Vítahringurinn í Írak 29. júní 2005 00:01 Ár er liðið síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem kvað á um að Írakar hefðu fengið fullveldi sitt á ný. Í ávarpi sínu af því tilefni var George W. Bush Bandaríkjaforseti glaður í bragði. "Þetta er dagur vonar fyrir Íraka og dagurinn sem hryðjuverkamenn vonuðu að myndi aldrei renna upp. Illvirki hafa ekki komið í veg fyrir fullveldi Íraks og þeim mun ekki takast að hindra að lýðræði komist á í landinu." Ári síðar hefur heldur dregið úr bjartsýninni. Þótt efnt hafi verið til kosninga og ríkisstjórn mynduð þá er í besta falli hægt að tala um lýðræðið sé í skjóli bandarískrar herverndar - eins þversagnarkennt og það hljómar. Donald Rumsfeld, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að rúmur áratugur gæti liðið þangað sigur ynnist á uppreisnaröflunum í Írak og Bush dró engan dul á í ræðu sinni í fyrrinótt hversu erfitt viðureignar ástandið væri. Í ræðu sinni ítrekaði Bush að hvorki væru áform um að bæta við bandarískt herlið í landinu eða draga það heim. Um þetta eru skiptar skoðanir, sumir telja að vera hersins sé orsök ófriðarins, aðrir benda á að fjandinn verði laus við ótímabært brotthvarf hernámsliðsins. Mannfallið er mikið Enginn veit með vissu hversu margir hafa farist í átökum og tilræðum í Írak síðan ráðist var inn í landið í mars 2003. Í könnun Sameinuðu þjóðanna frá í maí á þessu ári er því haldið fram að um 24.000 Írakar (bæði hermenn og borgarar) hafi beðið bana. Breska rannsóknarverkefnið Iraq Body Count áætlar að 22.500-25.500 borgarar hafi týnt lífi síðan innrásin var gerð og í fyrrahaust staðhæfði læknaritið Lancet að í það minnsta 100.000 manns hefðu farist. Yfir 1.700 bandarískir hermenn liggja í valnum eftir átök síðustu tveggja ára og frá því að ríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari tók við völdum í apríllok hafa um 1.360 Írakar fallið. Því bendir fátt til að uppreisnin sé "í dauðateygjunum," eins og Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna hélt fram á dögunum. Erlendir vígamenn Allstór hluti ofbeldisverkanna í Írak er framinn af erlendum vígamönnum sem aðhyllast öfgakennda útgáfu af íslam og heyja heilagt stríð gegn vestrænum áhrifum í Mið-Austurlöndum. Al-Kaída sellan í Írak sem Jórdaninn Abu Musab al-Zarqawi stýrir er besta dæmið um það. Í þeim tilvikum þar sem tekist hefur að bera kennsl á sjálfsmorðssprengjumenn eru þeir oftast af erlendum uppruna, til dæmis frá Sýrlandi, Jemen eða Sádi-Arabíu. Það eru gilt sjónarmið að segja að brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak myndi að líkindum draga úr hryðjuverkaárásum þessara hópa og þannig leiða friðsælla Íraks. Á móti má færa fyrir því rök að vígamennirnir muni beina spjótum sínum að ríkisstjórninni eftir að herliðið er farið - ekki síst þegar haft er í huga að al-Kaída telur sjía, sem nú stýra Írak, vera trúvillinga sem verður að uppræta. Það gæti leitt til þess að Írak yrði stjórnleysi að bráð og griðastaður öfgamanna, rétt eins og Afganistan var á tímum talibanastjórnarinnar. Vítahringur Íraskir súnníar eru annar hópur sem staðið hefur fyrir uppreisn gegn hernámsliðinu og ríkisstjórninni og á vissan hátt er andstaða þeirra skiljanleg. Í fyrsta lagi telja þeir sig hafa verið setta til hliðar við stjórn landsins. Þátttaka þeirra í kosningunum í janúar var afar léleg, til dæmis vegna vantrúar á að þeir fengju nokkur raunveruleg völd. Þeir hafa líka verið fældir frá stjórnmálaþátttöku, ýmist með hótunum eða ofbeldi. Þannig var lagaprófessor úr röðum súnnía sem lýst hafði áhuga á að taka þátt í yfirstandandi stjórnarskrárgerð ráðinn af dögum í síðustu viku. Í öðru