Fleiri fréttir Rannsaka hugsanlegt fuglaflensusmit í Wales Verið er að rannsaka hvort fuglaflensa hafi brotist út í Norður-Wales. Dauðir fuglar fundust Denbighshire-héraði sem er landsbyggðarhérað en breskir miðlar segja lítið annað vitað um málið. 24.5.2007 10:03 Fjórtán prósent dönsku þjóðarinnar glíma við offitu 750 þúsund Danir, eða um 14 prósent dönsku þjóðarinnar, þjást af offitu samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið þar í landi. Greint er frá niðurstöðunum á vef Jótlandspóstsins en skýrslan var unnin að beiðni heilbrigðisráðuneytis Danmerkur. 24.5.2007 09:55 60 metra eldsúlur standa til himins í Björgvin Gríðarlegir olíueldar geisa í olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi, eftir að þar varð mikil sprenging í morgun. Eldsúlurnar standa 50 til 60 metra í loft upp og verið er að rýma næsta nágrenni. Ekki er vitað um manntjón á þessari stundu. Slökkvilið og björgunarsveitir streyma til Björgvinjar úr nágrannabæjum og herþyrlur hafa einnig verið sendar á vettvang. 24.5.2007 09:54 Kúrdar sverja af sér sjálfsmorðsárásina í Ankara Aðskilnaðarsamtök Kúrda í Tyrklandi, PKK, sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem segir að samtökin hafi hvergi komið nærri sprengingunni í Ankara á þriðjudaginn var. 23.5.2007 23:27 Umdeild auglýsing frá danska lögregluskólanum Auglýsing frá lögregluskólanum í Danmörku hefur valdið úlfaþyt í Danmörku. Í auglýsingunni er reynt að lokka ungt fólk til náms í skólanum á þeirri forsendu að það fái að nota byssu. Birting auglýsingarinnar þykir koma á heldur slæmum tíma fyrir yfirvöld því lögreglumenn í Danmörku hafa sætt gagnrýni fyrir að vera snöggir til þegar kemur að notkun skotvopna. 23.5.2007 23:08 Lögreglan engu nær um orsök þess að Cutty Sark brann Breska lögreglan, Scotland Yard, er enn engu nær um hvað olli því að hið sögufræga skip Cutty Sark skemmdist mikið í eldi á dögunum. 23.5.2007 21:18 Starfsmenn Coca-Cola dæmdir fyrir að reyna að selja viðskiptaleyndarmál til Pepsi Tveir fyrrum starfsmenn Coca-Cola voru í dag dæmdir til átta og fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að reyna að selja aðal samkeppnisaðilanum, Pepsi, viðskiptaleyndarmál. 23.5.2007 21:07 AC Milan er Evrópumeistari 2007 AC Milan frá Ítalíu fagnaði nú rétt áðan sigri í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Aþenu í Grikklandi. Markahrókurinn Pippo Inzaghi kom Milan á bragðið á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. 23.5.2007 20:42 Íbúar Napólí í rusli Ítalska borgin Napólí er að fyllast af sorpi. Heilu fjöllin af rusli hafa myndast á götum borgarinnar og fara þau hækkandi með degi hverjum. Ástæðan fyrir þessu er ekki verkfall á meðal sorphirðumanna, heldur sú einfalda staðreynd að ruslahaugar borgarinnar eru fullir. 23.5.2007 18:21 Pilla sem stöðvar tíðarhring Fyrsta getnaðarvarnarpillan sem hönnuð er til að stöðva blæðingar kvenna hefur verið samþykkt til almennrar notkunar í Bandaríkjunum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið studdi samfellda notkun pillunnar Lybrel sem framleidd er af Wyeth. Sé pillan tekin daglega getur hún stöðvað mánaðartíðir auk þess að koma í veg fyrir getnað. 23.5.2007 16:41 Styttist í stóru stundina í Meistaradeildinni Það ríkir mikil eftirvænting hjá stuðningsmönnum Liverpool og AC Milan sem í kvöld leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. AC Milan hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari en Liverpool fimm sinnum Leikurinn hefst klukkan 18:45 í kvöld en upphitun fyrir leikinn hefst á Sýn klukkan 18:00. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá upphitun Stöðvar 2 í hádeginu. 