Fleiri fréttir

Blunkett segir af sér í annað sinn

David Blunkett, ráðherra atvinnu- og eftirlaunamála í bresku ríkisstjórninni, sagði af sér í morgun. Blunkett hefur sætt ámæli fyrir að brjóta gegn siðareglum ráðherra með því að taka að sér launuð störf eftir að hann sagði af sér embætti innanríkisráðherra á síðasta ári.

Telur N-Kóreu ætla að halda áfram kjarnorkuframleiðslu

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ekkert benda til þess að Norður-Kórea hyggist draga til baka áætlanir sínar um að hætta að framleiða kjarnorkuvopn. Yfirvöld í landinu hafa áður lofað að hætta framleiðslunni.

Karl Bretaprins ræddi við Kofi Annan

Karl bretaprins og eiginkona hans, Camilla Parker Bowles, eru komin til New York en þau eru í vikulangri opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Karl hitti meðal annars Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og ræddu þeir ýmis vandamál sem steðja að heiminum.

Ísraelskur hemaður féll á Gaza

Ísraelskur hermaður féll í skotbardaga við Palestínumenn á Gaza-ströndinni í morgun, að sögn talsmanns Ísraelshers. Þetta er fyrsta mannfallið í þeirra röðum síðan Ísraelsmenn yfirgáfu landnemabyggðirnar á Gaza snemma í haust.

430 milljarðar til að verjast fuglaflensunni

George Bush Bandaríkjaforseti hefur farið fram á við bandaríska þingið að það veiti sjö milljarða dollara fjárveitingu, eða tæplega 430 milljarða króna, til að berjast gegn fuglaflensunni sem hefur orðið 61 manni að bana í heiminum.

Varað við eiturslöngum á Amager

Lögregla í Taarnby í Danmörku varar fólk við eiturslöngum sem sleppt hefur verið í skógi á Amager, ekki ýkja langt frá nokkrum barnaheimilum. Fyrir um tveimur vikum fann maður dauða slöngu í skóginum sem reyndist vera af baneitraðrir tegund og í fyrradag fannst önnur slík lifandi og var hún aflífuð.

Sænsk herþyrla hrapaði

Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar herþyrla af gerðinni Super Puma hrapaði í sjóinn undan Blekinge í Svíþjóð í gærkvöld. Átta manns voru í þyrlunni. Björgunaræfing á vegum sænska hersins stóð yfir þegar óhappið varð.

Mýsnar syngja ástarsöngva

Taugasérfræðingar við háskóla í Missouri hafa komist að því að karlkyns mýs syngja undurfagra söngva fyrir þær kvenkyns mýslur sem þeir hafa fellt hug til. Söngvarnir eru hins vegar á svo hárri tíðni að mannseyrað greinir þá ekki.

Fimmtán fangaflugvélar taldar hafa lent í Keflavík

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur ítrekað flutt fanga um lofthelgi Norðurlandanna, þar með talið Íslands, til annarra landa þar sem pyntingar eru sagðar viðgangast. Stjórnvöld í Danmörku virðast hafa grunað að ekki væri allt með felldu og fóru fram á að flutningarnir færu ekki um danska lofthelgi.

Heimsókn SÞ-fulltrúa aflýst

Sameinuðu þjóðirnar hafa afþakkað boð Bandaríkjamanna um að þau heimsæktu Guantanamo-fangabúðirnar á Kúbu. Þetta stafar af því að fulltrúar samtakanna áttu ekki að fá að ræða einslega við fangana meðan á heimsókninni stæði.

Hefði ekki getað orðið á verri tíma

Ramadan, föstumánuður múslíma var nýhafinn þegar jarðskjálftinn stóri reið yfir fjallahéruð Pakistans. Örþreyttir hjálparstarfsmenn vinna því á fastandi maga frá morgni til kvölds. Skjálftinn hefði því varla getað riðið yfir á verri tíma, að sögn íslensks sendifulltrúa Rauða krossins sem þar er að störfum.

Nýjar leiðir til að sporna við útrýmingu

Namibíumenn fara nú ótroðnar slóðir til að vernda smáan stofn blettatígra í landinu. Með því að þjálfa upp tyrkneska fjárhunda, sem vakta húsdýrahjarðir, halda þeir blettatígrunum frá þeim.

Enn logar allt í óeirðum í París

Allt hefur logað í óeirðum dögum saman í einu úthverfa Parísar, Clichy-Sous-Bois, eftir að tveir ungir drengir létust eftir að hafa fengið raflost þar sem þeir földu sig fyrir lögreglunni í lítilli rafstöð.

Munkafundur í Bangkok

Á fjórða þúsund búddamunkar funda nú í Bangkok, höfuðborg Tælands. Þátttakendur eru frá tuttugu og þremur löndum og er dagskráin byggð á sameiginlegu bænahaldi og umræðum um búddisma.

