Fleiri fréttir Öldungadeildin tilbúin í innflytjendaslaginn Öldungadeild Bandaríkjaþings byrjar í dag að ræða frumvarp til laga um innflytjendur. Frumvarpið gæti veitt 12 milljón ólöglegum innflytjendum lagaleg réttindi í landinu. Hatrammar deilur hafa staðið um málið í nokkra mánuði og andstæðingar þess láta óspart í sér heyra. 21.5.2007 14:47 17 hvalhræ fyrir framan Brandenborgarhliðið Félagar úr Grænfriðungum lögðu 17 smáhvelis- og höfrungahræ fyrir framan Brandenborgarhliðið í Berlín morgun. Þeir vilja hvetja ríki til að standast aukna pressu á að taka upp hvalveiðar í atvinnuskyni. 21.5.2007 14:47 Putin vill leysa viðskiptadeilu við Pólland Vladimir Putin forseti Rússlands bað ríkisstjórn sína í dag að taka upp viðræður við Evrópusambandið vegna deilu við Pólverja. Frá árinu 2005 settu Rússar innflutningsbann á kjöt frá Póllandi. Síðan hafa Pólverjar staðið í vegi fyrir því að ESB hefji viðræður við Rússa vegna málsins. 21.5.2007 14:11 Lögregla á Bretlandi tekur smáþyrlu í gagnið Lögreglan í Liverpool tekur á næstunni í gagnið nýtt tæki sem nýtast á í baráttuni við glæpamenn og óeirðaseggi. Um er að ræða litla fjarstýrða þyrlu með bæði eftirlitsmyndavél og nætursjónmyndavélum. Þyrlan er aðeins einn metri í þvermál, er hljóðlát og kemst í loftið á aðeins þremur mínútum. 21.5.2007 13:58 Fjórir látast í átökum á Gaza Fjórir meðlimir öfgasinnaðra íslamista voru drepnir í loftskeytaárásum Ísraela á norðurhluta Gasa. Ísraelski herinn segist hafa beint árásunum að Jabalya flóttamannabúðunum. Árásin fylgir í kjölfar hótana Ísraelsmanna um að auka árásir á herskáa íslamista í Gaza, en þeir gáfu ekki frekari viðvörun. 21.5.2007 12:45 Bandaríkjamenn reyndu að ráða al-Sadr af dögum Bandaríkjamenn reyndu að ráð sjíaklerkinn Moqtada al-Sadr af dögum fyrir þremur árum eftir því sem breska dagblaðið Independent hefur eftir þjóðaröryggisráðgjafa Íraks 21.5.2007 12:02 James Webb leysir Hubble af hólmi Speglar James Webb-stjörnusjónaukans eru þrisvar sinnum stærri en Hubble. Hubble-sjónaukinn hefur þjónað mannkyninu vel. Eftir að honum var skotið á sporbaug 1990 hafa myndir hans gert stjarnfræðingum kleift að auka skilning okkar á umheiminum margfalt. 21.5.2007 12:00 Borgarar látast í átökum í Líbanon Að minnsta kosti átta manns létust í átökum sem brutust út í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon. Átökin áttu sér stað á milli hersins og öfgasinnaðra íslamista. Aðilarnir skiptust á skotum við Nahr al-Bared búðirnar í Tripolí þar sem 50 manns létust í átökum í gær. 21.5.2007 11:49 Annan og Clinton í Árósum í kvöld Búist er við að um fjögur þúsund manns hlýði á þá Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem flytja munu fyrirlestur í NRGI-höllinni í Árósum í kvöld. 21.5.2007 11:33 Faðir Madeleine aftur til Bretlands Faðir Madeleine litlu sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins er nú kominn til Bretlands í stutta heimsókn. Gerry McCann mun nota ferðina til að hitta skipuleggjendur sjóðs vegna leitarinnar að stúlkunni. Þá mun hann undirbúa frekari dvöl í Portúgal og sækja myndir og myndbönd af Maddie til nota fyrir herferðina. 21.5.2007 10:29 Segjast hafa þróað ofurbóluefni gegn ofnæmi Svissneskir vísindamenn telja sig vera langt komna með að þróa bóluefni við hvers kyns ofnæmi, exemi og asma. Eftir því sem fram kemur á vef norska blaðsins Verdens Gang eru það vísindamenn hjá lyfjafyrirtækinu Cytos Biotechnology sem hafa þróað þetta ofurbóluefni en það er sagt innihalda erfðaefni svipuðu því sem er að finna í bakteríunni sem veldur berklum. 