23.5.2007 16:15 Tyrkneska konan með 12 kg af sprengiefni Kona sem tyrkneska lögreglan tók höndum í suðurhluta Tyrklands í dag áætlaði að gera sjálfsmorðsárás. Konan var handtekin í borginni Adana. Ilhan Atis ríkisstjóri borgarinnar sagði fréttastofunni Anatolian að konan hefði verið með rúmlega 12 kg af sprengiefni, þar af tvær handsprengjur og 12 hvellhettur. 23.5.2007 16:14 Eldflaugavarnir í A-Evrópu skaðlegar Rússar hafa engan áhuga á samvinnu við Bandaríkin vegna áforma þeirra um að koma upp eldflaugavörnum í Austur-Evrópu. Vladimir Putin forseti Rússlands sagði ekkert nýtt vera í áætlunum Bandaríkjamanna og þeim hefði ekki tekist að fullvissa Rússa um nauðsyn varnanna eða samvinnu. Skoðun Rússa sé sú að varnarkerfið sé fullkomlega skaðlegt. 23.5.2007 15:56 Kærður fyrir vatnsbyssuárás á sænska forsætisráðherrann Sænska leyniþjónustan hefur lagt fram kæru á hendur sjónvarpsmanni fyrir að sprauta úr vatnsbyssu á forsætisráðherra landsins, Fredrik Reinfeldt. 23.5.2007 15:42 Íranar vanvirða tímamörk SÞ Íranar hafa ekki einungis hunsað tímamörk öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að stoppa tilraunir með auðgun úrans. Þeir hafa aukið við kjarnorkuáætlun sína og ganga þannig þvert gegn ályktunum öryggisráðsins. 23.5.2007 14:57 Friðargæsluliðar SÞ skiptu vopnum fyrir gull Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005. 23.5.2007 14:33 Ópíum gæti orðið stór útflutningsvara Íraka Bændur í suðurhluta Írak eru farnir að rækta ópíum í stað hrísgrjóna. Þetta hefur vakið ótta um að landið gæti orðið stór útflytjandi heróíns, líkt og gerðist í Afghanistan. Breska dagblaðið Independent segir að hrísgrjónabændur við borgina Diwaniya, suður af Bagdad, hafi snúið sér frá hrísgrjónarækt og rækti nú ópíum. 23.5.2007 13:29 Gleðitíðindi fyrir farsímanotendur í Evrópu Kostnaður við að hringja úr farsíma í Evrópu mun lækka verulega ef ný áætlun Evrópusambandsins gengur í gegn. Lögmenn ESB hafa ákveðið að styðja ákvörðun um að setja þak á rokkandi farsímagjöld. Sú upphæð sem farsímanotendur eru nú rukkaðir fyrir að nota farsímana í útlöndum, mun lækka um allt að 75 prósent. 23.5.2007 12:51 Sjö bandarískir hermenn létust í Írak Sjö bandarískir hermenn létust í sprengjuárásum í Írak í gær. Flestir létust í vegasprengjum samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum. Í verstu árásinni létust þrír og tveir slösuðust þegar herdeildin lenti í margföldum sprengingum. Í yfirlýsingu frá hernum var staðsetning árásanna ekki gefin upp. 23.5.2007 12:26 Tveir teknir með sprengjur í Tyrklandi Par var handtekið af lögreglu í Adana í Tyrklandi í morgun með fimm kg af sprengiefni í fórum sínum. Ríkisrekna fréttastofan Anatolian skýrði frá þessu. Ekki er ljóst hvort fólkið tengist sprengjutilræðinu í höfuðborginni Ankara í gær. En þar létust sex manns og rúmlega 100 slösuðust. 23.5.2007 12:12 Tveir yfirheyrðir aftur vegna mannráns Madeleine Portúgalska lögreglan er nú að yfirheyra tvo aðila vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Fólkið mun vera yfirheyrt sem vitni og hefur áður verið kallað til yfirheyrslu vegna málsins. Á fréttavef Sky segir að Robert Murat sé ekki annar aðilanna. Kate og Gerry foreldrar Madeleine eru nú í Fatima í Portúgal þar sem þau heimsækja heilagt hof. 23.5.2007 11:41 Ankara sprenging var sjálfsmorðsárás Nú er ljóst að sprengjutilræðið sem varð sex manns að bana og særði meira en 100 manns í Ankara í Tyrklandi í gær var sjálfsmorðsárás. Kemal Onal ríkisstjóri höfuðborgarinnar tilkynnti í dag að rannsóknir á vettvangi leiddu þetta í ljós. Sprengingin varð á háannatíma við verslunarmiðstöð í Ulus sem er fjölfarið verslunar og markaðshverfi. 