Lögregla handtekur sjöunda manninn í Danmörku

Lögreglan í Glostrup í Danmörku hefur handtekið sjöunda manninn í tengslum við meintan undirbúning á hryðjuverkjum einhvers staðar í Evrópu. Frá þessu er greint á heimasíðu danska ríkisútvarpsins.

400 milljarðar vegna fuglaflensu

George Bush Bandaríkjaforseti bað í dag Bandaríkjaþing um ríflega fjögur hundruð milljarða króna aukafjárveitingu til að búa landið undir fuglaflensufaraldur. Stærstur hluti peninganna á að fara í þróun nýs bóluefnis, en auk þess er gert ráð fyrir að um hundrað milljarða kosti að birgja þjóðina upp af þeim lyfjum sem þegar eru til.

Lögregla hætt að tjá sig um mál sexmenninga

Lögreglan í Glostrup í Danmörku er hætt að tjá sig um mál sexmenninganna sem handteknir voru í síðustu viku, grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás í einhvers staðar í Evrópu. Eftir því sem fram kemur á vef Politiken er það vegna þess að einn af vinum hinna grunuðu hefur látlaust reynt að ná sambandi við þá.

500 föngum sleppt

Fimm hundruð föngum var í dag sleppt úr Abu Ghraib fangelsinu í Írak, í tilefni þess að föstumánuðinum Ramadan er að ljúka.

Hermaður grunaður um morð á yfirmönnum sínum

Rannsóknarmaður bandaríska hersins hefur lagt til að hermaður úr þjóðvarðliði Bandaríkjanna verði ákærður fyrir morð á tveimur yfirmönnum sínum í Írak í júní á þessu ári.

Ótti við fuglaflensuna vestan hafs en ekki austan

Bandaríkjastjórn segir fuglaflensuna eina mestu ógn við líf og heilsu mannkynsins og vinnur nú að því að koma í veg fyrir faraldur í landinu. Heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsins segja hættuna á faraldri hins vegar afar litla.

Hrósaði Berlusconi fyrir stuðning við Bandaríkjamenn

George Bush, forseti Bandaríkjanna, hrósaði ítalska forsætisráðherranum, Silvio Berlusconi, fyrir dyggan stuðning við Bandaríkjastjórn í baráttunni við hryðjuverkamenn á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Ekkert var rætt um áætlanir Ítala um að draga herlið sitt til baka en blaðamenn fengu ekki að spyrja spurninga.

SÞ fara ekki til Guantanamo

Sameinuðu þjóðirnar hafa afþakkað boð Bandaríkjamanna um að heimsækja Guantanamo-fangelsið á Kúbu. Þetta stafar af því að fulltrúar samtakanna áttu ekki að fá að ræða einslega við fangana meðan á heimsókninni stæði.

Pútín sækist ekki eftir endurkjöri

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla að bjóða sig fram til forseta aftur en kosningar fara fram í landinu árið 2008. Hann hét því hins vegar að hann muni sjá til þess að óstöðugleiki muni ekki ríkja í landinu í kjölfar kosninga.

Krefst þátttöku Sýrlandsstjórnar í morðrannsókninni

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur krafist fullrar þátttöku Sýrlandsstjórnar í rannsókninni á morði fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, Rafik Hariri. Í ályktun ráðsins um mál Sýrlands er þó ekkert minnst á refsiaðgerðir neiti Sýrlendingar að vera samvinnuþýðir.

20 hið minnsta féllu í Basra

Að minnsta kosti 20 manns féllu og yfir 40 særðust þegar bílsprengja sprakk á vinsælli verslunargötu í Basra, næststærstu borg Íraks, í gærkvöld. Margt fólk var á götum úti til að fagna Ramadan-hátíðinni sem senn fer að ljúka.

Sýrlendingar sýni samvinnu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einum rómi í gær að skora á Sýrlendinga að aðstoða rannsóknarnefnd þeirra við að upplýsa morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Ályktunin sem öryggisráðið samþykkti í gær var reyndar nokkuð breytt frá þeirri sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu fyrst fram en þar var Sýrlendingum hótað efnahagsþvingunum sýndu þeir ekki samstarfsvilja.

Ásakanir um gróft svindl

Upplausn einkenndi þing- og forsetakosningar á eynni Zanzibar, sem er sjálfstjórnarhérað í Tansaníu, á sunnudaginn. Seif Shariff Hamad, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, segir að allt að 80.000 manns stjórnarandstæðingum, eða tæpum sjöttungi kjósenda, hafi verið meinað að kjósa.

Bush útnefnir Alito hæstaréttardómara

George W. Bush hefur tilnefnt Samuel Alito hæstaréttardómara í stað Söndru Day O'Connor. Öldungadeildin verður að staðfesta útnefninguna en búist er við hörðum mótbárum demókrata þar sem Alito er talinn íhaldssamur í meira lagi.

Sjá næstu 50 fréttir