Erlent

Palestínumenn ráði nokkrum hverfum Jerúsalem

Amir Peretz flytur ræðu á fundi Verkamannaflokksins ísraelska.
Amir Peretz flytur ræðu á fundi Verkamannaflokksins ísraelska. MYND/AP

Amir Peretz, leiðtogi ísraelska Verkamannaflokksins, segir að til greina komi að Palestínumenn fái yfirráð yfir þeim hverfum Jerúsalem þar sem þeir eru í meirihluta.

Þetta kemur fram í kosningastefnuskrá flokksins sem kynnt verður á morgun en aldrei fyrr hefur leiðtogi eins af stóru flokkunum í Ísrael ljáð máls á slíku. Nýjustu skoðanakannanir benda til að Verkamannaflokkurinn fái 21 þingsæti í kosningunum 28. mars, Likud-bandalagið aðeins tólf en Kadima-flokkurinn, undir stjórn Ehud Olmert, 43 þingsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×