Fleiri fréttir

Bandaríkjamenn senda Líbönskum stjórnarhermönnum vopn

Líbanskar hersveitir sem eiga í höggi við íslömsk öfgasveitir eiga von á vopnasendingu frá bandaríska hernum á næstu dögum. Enn geysa harðir bardagar í landinu og í tilkynningu frá samtökunum Fatah al-Islam sem barst í dag, er sprengjuárásum á vestræna skóla í landinu hótað, gefist hermenn stjórnarinnar ekki upp.

Grænar grundir á Trafalgar torgi

Þeir sem hafa heimsótt London vita að á Trafalgar torgi er lítið um gróður, hvað þá rennisléttar grasflatir sem myndu sóma sér vel á golfvelli. Þannig er þó umhorfs á torginu í dag þó að breytingin sé aðeins tímabundin.

Þrjú til átta ár í að Íranir geti smíðað kjarnavopn

Íranir eiga enn nokkuð í land með að smíða kjarnorkuvop, sé það á annað borð á dagskrá hjá stjórnvöldum, segir yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Mohammad ElBaradai segir að landið eigi ekki kost á kjarnorkuvopnum fyrr en í byrjun næsta áratugar eða jafnvel ekki fyrr en um hann miðjan. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í Lúxembúrg í dag.

Kókheimurinn opnaður í Atlanta

Þekktasta vörumerki heims verður í hávegum haft í Kókheiminum sem var opnaður með pompi og prakt í Atlanta í Bandaríkjunum á dag. Búist er við milljón gestum á ári.

Bruni í Björgvin

Gríðarlegir olíueldar loguðu nærri olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi í dag. Mikil sprenging varð í olíutanki. Vinnslustöðin hefur verið notuð sem dæmi um þá stöð sem myndi rísa á Vestfjörðum ef af yrði.

Maður með exi handtekinn í námunda við drottningu

Breska lögreglan handtók í dag mann rétt áður en Elísabet englandsdrottning hélt í göngutúr á meðal þegna sinna í borginni Huddersfield. Lögreglan réðst að manninum ásamt lífvörðum drottningar og handjárnaði hann eftir nokkur átök.

Námusprenging í Rússlandi grandar 38

Að minnsta kosti 38 létust og sex slösuðust í metangassprengju í rússneskri kolanámu í Síberíu í dag. Tæplega 180 manns var bjargað lifandi úr námunni eftir sprenginguna, en tveggja er enn saknað. Náman er í Kemerovo héraði. Í mars síðastliðnum létust 100 manns í sprengingu í annarri námu í héraðinu.

Bush: Krítískur tími fyrir Írak

George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við því að komandi vikur og mánuðir yrðu krítískir fyrir velgengni nýrrar öryggisáætlunar fyrir Írak. Bush talaði við fréttamenn í Hvíta húsinu og sagði síðustu hermenn sem sendir verða til Íraks til að fylgja áætluninni eftir myndu fara þangað um miðjan júní. Hörð átök myndu halda áfram í Írak á þessum tíma.

Seinfeld stjarna á grænni grein

Það er kallað "Seinfeld bölvunin." Leikurum í Seinfeld þáttaröðinni hefur ekki gengið neitt sérlega vel að fá hlutverk eftir að þættirnir voru slegnir af. Nema hvað Jerry hefur nóg að gera. Það er þó kannski ástæðulaust að vorkenna þeim, því þau voru orðin moldrík á þáttunum.

Mamma barði hákarlinn í klessu

Fimm barna áströlsk móðir barði hákarl svo fast í hausinn með myndavél sinni að hann sleppti taki sínu á fæti hennar og synti burt frá henni og tveimur sonum hennar. Becky Cooke er þrjátíu og átta ára gömul. Hún var ásamt fjölskyldu sinni að vaða í sjónum við ströndina í Perth, þegar hún fann eitthvað skella á fæti sínum af miklum þunga.

