Fleiri fréttir

Stöðumælasektir fyrir reiðhjól

Bæjarstjórinn í Fredriksberg í Danmörku vill að bæjarbúar læri að leggja hjólunum sínum almennilega. Annars verða þeir sektaðir. Mads Lebech segir að bæjarfélagið hafi í mörg ár haft starfsmanna á sínum vegum sem fari um og lagi til hjól sem fólk hefur lagt asnalega frá sér. Jafnvel það hafi ekki dugað og bæjarbúar séu orðnir þreyttir á slóðaskapnum.

130 japanar í sóttkví í Kanada

Um 130 japanskir ferðamenn hafa verið settir í sóttkví í fjallahóteli í Banff í Kanada, af ótta við að þeir séu smitaðir af mislingum. Japanarnir eru flestir skólabörn. Kona í hópnum var veik við komuna til Kanada síðastliðinn fimmtudag.

Herskáir Palestínumenn farast í sprengingu

Þrír íslamskir uppreisnarmenn úr samtökunum Heilagt stríð létu lífið í sprengingu á Gasaströndinni í dag. Haft er eftir heimildarmönnum innan palestínsku öryggissveitanna að svo virðist sem mennirnir hafi verið að búa til sprengju en að sprengiefnið að hafi sprungið í höndunum á þeim.

Vill einhver karrí ?

Flugfreyja hjá British Airways var orðin hundleið á flugvélamat og því keypti hún tilbúinn karrí rétt til þess að hafa með sér í flug. Hún hugðist nota örbylgjuofn flugvélarinnar til þess að hita réttinn. Hún virðist ekki hafa vitað að örbylgjuofnar í flugvélum eru rúmlega helmingi öflugri en örbylgjuofnar sem eru notaðir á jörðu niðri. Það þarf því að pakka flugvélamat í sérstakar umbúðir til þess að þær þoli geislunina.

Vísindahvalveiðar lítillækka Japani

Ástralir segja hvalveiðar Japana í vísindaskyni gera lítið úr vísindum. Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Alaska, sem hófst í gær, sögðu þeir að Japanir notuðu útskýringuna einungis til að komast hjá hvalveiðibanninu. Veiðarnar lítillækki bæði Japani og Hvalveiðiráðið.

Fyrirlesurum rænt í Bagdad

Byssumenn í lögreglubúningum rændu að minnsta kosti þrem erlendum fyrirlesurum og lífvörðum þeirra í Bagdad í morgun. Vitni sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að mönnunum hafi verið rænt í fjármálaráðuneytinu í hjarta höfuðborgarinnar. Talið er að þeir séu bandarískir sérfræðingar sem hafa verið að kenna starfsfólki ráðuneytisins hvernig á að gera rafræna samninga.

Skutu Hamas liða

Ísraelskir hermenn fóru í morgun inn á Gaza ströndina og drápu þar tvo Hamas liða sem voru að skjóta eldflaugum á Ísrael. Hamas hafa staðfest að mennirnir hafi verið skotnir en segjast munu halda áfram árásum sínum á Ísrael.

Forseti Kazakhstan vill láta handtaka tengdason sinn

Hópur lögfræðinga frá Kazakhstan er nú í Vínarborg þar sem þeir reyna fyrir hönd stjórnvalda að fá tengdason forseta landsins handtekinn. Tengdasonurinn var sendiherra Kazakhstan í Austurríki þangað til á laugardaginn þegar hann var rekinn af forsetanum. Handtökubeiðnin virðist vera liður í harðvítugri fjölskyldudeilu.

Slóst við hlébarða í rúminu

Ísraelskur maður vaknaði upp við það í nótt að hlébarði stökk inn um gluggann á heimili hans og upp í rúm þar sem maðurinn svaf ásamt ungri dóttur og heimiliskettinum. Hann stökk strax á hlébarðann, hafði hann undir og hélt honum í tuttugu mínútur uns hjálp barst.

Hitað upp fyrir G8

Lögreglan í Hamborg í Þýskalandi tók hart á mótmælendum í borginni í dag en þangað söfnuðust þúsundir andstæðinga alþjóðavæðingar vegna fundar ASEM, sem eru samtök Evrópu- og Asíulanda.

