Fleiri fréttir

Lofa þeim gulli sem myrða danska hermenn

Uppreisnarmenn úr röðum talíbana í Afganistan hafa lofað fimm kílóum af gulli hverjum þeim sem myrðir danskan hermann í landinu. Þá er þeim sem myrðir einn af teiknurunum sem gerðu skopteikningarnar af Múhameð spámanni, og birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten, lofað eitt hundrað kílóum af gulli.

Dræm þátttaka í kosningum í Nepal

Að minnsta kosti sex manns hafa látist í átökum tengdum héraðs- og bæjarstjórnarkosningum í Nepal sem fram fóru í dag. Kosningaþátttaka hefur verið dræm og því virðist sem almenningur hafi farið að ráðum stjórnarandstöðunnar og sniðgengið kosningarnar eða tekið hótanir skæruliða maóista um árásir á kjörstaði alvarlega.

Leitað eftir aðstoð vegna þurrka í Kenía

Stjórnvöld í Kenía hafa farið fram á 245 milljónir dollara, jafnvirði tæplega fimmtán milljarða króna, í neyðaraðstoð vegna þurrka í landinu fimmta árið í röð.

Innbrotsþjófur ók burt á lögreglubíl

Lögreglan í bænum Eschwege í Þýskalandi lenti í heldur neyðarlegu máli á dögunum eftir að hún handtók mann fyrir innbrot. Eftir yfirheyrslu var manninum sleppt en hann virtist lítið hafa lært því hann ók burt á lögreglubíl.

Banvænn stofn fuglaflensu greinist í Nígeríu

Banvæns stofns fuglaflensunnar hefur nú í fyrsta sinn orðið vart í Afríku. Í tilkynningu frá Alþjóðasamtökum um dýrasjúkdóma segir að hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar hafi greinst í fiðurfénaði á stóru búi í norðurhluta Nígeríu.

Þóttist vera Íslendingur

Trúlega varð það norsku blaðakonunni Line Fransson til lífs að hún þóttis vera Íslendingur meðal æstra mótmælenda í Íran í fyrrakvöld. Line greinir frá þessu í pistli sínum á vefsíðu norska blaðsins Dagbladet. Fransson er nú stödd í Teherean og fylgist með mótmælum múslima þar vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem Jótlandspósturinn birti fyrir nokkrum mánuðum.

Viðræðum lauk án árangurs

Viðræðum Japana og Norður-Kóreumanna, um að reyna að koma á nýju stjórnmálasambandi, lauk í morgun án árangurs. Japönsk stjórnvöld sögðust í gær ekki ætla að koma aftur á stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu ef ekki finnist lausn á kjarnorkudeilunni við þá og upplýsingar fáist um alla þá japönsku ríkisborgara sem Norður-Kóreumenn rændu fyrir rúmum þrjátíu árum.

Skopmyndasamkeppni um Helförina

Íranskt dagblað ætlar að efna til skopmyndasamkeppni um Helförina. Forsvarsmenn blaðsins segja að með því ætli þeir að láta reyna á hversu mikilvægt Vesturlandabúar telji tjáningarfrelsið vera.

Ísraelar og Palestínumenn aðskildir fyrir fullt og allt

Forsætisráðherra Ísraels ætlar að skilja að Ísraelsmenn og Palestínumenn fyrir fullt og allt eftir kosningar sem fram fara í landinu í mars. Hann segir að það sé eina leiðin til að koma á friði milli þjóðanna tveggja.

12 létust og 20 slösuðust í gassprengingu í herskála í Téténíu

12 hermenn létust og yfir 20 manns slösuðust þegar gassprenging varð í tveggja hæða herskála í Téténíu síðdegis í gær. Sprengingin varð á svæði sérstakra öryggissveita á vegum varnarmálaráðuneytis landsins í um 30 kílómetra fjarlægð frá Grosní, höfuðborg landsins.

Mannfall í mótmælum í Afganistan

Að minnsta kosti 2 Afganar létu lífið og 16 særðust í mótmælaaðgerðum í Zabul-héraði í Suður-Afganistan í morgun. Um það bil 600 múslimar höfðu komið þar saman til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni.

Mannskæð sprengjuárás í Bagdad

Einn féll og tveir særðust þegar bílasprengja sprakk nálægt bílalest menntamálaráðherra Íraks í miðborg Bagdad í morgun. Innanríkisráðuneyti landsins greinir frá þessu. Það var vegfarandi sem lét lífið í sprengjuárásinni og tveir lífverðir ráðherrans særðust.

Íranar ætla ekki fara að reglum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar

Utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, sagði á blaðamannafundi í gær að Íran myndi ekki fara að reglum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Þá verður efitirlitsmönnum stofnunarinnar ekki lengur heimilt að fylgjast með því sem fram fer í kjarnorkuverum landsins.

Norðmenn varaðir við ferðum til sjö landa

Norska utanríkisráðuneytið hefur varað fólk við að ferðast til sjö landa í mið-austurlöndum vegna þeirrar óvildar sem þar ríkir í garð Norðmanna og Dana um þessar mundir. Alls eru um 2800 Norðmenn skráðir í löndum þar sem múslimar eru meirihluti íbúa, þar af eru um 600 Norðmenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá eru einnig fleiri hundruð Norðmenn búsettir í Marokkó, Egyptalandi, Pakistan og Malasíu.