21.5.2007 10:09 Átta féllu í loftárás á Gaza Að minnsta kosti átta manns létu lífið í loftárás ísraela á heimili eins af stjórnmálaleiðtogum Hamas samtakanna í dag. Fleiri særðust þegar ísraelskur skriðdreki skaut á hús á Gaza ströndinni. Ísraelar segja að árásirnar hafi verið gerðar á staði þaðan sem eldflaugum var skotið á Ísrael. 20.5.2007 20:34 Bush svarar fyrir sig -harkalega George Bush hefur loksins svarað sífellt harkalegri gagnrýni Jimmys Carter fyrrverandi forseta á sig og forsetatíð sína. Carter sem er demókrati hefur meðal annars sagt að Bush sé versti forseti sem Bandaríkin hafi nokkrusinni átt. Carter húðskammaði einnig Tony Blair fyrir stuðning hans við Bush. 20.5.2007 20:01 Gestum gefið færi á að komast nær ísbjörnum Dýrgarðurinn í Pittsburg í Bandaríkjunum hefur hleypt af stokkunum nýrri ísbjarnarsýningu. Sérstakt búr var tekið í notkun fyrir sýninguna sem á að gefa gestum færi á að komast nær ísbjörnum en áður. 20.5.2007 18:44 Kominn til Ástralíu eftir rúm fimm ár í fangabúðunum á Kúbu Eftir rúmlega fimm ára dvöl í fangabúðum Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu fékk Ástralinn David Hicks að snúa aftur til síns heima í dag. Hicks var handsamaður árið 2001 af herliði bandamanna í Afganistan og sakaður um að hafa aðstoðað við hryðjuverk. 20.5.2007 18:26 Felldi lögregluþjón og faldi sig svo í kirkju Lögreglan í bænum Moskvu í Idaho í Bandaríkjunum umkringdi í dag kirkju eftir að byssumaður lokaði sig þar inni. Maðurinn faldi sig í kirkjunni eftir að hafa fellt lögregluþjón. 20.5.2007 18:24 Ein blóðugustu innanlandsátök í áratugi Um fimmtíu manns hafa látist í átökum líbanska hersins og sveita herskárra uppreisnarmanna í Líbanon í dag. Átökin eru ein blóðugustu innanlandsátök í landinu í áratugi. 20.5.2007 18:15 Háar stunur á svölunum Hjón í Middelfart á Fjóni í Danmörku vöknuðu við einhvern undarlegan hávaða síðastliðna nótt. Eftir að hafa hlustað nokkra stund fóru þau framúr til þess að kanna hvaða hljóð þetta væru og hvaðan þau kæmu. Þau gengu á hljóðið og sú ganga leiddi þau að svaladyrunum. Þau kíktu út. 20.5.2007 17:55 Ísraelskir skriðdrekar komnir inn á Gaza Ísraelska ríkisstjórnin ákvað í dag að herða hernaðaraðgerðir á Gaza ströndinni til þess að stöðva eldflaugaárásir Hamas liða á Ísrael. Palestínumenn óttast að þetta þýði að ísraelski herinn ráðist inn á svæðið, með fyrirsjáanlegum afleiðingum. 20.5.2007 16:01 Elskar ennþá górilluna Fimmtíu og sjö ára gömul hollensk kona sem górilla beit í dýragarðinum í Rotterdam í gær, segir að hún elski ennþá górilluna Bokito. Konan segir í viðtali við hollenska dagblaðið Telegraaf að hún fari nær daglega í dýragarðinn ásamt eiginmanni sínum. Þau hafi tekið ástfóstri við Bokito og eigi meira að segja myndir af honum frá því hann var fjögurra mánaða gamall. 20.5.2007 14:31 Forseti í megrunarleiðangur Jalal Talabani forseti Íraks er farinn til Bandaríkjanna í nokkurra vikna megrunarkúr. Forsetinn sem losar sjötugt ætlar að nota tækifærið til þess að hvíla sig. Talabani lagði áherslu á að hann væri ekki haldinn neinum sjúkdómi. Heilsa hans væri góð, en hann væri of feitur. Ef Guð lofaði myndi hann ráða bót á því í ferðinni. 20.5.2007 14:15 Búast við að Brown kalli herlið Breta heim frá Írak Búist er við að Gordon Brown, nýr leiðtogi breska Verkamannaflokksins, kalli herlið Breta heim frá Írak þegar hann tekur við forsætisráðherraembættinu í næsta mánuði. Bandaríkjaforseti hefur verið varaður við því að svo geti farið að hann missi sinn helsta bandamann. 