Erlent

Vinna í kjarnorkuverum hefst á ný

MYND/AP
Írönsk stjórnvöld segja vinnslu í kjarnorkuverum hefjast á ný á morgun komi ekki nýjar tillögur frá Evrópusambandinu í millitíðinni. Fulltrúar sambandsins hafa átt í samningaviðræðum við Írana um að þeir hætti auðgun úrans, endurvinnslu geislavirks eldsneytis og því um líks, gegn því að þeim verði umbunað efnahagslega og pólitískt. Nákvæmar tillögur hafa hins vegar ekki verið kynntar enn sem komið er og bíða Íranar fregna. Leiðtogar Evrópusambandsins segjast munu styðja tillögur Bandaríkjamanna um að klaga Írana til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hefji þeir kjarnorkuvinnslu á ný, en segjast ætla að kynna Írönum tillögur sínar eftir viku. Bæði innan Evrópusambandsins og Bandaríkjastjórnar er talið næsta víst að kjarnorkuáætlun Írana sé í raun aðeins yfirvarp og þeir vinni að þróun kjarnorkuvopna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×