Landamærahugmynd Olmerts er sögð stangast á við alþjóðalög

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels sagði í fyrsta sjónvarpsviðtali sínu í gær að Ísraelsmenn muni halda allri Jerúsalemborg, öllum Jórdanár-dalnum og öllum stærstu landtökubyggðunum. Það verði endanleg landamæri Ísraels.

Tveir létust og yfir þrjátíu slöðuðust í gassprengingu í Grosní

Tveir hermenn létust og yfir þrjátíu slösuðust þegar þegar gassprenging varð í tveggja hæða herskála í Tétsníu síðdegis í gær. Sprengingin varð á svæði sérstakra öryggissveita á vegum varnarmálaráðuneytis landsins í um 30 kílómetra fjarlægð frá Grosní, höfuðborg landsins.

Miklir skógareldar geysa í Kaliforníu

Yfir tvö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem geysa nú í um þrjátíu og fimm kílómetra frá Los Angeles í Kaliforníu að undanförnu. Yfir níu hundruð slökkviliðsmenn berjast nú dag sem nótt við að slökkva eldana sem hefur þó gengið brösulega vegna mikilla þurrka.

Múslimar hvattir til að sýna stillingu

Danska blaðið Jótlandspósturinn greinir frá því á vefsíðu sinni í morgun að Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafi tekið höndum saman með 57 íslömskum ríkjum til að reyna að lægja öldurnar í deilunni um skopmyndirnar af Múhameð spámanni sem Jótlandspósturinn birti fyrir nokkrum mánuðum. Samtökin tvö og ríkin fordæma ofbeldisfull mótmæli múslima og hvetja þá til að sýna stillingu.

Árangurslaus fundur Japana og N-Kóreumanna

Viðræðum milli Japana og Norður-Kóreumanna, sem fram hafa farið í Peking í Kína undanfarna fimm daga til að reyna að koma að nýju á stjórnmálasambandi á milli ríkjanna, lauk í morgun, án nokkurs árangurs að því er virðist.

Ritstjórinn á að segja af sér

Ritstjóra Jótlandspóstsins ber að segja af sér vegna skopmynda sem blaðið birti af Múhameð spámanni fyrir nokkrum mánuðum. Þetta segir Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráaðherra Dana og fyrrum leiðtogi Venstre, í viðtali við danska útvarpið.

Ráðist að sendiráði Noregs í Tehran

Um eitt hundrað manns réðust að sendiráði Noregs í Tehran í Íran í gærkvöld. Rúður voru brotnar og slagorð voru hrópuð gegn Noregi. Íranskir lögreglumenn umkringdu húsið til að koma í veg fyrir að brotist yrði inn í það.

Framkvæmdarstjórn ESB fordæmir ákvörðun Íransstjórnar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur fordæmt ákvörðun Íransstjórnar að hætta viðskiptum við fyrirtæki í Danmörku í mótmælaskyni við birtingu skopteikninga af Múhameð spámanni, sem birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten í septemberlok á síðasta ári.

Of lítið af Omega 3 hefur skaðleg áhrif

Börn sem fá of lítið af Omega þrír fitusýrum í móðurkviði, eru með lægri greindarvísitölu og er hættara við félagslegum vandamálum á grunnskólaaldri. Þetta eru niðurstöður breskrar rannsóknar sem tekið hefur fimmtán ár og náði til fjórtán þúsund barna.

Framtíð NATO í húfi

Aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í hættulegustu héröðum Afganistans á næstunni gætu ráðið úrslitum um framtíð bandalagsins sem hernaðarafls. Stefnt er að því að NATO sjái um öryggisgæslu í þrem fjórðu hlutum landsins fyrir árslok. Starfsemi Íslendinga í landinu verður áfram þar sem ástandið er best.

Öngþveiti á kjörstöðum á Haití

Öngþveiti myndaðist á kjörstöðum á Haítí í dag þegar landsmenn kusu sér nýjan forseta og þing. Einn er sagður hafa dáið þegar hann tróðst undir og fjöldi fólks er slasaður.

Fundu urmul áður óþekktra dýrategunda

Paradísarfugl, trjákengúra og urmull áður óþekktra froskategunda er á meðal þess sem fjölþjóðlegt lið vísindamanna hefur fundið í regnskógum eyjarinnar Papúa Nýju-Gíneu. Enginn virðist áður hafa farið um þessar slóðir því dýrin voru með öllu óhrædd þegar vísindamennirnir nálguðust þau.

Fangarnir ekki fundnir

Ekkert hefur spurst til tuttugu og þriggja fanga sem strkuku úr fangelsi í Jemen á föstudaginn. Óttast er að þeir hyggist fremja hryðjuverk á næstunni.

Öryggisgæslu ábótavant

Rannsókn yfirvalda á Filipseyjum hefur leitt í ljós að öryggisgæslu við íþróttaleikvang í höfuðborginni, Maníla, hafi verið ábótavant þegar 75 létu lífið og rúmlega 500 slösuðust í miklum troðningi í síðustu viku.