Losun gróðurhúsalofttegunda verði helminguð

Shinzo Abe forsætisráðherra Japan lagði í dag til að alþjóðlegt markmið yrði sett um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2050. Japanir myndu styðja þróunarríki með fjárframlögum ef þau vildu skuldbinda sig til að hefta losunin lofttegundanna.

SAS fellir niður flug á morgun

Skandinavíska flugfélagið SAS tilkynnti í dag að öll flug frá sænskum flugvöllum yrðu felld niður á morgun vegna verkfalls flugliða. Sænska verkalýðsfélagið HTF sagði að um 800 hundruð flugliðar sem staðsettir eru í Svíþjóð færu í verkfall frá og með morgundeginum. Laun-og vinnuaðstæður eru meðal ágreiningsefna, auk matar- og hvíldartíma.

Síðasta myndin af Madeleine birt

Fjölskylda Madeleine McCann hefur birt síðustu myndina sem tekin var af telpunni áður en hún hvarf í Portúgal. Á henni er Maddie brosandi og að dingla fótunum ofan í sundlaug með föður sínum og Sean, yngri bróður. Kate McCann móðir stúlkunnar tók myndina daginn sem henni var rænt.

Kærastan farin frá Wolfowitz

Maí var ekki góður mánuður fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Fyrst missti hann vinnuna fyrir að hygla kærustu sinni. Og hann var ekki fyrr búinn að missa vinnuna en kærastan fór frá honum. Bandaríska dagblaðið New York Post segir að Shaha Riza hafi sagt bankastjóranum fyrrverandi upp.

Sveppir nærast á geislavirkni

Vísindamenn við Albert Einsteinstofnun Yeshiva-háskólans hafa komist að því að fjöldi sveppategunda getur nærst á geislavirkni. Sé hófleg geislavirkni til staðar vaxa þeir betur og fjölga sér hraðar. Rannsókn á þessum hæfileika sveppa hefur staðið yfir í fimm ár.

3 til 8 ár í kjarnorkuvopn

Að öllu óbreyttu verða Íranar búnir að framleiða sín fyrstu kjarnorkuvopn inna þriggja til átta ára. Þetta fullyrti Mohamed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, á alþjóðaráðstefnu um kjarnorkuvá sem hófst í Lúxembúrg í morgun.

Pilla sem stöðvar blæðingar

Ný pilla er í þróun hjá lyfjafyrirtækinu Wyeth. Ber hún nafnið Lybrel og er ætluð konum sem vilja stöðva blæðingar. Allar getnaðarvarnarpillur virka þannig að þær stöðva egglos og bæla tíðir. Venjulega er pillan ekki tekin í eina viku á hverjum tíðahring og konur fara því á blæðingar eins og venjulega.

McDonalds vill breyta skilgreiningu á McStarfi

Skyndibitarisinn McDonalds hefur farið fram á að skilgreining á hugtakinu McJob verði breytt. Í enskum orðabókum er orðið skýrt sem lýsing á starfi sem sé ekki hvetjandi, illa borgað og bjóði upp á lítinn ávinning eða möguleika á stöðuhækkun. McDonalds segir að þessi lýsing sé úrelt og móðgandi.

Vill banna hundaföt

Tíu ára gömul norsk telpa hefur skrifað Dýraverndarráði landsins og krafist þess að fólki verði bannað að klæða hunda sína í föt, skó, sólgleraugu og annað prjál. Lotta Nilsson segir að það sé dýrunum óeðlilegt að hafa þetta utan á sér og að þau líði fyrir það. Dýraverndarráðið er sammála Lottu.

Bretland: Þrír grunaðir hryðjuverkamenn strjúka

Breska lögreglan tilkynnti í gærkvöldi að þrír grunaðir hryðjuverkamenn sem hafa verið í nokkurs konar stofufangelsi hafi strokið. Ákvörðun Scotland Yard um að létta nafnleynd yfir mönnunum þykir benda til hversu alvarlegum augum hvarf mannanna er litið. Tveir þeirra eru bræður manns sem var fangelsaður í síðasta mánuði fyrir að skipuleggja sprengjuárásir í Bretlandi.

