Erlent

Ísraelsher skaut palestínskan uppreisnarmann

MYND/AP

Ísraelskir hermenn skutu palestínskan uppreisnarmann til bana nærri bænum Jenín á Vesturbakkanum í dag í áhlaupi Ísraelshers. Bráðaliðar og vitni segja uppreisnarmanninn hafa tilheyrt al-Aqsa herdeildunum, vopnuðum væng Fatah-hreyfingarinnar, og að hann hafi fallið í byssubardaga við hersveitirnar.

Þá var eldflaug skotið frá Gasaströndinni á byggð í suðurhluta Ísraels með þeim afleiðingum að rafmagn fór af byggðinni. Engar fregnir bárust af mannfalli eða slysum á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×