Fleiri fréttir

2 létust í sprengingu í Danmörku

Karlmaður og barn týndu lífi og fjórir slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar kraftmikil sprenging varð í húsi í Óðinsvéum í morgun. Sprengingin var svo mikil að þakið lyftist af og þaksteinar flugu í allar áttir.

Brotthvarfinu hugsanlega flýtt

Hugsanlegt er að brotthvarfi Ísraelsmanna frá hernumdum svæðum Palestínumanna frá Gaza-ströndinni verði flýtt. Þetta segir Ehud Olmert, varaforsætisráðherra Ísraels.

Rice öskuill út í Súdana

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er öskuill og krefst þess að stjórnvöld í Súdan biðjist afsökunar. Ástæðan er sú að súdanskir embættismenn tóku harkalega á bandarískum blaðamönnum og embættismönnum á fundi í Khartoum í gær.

Lestarstöðvar í Lundúnum rýmdar

Neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum var rýmd rétt í þessu og má sjá reyk leggja frá lest, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í borginni. SKY greinir nú frá því að röð atvika hafi átt sér stað í borginni á síðustu mínútum en ekki er ljóst hvað gerðist. 

Sprenging í bakpoka

Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar. Sjónarvottur greinir frá því að sprenging hafi orðið í bakpoka hjá manni í einum neðanjarðarlestarvagninum en hún er sögð hafa orðið minniháttar.

Engar fréttir af mannskaða

Naglasprengja er sögð hafa sprungið á Warren Street lestarstöðinni í London. Þá greinir Sky frá því að sprenging hafa orðið í stætisvagni í Hackney og að skothríð hafi heyrst. Engar fréttir hafa borist af látnum eða slösuðum.

Tilraun til sjálfsmorðsárása?

Naglasprengja var sprengd við eða í neðanjarðarlest við Warren Street lestarstöðina í London, samkvæmt óstaðfestum fregnum. Nú hafa borist fregnir af einhvers konar atvikum í almenningssamgöngum í borginni og segja fréttamenn Sky-fréttastöðvarinnar að ýmislegt bendi til þess að reynt hafi verið að gera fjórar sjálfsmorðsárásir. Ferðir þriggja leiða neðanjarðarlesta hafa verið stöðvaðar.

Einn staðfestur slasaður

Enn hefur aðeins verið staðfest að einn sé slasaður eftir „atvikin“, eins og það hefur verið nefnt, í London. Sá var staddur á Warren Street lestarstöðinni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin kunna að vera.

Blair ávarpar bresku þjóðina

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa bresku þjóðina klukkan fimmtán mínútur yfir tvö að íslenskum tíma vegna atburðanna í London í dag, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Staðfest hefur verið að fjórar sprengjuárásir, eða tilraun til árása, hafi verið gerðar víðs vegar um borgina um hádegisbilið, nokkru minni en þær gerðar voru fyrir tveimur vikum.

Vísbendingar um hermikrákuárásir

Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð.

2600 íbúðarhús eyðilögð í Kína

Hvirfilbylurinn Haitang hefur eyðilagt 2600 íbúðarhús í austurhluta Kína undanfarna daga. Meira en 300 þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum á svæðinu og gefnar hafa verið út viðvaranir um aurskriður og flóð í dag og á morgun.

Miklar tafir á lestarkerfinu

Lilja Valdimarsdóttir millilenti í London í morgun og náði fréttastofan tali af henni þar sem hún var stödd við Paddington-stöðina. Hún segir miklar tafir hafa verið á lestarkerfinu vegna lokunar á nokkrum leiðum. Hryðjuverkaárasir voru gerðar á þrjár lestir og strætisvagn í London í dag, hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni.

Aðeins til að hræða

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi sem hann hélt í dag að árásirnar hefðu verið gerðar til að hræða fólk. Hann sagði mikilvægt að Lundúnarbúar héldu ró sinni.

Grunur um sjálfsmorð

Karlmaður á fertugsaldri og barnungur sonur hans létu lífið þegar sprengja sprakk í íbúðarhúsi í Óðinsvéum í morgun. Kona mannsins er einnig lífshættulega slösuð en lögregla telur að faðirinn hafi framið sjálfsmorð með þessum skelfilega hætti.

Feðgar létust í sprengingu

Tveir eru látnir eftir að sprengja sprakk í húsi í Óðinsvéum í Danmörku. Svo virðist sem maður hafi stytt sér aldur og banað syni sínum um leið.