Fordæma myndbirtingu frá banaslysi Díönu

Háværar raddir heyrast nú í Bretlandi um að þarlend sjónvarpsstöð hætti við að sýna heimildarmynd um dauða Díönu prinsessu. Í myndinni verða sýndar áður óbirtar ljósmyndir af vettvangi þar sem prinsessan lést. Sjónvarpsstöðin Channel 4 áformar að sýna heimildarmyndina 6. júní næstkomandi. Stöðin hefur legið undir ámæli fyrir að ganga ansi langt í myndbirtingum og framsetningu í ýmsum þáttum.

Spænska lögreglan gerir hryðjuverkaáhlaup

Fimmtán manns sem grunaðir eru um að vera nýliðar í íslömskum baráttusamtökun voru handteknir í röð áhlaupa Spænsku lögreglunnar í dag. Um 100 manns hafa verið handteknir á Spáni vegna gruns um tengsl við hryðjuverk frá árinu 2004 þegar mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar í fjórum lestum í Madrid.

SAS aflýsir flugi á morgun

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur aflýst flugi til og frá Svíþjóð á morgun. Það er fimmti dagurinn í röð sem verkfall sænskra flugliða lamar rekstur félagsins. Verkfallið hófst á föstudag. SAS hætti þá við flest flug til og frá Svíðþjóð vegna deilunnar um vinnuaðstæður flugliðanna. Samningaumleitanir stóðu fram á nótt og báru ekki árangur.

Fyrsti fundur Írana og Bandaríkjamanna í 30 ár

Íranar og Bandaríkjamenn héldu í morgun fyrsta fund sinn í þrjá áratugi. Öryggismál í Írak voru eina umræðuefni fundarins og ekki var minnst á kjarnorkuáætlun Írana. Bandaríkjamenn vöruðu Írana við að styðja við herskáa öfgahópa í Írak. Erindrekar ríkjanna í Írak, Bandaríkjamaðurinn Ryan Crocker og Íraninn Hassan Kazemi Qomi hittust í Baghdad í morgun.

Crocker hljóp Reykjavíkurmaraþon

Sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, sem er í sviðsljósinu þessa dagana vegna fundar hans við kollega sinn í Íran, telst til Íslandsvina. Ryan Crocker hljóp nefnilega Reykjavíkurmaraþon fyrir 23 árum síðan.

Hamleys opnar búð á Indlandi

Þekktasta leikfangaverlsun í heimi, Hamleys í London sem er í eigu Baugs, mun væntanlega opna útibú innan tíðar í Nýju Delhi á Indlandi. Það yrði í fyrsta skipti sem Hamleys verður annars staðar en á Regent street í London, ef undan eru skilin útibú verslunarinnar í Magasin í Danmörku. Samningaviðræður við þarlenda aðila eru sagðar ganga vel og búðin gæti opnað strax á næsta ári.

Heimildamynd um dauða Díönu prinsessu veldur deilum

Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 ætlar ekki að hætta við sýningu á umdeildri heimildamynd um dauða Díönu prinsessu þrátt fyrir hávær mótmæli. Í myndinni eru sýndar ljósmyndir af vettvangi sem þykja óhugnanlegar.

21 látinn í sprengingu í Baghdad

Að minnsta kosti 21 dó og 66 særðust þegar bílsprengja sprakk í miðborg Baghdad í morgun. Sprengingin heyrðist um alla miðborgina og eldur kom upp í að minnsta kosti 10 bílum í grendinni.

Jákvæðar viðræður í Baghdad

Sendiherra Bandaríkjanna í Írak, Ryan Crocker segir að viðræður hans við sendiherra Írana í landinu hafi gengið vel og verið jákvæðar. Hann segir einnig að Bandaríkjamenn hyggist bíða átekta og sjá til hverskonar aðgerða verði gripið af hálfu Írana, en Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Íran fyrir að styðja við bakið á uppreisnarmönnum í Írak.

Allt strand hjá SAS

Engin lausn virðist í sjónmáli í deilu skandinavíska flugfélagsins SAS og flugliða þess í Svíþjóð. Samningafundur deiluaðila stóð yfir fram á nótt en bar ekki árangur. Verkfallið heldur því áfram í dag, en fulltrúar flugliða munu funda með baklöndum sínum og ákveða með framhald aðgerðanna.

Danir skipta um kúrs í hvalveiðimálum

Danir sæta nú harðri gagnrýni Breta og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir að þeir breyttu um stefnu í hvalveiðimálum. Þeir styðja nú skipulegar hvalveiðar og vísindaveiðar. Þetta kom fram á ársfundi hvalveiðiráðsins sem hófst í Anchorage í Alaska í gær.