23.5.2007 11:19 Tólf dæmdir fyrir morð á serbneskum forsætisráðherra Serbneskur dómstóll hefur dæmt 12 menn fyrir morðið á hinum vesturlandasinnaða forsætisráðherra Zoran Djindjic í Belgrad árið 2003. Allir hinna dæmdu höfðu neitað ákærunum, en þeir eru meðal annars meðlimir öryggislögreglunnar og eru taldir tengjast mafíuforsprökkum. 23.5.2007 10:53 Danir styðja hvalveiðar undir eftirliti Dönsk stjórnvöld ætla að styðja hvalveiðar undir ströngu eftirliti vísidanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Per Stig Möller utanríkisráðherra segist njóta stuðnings umhverfisnefndar þingsins í þessu máli enda sé hér miðað við sjálfbærar veiðar, sem ekki ógni hvalastofnunum. 23.5.2007 10:42 130 sviptir ökuskírteini fyrir hraðakstur í Danmörku Ríflega 130 manns voru sviptir ökuskírteini í sérstöku umferðarátaki lögreglunnar í Danmörku í síðustu viku. Fram kemur á vef Jótlandspóstsins að alls hafi 1400 ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur á hraðbrautum Danmerkur. 23.5.2007 10:15 Éta lifandi kýr gestum til skemmtunar Starfsmenn dýragarða í Kína hafa orðið uppvísir af ómannúðlegri meðferð á dýrum. Birnir og apar eru látnir vinna erfiðisverk á meðan tígrisdýrum eru mötuð á lifandi dýrum, gestum til skemmtunar. Fjölskylduskemmtun segja rekstraraðilar. 22.5.2007 19:00 Segist saklaus Rússar ætla ekki að framselja fyrrverandi KGB mann sem Bretar ætla að ákæra fyrir morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. Sá ákærði segir pólitískar hvatir að baki málinu af hálfu Breta - hann hafi ekki myrt Litvinenko. 22.5.2007 18:45 Öflug sprenging í Ankara Að minnsta kosti 4 týndu lífi og rúmlega 60 særðust þegar sprengja sprakk á háannatíma við verslunarmiðstöð í Ankara, höfuðborg Tyrklands, nú síðdegis. Erdogan forsætisráðherra segir hryðjuverk sem verði refsað fyrir. Engin samtök hafa lýst illvirkinu á hendur sér. 22.5.2007 18:30 Sprenging í Tyrklandi Sprengja sprakk í Ankara höfuðborg Tyrklands nú fyrir stundu. Fréttastofa CNN hefur eftir borgarstjóranum í Ankara að fjórir hafi látist í sprengingunni sem varð við inngang verslunarkjarna í Ulus hverfi. 56 munu vera særðir. 22.5.2007 16:35 Spá óvenju virku fellibyljatímabili Yfirvöld í Bandaríkjunum spá því að komandi fellibyljatímabil verði virkara en í meðalári, með um 13 til 17 storma, þar af sjö til tíu sem verði að fellibyljum. Af þeim verði þrír til fimm afar sterkir, eða í flokk þrjú, þar sem vindhviður eru um 180 km á klukkustund. 22.5.2007 16:13 Lugovoj segist hafa sannanir fyrir sakleysi sínu Andrei Lugovoj, fyrrverandi njósnari hjá KGB, neitar því að hafa hafa orðið fyrrverandi félaga sínum, Alexander Litvinenko, að bana og segir ákæru sem bresk stjórnvöld hafa gefið út í málinu eiga sér pólitískar rætur. 22.5.2007 15:47 Demókratar ógna innflytjendafrumvarpi Öldungardeildarþing Bandaríkjanna mun í dag ræða og greiða atkvæði um tvær breytingartillögur demókrata á innflytjendafrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu. Í síðustu viku féllst George Bush Bandaríkjaforseti á tveggja flokka málamiðlunartillögu sem var þrjá mánuði í undirbúningi. Afgreiðslu á frumvarpinu hefur verið frestað um tvær vikur á meðan þingið fjallar um það. 22.5.2007 15:22 Lenda á íseyju Vísindamenn hafa lent á risastóri íseyju sem er á stærð við Manhattaneyju. Eyjan flýtur um Atlandshafið og er nú 600 kílómetra fyrir utan Norðurpólinn. 