Krabbameinslyf gefur góðar vonir

Vonir lækna um að lyfið Herceptin vinni vel á brjóstakrabbameini á fyrstu stigum sjúkdómsins eru svo miklar að heilbrigðisráðherra Breta vill að veitingu leyfis til notkunar þess verði hraðað.

Brottflutningi flýtt

Mótmæli gyðinga við brottflutning landnema frá Gaza-ströndinni virðast ætla að hafa þveröfug áhrif en ætlað var því í gær lét aðstoðarforsætisráðherra Ísraels þá skoðun sína í ljós að hraða bæri brottflutningnum þeirra vegna.

Enn er diplómötum rænt

Tveimur alsírskum sendiráðstarfsmönnum í Írak var rænt í Bagdad í gær. Í það minnsta 15 manns létust í árásum gærdagsins.

Kemst ekki í íbúðina sína

"Ég er eiginlega stressaðri núna heldur en fyrir tveimur vikum því þá vissi ég ekkert hvað var að gerast. Nú fór ég hins vegar strax að hugsa um um 7. júlí," segir Ragnhildur Bjarnadóttir, íbúi í Lundúnum.

Grafin lifandi

Eldri hjón sem fundust látin í grunnri gröf á laugardaginn virðast hafa verið grafin lifandi. Lögregla í Flórída staðfesti þetta í gær.

Árásirnar eiga að skelfa fólk

Tony Blair sagðist eftir sprengingarnar í gær vonast til að lífið í Lundúnum kæmist fljótlega í samt lag á ný. Lögregla handtók mann í námunda við Downing-stræti 10, rétt fyrir blaðamannafund Blair.

Ekkert mannfall í árásunum

Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk.

Pakistanar stöðvi öfgamenn

Pervez Musharraf, hershöfðingi og forseti Pakistans, skoraði á landa sína í gær að setja trúarofstopamönnum í landinu stólinn fyrir dyrnar. Ennfremur sögðu talsmenn Pakistanstjórnar í gær að leit stæði yfir að aðstoðarmanni herskás múslimaklerks sem bjó í Bretlandi, í tengslum við rannsókn sprengjutilræðanna í Lundúnum þann 7. júlí síðastliðinn.

Þýskalandsforseti fellst á þingrof

Horst Köhler, forseti Þýskalands, sagði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld að hann hefði ákveðið að fallast á að þing skuli rofið eftir að ríkisstjórn Gerhards Schröders tapaði vísvitandi atkvæðagreiðslu um vantraust. Þar með er orðið ljóst að þingkosningum verður flýtt og þær haldnar 18. september næstkomandi.

Sprengingar skelfa Lundúnabúa

Sprengingar urðu í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, en þær voru mun minni en þær sem bönuðu 56 manns fyrir hálfum mánuði. Aðeins einn maður særðist í sprengingunum í gær, að því er fregnir hermdu. Lögreglan sagði mikið af sönnunargögnum hafa fundist sem líkleg væru til að vísa henni á þá sem að tilræðunum stóðu.

Handtekinn vegna Londonárásanna

Pakistanskar öryggissveitir handtóku í morgun breskan múslima sem talinn er tengjast hryðjuverkaárásunum á London. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmönnum innan öryggissveitanna en yfirvöld í Pakistan hafa ekki enn staðfest að þetta sé rétt.

Þúsundir reyna að komast inn

Til mikilla átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda við Gaza-svæðið þar sem þúsundir manna ætla að freista þess að fara inn á svæðið sem ríkisstjórn Ísraels ætlar að rýma í ágúst. Tjaldbúðir mótmælendanna voru girtar af seint í gærkvöld og slagsmál brutust út.

Sjálfsmorðsárás á Indlandi

Sex manns féllu og sextán særðust í sjálfsmorðsárás í Kasmír á Indlandi í morgun. Árásarmaðurinn keyrði bíl sínum utan í herjeppa og sprengdi sig svo í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum.

Súnnítar draga sig út úr viðræðum

Margir súnnítar sem koma að myndun nýrrar stjórnarskrár í Írak hafa dregið sig út úr viðræðunum í kjölfar þess að tveir úr samninganefndinni voru myrtir í gær. Einn súnnítanna í nefndinni segir ástandið í Írak núna vera þannig að engin leið sé að koma nokkru í verk.

20 þúsund flýja Emily

Um tuttugu þúsund manns hafa yfirgefið heimili sín við landamæri Mexíkó og Texas þar sem fellibylurinn Emily lendir væntanlega síðar í dag. Frá því í gærkvöldi hefur bylurinn stigmagnast og í nótt var hraði hans tæplega sextíu metrar á sekúndu.

Roberts í hæstarrétt

George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt íhaldsmanninn John Roberts sem hæstaréttardómara. Ef öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir tillöguna, sem ætti að vera formsatriði, tekur Roberts við af Söndru Connor sem hefur oft verið á móti meirihluta hæstaréttar þegar kemur að fóstureyðingum og málefnum minnihlutahópa.

Milljónir Kínverja flýja

Milljón Kínverja hefur neyðst til að flýja hvirfilbylinn Haitang en öskurok og grenjandi rigning hefur valdið miklu tjóni í Suðaustur-Kína. Í það minnsta einn er sagður hafa týnt lífi. Stormurinn var þó ekki jafn öflugur og þegar hann reið yfir Taívan fyrr í vikunni.

Bretum að kenna segja múslímar

Hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir eru bresku stjórninni og almenningi í Bretlandi að kenna. Þetta segja forsvarsmenn róttækra múslíma á Bretlandi.

Breskir hermenn ákærðir

Ellefu breskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp og misþyrmingar á föngum í Írak.

Flóðin á Indlandi taka sinn toll

Í það minnsta 239 manns hafa drukknað í flóðum á Indlandi síðustu dægrin. Rigningartíminn stendur nú sem hæst í landinu.

Sprengja í Kasmír

Að minnsta kosti sex fórust í sprengjutilræði í Srinagar, sumarhöfuðborg Jammu-Kasmír héraðs, og 20 meiddust.

Meintur forsprakki handtekinn

Pakistanska lögreglan hefur mann í haldi sem hún segir hafa átt beinan þátt í sprengjutilræðunum í Lundúnum 7. júlí.

Súnníar hættir í nefndinni

Súnníar hafa dregið sig úr stjórnarskrárnefnd Íraks eftir að Mijbil Issa félagi þeirra var myrtur í fyrradag. Þá var gerð sjálfsmorðsárás í Bagdad sem tíu manns dóu í.

Forskot kristilegra minnkar

Kristilegu flokkarnir í Þýskalandi halda miklu forskoti á stjórnarflokkana, jafnaðarmenn og græningja, í nýjustu skoðanakönnuninni sem niðurstöður voru birtar úr á miðvikudag. Kosið verður til þings í Þýskalandi í september.

Bush velur íhaldsmann í Hæstarétt

George W. Bush Bandaríkjaforseti útnefndi á þriðjudag John G. Roberts í embætti hæstaréttardómara, en þetta er í fyrsta sinn í áratug sem nýr maður er skipaður í Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar fögnuðu valinu á Roberts en demókratar eru lítt hrifnir, enda hefur Roberts skapað sér orðstír fyrir að vera mjög íhaldssamur.

50 ára trúarstríð framundan

Hryðjuverk um alla veröld er eins og kjarnorkusprengja sem hrint hefur verið af stað, segir faðir eins þeirra sem frömdu hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Um leið fullyrti hann að frekari árásir myndu fylgja í kjölfarið og sagði árásirnar á Lundúnir, New York og Madrid aðeins vera upphafið að hálfrar aldar löngu trúarstríði.

Þrír látast úr fuglaflensu

Yfirvöld í Indónesíu staðfestu í morgun að þrír Indónesar hefðu látist úr fuglaflensu. Rannsókn á líkum mannanna þriggja í Hong Kong staðfesti dánarorsökina. Þetta eru fyrstu Indónesarnir sem látast úr fuglaflensu.

Eftirlit á innra svæðinu

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið vekur athygli á því að Frakkar og Ítalir hafa ákveðið að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærum aðildarríkja Schengen-samningsins. Ferðamenn sem og aðrir geta því vænst þess að þurfa að sæta vegabréfaeftirliti við komu og brottför frá Frakklandi og Ítalíu.

Mótmælendur skotnir af lögreglu

Að minnsta kosti ellefu mótmælendur voru drepnir í átökum lögreglu og mótmælenda í Jemen í dag. Verið var að mótmæla hækkun bensínverðs í landinu sem tvöfaldaðist í verði nýverið í kjölfar aðgerða ríkisstjórnar Jemens í efnahagsmálum.

Aukið landamæraeftirlit í Evrópu

Bæði Frakkar og Ítalir hafa í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Lundúnum á dögunum ákveðið að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins. Ferðamenn og aðrir geta því búist við því að þurfa að sæta vegabréfaeftirliti við komu og brottför frá þessum löndum

Sjá næstu 50 fréttir