Erlent

Mætti drukkinn í bílpróf

Þrjátíu og sex ára Dani drakk í sig kjarkinn og ákvað að fara aftur í bílpróf, en það hafði hann misst fyrir margt löngu vegna ölvunaraksturs. Heldur var hann djarfur til flöskunnar því ölvunin kom fram í aksturslagi hans. Þegar prófdómarinn áttaði sig á hvers kyns var, greip maðurinn til tveggja jafn fljótra og ætlaði að stinga af, en vegna ölvunar voru þeir ekki jafn fljótir og venjulega. Það var því létt verk fyrir prófdómarann að hlaupa hann uppi og koma honum í hendur lögreglunnar. Daninn situr nú eftir með sárt ennið, próflaus, mörg þúsund krónum fátækari vegna sekta og má ekki reyna við bílprófið aftur fyrr en eftir nokkur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×