Íbúar Caracas búa sig undir frekari mótmæli

Búist er við enn frekari mótmælum á götum Caracas, höfuðborgar Venezuela í nótt þegar slökkt verður á útsendindingum sjónvarpsstöðvar sem gagnrýnt hefur forseta landsins Hugo Chavez.

Hvalveiðiráðið fundar í Alaska

Íbúar Ancorage í Alaska hafa undirbúið sig síðustu daga fyrir fund Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hefst á morgun. Greenpeace liðar hafa staðið fyrir mótmælum um allan heim í tengslum við fundinn og búist er við mótmælum í borginni þegar fundurinn hefst.

Rúmensk mynd hlaut Gullpálmann

Það var rúmenska kvikmyndin „4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar" í leikstjórn Christians Mungiu sem hlaut Gullpálmann í Cannes þetta árið. Verðlaunin eru á meðal þeirra eftirsóttustu í kvikmyndaheiminum og þetta árið höfðu þau á sér nokkuð alþjóðlegt yfirbragð.

Krókódílum komið burt

Íbúum Miami Lakes í Flórída brá nokkuð í brún þegar þeir tóku eftir því að tveir krókódílar höfðu hreiðrað um sig í skurði í bænum. Starfsmenn áhaldahúss bæjarins voru kallaðir til og höfðu þeir hröð tök við að handsama þessar háskalegu skepnur.

Ráðist að samkynhneigðum

Rússneska lögreglan handtók í dag hóp fólks sem barðist fyrir réttindum samkynhneigðra í landinu. Áður höfðu öfgamenn ráðist að þeim með barsmíðum, en enginn þeirra var tekinn höndum.

Ellefu ára strákur felldi ófreskju í Alabama

Ellefur ára strákur frá Alabama gæti hafa drepið heimsins stærsta villisvín í síðasta mánuði ef fréttir af stærð skepnunar reynast réttar. Strákurinn elti svínið í marga tíma með föður sínum og hann fékk heiðurinn af því að veita því náðarskotið. Það var níunda kúlan sem felldi svínið því þeir feðgar höfðu skotið það átta sinnum án þess að fella það.

Beið dauðans á Everest fjalli

22 ára gömul fjallgöngukona, Usha Bista, sem bjargað var úr hlíðum Everest fjalls á dögunum, segir að klifurfélagar hennar hafi skilið hana eftir. Það var annar hópur klifurgarpa sem gekk fram á stúlkuna sem lá meðvitundarlaus á „dauðasvæðinu“ svokallaða á Everest.

Ofbeldi í Moskvu

Rússneska lögreglan handtók í dag samkynhneigða mótmælendur sem kröfðust þess að fá að halda Gay Pride hátíð á götum Moskvuborgar. Mótmælendurnir sættu miklu harðræði frá öfgafullum þjóðernissinumm sem börðu fólkið og hreyttu í það ókvæðisorðum.

Einn virtasti skrautritari múslíma myrtur

Khalil al-Zahawi, einn virtasti skrautritari arabísks leturs í heiminum, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Baghdad í gær. Listgreinin er afar hátt skrifuð í Írak jafnt sem í öðrum löndum hins múslímska heims og skrautritarar njóta mikillar virðingar.

Fjöldi ábendinga vegna Madeleine

Lögreglan í Portúgal segist hafa fengið mikinn fjölda ábendinga í máli Madeleine McCann eftir að ítarlegri lýsing var gefin af manni sem grunaður er í málinu. 24 dagar eru nú liðnir síðan hinni fjögurra ára gömlu telpu var rænt.

Hernaðaraðgerðir í Sadr borg

Bandarískir og íraskir hermenn gerði í dag árás á Sadr borg, fátækrahverfi í Baghdad, þar sem shía uppreisnarmenn hafa mikil ítök. Hverfið er kennt við múslímaklerkinn shía klerkinn Muqtada al-Sadr sem kom úr felum á föstudaginn var og hvatti shía og súnnía til þess að sameiast gegn innrásarliðinu.

Stjórnmálakreppunni afstýrt

Vonast er til að stjórnmálakreppan í Úkraínu sé að leysast eftir að Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, og Viktor Janukovits, forsætisráðherra, tókst loks að koma sér saman um kjördag fyrir þingkosningarnar í landinu. Ólgan náði hámarki í gær þegar Jústsjenkó lét setja herlið í viðbragðsstöðu.

