Erlent

Segjast ekki styðja uppreisnarmenn

MYND/Reuters
Stjórnvöld í Eretríu neita staðfastlega að þau styðji uppreisnarmenn í hernaði þeirra í nágrannaríkinu Súdan. Súdönsk stjórnvöld kvörtuðu við Sameinuðu þjóðirnar í gær að nágrannarnir í austri veittu skæruliðunum hernaðarlegan stuðning í átökum þeirra við stjórnarher Súdana. Upplýsingaráðherra Eretríu sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag að stjórnvöld landsins hefðu veitt uppreisnarmönnunum „pólitískan og andlegan stuðning“, eins og hann orðaði það, en ekki hernaðarlegan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×