Erlent

12 þúsund hafa yfirgefið heimili sín

Yfir tólf þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Hondúras vegna úrhellisrigninga að undanförnu. Ár flæða yfir bakka sína og er vatnið byrjað að eyðileggja vegi sem liggja milli fimmtíu þorpa og kaupstaða þar sem land stendur lægst við strandir. Björgunarsveitarmenn og hermenn hjálpa nú að flytja fólk á brott og koma matvælum og öðrum nauðsynjum til þeirra sem hafa einangrast. Yfir ellefu þúsund manns eru enn heimilislaus eftir fellibylinn Betu sem olli miklum skemmdum. Viku áður var fellibylurinn Wilma á ferð á þessum slóðum og olli sömuleiðis mikilli eyðileggu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×