Breskir skólar skiptast eftir kynþáttum

Skólar á Englandi eru sífellt að verða einsleitnari þegar kemur að kynþætti. Nýjar tölur frá breskum stjórnvöldum þykja sína fram á þessa þróun en þar kemur fram að mörg sveitarfélög séu að skipuleggja skóla þar sem nemendur eru að miklum meirihluta annað hvort hvítir, svartir eða af asískum uppruna

Fréttaritari BBC heill á húfi

Alan Johnston, fréttaritari BBC, sem rænt var á Gaza ströndinni 12. mars síðastliðinn, er heill á húfi. Þetta er haft eftir Dr. Ghazi Hamad, háttsettum meðlimi í Hamas. Hamad segist vita hverjir það voru sem stóðu að mannráninu og að hann sé sjálfur að vinna í því að fá hann leystan úr haldi.

Mótmælt á götum Caracas

Tugþúsundir íbúa Venesúela þustu út á götur höfuðborgarinnar Caracas í gær til að mótmæla lokun sjónvarpsstöðvar sem gagnrýnt hafði ríkisstjórn Hugos Chavez. RCTV-stöðin hafði sent út dagskrá sína í 53 ár en þegar kom að því að endurnýja leyfi hennar á dögunum var því synjað

Sakaðir um að senda klasasprengur og taugagas til Líbanon

Bandaríkjastjórn hefur undanfarna daga sent talsvert af hergögnum til Líbanon til að aðstoða her landsins við að uppræta hóp herskárra íslamista. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að á meðal þeirra vopna sem Bandaríkjamenn hefðu sent væru klasasprengjur og taugagas.

Stormur og flóð granda fimm í Texas

Fimm létust og tugum manna var bjargað úr flóðum í stormi í Texas í Bandaríkjunum í dag. Frekari veðurham og rigningu er spáð um helgina. Þjóðvarðarlið hefur verið sent til Waco, Austin og San Antonio. Fréttastofa CNN segir að um 100 heimili og fyrirtæki hafi skemmst í veðurhamnum auk þess sem minniháttar meiðsl hafi verið tilkynnt.

Simbabve: 200 stjórnarandstæðingar fangelsaðir

Lögreglan í Simbabve handtók meira en 200 meðlimi stjórnarandstöðunnar sem funduðu um pólitísk mál í höfuðborginni Harare í dag. Nelson Chamisa talsmaður stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins sagði CNN að lögreglan hefði brotist inn með því að brjóta niður hurðar og hefði síðan tekið fólkið höndum.

Herinn settur í viðbragðsstöðu

Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, setti hersveitir sínar í viðbragðsstöðu í dag og skipaði þeim að halda til höfuðborgarinnar Kænugarðs. Sáttaumleitanir á milli þeirra Viktors Janukovits forsætisráðherra hafa engan árangur borið.

Jabba og Jóda mættu á svæðið

Þrjátíu ár eru um þessar myndir frá því að fyrsta Stjörnustríðskvikmyndin var frumsýnd og af því tilefni komu þúsundir aðdáenda myndanna saman í Los Angeles í Bandaríkjunum. Litríkar persónur úr myndunum létu sig ekki vanta á svæðið og geislasverðum var brugðið á loft.

Ísraelar vissu að sex daga stríðið var ólöglegt

Háttsettur lögfræðingur sem varaði ríkisstjórn Ísraels við því að það væri ólöglegt að byggja gyðingabyggð á hernumdum svæðum Palestínumanna eftir sex daga stríðið árið 1967, hefur nú í fyrsta sinn komið fram og sagt að hann trúi að hann hafi haft rétt fyrir sér. Theodor Meron var lagalegur ráðgjafi utanríkisráðherra ísraels á þessum tíma. Hann er í dag einn virtasti dómari á alþjóðavísu.

Kínverjar ögra stefnu um eitt barn

Það færist í vöxt í Kína að almenningur komist hjá stefnu stjórnvalda um eitt barn á fjölskyldu með frjósemislyfjum. Stefna stjórnvalda er sú að kona geti aðeins fætt einu sinni. Fjölburafæðingum hefur hins vegar fjölgað mjög síðustu ár, sérstaklega þar sem aðgengi að frjósemislyfjum er auðvelt.

Sjá næstu 50 fréttir