Erlent

Zimbabwe: Skila ekki jörðunum

Yfirvöld í Zimbabwe segja ekki koma til greina að afhenda hvítum bændum jarðir þeirra sem ríkisstjórn forseta landsins, Robert Mugabe, hefur tekið af þeim. Forstjóri eins stærsta banka Zimbabwe hefur undanfarið hvatt til þess að þetta verði gert því landbúnaður landsins, og þar með efnahagurinn, er í miklum lamasessi. Á síðastliðnum fimm árum hafa bújarðir um 4000 hvítra bænda verið teknar traustataki og blökkumenn með litla reynslu á sviði landbúnaðar sest þar að. Ríkisstjórn Mugabes segir þessar aðgerðir nauðsynlegar til að jafna út eignarhald bújarða á milli svartra og hvítra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×