Erlent

Sýrlendingar styðja Írana

Bashar Assad, leiðtogi Sýrlendina lýsti yfir stuðningi við kjarnorkutilraunir Írana eftir fund sem hann átti með forsætisráðherra Írana, Mahmoud Ahmadinejad, í gær.

Bashar Assad sagði Vesturlandabúa ekki hafa rökstudd nægilega hvers vegna þeir eru andvígir tilraunum Írana. Hann gagnrýndi einnig að sömu menn og eru á móti kjarnorkutilraunum Írana aðhafast ekkert vegna Ísraelsmanna sem taldir eru eiga kjarnorkuvopn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×