Íbúar á Haítí kjósa forseta og þing

Íbúar á Haítí kjósa sér forseta og þing í dag. Þetta eru fyrstu kosningar þar í landi síðan Jean-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseta, var komið frá völdum í blóðugri uppreisn fyrir tveimur árum. Hátt í 10 þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna annast kosningaeftirlit.

Danir krefja Írana um vernd

Danir krefjast þess að írönsk stjórnvöld verji danska sendiráðið í höfuðborginni Teheran og starfsfólk þess með öllum tiltækum ráðum. Mótmælendur hafa tvívegis látið grjóti og eldsprengjum rigna yfir sendiráðið til að láta í ljós óánægju sína með birtingu skopmynda af Múhameð í Jótlandspóstinum.

2 liðsmenn Al Aqsa féllu í flugskeytaárás

Tveir palestínskir liðsmenn Al Aqsa-hersveitanna féllu í flugskeytaárás á bifreið þeirra á norðurhluta Gasa-strandarinnar í gærkvöld. Þrír vegfarendur særðust í árásinni. Annar þeirra sem féll mun hafa verið háttsettur liðsmaður samtakanna.

Reyndu að bjarga manni úr kjafti krókódíls

Íbúar í smá þorpi utan við Harare borg í Simbabwe í Afríku lentu nýverið í einskonar reiptogi við krókodíl og höfðu betur. Það teldist í sjálfu sér vart til tíðinda ef ekki væri fyrir það, að reipið var maður, nánar til tekið einn þorpsbúanna.

Byssumenn réðust á blaðamenn í Mexíkó

Þungvopnaður hópur glæpamenn réðst í gær inn á skrifstofu dagblaðins El Manana í Mexíkó, hleypti af byssum sínum og kastaði handsprengju að blaðamönnum. Einn særðist alvarlega í árásinni.

Mannfall í sprengjuárás í Suður-Afganistan

Að minnsta kosti 13 létu lífið og 14 særðust þegar öflug sprengja sprakk í borginni Kandahar í Suður-Afganistan í morgun. Sprengjan sprakk fyrir utan höfuðstöðvar lögreglu í borginni.

Enginn samkomulagsflötur

Japönsk stjórnvöld ætla ekki að koma aftur á stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu finnist engin lausn á kjarnorkudeilunni við þá og upplýsingar fást ekki um alla þá japönsku ríkisborgara sem Norður-Kóreumenn rændu fyrir rúmum 30 árum.

12 létust í rútuslysi á Ítalíu

Að minnsta kosti 12 létu lífið og 6 slösuðust alvarlega þegar rúta hafnaði utan vegar í Róm á Ítalíu gærkvöldi. Rútan féll ofan í 10 metra djúpt gil. Um það bil 30 manns voru um borð í rútunni, þar á meðal bílstjórinn sem er sagður alvarlega slasaður. Farþegarnir voru allir tyrkneskir ferðamenn úr 350 manna hópi bílasala þaðan sem voru á ferð í Róm í átta rútum.

Múslimar í Bandaríkjunum mótmæla skopmyndum

Leiðtogar múslima í Bandaríkjunum áttu í gær fund með sendiherra Dana þar í landi til að ræða birtingu skopmynda af spámanninum Múhameð. Eftir fundinn sagði formaður samtaka bandarískra múslima að viðræður við sendiherrann hefðu verið á jákvæðum nótum og uppbyggilegar.

Eldsprengjum kastað að sendiráði Dana í Teheran

Eldsprengjum og grjóthnullungum var látið rigna yfir danska sendiráðið í Teheran, höfuðborg Írans, í gærkvöld. Um það bil 400 mótmælendur höfðu safnast saman fyrir utan bygginguna til að láta í ljós óánægju með skopmyndir af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum fyrir nokkrum mánuðum og hafa vakið mikla reiði meðal múslima.

Útgjöld til varnarmála stóraukin

Velferðarkerfið bíður lægri flut fyrir varnarmálum í tillögu George Bush Bandaríkjaforseta að nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007. Samkvæmt því verða útgjöld til varnarmála sextán prósent af öllum útgjöldum bandaríska ríkisins.

Segir réttarhöldin sirkus

Þessi réttarhöld eru sirkus, sagði Zacarias Moussaoui við val á kviðdómi í réttarhöldum yfir honum í Virginíu í dag. Hann er eini maðurinn sem hefur verið ákærður í Bandaríkjunum vegna hryðjuverkanna ellefta september.

Vilja eftirlitsmenn burt

Íranar hafa krafist þess að alþjóða kjarnorkumálastofnunin láti af öllu eftirliti í landinu innan tveggja vikna. Þetta staðfesti talsmaður stofnunarinnar í kvöld. Kjarnorkuþróun Írans var vísað fyrir öryggisráðið um helgina og viðbrögð Írana við þeirri ákvörðun eru í takt við það yfirlýsingar þarlendra stjórnvalda undanfarnar vikur.

Sjá næstu 50 fréttir