Erlent

Fjármálaráðherra ásakaður um spillingu

MYND/Netið

Fjármálaráðherra Brasilíu, Antonio Palocci, verður yfirheyrður í dag af öldungadeild þingsins vegna gruns um spillingu. Palocci, sem er ásakaður um mútuþægni þegar hann var borgarstjóri í Ribeirao Preto, neitar allri sök. Framtíð hans í starfi er óviss sem stendur og veldur það miklum óróa í fjármálaheiminum í Brasilíu. Antonio Palocci er náinn samstarfsmaður forsetans, Luiz Inacio Lula da Silva, en verkamannaflokkur hans hefur einnig setið undir ásökunum um spillingu undanfarna mánuði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×