Erlent

Innanríkisráðherra Írak hefur rannsókn á leynilegu fangelsi sem fannst um helgina

Innanríkisráðherra landsins greindi frá því í gær, að hann myndi láta kanna hvort staðhæfingar þess efnis væru sannar, að ráðuneytið hefði látið pynta fanga vegna hugsanlegra tengsla þeirra við uppreisnarmenn í landinu. Fangarnir eru sagðir vera úr röðum súnní-araba, sem höfðu flest völd í valdatíð Saddams Husseins. Ráðherrann sagði rannsókn hafna á tildrögum málsins og hafa mannréttindasamtökin Amnestry International fagnað ákvörðun ráðherrans. Þá hvöttu þau hann til að gera niðurstöðurnar opinberar en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin. Alls fundust 160 íraskir fangar í leynilegu fangelsi innanríkisráðuneytisins í Bagdad um helgina en þeir höfðu verið pyntaðir og voru allir mjög vannærðir. Það voru bandarískir hermenn sem fundu fangana eftir að þeir brutust inn í byggingu á vegum ráðuneytisins í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×