Erlent

Sjóræningjar handsamaðir undan ströndum Sómalíu

Bandaríska herskipið USS Winston S. Churchill, fjær, eltir meint sjóræningjaskip á Indlandshafi á laugardag.
Bandaríska herskipið USS Winston S. Churchill, fjær, eltir meint sjóræningjaskip á Indlandshafi á laugardag. MYND/AP

Bandaríski sjóherinn handtók hóp meintra sjóræningja á skipi á Vestur-Indlandshafi í gær. Talið er að þeir hafi rænt ýmsum verðmætum af nokkrum flutningaskipum á hafsvæðinu undan ströndum Sómalíu undanfarna daga. Skipið sem sjóræningjarnir voru um borð í þegar þeir voru handsamaðir er eitt skipanna sem þeir tóku í sína þjónustu. Tuttugu og sex voru um borð, sextán Indverjar og tíu Sómalir, en talið er að hluti hópsins sé áhafnarmeðlimir skipsins. Vonast er til að yfirheyrslur muni leiða í ljós hverjir það séu, og þá hverjir tilheyri ræningjahópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×