Erlent

Rice þrýstir á Norður-Kóreu um að hverfa frá kjarnorkuvopnaáætlun sinni

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleeza Rice, segir Norður-Kóreumenn verða að hverfa frá kjarnorkuvopnaáætlun sinni og það strax. Lýsti Rice vonbrigðum sínum með afstöðu norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu lotu sex ríkja viðræðna sem lauk í Peking á föstudaginn án þess þó að árangur næðist. Þá lýsti Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vonbrigðum sínum yfir Norður Kóreumönnum, sem hefðu á engan hátt sýnt að þeir ætluðu að hverfa frá áætlunum sínum um að framleiða kjarnavopn eins og þeir hefðu gefið til kynna að þeir ætluðu að gera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×