20.5.2007 12:05 Harry fer til Afganistans Harry bretaprins verður sendur til herþjónustu í Afganistans, að sögn breska blaðsins News of The World. Breska herstjórnin tók í síðustu viku þá ákvörðun að senda hann ekki til Íraks, eins og til stóð. Áhættan var talin of mikil þar sem fjölmörg samtök hryðjuverkamanna höfðu lýst því yfir að það yrði forgangsverkefni að ræna honum og myrða. 20.5.2007 11:52 Sex létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í Afganistan Að minnsta kosti sex létu lífið og þrjátíu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í suðurhluta Afganistan í morgun. Talibanar hafa undanfarið aukið á ný árásir sínar í landinu og segjast vera búnir að þjálfa upp hundruð sjálfsmorðssprengjumanna. 20.5.2007 09:57 Forseti Rúmeníu fékk stuðning þjóðarinnar Rúmenar höfnuðu í gær tillögu þingsins um að Traian Basescu, forseti Rúmeníu, færi frá völdum. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um tillöguna í gær en hún gerði ráð fyrir að forsetinn yrði rekinn frá völdum og kærður fyrir valdníðslu. 20.5.2007 09:53 Loftárásir á Gaza Ísraelsher gerði loftárásir á Gazasvæðið í nótt. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hótaði hertari aðgerðum á svæðinu láti Hamsasliðar ekki af eldflaugaárásum sínum. 20.5.2007 09:50 Tugþúsundir mótmæla Chavez Tugþúsundir manna mótmæltu því í dag á götum úti að Hugo Chavez forseti Venesúela ætlar að loka elstu einareknu sjónvarpsstöð landsins. Chavez telur stöðina ekki holla sér og sakar hana um að hafa átt þátt í að reyna að steypa sér af stóli árið 2000. Chavez hefur löngum átt í útistöðum við einkareknar sjónvarpsstöðvar. 19.5.2007 21:03 Carter úthúðar Blair Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gagnrýndi Tony Blair óvægilega í viðtali við BBC útvarpsstöðina í dag. Carter sagði að óbilandi stuðningur Blairs við innrásina í Írak hefði verið harmleikur. Carter var frá upphafi á móti innrásinni og hefur alla tíð talað gegn stríðsrekstrinum í Írak. 19.5.2007 20:39 Hver tekur við af Wolfowitz ? Ólíklegt er að Evrópuríki sem tóku höndum saman um að hrekja Paul Wolfowitz úr starfi bankastjóra Alþjóðabankans leggi í átök við Bandaríkin um hver verður næsti bankastjóri. Hefð er fyrir því að bankastjórinn sé Bandaríkjamaður þar sem Bandaríkin leggja langmest fé til bankans. 19.5.2007 20:25 Mannskæð sprenging í Perú 19.5.2007 20:17 Ráðist á þýska hermenn í Afganistan Þrír þýskir hermenn og sex óbreyttir borgarar féllu í sprengjuárás í Afganistan í dag. Hermennirnir höfðu stigið út úr jeppa sínum og voru að fara inn í verslun þegar sprengjan sprakk. Talibanar hafa lýst tilræðinu á hendur sér. Talibanar eru nú óðum að skríða úr vetrarhíði sínu og segjast hafa þjálfað hundruð 19.5.2007 19:58 Svíar leystir úr prísund Þrem Svíum hefur verið sleppt úr haldi í Eþíópíu. Þeir höfðu verið þar í haldi síðan í janúar. Svíarnir voru meðal tuga manna sem voru handteknir þegar þeir flúðu bardagana í Sómalíu. Sænska ríkisstjórnin hafði krafist þess að mönnunum yrði sleppt, nema stjórnvöld í Eþíópíu tilgreindu lagaleg rök fyrir að halda þeim. 19.5.2007 19:31 Górilla beit konu í dýragarði í Hollandi Flytja þurfti tvo á spítala eftir að górilla gekk berserkgang í dýragarði í Hollandi í gær. Górillan réðst á konu sem stödd var í garðinum, dró hana um svæðið og beit hana. 19.5.2007 18:58 Fullvissaði Íraka um stuðning Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fullvissaði í morgun Íraka um að stuðningur Breta við írösk stjórnvöld verði áfram til staðar þó nýr maður taki forsætisráðherrastólnum í júní. 19.5.2007 18:21 Ísrael verður ekki þurrkað út af landakaortinu -Íran Utanríkisráðherra Írans sagði í dag að ekki sé hægt að þurrka neitt land út af landakortinu. Manouchehr Mottaki sagði að ekki ætti að skilja orð forseta Írans í þá veru sem hótun gagnvart Ísrael. Mottaki lét þessi orð falla á blaðamannafundi í Jórdaníu. 