22.5.2007 15:16 Héldu að danskur veiðimaður ætlaði að ráða Clinton af dögum Danskur veiðimaður vissi ekki hvaða á sig stóð veðrið í gær skömmu eftir að hann hafði ekið á dádýr á vegi nærri Árósum. Eftir því sem segir á vef Jótlandspóstsins hafði maðurinn tekið út riffil sinn og aflífað dýrið eins og lög gera ráð fyrir en skömmu seinna var fjöldi lögreglumanna kominn á vettvang. 22.5.2007 14:20 Geðveikislegir dýragarðar í Kína Mörgum dýragörðum í Kína er lýst sem geðveikislegum og hin mesta hneisa fyrir Kínverja af dýraverndunarsinnum í landinu. Í sumum þeirra sé heimilisdýrum kastað fyrir ljón og tígrisdýr, einungis til að skemmta gestum. Á tíu árum hafi engar framfarir orðið á meðferðum dýra. 22.5.2007 13:49 Tilfinningaþrungin stund föður Madeleine í heimabænum Það var tilfinningaþrungin stund þegar Gerry McCann faðir Madeleine heimsótti torgið í Rothley heimabæ fjölskyldunnar í Leicestershire. Nú eru 19 dagar frá því stúlkan hvarf í sumarleyfisbænum Praia de Luz í Portúgal. Torgið í Rothley er alþakið gulum borðum sem íbúar bæjarins hafa bundið á tré, bekki, umferðarmerki og á grasflötina sjálfa. Gerry er nú kominn aftur til Portúgal. 22.5.2007 13:10 Vopnahlé boðað í Líbanon Fatah al-Islam ætlar að leggja niður vopn klukkan 11:30 að íslenskum tíma í von um að friður og ró komist á í einhvern tíma. Talsmaður hópsins sagði frá þessu nú í morgun og sagði að vopnahléið myndi halda svo lengi sem líbanski herinn gerði ekki árás. Hópurinn hefur barist við líbanska herinn í þrjá daga samfleytt. Hann tilkynnti í morgun að liðsmenn hans hefðu staðið á bak við sprengjutilræði í borginni en það hefur enn ekki verið staðfest. 22.5.2007 11:11 Alitalia fellir niður 400 flug Ítalska flugfélagið Alitalia hefur fellt niður næstum 400 flug í dag vegna verkfalls flugliða og flugumferðarstjóra. Verkfallið tekur til bæði innan- og utanlandsflugs og stendur til klukkan 15 í dag að íslenskum tíma. Deila stendur milli aðilanna og flugfélagsins vegna kjarasamninga. 22.5.2007 10:30 Lugovoy ákærður fyrir morðið á Litvinenko Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. 22.5.2007 10:30 Ofnæmisfrí jarðarber Sænskur vísindamaður hefur fundið út hvernig hægt er að rækta jarðarber sem valda ekki ofnæmi. Lífefnafræðingurinn Rikard Alm hefur skrifað doktorsritgerð um þetta og segist hafa verið í sambandi við áhugasama ræktendur. Það má því búast við að ofnæmisfrí jarðarber líti dagsins ljós á næstunni. 22.5.2007 10:00 Chavez fjármagnar mynd um þrælauppreisn Þing Venezuela hefur samþykkt að styrkja bandaríska leikarann Danny Glover um 18 milljónir bandaríkjadala en hann vinnur nú að gerð myndar um þrælauppreisn á Haiti. Hugo Chavez forseti landsins segist vonast til þess að myndin nýtist sem vopn í baráttunni við bandaríska heimsvaldastefnu. 21.5.2007 23:02 Ruslahaugur nefndur í höfuðið á John Cleese Stórleikarinn og „Íslandsvinurin“ John Cleese móðgaði borgarbúa í Palmerston á Nýja Sjálandi svo heiftarlega að ruslahaugur borgarinnar hefur verið nefndur eftir leikaranum. 21.5.2007 22:03 Danskur ráðherra vill nota GPS tækni til þess að fylgjast með öldruðum Danski félagsmálaráðherrann Eva Kjer Hansen hefur lagt fram tillögur þess efnis að eldri borgarar í Danmörku sem þjást af heilabilun eða elliglöpum verði útbúnir búnaði sem gerir umsjónarmönnum kleift að finna þá með GPS tækjum ef þeir týnast. 21.5.2007 21:33 Jimmy Carter segir orð sín mistúlkuð Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjana segir að orð sín hafi verið mistúlkuð en fyrir nokkrum dögum var haft eftir honum í dagblaði í Arkansas að George W. Bush sé versti forseti í sögu landsins. 21.5.2007 21:20 Þekkt seglskip brann í Lundúnum Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. 21.5.2007 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Rannsaka hugsanlegt fuglaflensusmit í Wales Verið er að rannsaka hvort fuglaflensa hafi brotist út í Norður-Wales. Dauðir fuglar fundust Denbighshire-héraði sem er landsbyggðarhérað en breskir miðlar segja lítið annað vitað um málið. 24.5.2007 10:03