Kenna stuðningsmönnum Liverpool um vandræðin

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kennt áhangendum Liverpool um vandræðin fyrir leikinn. Óeirðalögregla í Aþenu notaði táragas og kylfur til þess að hafa stjórn á aðdáendunum þegar þeim var sagt að snúa heim á leið þar sem leikvangurinn væri fullur.

Rannsaka hugsanlegt fuglaflensusmit í Wales

Verið er að rannsaka hvort fuglaflensa hafi brotist út í Norður-Wales. Dauðir fuglar fundust Denbighshire-héraði sem er landsbyggðarhérað en breskir miðlar segja lítið annað vitað um málið.

Fjórtán prósent dönsku þjóðarinnar glíma við offitu

750 þúsund Danir, eða um 14 prósent dönsku þjóðarinnar, þjást af offitu samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið þar í landi. Greint er frá niðurstöðunum á vef Jótlandspóstsins en skýrslan var unnin að beiðni heilbrigðisráðuneytis Danmerkur.

60 metra eldsúlur standa til himins í Björgvin

Gríðarlegir olíueldar geisa í olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi, eftir að þar varð mikil sprenging í morgun. Eldsúlurnar standa 50 til 60 metra í loft upp og verið er að rýma næsta nágrenni. Ekki er vitað um manntjón á þessari stundu. Slökkvilið og björgunarsveitir streyma til Björgvinjar úr nágrannabæjum og herþyrlur hafa einnig verið sendar á vettvang.

Umdeild auglýsing frá danska lögregluskólanum

Auglýsing frá lögregluskólanum í Danmörku hefur valdið úlfaþyt í Danmörku. Í auglýsingunni er reynt að lokka ungt fólk til náms í skólanum á þeirri forsendu að það fái að nota byssu. Birting auglýsingarinnar þykir koma á heldur slæmum tíma fyrir yfirvöld því lögreglumenn í Danmörku hafa sætt gagnrýni fyrir að vera snöggir til þegar kemur að notkun skotvopna.

AC Milan er Evrópumeistari 2007

AC Milan frá Ítalíu fagnaði nú rétt áðan sigri í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Aþenu í Grikklandi. Markahrókurinn Pippo Inzaghi kom Milan á bragðið á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið.

Íbúar Napólí í rusli

Ítalska borgin Napólí er að fyllast af sorpi. Heilu fjöllin af rusli hafa myndast á götum borgarinnar og fara þau hækkandi með degi hverjum. Ástæðan fyrir þessu er ekki verkfall á meðal sorphirðumanna, heldur sú einfalda staðreynd að ruslahaugar borgarinnar eru fullir.

Pilla sem stöðvar tíðarhring

Fyrsta getnaðarvarnarpillan sem hönnuð er til að stöðva blæðingar kvenna hefur verið samþykkt til almennrar notkunar í Bandaríkjunum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið studdi samfellda notkun pillunnar Lybrel sem framleidd er af Wyeth. Sé pillan tekin daglega getur hún stöðvað mánaðartíðir auk þess að koma í veg fyrir getnað.

Styttist í stóru stundina í Meistaradeildinni

Það ríkir mikil eftirvænting hjá stuðningsmönnum Liverpool og AC Milan sem í kvöld leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. AC Milan hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari en Liverpool fimm sinnum Leikurinn hefst klukkan 18:45 í kvöld en upphitun fyrir leikinn hefst á Sýn klukkan 18:00. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá upphitun Stöðvar 2 í hádeginu.

Tyrkneska konan með 12 kg af sprengiefni

Kona sem tyrkneska lögreglan tók höndum í suðurhluta Tyrklands í dag áætlaði að gera sjálfsmorðsárás. Konan var handtekin í borginni Adana. Ilhan Atis ríkisstjóri borgarinnar sagði fréttastofunni Anatolian að konan hefði verið með rúmlega 12 kg af sprengiefni, þar af tvær handsprengjur og 12 hvellhettur.