19.5.2007 18:06 Þegar Emma varð reið Það hafa verið sagðar sögur af konum sem hafa farið með skærin í fataskáp eiginmannsins í skilnaðardeilum. Ekki hún Emma Thomason. Hún gerði gott betur. Emma býr í Whitehaven í Bretlandi. Hún var að fara að ganga að eiga Jason Wilson, kærastann sinn til margra ára. Þau eru bæði rúmlega tvítug og voru farin að búa saman. 19.5.2007 16:46 Michael Moore sló í gegn í Cannes Hinum dáða og hataða kvikmyndagerðarmanni Michael Moore var fagnað gríðarlega eftir að kvikmynd hans "Sicko" hafði verið frumsýnd í Cannes í dag. Í þessari nýjustu mynd sinni tekur hann fyrir heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum. Þar finnst honum ýmsu ábótavant. Svo ekki sé meira sagt. 19.5.2007 15:57 Risavaxnar öldur fletja út hús í Indónesíu Risavaxnar öldur hafa eyðilagt hundruð húsa meðfram ströndum Indónesíu í dag. Baðströndum hefur verið lokað fyrir ferðamönnum og fiskimenn halda sig heima. Veðurfræðingar segja að þetta séu hvorki flóðbylgjur vegna jarðskjálfta né árlegra veðurfarsbreytinga. Líklegast sé þetta vegna mikilla vinda á hafi úti. 19.5.2007 14:48 Handteknir fyrir að grýta unglingsstúlku í hel Fjórir menn hafa verið handteknir vegna morðsins á hinni 17 ára gömlu Dú'u Khalil Aswad sem var grýtt í hel í norðurhluta Íraks í byrjun apríl. Ástæðan fyrir morðinu var sú að Dú'a hafði orðið ástfangin af pilti af öðrum trúflokki. Dú'a tilheyrði trúflokknum Yezidi. Þeir tala kúrdisku en líta ekki á sig sem Kúrda. Þegar múgur hóf að leita hennar leitaði hún hælis hjá trúarleiðtoga. Þaðan var hún dregin út á götu. 19.5.2007 14:11 Pönduheimsmet Forsvarsmenn uppeldisstöðvar fyrir pöndur í suðvesturhluta Kína hafa óskað eftir því að fá nokkuð óvenjulegt heimsmet skráð. Panda nokkur sem þar dvelur varð í lok mars sú elsta til eignast afkvæmi. 19.5.2007 12:20 Búist við að fjöldi fylgist með myndbandi af Madeleine Búist er við því að hálfur milljarður áhorfenda muni fylgjast með þegar myndband með bresku telpunni Madeleine McCann verður sýnt í beinni útsendingu á meðan úrslitaleikur ensku bikarkeppninnnar verður leikinn í dag. 19.5.2007 12:15 Blair sér ekki eftir neinu Tony Blair, forsætisráðherra Bretands, sér ekki eftir neinum ákvörðunum sem lúta að Íraksstríðinu. Blair kom í morgun í sína síðustu heimsókn til Íraks sem forsætisráðherra. Sprengju var varpað á breska sendiráðið í Bagdad í morgun, skömmu fyrir komu Blair. 19.5.2007 12:09 Irwing hent út af bókamessu Breski sagnfræðingurinn David Irwing var rekinn út af alþjóðlegri bókamessu í Varsjá, höfuðborg Póllands í dag. Þar ætlaði hann að kynna bækir sínar. Irwing er einkum þekktur fyrir að neita því að helför Gyðinga hafi átt sér stað í síðari heimsstyrjöldinni. Árið 2005 var hann handtekinn fyrir þær sakir í Austurríki og sat eitt ár í fangelsi. 19.5.2007 11:08 Blair í Írak Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun í heimsókn til Íraks. Þetta er í síðasta sinn sem Blair heimsækir landið sem forsætisráherra. Blair ætlar að funda með Jalal Talabani, forseta Íraks, og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins. 19.5.2007 09:52 Veðjað á Afgana Ashraf Ghani verður arftaki Paul Wolfowitz hjá Alþjóðabankanum ef marka má veðbanka í Bretlandi. Reynist þetta raunin, verður Ghani fyrsti forseti bankans sem ekki er bandarískur í 60 ára sögu hans. 18.5.2007 23:48 Sjá næstu 50 fréttir
