Erlent

Nýr seðlabankastjóri í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, hefur verið tilnefndur af bankaráði Seðlabanka Bandaríkjanna, sem næsti seðlabankastjóri landsins en Bernanke hefur verið helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum. Alan Greenspan, sem er orðinn 79 ára, hefur gegnt starfinu undanfarin 18 ár og lætur af störfum í lok janúar á næsta ári. Miklar væntingar eru gerðar til Bernanke og hlaut hann 19 atkvæði af 20 í bankaráðinu sem er skipað öldungadeildarþingmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×