Erlent

Skotið á lögreglumenn í París

Slökkviliðsmenn berjast við eld í vöruhúsi í Le Bourget hverfi Parísar í nótt.
Slökkviliðsmenn berjast við eld í vöruhúsi í Le Bourget hverfi Parísar í nótt. MYND/AP

Skotið var á lögreglumenn í úthverfum Parísar í gærkvöld en enginn særðist í átökunum. Óeirðir geisuðu í borginni, áttundu nóttina í röð, og var kveikt í yfir 50 bílum. Þá var ráðist á skóla og strætisvagna í alls níu úthverfum borgarinnar. Yfir eitt þúsund lögreglumenn og slökkviliðsmenn eru nú við störf dag sem nótt og voru um 20 manns handteknir í gærkvöld. Í vikunni hafa því um 140 verið handteknir vegna óeirðanna en innflytjendur eru gríðarlega óánægðir með afskiptaleysi stjórnvalda og hvernig ríkisstjórnin hefur hunsað þá fátækt sem ríkir á meðal þeirra. Jacques Chirac, forseti landsins hefur þó sagt, óeirðirnar verði ekki lengur liðnar og að nú verði tekið á málinu af hörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×