Öldungadeildin tilbúin í innflytjendaslaginn Öldungadeild Bandaríkjaþings byrjar í dag að ræða frumvarp til laga um innflytjendur. Frumvarpið gæti veitt 12 milljón ólöglegum innflytjendum lagaleg réttindi í landinu. Hatrammar deilur hafa staðið um málið í nokkra mánuði og andstæðingar þess láta óspart í sér heyra. 21.5.2007 14:47
17 hvalhræ fyrir framan Brandenborgarhliðið Félagar úr Grænfriðungum lögðu 17 smáhvelis- og höfrungahræ fyrir framan Brandenborgarhliðið í Berlín morgun. Þeir vilja hvetja ríki til að standast aukna pressu á að taka upp hvalveiðar í atvinnuskyni. 21.5.2007 14:47
Putin vill leysa viðskiptadeilu við Pólland Vladimir Putin forseti Rússlands bað ríkisstjórn sína í dag að taka upp viðræður við Evrópusambandið vegna deilu við Pólverja. Frá árinu 2005 settu Rússar innflutningsbann á kjöt frá Póllandi. Síðan hafa Pólverjar staðið í vegi fyrir því að ESB hefji viðræður við Rússa vegna málsins. 21.5.2007 14:11
Lögregla á Bretlandi tekur smáþyrlu í gagnið Lögreglan í Liverpool tekur á næstunni í gagnið nýtt tæki sem nýtast á í baráttuni við glæpamenn og óeirðaseggi. Um er að ræða litla fjarstýrða þyrlu með bæði eftirlitsmyndavél og nætursjónmyndavélum. Þyrlan er aðeins einn metri í þvermál, er hljóðlát og kemst í loftið á aðeins þremur mínútum. 21.5.2007 13:58
Fjórir látast í átökum á Gaza Fjórir meðlimir öfgasinnaðra íslamista voru drepnir í loftskeytaárásum Ísraela á norðurhluta Gasa. Ísraelski herinn segist hafa beint árásunum að Jabalya flóttamannabúðunum. Árásin fylgir í kjölfar hótana Ísraelsmanna um að auka árásir á herskáa íslamista í Gaza, en þeir gáfu ekki frekari viðvörun. 21.5.2007 12:45
Bandaríkjamenn reyndu að ráða al-Sadr af dögum Bandaríkjamenn reyndu að ráð sjíaklerkinn Moqtada al-Sadr af dögum fyrir þremur árum eftir því sem breska dagblaðið Independent hefur eftir þjóðaröryggisráðgjafa Íraks 21.5.2007 12:02
James Webb leysir Hubble af hólmi Speglar James Webb-stjörnusjónaukans eru þrisvar sinnum stærri en Hubble. Hubble-sjónaukinn hefur þjónað mannkyninu vel. Eftir að honum var skotið á sporbaug 1990 hafa myndir hans gert stjarnfræðingum kleift að auka skilning okkar á umheiminum margfalt. 21.5.2007 12:00
Borgarar látast í átökum í Líbanon Að minnsta kosti átta manns létust í átökum sem brutust út í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon. Átökin áttu sér stað á milli hersins og öfgasinnaðra íslamista. Aðilarnir skiptust á skotum við Nahr al-Bared búðirnar í Tripolí þar sem 50 manns létust í átökum í gær. 21.5.2007 11:49
Annan og Clinton í Árósum í kvöld Búist er við að um fjögur þúsund manns hlýði á þá Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem flytja munu fyrirlestur í NRGI-höllinni í Árósum í kvöld. 21.5.2007 11:33
Faðir Madeleine aftur til Bretlands Faðir Madeleine litlu sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins er nú kominn til Bretlands í stutta heimsókn. Gerry McCann mun nota ferðina til að hitta skipuleggjendur sjóðs vegna leitarinnar að stúlkunni. Þá mun hann undirbúa frekari dvöl í Portúgal og sækja myndir og myndbönd af Maddie til nota fyrir herferðina. 21.5.2007 10:29
Segjast hafa þróað ofurbóluefni gegn ofnæmi Svissneskir vísindamenn telja sig vera langt komna með að þróa bóluefni við hvers kyns ofnæmi, exemi og asma. Eftir því sem fram kemur á vef norska blaðsins Verdens Gang eru það vísindamenn hjá lyfjafyrirtækinu Cytos Biotechnology sem hafa þróað þetta ofurbóluefni en það er sagt innihalda erfðaefni svipuðu því sem er að finna í bakteríunni sem veldur berklum. 21.5.2007 10:09
