Erlent

Miklir skógareldar í Ástralíu

Fjölmörg heimili og byggingar hafa eyðilagst í skógareldum í Ástralíu undanfarna daga. Tveir hafa látist en lögreglan rannsakar hvort dauðsföllin megi rekja til skógareldanna eða vegna annarra orsaka en fólkið fannst látið í bíl. Slökkviliðsmenn hafa vart undan að berjast við eldana sem loga í Viktoríu fylki, Suður -Ástralíu fylki, Tasmaníu og Vestur-Ástralíu fylki. Gróðureyðilegging af völdum skógareldanna er nú þegar talsverð en í Viktoríufylki einu er talið að gróður á um 100 þúsund hektara svæði hafi þegar að hluta til brunnið eða muni brenna vegna þeirra elda sem loga þar enn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×