttaskýranda að gefa út bók þar sem Vladimir Putin forseti er harðlega gagnrýndur.

Þið munið gleyma 11. september

Bandarískur talsmaður al-Kæda hefur hótað Bandaríkjunum verri árás en gerð var 9/11, ef Bush forseti kalli ekki bandarískar hersveitir heim frá öllum ríkjum múslima. Adam Gadahn hefur komið fram á mörgum myndböndum sem talin eru komin frá al-Kæda síðan árið 2005. Hann er Bandaríkjamaður af Gyðingaættum sem snerist til múslimatrúar. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir föðurlandssvik og fer huldu höfði.

Vilja taka barnaníðinga af lífi

Þeirri hugmynd að taka barnaníðinga af lífi jafnvel þótt þeir myrði ekki fórnarlömb sín vex fylgi í Bandaríkjunum. Hæstiréttur í Lousianaríki staðfesti í síðustu viku slíkan dauðadóm. Fimm ríki Bandaríkjanna hafa þegar sett lög sem geta leitt til dauðadóms yfir mönnum

Vegabréf Eichmanns fundið

Falsað vegabréf sem nazistaforinginn Adolf Eichmann notaði til þess að flýja til Argentínu hefur fundist í Buenos Aires. Eichmann hafði yfirumsjón með helförinni gegn Gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Hann lagði meðal annars til breytingar á gasklefunum til þess að þar væri hægt að myrða fleira fólk á skemmri tíma.

Pyntingahandbók al-Kæda

Hryðjuverkasamtökin al-Kæda nota meðal annars logsuðutæki, straujárn, rafmagnsbora og kjötkróka við að pynta fanga sína. Bandarískir hermenn fundu fyrir nokkru handbók al-Kæda um pyntingar. Handbókin er með teiknuðum skýringarmyndum. Bókin fannst þegar hermennirnir réðust inn í hús í Bagdad til þess að frelsa fimm Íraka sem þar voru í haldi. Þeir höfðu allir verið pyntaðir.

Chavez hótar að loka annarri sjónvarpsstöð

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði í gær að loka annarri sjónvarpsstöð í landinu sem hefur gagnrýnt stjórn hans. Í síðustu viku fékk stór sjónvarpsstöð í höfuðborginni Caracas leyfi sitt ekki endurnýjað þar sem Chavez sagði stjórnendur hennar hafa á sínum tíma tekið þátt í valdaránstilraun gegn sér.

Telur Mahdi-sveitir hafa rænt Bretum í Bagdad

Enn hefur ekkert spurst til fimm Breta sem rænt var í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra landsins, sagði í morgun líklegra að liðsmenn Mahdi-herdeildanna, sem tengjast sjíaklerknum Muqtada al-Sadr, hefðu staðið á bak við ránið.

Blair styður hertar refsiaðgerðir gegn Súdan

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti í morgun yfir fullum stuðningi við hertum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar gegn súdönsku ríkisstjórninni vegna ástandsins í Darfur-héraði.

Ákæra ellefu stríðsmenn fyrir hryðjuverk í Nahr el-Bared

Líbönsk stjórnvöld gáfu í dag út ákæru á hendur ellefu félögum í samtökunum Fatah al-Islam fyrir hryðjuverkastarfsemi en samtökin hafa tekist á við líbanska herinn í palestínsku flóttamannabúðunum Nahr al-Bared í Trípóli. Átök héldu áfram í búðunum í nótt.

Yoko Ono hámaði í sig hund

Yoko Ono hámaði í gær í sig hund, ásamt þekktum breskum listamanni. Þetta fór fram í beinni útsendingu á útvarpsþætti. Og það var enginn venjulegur hundur sem þau átu heldur eðalhundur af Corgi kyni, en það er uppáhalds hundakyn Elísabetar drottningar. Yoko Ono og Mark McGowan voru að mótmæla því að Filipus prins eiginmaður drottningarinnar skaut ref fyrr á þessu ári.

Demókrataflokkur Taílands sýknaður af ákæru um kosningasvik

Stjórnarskrárdómstóll í Taílandi sýknaði í morgun Demókrataflokk landsins af ákæru um að hafa haft rangt við í kosningum í apríl 2006. Hefði dómstóllinn sakfellt flokkinn hefði hann hugsanlega verið útilokaður frá stjórnmálum og sömuleiðis fjöldi flokksmanna.

Peres tilkynnir formlega um framboð sitt

Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, tilkynnti í morgun formlega að hann hygðist bjóða sig fram til forseta landsins. Það er Knesset, ísraelska þingið, sem velur nýjan forseta í stað Moshes Katsavs þann 13. júní næstkomandi.

Foreldrar Madeleine fá áheyrn Páfa á morgun

Foreldrar Madeleine McCann sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins héldu í dag til Rómar en þau munu hitta Benedikt Páfa á morgun. Þau Gerry og Kate McCann flugu frá Faro í Portúgal í einkaþotu sem enski milljónamæringurinn Sir Philip Green lánaði þeim.

Zoellick verður næsti forseti Alþjóðabankans

George Bush, forseti Bandaríkjanna hefur skipað nýjan forseta Alþjóðabankans en núverandi forseti, Paul Wolfowits lætur af embætti í lok júní í skugga hneykslismáls. Robert Zoellick mun taka við að Wolfowitz.

Sjá næstu 50 fréttir