Átta féllu í loftárás á Gaza Að minnsta kosti átta manns létu lífið í loftárás ísraela á heimili eins af stjórnmálaleiðtogum Hamas samtakanna í dag. Fleiri særðust þegar ísraelskur skriðdreki skaut á hús á Gaza ströndinni. Ísraelar segja að árásirnar hafi verið gerðar á staði þaðan sem eldflaugum var skotið á Ísrael. 20.5.2007 20:34
Bush svarar fyrir sig -harkalega George Bush hefur loksins svarað sífellt harkalegri gagnrýni Jimmys Carter fyrrverandi forseta á sig og forsetatíð sína. Carter sem er demókrati hefur meðal annars sagt að Bush sé versti forseti sem Bandaríkin hafi nokkrusinni átt. Carter húðskammaði einnig Tony Blair fyrir stuðning hans við Bush. 20.5.2007 20:01
Gestum gefið færi á að komast nær ísbjörnum Dýrgarðurinn í Pittsburg í Bandaríkjunum hefur hleypt af stokkunum nýrri ísbjarnarsýningu. Sérstakt búr var tekið í notkun fyrir sýninguna sem á að gefa gestum færi á að komast nær ísbjörnum en áður. 20.5.2007 18:44
Kominn til Ástralíu eftir rúm fimm ár í fangabúðunum á Kúbu Eftir rúmlega fimm ára dvöl í fangabúðum Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu fékk Ástralinn David Hicks að snúa aftur til síns heima í dag. Hicks var handsamaður árið 2001 af herliði bandamanna í Afganistan og sakaður um að hafa aðstoðað við hryðjuverk. 20.5.2007 18:26
Felldi lögregluþjón og faldi sig svo í kirkju Lögreglan í bænum Moskvu í Idaho í Bandaríkjunum umkringdi í dag kirkju eftir að byssumaður lokaði sig þar inni. Maðurinn faldi sig í kirkjunni eftir að hafa fellt lögregluþjón. 20.5.2007 18:24
Ein blóðugustu innanlandsátök í áratugi Um fimmtíu manns hafa látist í átökum líbanska hersins og sveita herskárra uppreisnarmanna í Líbanon í dag. Átökin eru ein blóðugustu innanlandsátök í landinu í áratugi. 20.5.2007 18:15
Háar stunur á svölunum Hjón í Middelfart á Fjóni í Danmörku vöknuðu við einhvern undarlegan hávaða síðastliðna nótt. Eftir að hafa hlustað nokkra stund fóru þau framúr til þess að kanna hvaða hljóð þetta væru og hvaðan þau kæmu. Þau gengu á hljóðið og sú ganga leiddi þau að svaladyrunum. Þau kíktu út. 20.5.2007 17:55
Ísraelskir skriðdrekar komnir inn á Gaza Ísraelska ríkisstjórnin ákvað í dag að herða hernaðaraðgerðir á Gaza ströndinni til þess að stöðva eldflaugaárásir Hamas liða á Ísrael. Palestínumenn óttast að þetta þýði að ísraelski herinn ráðist inn á svæðið, með fyrirsjáanlegum afleiðingum. 20.5.2007 16:01
Elskar ennþá górilluna Fimmtíu og sjö ára gömul hollensk kona sem górilla beit í dýragarðinum í Rotterdam í gær, segir að hún elski ennþá górilluna Bokito. Konan segir í viðtali við hollenska dagblaðið Telegraaf að hún fari nær daglega í dýragarðinn ásamt eiginmanni sínum. Þau hafi tekið ástfóstri við Bokito og eigi meira að segja myndir af honum frá því hann var fjögurra mánaða gamall. 20.5.2007 14:31
Forseti í megrunarleiðangur Jalal Talabani forseti Íraks er farinn til Bandaríkjanna í nokkurra vikna megrunarkúr. Forsetinn sem losar sjötugt ætlar að nota tækifærið til þess að hvíla sig. Talabani lagði áherslu á að hann væri ekki haldinn neinum sjúkdómi. Heilsa hans væri góð, en hann væri of feitur. Ef Guð lofaði myndi hann ráða bót á því í ferðinni. 20.5.2007 14:15
Búast við að Brown kalli herlið Breta heim frá Írak Búist er við að Gordon Brown, nýr leiðtogi breska Verkamannaflokksins, kalli herlið Breta heim frá Írak þegar hann tekur við forsætisráðherraembættinu í næsta mánuði. Bandaríkjaforseti hefur verið varaður við því að svo geti farið að hann missi sinn helsta bandamann. 20.5.2007 12:05