Fjórtán prósent dönsku þjóðarinnar glíma við offitu 750 þúsund Danir, eða um 14 prósent dönsku þjóðarinnar, þjást af offitu samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið þar í landi. Greint er frá niðurstöðunum á vef Jótlandspóstsins en skýrslan var unnin að beiðni heilbrigðisráðuneytis Danmerkur. 24.5.2007 09:55
60 metra eldsúlur standa til himins í Björgvin Gríðarlegir olíueldar geisa í olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi, eftir að þar varð mikil sprenging í morgun. Eldsúlurnar standa 50 til 60 metra í loft upp og verið er að rýma næsta nágrenni. Ekki er vitað um manntjón á þessari stundu. Slökkvilið og björgunarsveitir streyma til Björgvinjar úr nágrannabæjum og herþyrlur hafa einnig verið sendar á vettvang. 24.5.2007 09:54
Kúrdar sverja af sér sjálfsmorðsárásina í Ankara Aðskilnaðarsamtök Kúrda í Tyrklandi, PKK, sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem segir að samtökin hafi hvergi komið nærri sprengingunni í Ankara á þriðjudaginn var. 23.5.2007 23:27
Umdeild auglýsing frá danska lögregluskólanum Auglýsing frá lögregluskólanum í Danmörku hefur valdið úlfaþyt í Danmörku. Í auglýsingunni er reynt að lokka ungt fólk til náms í skólanum á þeirri forsendu að það fái að nota byssu. Birting auglýsingarinnar þykir koma á heldur slæmum tíma fyrir yfirvöld því lögreglumenn í Danmörku hafa sætt gagnrýni fyrir að vera snöggir til þegar kemur að notkun skotvopna. 23.5.2007 23:08
Lögreglan engu nær um orsök þess að Cutty Sark brann Breska lögreglan, Scotland Yard, er enn engu nær um hvað olli því að hið sögufræga skip Cutty Sark skemmdist mikið í eldi á dögunum. 23.5.2007 21:18
Starfsmenn Coca-Cola dæmdir fyrir að reyna að selja viðskiptaleyndarmál til Pepsi Tveir fyrrum starfsmenn Coca-Cola voru í dag dæmdir til átta og fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að reyna að selja aðal samkeppnisaðilanum, Pepsi, viðskiptaleyndarmál. 23.5.2007 21:07
AC Milan er Evrópumeistari 2007 AC Milan frá Ítalíu fagnaði nú rétt áðan sigri í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Aþenu í Grikklandi. Markahrókurinn Pippo Inzaghi kom Milan á bragðið á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. 23.5.2007 20:42
Íbúar Napólí í rusli Ítalska borgin Napólí er að fyllast af sorpi. Heilu fjöllin af rusli hafa myndast á götum borgarinnar og fara þau hækkandi með degi hverjum. Ástæðan fyrir þessu er ekki verkfall á meðal sorphirðumanna, heldur sú einfalda staðreynd að ruslahaugar borgarinnar eru fullir. 23.5.2007 18:21
Pilla sem stöðvar tíðarhring Fyrsta getnaðarvarnarpillan sem hönnuð er til að stöðva blæðingar kvenna hefur verið samþykkt til almennrar notkunar í Bandaríkjunum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið studdi samfellda notkun pillunnar Lybrel sem framleidd er af Wyeth. Sé pillan tekin daglega getur hún stöðvað mánaðartíðir auk þess að koma í veg fyrir getnað. 23.5.2007 16:41
Styttist í stóru stundina í Meistaradeildinni Það ríkir mikil eftirvænting hjá stuðningsmönnum Liverpool og AC Milan sem í kvöld leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. AC Milan hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari en Liverpool fimm sinnum Leikurinn hefst klukkan 18:45 í kvöld en upphitun fyrir leikinn hefst á Sýn klukkan 18:00. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá upphitun Stöðvar 2 í hádeginu. 23.5.2007 16:15
