Erlent

Kínversk stjórnvöld kosta bólusetningu fugla gegn fuglaflensu

Yfir 14 miljarðar fugla, verða bólusettir gegn fuglaflensu í Kína á næstu vikum. Í tilkynningu frá yfirvöldum þar í landi segir að nauðsynlegt sé að gera allt til að hefta útbreiðslu fuglaflensunnar og mun ríkisstjórnin standa straum af öllum kostnaði við bólusetninguna. Veikinnar hefur orðið vart í fuglum í öllum landshlutum Kína þó ekki hafi verið um að ræða H5N1 afbrigði veirunnar. Yfir eitt hundarð milljónir skammta bóluefna eru nú framleidir í Kína en ólíklegt er talið að það sé nóg, brjótist faraldur út. Yfir sextíu manns hafa látist af völdum veirunnar í Asíu og segja yfirvöld þá tölu margfaldast ef ekkert verður að gert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×