Harry fer til Afganistans Harry bretaprins verður sendur til herþjónustu í Afganistans, að sögn breska blaðsins News of The World. Breska herstjórnin tók í síðustu viku þá ákvörðun að senda hann ekki til Íraks, eins og til stóð. Áhættan var talin of mikil þar sem fjölmörg samtök hryðjuverkamanna höfðu lýst því yfir að það yrði forgangsverkefni að ræna honum og myrða. 20.5.2007 11:52
Sex létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í Afganistan Að minnsta kosti sex létu lífið og þrjátíu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í suðurhluta Afganistan í morgun. Talibanar hafa undanfarið aukið á ný árásir sínar í landinu og segjast vera búnir að þjálfa upp hundruð sjálfsmorðssprengjumanna. 20.5.2007 09:57
Forseti Rúmeníu fékk stuðning þjóðarinnar Rúmenar höfnuðu í gær tillögu þingsins um að Traian Basescu, forseti Rúmeníu, færi frá völdum. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um tillöguna í gær en hún gerði ráð fyrir að forsetinn yrði rekinn frá völdum og kærður fyrir valdníðslu. 20.5.2007 09:53
Loftárásir á Gaza Ísraelsher gerði loftárásir á Gazasvæðið í nótt. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hótaði hertari aðgerðum á svæðinu láti Hamsasliðar ekki af eldflaugaárásum sínum. 20.5.2007 09:50
Tugþúsundir mótmæla Chavez Tugþúsundir manna mótmæltu því í dag á götum úti að Hugo Chavez forseti Venesúela ætlar að loka elstu einareknu sjónvarpsstöð landsins. Chavez telur stöðina ekki holla sér og sakar hana um að hafa átt þátt í að reyna að steypa sér af stóli árið 2000. Chavez hefur löngum átt í útistöðum við einkareknar sjónvarpsstöðvar. 19.5.2007 21:03
Carter úthúðar Blair Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gagnrýndi Tony Blair óvægilega í viðtali við BBC útvarpsstöðina í dag. Carter sagði að óbilandi stuðningur Blairs við innrásina í Írak hefði verið harmleikur. Carter var frá upphafi á móti innrásinni og hefur alla tíð talað gegn stríðsrekstrinum í Írak. 19.5.2007 20:39
Hver tekur við af Wolfowitz ? Ólíklegt er að Evrópuríki sem tóku höndum saman um að hrekja Paul Wolfowitz úr starfi bankastjóra Alþjóðabankans leggi í átök við Bandaríkin um hver verður næsti bankastjóri. Hefð er fyrir því að bankastjórinn sé Bandaríkjamaður þar sem Bandaríkin leggja langmest fé til bankans. 19.5.2007 20:25
Ráðist á þýska hermenn í Afganistan Þrír þýskir hermenn og sex óbreyttir borgarar féllu í sprengjuárás í Afganistan í dag. Hermennirnir höfðu stigið út úr jeppa sínum og voru að fara inn í verslun þegar sprengjan sprakk. Talibanar hafa lýst tilræðinu á hendur sér. Talibanar eru nú óðum að skríða úr vetrarhíði sínu og segjast hafa þjálfað hundruð 19.5.2007 19:58
Svíar leystir úr prísund Þrem Svíum hefur verið sleppt úr haldi í Eþíópíu. Þeir höfðu verið þar í haldi síðan í janúar. Svíarnir voru meðal tuga manna sem voru handteknir þegar þeir flúðu bardagana í Sómalíu. Sænska ríkisstjórnin hafði krafist þess að mönnunum yrði sleppt, nema stjórnvöld í Eþíópíu tilgreindu lagaleg rök fyrir að halda þeim. 19.5.2007 19:31
Górilla beit konu í dýragarði í Hollandi Flytja þurfti tvo á spítala eftir að górilla gekk berserkgang í dýragarði í Hollandi í gær. Górillan réðst á konu sem stödd var í garðinum, dró hana um svæðið og beit hana. 19.5.2007 18:58
Fullvissaði Íraka um stuðning Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fullvissaði í morgun Íraka um að stuðningur Breta við írösk stjórnvöld verði áfram til staðar þó nýr maður taki forsætisráðherrastólnum í júní. 19.5.2007 18:21