Tyrkneska konan með 12 kg af sprengiefni Kona sem tyrkneska lögreglan tók höndum í suðurhluta Tyrklands í dag áætlaði að gera sjálfsmorðsárás. Konan var handtekin í borginni Adana. Ilhan Atis ríkisstjóri borgarinnar sagði fréttastofunni Anatolian að konan hefði verið með rúmlega 12 kg af sprengiefni, þar af tvær handsprengjur og 12 hvellhettur. 23.5.2007 16:14
Eldflaugavarnir í A-Evrópu skaðlegar Rússar hafa engan áhuga á samvinnu við Bandaríkin vegna áforma þeirra um að koma upp eldflaugavörnum í Austur-Evrópu. Vladimir Putin forseti Rússlands sagði ekkert nýtt vera í áætlunum Bandaríkjamanna og þeim hefði ekki tekist að fullvissa Rússa um nauðsyn varnanna eða samvinnu. Skoðun Rússa sé sú að varnarkerfið sé fullkomlega skaðlegt. 23.5.2007 15:56
Kærður fyrir vatnsbyssuárás á sænska forsætisráðherrann Sænska leyniþjónustan hefur lagt fram kæru á hendur sjónvarpsmanni fyrir að sprauta úr vatnsbyssu á forsætisráðherra landsins, Fredrik Reinfeldt. 23.5.2007 15:42
Íranar vanvirða tímamörk SÞ Íranar hafa ekki einungis hunsað tímamörk öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að stoppa tilraunir með auðgun úrans. Þeir hafa aukið við kjarnorkuáætlun sína og ganga þannig þvert gegn ályktunum öryggisráðsins. 23.5.2007 14:57
Friðargæsluliðar SÞ skiptu vopnum fyrir gull Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005. 23.5.2007 14:33
Ópíum gæti orðið stór útflutningsvara Íraka Bændur í suðurhluta Írak eru farnir að rækta ópíum í stað hrísgrjóna. Þetta hefur vakið ótta um að landið gæti orðið stór útflytjandi heróíns, líkt og gerðist í Afghanistan. Breska dagblaðið Independent segir að hrísgrjónabændur við borgina Diwaniya, suður af Bagdad, hafi snúið sér frá hrísgrjónarækt og rækti nú ópíum. 23.5.2007 13:29
Gleðitíðindi fyrir farsímanotendur í Evrópu Kostnaður við að hringja úr farsíma í Evrópu mun lækka verulega ef ný áætlun Evrópusambandsins gengur í gegn. Lögmenn ESB hafa ákveðið að styðja ákvörðun um að setja þak á rokkandi farsímagjöld. Sú upphæð sem farsímanotendur eru nú rukkaðir fyrir að nota farsímana í útlöndum, mun lækka um allt að 75 prósent. 23.5.2007 12:51
Sjö bandarískir hermenn létust í Írak Sjö bandarískir hermenn létust í sprengjuárásum í Írak í gær. Flestir létust í vegasprengjum samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum. Í verstu árásinni létust þrír og tveir slösuðust þegar herdeildin lenti í margföldum sprengingum. Í yfirlýsingu frá hernum var staðsetning árásanna ekki gefin upp. 23.5.2007 12:26
Tveir teknir með sprengjur í Tyrklandi Par var handtekið af lögreglu í Adana í Tyrklandi í morgun með fimm kg af sprengiefni í fórum sínum. Ríkisrekna fréttastofan Anatolian skýrði frá þessu. Ekki er ljóst hvort fólkið tengist sprengjutilræðinu í höfuðborginni Ankara í gær. En þar létust sex manns og rúmlega 100 slösuðust. 23.5.2007 12:12
Tveir yfirheyrðir aftur vegna mannráns Madeleine Portúgalska lögreglan er nú að yfirheyra tvo aðila vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Fólkið mun vera yfirheyrt sem vitni og hefur áður verið kallað til yfirheyrslu vegna málsins. Á fréttavef Sky segir að Robert Murat sé ekki annar aðilanna. Kate og Gerry foreldrar Madeleine eru nú í Fatima í Portúgal þar sem þau heimsækja heilagt hof. 23.5.2007 11:41
Ankara sprenging var sjálfsmorðsárás Nú er ljóst að sprengjutilræðið sem varð sex manns að bana og særði meira en 100 manns í Ankara í Tyrklandi í gær var sjálfsmorðsárás. Kemal Onal ríkisstjóri höfuðborgarinnar tilkynnti í dag að rannsóknir á vettvangi leiddu þetta í ljós. Sprengingin varð á háannatíma við verslunarmiðstöð í Ulus sem er fjölfarið verslunar og markaðshverfi. 23.5.2007 11:19
