Erlent

Farfuglar smitberar

Fuglaflensan getur hugsanlega borist á milli landa með farfuglum þar sem í Kína er ljóst að farfuglar hafa smitast af þeim staðfuglum sem nú þegar bera smit. Miklar líkur eru á því að þegar líða fer að árlegu flugi farfugla til annarra heimkynna beri þeir smit. Alþjóða heilbrigðistofnunin WHO og alþjóða matvælastofnunin FAO vara við þessari smitleið og benda á að Kínverjar hafa ekki nógu góð tök á því að merkja og staðsetja fugla til þessa að rannsaka þess nýju hugsanlegu smitleið. Aðvörunin kemur í kjölfar skoðunar á farfuglum í norðvestur Kína í maí þar sem skyndileg fjölgun varð á smiti fuglaflensunnar. Julie Hall hjá WHO segir að eina ráðið sé að safna saman og merkja eins marga fugla og hægt er áður en þeir halda til baka frá Kína. En hún bendir einnig á að tíminn sé skammur, eða aðeins tveir til þrír mánuðir. Sjúkdómurinn hefur nú þegar drepið fimm þúsund fugla í þessum héruðum og er það fimm sinnum meira en áður hefur verið tilkynnt um. Talsmaður WHO bendir á að ef farfuglar eru smitberar sé það mikil hætta en hann segir jafnframt á að ekki sé hægt að vita með fullri vissu hversu langt farfuglar geti flogið séu þeir þegar smitaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×