Erlent

Kóraninn í klósettið

Sex Pakistanar segjast hafa orðið vitni að vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Mennirnir halda því fram að við yfirheyrslur í fangelsinu sé traðkað á Kóraninum og hann rifinn í tætlur. Svipaðar ásakanir hafa komið fram frá rússneskum föngum. "Á Kúbu voru þeir vanir að kasta Kóraninum í klósettið. Þetta var gert reglulega til að ögra okkur," sagði einn þeirra. Bandaríkjamenn neita þessum ásökunum og segja að al-Kaída þjálfi fanga í því að ljúga með þessum hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×