Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2025 16:31 Vök Baths er eitt af fjölmörgum baðlónum sem sprottið hafa upp á landsbyggðinni á undanförnum árum. Jóhann K. Byggingarfulltrúa Múlaþings var heimilt að synja fyrirtækinu Vök Baths ehf., sem rekur samnefnt baðlón, að koma upp baklýstu skilti á horni þjóðvegarins og vegarins sem leiðir að baðlóninu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. Forsaga málsins er sú að sumarið 2023 sótti Vök Baths um um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa Múlaþings vegna skiltis á horni Austurlandsvegar og Hróarstunguvegar, en baðlónið er staðsett við Hróarstunguveg. Síðar um sumarið lá fyrir umsögn frá Vegagerðinni, sem er veghaldari á svæðinu, þar sem fram kom að stofnunin veitti ekki heimild fyrir áformunum. Hið fyrirhugaða skilti væri stórt og upplýst mannvirki sem yrði truflandi fyrir umferð og hefði áhrif á umferðaröryggi vegfarenda. Rúmu ári síðar barst byggingarfulltrúa Múlaþings önnur umsókn frá Vök þar sem fram kom að fyrirtækið hefði lagað umsóknina að athugasemdum Vegagerðarinnar, meðal annars með því að færa skiltið lengra frá gatnamótunum og taka fram að baklýsing væri á skiltinu og því ekki lýsing fram á veg. Í janúar á þessu ári barst Múlaþingi og Vök bréf frá Vegagerðinni þar sem stofnunin segist hafna umsókn fyrirtækisins. Skiltinu væri ætlað að taka athygli vegfarenda frá umferð um gatnamót. Samkvæmt ákvæðum bæði vega- og umferðarlaga væri leyfi Vegagerðarinnar skilyrði fyrir leyfi fyrir uppsetningu skiltis á svæðinu. Á þeim grundvelli synjaði Múlaþing umsókn Vök Baths um uppsetningu skiltisins. Í málinu, sem úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála tók fyrir í ágúst, báru forsvarsmenn Vök Baths fyrir sig að Múlaþing hefði enn ekki tekið sjálfstæða ákvörðun í málinu heldur einungis vísað til ákvörðunar Vegagerðarinnar. Fráleitt væri að sveitarfélagi sé óheimilt að gefa út byggingarleyfi ef umrætt mannvirki snúi að umferð. Þá kom fram í málsástæðum Vök Baths að umsögn Vegagerðarinnar yrði einungis skilin á þann veg að þar væri fjallað um LED skilti, en ekki vandað skilti með upphleyptum stöfum með baklýsingu, sem lýsi aldrei beint í augu vegfarenda. Málsrök Vök Baths héldu ekki vatni fyrir úrskurðarnefndinni. Nefndin vísaði til þess að ákvæði vega- og umferðalaga yrði að skýra svo að þó ljósaskilti sé fyrirhugað lengra í burtu frá vegi en óheimilt er vegna umferðaröryggis, megi veghaldari þrátt fyrir það synja um leyfi á byggingu mannvirkis til þess að tryggja umferðaröryggi. Nefndin mat það svo að leggja yrði til grundvallar umsögn Vegagerðarinnar um að hið umdeilda skilti geti dregið úr umferðaröryggi. Þar af leiðandi hafi byggingarfulltrúa Múlaþings verið rétt að synja umsókn Vök Baths um byggingarleyfi fyrir skiltinu. Úrskurðar- og kærunefndir Múlaþing Skipulag Sundlaugar og baðlón Auglýsinga- og markaðsmál Umferð Stjórnsýsla Umferðaröryggi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. Forsaga málsins er sú að sumarið 2023 sótti Vök Baths um um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa Múlaþings vegna skiltis á horni Austurlandsvegar og Hróarstunguvegar, en baðlónið er staðsett við Hróarstunguveg. Síðar um sumarið lá fyrir umsögn frá Vegagerðinni, sem er veghaldari á svæðinu, þar sem fram kom að stofnunin veitti ekki heimild fyrir áformunum. Hið fyrirhugaða skilti væri stórt og upplýst mannvirki sem yrði truflandi fyrir umferð og hefði áhrif á umferðaröryggi vegfarenda. Rúmu ári síðar barst byggingarfulltrúa Múlaþings önnur umsókn frá Vök þar sem fram kom að fyrirtækið hefði lagað umsóknina að athugasemdum Vegagerðarinnar, meðal annars með því að færa skiltið lengra frá gatnamótunum og taka fram að baklýsing væri á skiltinu og því ekki lýsing fram á veg. Í janúar á þessu ári barst Múlaþingi og Vök bréf frá Vegagerðinni þar sem stofnunin segist hafna umsókn fyrirtækisins. Skiltinu væri ætlað að taka athygli vegfarenda frá umferð um gatnamót. Samkvæmt ákvæðum bæði vega- og umferðarlaga væri leyfi Vegagerðarinnar skilyrði fyrir leyfi fyrir uppsetningu skiltis á svæðinu. Á þeim grundvelli synjaði Múlaþing umsókn Vök Baths um uppsetningu skiltisins. Í málinu, sem úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála tók fyrir í ágúst, báru forsvarsmenn Vök Baths fyrir sig að Múlaþing hefði enn ekki tekið sjálfstæða ákvörðun í málinu heldur einungis vísað til ákvörðunar Vegagerðarinnar. Fráleitt væri að sveitarfélagi sé óheimilt að gefa út byggingarleyfi ef umrætt mannvirki snúi að umferð. Þá kom fram í málsástæðum Vök Baths að umsögn Vegagerðarinnar yrði einungis skilin á þann veg að þar væri fjallað um LED skilti, en ekki vandað skilti með upphleyptum stöfum með baklýsingu, sem lýsi aldrei beint í augu vegfarenda. Málsrök Vök Baths héldu ekki vatni fyrir úrskurðarnefndinni. Nefndin vísaði til þess að ákvæði vega- og umferðalaga yrði að skýra svo að þó ljósaskilti sé fyrirhugað lengra í burtu frá vegi en óheimilt er vegna umferðaröryggis, megi veghaldari þrátt fyrir það synja um leyfi á byggingu mannvirkis til þess að tryggja umferðaröryggi. Nefndin mat það svo að leggja yrði til grundvallar umsögn Vegagerðarinnar um að hið umdeilda skilti geti dregið úr umferðaröryggi. Þar af leiðandi hafi byggingarfulltrúa Múlaþings verið rétt að synja umsókn Vök Baths um byggingarleyfi fyrir skiltinu.
Úrskurðar- og kærunefndir Múlaþing Skipulag Sundlaugar og baðlón Auglýsinga- og markaðsmál Umferð Stjórnsýsla Umferðaröryggi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira