Erlent

Þýskalandsforseti fellst á þingrof

Horst Köhler, forseti Þýskalands, sagði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld að hann hefði ákveðið að fallast á að þing skuli rofið eftir að ríkisstjórn Gerhards Schröders tapaði vísvitandi atkvæðagreiðslu um vantraust. Þar með er orðið ljóst að þingkosningum verður flýtt og þær haldnar 18. september næstkomandi. Samkvæmt stjórnarskrá hefur ríkisstjórnin ekki vald til að rjúfa þing og því þurfti hún að grípa til þess bragðs að fá samþykkta vantraustsyfirlýsingu. Aðferðin er umdeild og því hikaði Köhler við að leggja blessun sína yfir gerninginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×