Erlent

Vilja brotthvarf frá Vesturbakkanum

Palestínskur karlmaður á gangi innan um ísraelska lögreglumenn í Austur-Jerúsalem.
Palestínskur karlmaður á gangi innan um ísraelska lögreglumenn í Austur-Jerúsalem. MYND/AP

Meirihluti Ísraela er fylgjandi því að Ísraelar hverfi einhliða frá því landssvæði á Vesturbakkanum sem þeir hernámu í Sex daga stríðinu árið 1967. 51 prósent aðspurðra segjast fylgjandi þessu í nýrri skoðanakönnun fyrir ísraelska dagblaðið Maariv.

Ísraelar hurfu frá Gazaströndinni á síðasta ári með landnemabyggðir sínar og hersveitir en engar ákvarðanir hafa verið teknar um brotthvarf frá Vesturbakkanum. Þess í stað hefur uppbyggingu byggða landtökumanna verið haldið áfram.

Að því er fram kemur í frétt blaðsins er ástæðan fyrir afstöðu meirihluta Ísraela, sem vilja brotthvarf frá Vesturbakkanum, sú að þeir hafa ekki trú á að hægt sé að semja um frið við leiðtoga Palestínumanna.

Þá sýna niðurstöður könnunar JIIS, ísraelskrar sjálfseignarstofnunar, að rúmlega 60 prósent Ísraela eru fylgjandi því að gefa eftir hluta Jerúsalem ef það má verða til þess að friður kemst á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×