Tólf dæmdir fyrir morð á serbneskum forsætisráðherra Serbneskur dómstóll hefur dæmt 12 menn fyrir morðið á hinum vesturlandasinnaða forsætisráðherra Zoran Djindjic í Belgrad árið 2003. Allir hinna dæmdu höfðu neitað ákærunum, en þeir eru meðal annars meðlimir öryggislögreglunnar og eru taldir tengjast mafíuforsprökkum. 23.5.2007 10:53
Danir styðja hvalveiðar undir eftirliti Dönsk stjórnvöld ætla að styðja hvalveiðar undir ströngu eftirliti vísidanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Per Stig Möller utanríkisráðherra segist njóta stuðnings umhverfisnefndar þingsins í þessu máli enda sé hér miðað við sjálfbærar veiðar, sem ekki ógni hvalastofnunum. 23.5.2007 10:42
130 sviptir ökuskírteini fyrir hraðakstur í Danmörku Ríflega 130 manns voru sviptir ökuskírteini í sérstöku umferðarátaki lögreglunnar í Danmörku í síðustu viku. Fram kemur á vef Jótlandspóstsins að alls hafi 1400 ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur á hraðbrautum Danmerkur. 23.5.2007 10:15
Éta lifandi kýr gestum til skemmtunar Starfsmenn dýragarða í Kína hafa orðið uppvísir af ómannúðlegri meðferð á dýrum. Birnir og apar eru látnir vinna erfiðisverk á meðan tígrisdýrum eru mötuð á lifandi dýrum, gestum til skemmtunar. Fjölskylduskemmtun segja rekstraraðilar. 22.5.2007 19:00
Segist saklaus Rússar ætla ekki að framselja fyrrverandi KGB mann sem Bretar ætla að ákæra fyrir morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. Sá ákærði segir pólitískar hvatir að baki málinu af hálfu Breta - hann hafi ekki myrt Litvinenko. 22.5.2007 18:45
Öflug sprenging í Ankara Að minnsta kosti 4 týndu lífi og rúmlega 60 særðust þegar sprengja sprakk á háannatíma við verslunarmiðstöð í Ankara, höfuðborg Tyrklands, nú síðdegis. Erdogan forsætisráðherra segir hryðjuverk sem verði refsað fyrir. Engin samtök hafa lýst illvirkinu á hendur sér. 22.5.2007 18:30
Sprenging í Tyrklandi Sprengja sprakk í Ankara höfuðborg Tyrklands nú fyrir stundu. Fréttastofa CNN hefur eftir borgarstjóranum í Ankara að fjórir hafi látist í sprengingunni sem varð við inngang verslunarkjarna í Ulus hverfi. 56 munu vera særðir. 22.5.2007 16:35
Spá óvenju virku fellibyljatímabili Yfirvöld í Bandaríkjunum spá því að komandi fellibyljatímabil verði virkara en í meðalári, með um 13 til 17 storma, þar af sjö til tíu sem verði að fellibyljum. Af þeim verði þrír til fimm afar sterkir, eða í flokk þrjú, þar sem vindhviður eru um 180 km á klukkustund. 22.5.2007 16:13
Lugovoj segist hafa sannanir fyrir sakleysi sínu Andrei Lugovoj, fyrrverandi njósnari hjá KGB, neitar því að hafa hafa orðið fyrrverandi félaga sínum, Alexander Litvinenko, að bana og segir ákæru sem bresk stjórnvöld hafa gefið út í málinu eiga sér pólitískar rætur. 22.5.2007 15:47
Demókratar ógna innflytjendafrumvarpi Öldungardeildarþing Bandaríkjanna mun í dag ræða og greiða atkvæði um tvær breytingartillögur demókrata á innflytjendafrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu. Í síðustu viku féllst George Bush Bandaríkjaforseti á tveggja flokka málamiðlunartillögu sem var þrjá mánuði í undirbúningi. Afgreiðslu á frumvarpinu hefur verið frestað um tvær vikur á meðan þingið fjallar um það. 22.5.2007 15:22
Lenda á íseyju Vísindamenn hafa lent á risastóri íseyju sem er á stærð við Manhattaneyju. Eyjan flýtur um Atlandshafið og er nú 600 kílómetra fyrir utan Norðurpólinn. 22.5.2007 15:16