Eldflaugavarnir í A-Evrópu skaðlegar

Rússar hafa engan áhuga á samvinnu við Bandaríkin vegna áforma þeirra um að koma upp eldflaugavörnum í Austur-Evrópu. Vladimir Putin forseti Rússlands sagði ekkert nýtt vera í áætlunum Bandaríkjamanna og þeim hefði ekki tekist að fullvissa Rússa um nauðsyn varnanna eða samvinnu. Skoðun Rússa sé sú að varnarkerfið sé fullkomlega skaðlegt.

Íranar vanvirða tímamörk SÞ

Íranar hafa ekki einungis hunsað tímamörk öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að stoppa tilraunir með auðgun úrans. Þeir hafa aukið við kjarnorkuáætlun sína og ganga þannig þvert gegn ályktunum öryggisráðsins.

Friðargæsluliðar SÞ skiptu vopnum fyrir gull

Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005.

Ópíum gæti orðið stór útflutningsvara Íraka

Bændur í suðurhluta Írak eru farnir að rækta ópíum í stað hrísgrjóna. Þetta hefur vakið ótta um að landið gæti orðið stór útflytjandi heróíns, líkt og gerðist í Afghanistan. Breska dagblaðið Independent segir að hrísgrjónabændur við borgina Diwaniya, suður af Bagdad, hafi snúið sér frá hrísgrjónarækt og rækti nú ópíum.

Gleðitíðindi fyrir farsímanotendur í Evrópu

Kostnaður við að hringja úr farsíma í Evrópu mun lækka verulega ef ný áætlun Evrópusambandsins gengur í gegn. Lögmenn ESB hafa ákveðið að styðja ákvörðun um að setja þak á rokkandi farsímagjöld. Sú upphæð sem farsímanotendur eru nú rukkaðir fyrir að nota farsímana í útlöndum, mun lækka um allt að 75 prósent.

Sjö bandarískir hermenn létust í Írak

Sjö bandarískir hermenn létust í sprengjuárásum í Írak í gær. Flestir létust í vegasprengjum samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum. Í verstu árásinni létust þrír og tveir slösuðust þegar herdeildin lenti í margföldum sprengingum. Í yfirlýsingu frá hernum var staðsetning árásanna ekki gefin upp.

Tveir teknir með sprengjur í Tyrklandi

Par var handtekið af lögreglu í Adana í Tyrklandi í morgun með fimm kg af sprengiefni í fórum sínum. Ríkisrekna fréttastofan Anatolian skýrði frá þessu. Ekki er ljóst hvort fólkið tengist sprengjutilræðinu í höfuðborginni Ankara í gær. En þar létust sex manns og rúmlega 100 slösuðust.

Tveir yfirheyrðir aftur vegna mannráns Madeleine

Portúgalska lögreglan er nú að yfirheyra tvo aðila vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Fólkið mun vera yfirheyrt sem vitni og hefur áður verið kallað til yfirheyrslu vegna málsins. Á fréttavef Sky segir að Robert Murat sé ekki annar aðilanna. Kate og Gerry foreldrar Madeleine eru nú í Fatima í Portúgal þar sem þau heimsækja heilagt hof.

Ankara sprenging var sjálfsmorðsárás

Nú er ljóst að sprengjutilræðið sem varð sex manns að bana og særði meira en 100 manns í Ankara í Tyrklandi í gær var sjálfsmorðsárás. Kemal Onal ríkisstjóri höfuðborgarinnar tilkynnti í dag að rannsóknir á vettvangi leiddu þetta í ljós. Sprengingin varð á háannatíma við verslunarmiðstöð í Ulus sem er fjölfarið verslunar og markaðshverfi.

Sjá næstu 50 fréttir