Ísrael verður ekki þurrkað út af landakaortinu -Íran Utanríkisráðherra Írans sagði í dag að ekki sé hægt að þurrka neitt land út af landakortinu. Manouchehr Mottaki sagði að ekki ætti að skilja orð forseta Írans í þá veru sem hótun gagnvart Ísrael. Mottaki lét þessi orð falla á blaðamannafundi í Jórdaníu. 19.5.2007 18:06
Þegar Emma varð reið Það hafa verið sagðar sögur af konum sem hafa farið með skærin í fataskáp eiginmannsins í skilnaðardeilum. Ekki hún Emma Thomason. Hún gerði gott betur. Emma býr í Whitehaven í Bretlandi. Hún var að fara að ganga að eiga Jason Wilson, kærastann sinn til margra ára. Þau eru bæði rúmlega tvítug og voru farin að búa saman. 19.5.2007 16:46
Michael Moore sló í gegn í Cannes Hinum dáða og hataða kvikmyndagerðarmanni Michael Moore var fagnað gríðarlega eftir að kvikmynd hans "Sicko" hafði verið frumsýnd í Cannes í dag. Í þessari nýjustu mynd sinni tekur hann fyrir heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum. Þar finnst honum ýmsu ábótavant. Svo ekki sé meira sagt. 19.5.2007 15:57
Risavaxnar öldur fletja út hús í Indónesíu Risavaxnar öldur hafa eyðilagt hundruð húsa meðfram ströndum Indónesíu í dag. Baðströndum hefur verið lokað fyrir ferðamönnum og fiskimenn halda sig heima. Veðurfræðingar segja að þetta séu hvorki flóðbylgjur vegna jarðskjálfta né árlegra veðurfarsbreytinga. Líklegast sé þetta vegna mikilla vinda á hafi úti. 19.5.2007 14:48
Handteknir fyrir að grýta unglingsstúlku í hel Fjórir menn hafa verið handteknir vegna morðsins á hinni 17 ára gömlu Dú'u Khalil Aswad sem var grýtt í hel í norðurhluta Íraks í byrjun apríl. Ástæðan fyrir morðinu var sú að Dú'a hafði orðið ástfangin af pilti af öðrum trúflokki. Dú'a tilheyrði trúflokknum Yezidi. Þeir tala kúrdisku en líta ekki á sig sem Kúrda. Þegar múgur hóf að leita hennar leitaði hún hælis hjá trúarleiðtoga. Þaðan var hún dregin út á götu. 19.5.2007 14:11
Pönduheimsmet Forsvarsmenn uppeldisstöðvar fyrir pöndur í suðvesturhluta Kína hafa óskað eftir því að fá nokkuð óvenjulegt heimsmet skráð. Panda nokkur sem þar dvelur varð í lok mars sú elsta til eignast afkvæmi. 19.5.2007 12:20
Búist við að fjöldi fylgist með myndbandi af Madeleine Búist er við því að hálfur milljarður áhorfenda muni fylgjast með þegar myndband með bresku telpunni Madeleine McCann verður sýnt í beinni útsendingu á meðan úrslitaleikur ensku bikarkeppninnnar verður leikinn í dag. 19.5.2007 12:15
Blair sér ekki eftir neinu Tony Blair, forsætisráðherra Bretands, sér ekki eftir neinum ákvörðunum sem lúta að Íraksstríðinu. Blair kom í morgun í sína síðustu heimsókn til Íraks sem forsætisráðherra. Sprengju var varpað á breska sendiráðið í Bagdad í morgun, skömmu fyrir komu Blair. 19.5.2007 12:09
Irwing hent út af bókamessu Breski sagnfræðingurinn David Irwing var rekinn út af alþjóðlegri bókamessu í Varsjá, höfuðborg Póllands í dag. Þar ætlaði hann að kynna bækir sínar. Irwing er einkum þekktur fyrir að neita því að helför Gyðinga hafi átt sér stað í síðari heimsstyrjöldinni. Árið 2005 var hann handtekinn fyrir þær sakir í Austurríki og sat eitt ár í fangelsi. 19.5.2007 11:08
Blair í Írak Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun í heimsókn til Íraks. Þetta er í síðasta sinn sem Blair heimsækir landið sem forsætisráherra. Blair ætlar að funda með Jalal Talabani, forseta Íraks, og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins. 19.5.2007 09:52
Veðjað á Afgana Ashraf Ghani verður arftaki Paul Wolfowitz hjá Alþjóðabankanum ef marka má veðbanka í Bretlandi. Reynist þetta raunin, verður Ghani fyrsti forseti bankans sem ekki er bandarískur í 60 ára sögu hans. 18.5.2007 23:48