Héldu að danskur veiðimaður ætlaði að ráða Clinton af dögum Danskur veiðimaður vissi ekki hvaða á sig stóð veðrið í gær skömmu eftir að hann hafði ekið á dádýr á vegi nærri Árósum. Eftir því sem segir á vef Jótlandspóstsins hafði maðurinn tekið út riffil sinn og aflífað dýrið eins og lög gera ráð fyrir en skömmu seinna var fjöldi lögreglumanna kominn á vettvang. 22.5.2007 14:20
Geðveikislegir dýragarðar í Kína Mörgum dýragörðum í Kína er lýst sem geðveikislegum og hin mesta hneisa fyrir Kínverja af dýraverndunarsinnum í landinu. Í sumum þeirra sé heimilisdýrum kastað fyrir ljón og tígrisdýr, einungis til að skemmta gestum. Á tíu árum hafi engar framfarir orðið á meðferðum dýra. 22.5.2007 13:49
Tilfinningaþrungin stund föður Madeleine í heimabænum Það var tilfinningaþrungin stund þegar Gerry McCann faðir Madeleine heimsótti torgið í Rothley heimabæ fjölskyldunnar í Leicestershire. Nú eru 19 dagar frá því stúlkan hvarf í sumarleyfisbænum Praia de Luz í Portúgal. Torgið í Rothley er alþakið gulum borðum sem íbúar bæjarins hafa bundið á tré, bekki, umferðarmerki og á grasflötina sjálfa. Gerry er nú kominn aftur til Portúgal. 22.5.2007 13:10
Vopnahlé boðað í Líbanon Fatah al-Islam ætlar að leggja niður vopn klukkan 11:30 að íslenskum tíma í von um að friður og ró komist á í einhvern tíma. Talsmaður hópsins sagði frá þessu nú í morgun og sagði að vopnahléið myndi halda svo lengi sem líbanski herinn gerði ekki árás. Hópurinn hefur barist við líbanska herinn í þrjá daga samfleytt. Hann tilkynnti í morgun að liðsmenn hans hefðu staðið á bak við sprengjutilræði í borginni en það hefur enn ekki verið staðfest. 22.5.2007 11:11
Alitalia fellir niður 400 flug Ítalska flugfélagið Alitalia hefur fellt niður næstum 400 flug í dag vegna verkfalls flugliða og flugumferðarstjóra. Verkfallið tekur til bæði innan- og utanlandsflugs og stendur til klukkan 15 í dag að íslenskum tíma. Deila stendur milli aðilanna og flugfélagsins vegna kjarasamninga. 22.5.2007 10:30
Lugovoy ákærður fyrir morðið á Litvinenko Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. 22.5.2007 10:30
Ofnæmisfrí jarðarber Sænskur vísindamaður hefur fundið út hvernig hægt er að rækta jarðarber sem valda ekki ofnæmi. Lífefnafræðingurinn Rikard Alm hefur skrifað doktorsritgerð um þetta og segist hafa verið í sambandi við áhugasama ræktendur. Það má því búast við að ofnæmisfrí jarðarber líti dagsins ljós á næstunni. 22.5.2007 10:00
Chavez fjármagnar mynd um þrælauppreisn Þing Venezuela hefur samþykkt að styrkja bandaríska leikarann Danny Glover um 18 milljónir bandaríkjadala en hann vinnur nú að gerð myndar um þrælauppreisn á Haiti. Hugo Chavez forseti landsins segist vonast til þess að myndin nýtist sem vopn í baráttunni við bandaríska heimsvaldastefnu. 21.5.2007 23:02
Ruslahaugur nefndur í höfuðið á John Cleese Stórleikarinn og „Íslandsvinurin“ John Cleese móðgaði borgarbúa í Palmerston á Nýja Sjálandi svo heiftarlega að ruslahaugur borgarinnar hefur verið nefndur eftir leikaranum. 21.5.2007 22:03
Danskur ráðherra vill nota GPS tækni til þess að fylgjast með öldruðum Danski félagsmálaráðherrann Eva Kjer Hansen hefur lagt fram tillögur þess efnis að eldri borgarar í Danmörku sem þjást af heilabilun eða elliglöpum verði útbúnir búnaði sem gerir umsjónarmönnum kleift að finna þá með GPS tækjum ef þeir týnast. 21.5.2007 21:33
Jimmy Carter segir orð sín mistúlkuð Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjana segir að orð sín hafi verið mistúlkuð en fyrir nokkrum dögum var haft eftir honum í dagblaði í Arkansas að George W. Bush sé versti forseti í sögu landsins. 21.5.2007 21:20
Þekkt seglskip brann í Lundúnum Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. 21.5.2007 19:30