lagi er öryggisástandið einna ótryggast í héruðum súnnía. Bæir á borð við Haditha í Anbar-héraði eru undir stjórn uppreisnarmanna og þar eru átök daglegt brauð. Sökum stöðugra átaka falla margir óbreyttir borgarar fyrir byssukúlum bandamanna á slíkum svæðum sem aftur elur af sér meiri ólgu og óánægju. Í þriðja lagi má svo nefna hægaganginn við uppbyggingu landsins. Íbúar Bagdad þurfa að búa við rafmagnsleysi fimmtán klukkustundir á dag. Engin holræsi eru hjá 37 prósentum þjóðarinnar. Drykkjarvatn og eldsneyti er af skornum skammti. Ríflega þriðjungur ungs fólks er atvinnulaus. Rósturnar í landinu eru aðalástæða þess hve hægt gengur að koma þjóðlífinu í betra horf og þar sem ólgan er mest á svæðum súnnía er ástandið jafnframt verst þar. Því er um vítahring að ræða, ómögulegt er að byggja upp þjóðfélagið á meðan vargöld ríkir en hún stafar meðal annars af því hversu hægt gengur að byggja upp. Illskásti kosturinn Hvað er þá til ráða? Kalla Bandaríkjaher heim frá Írak, bæta við liðið eða hvorugt? Óvissan um hvað gerist ef herliðið er kallað heim er of mikil til að á það sé hættandi á næstunni. Margir telja að Bandaríkjamenn eigi frekar að auka við lið sitt í Írak en það verður að teljast bæði óskynsamlegt og ólíklegt þar sem það myndi hleypa enn verra blóði í stóran hluta uppreisnarliðsins og falla í grýttan jarðveg í Bandaríkjunum þar sem stuðningurinn við stríðsreksturinn er í sögulegu lágmarki. Illskásti kosturinn virðist því að halda í horfinu og reyna þess í stað að byggja íraska herinn upp á markvissan hátt þótt það muni taka langan tíma. Sömuleiðis er mikilvægt að styðja við stjórnmálauppbygginu í landinu þar sem súnníar fá þau völd og áhrif sem þeim ber. Þessari áætlun kvaðst Bush einmitt ætla að fylgja í ávarpi sínu í fyrrinótt. Jafnframt verður að efna til einhvers konar samræðu við hluta uppreisnarmannanna, til dæmis súnníana sem með réttu eru ósáttir við sinn hag. Í gær var einmitt kynnt stofnun pólitískra regnhlífarsamtaka nokkurra íraskra uppreisnarhópa sem eykur vonir um að þeir séu tilbúnir til að láta af ofbeldi og semja á friðsamlegan og skynsaman hátt. Erlent Fréttir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Ár er liðið síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem kvað á um að Írakar hefðu fengið fullveldi sitt á ný. Í ávarpi sínu af því tilefni var George W. Bush Bandaríkjaforseti glaður í bragði. "Þetta er dagur vonar fyrir Íraka og dagurinn sem hryðjuverkamenn vonuðu að myndi aldrei renna upp. Illvirki hafa ekki komið í veg fyrir fullveldi Íraks og þeim mun ekki takast að hindra að lýðræði komist á í landinu." Ári síðar hefur heldur dregið úr bjartsýninni. Þótt efnt hafi verið til kosninga og ríkisstjórn mynduð þá er í besta falli hægt að tala um lýðræðið sé í skjóli bandarískrar herverndar - eins þversagnarkennt og það hljómar. Donald Rumsfeld, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að rúmur áratugur gæti liðið þangað sigur ynnist á uppreisnaröflunum í Írak og Bush dró engan dul á í ræðu sinni í fyrrinótt hversu erfitt viðureignar ástandið væri. Í ræðu sinni ítrekaði Bush að hvorki væru áform um að bæta við bandarískt herlið í landinu eða draga það heim. Um þetta eru skiptar skoðanir, sumir telja að vera hersins sé orsök ófriðarins, aðrir benda á að fjandinn verði laus við ótímabært brotthvarf hernámsliðsins. Mannfallið er mikið Enginn veit með vissu hversu margir hafa farist í átökum og tilræðum í Írak síðan ráðist var inn í landið í mars 2003. Í könnun Sameinuðu þjóðanna frá í maí á þessu ári er því haldið fram að um 24.000 Írakar (bæði hermenn og borgarar) hafi beðið bana. Breska rannsóknarverkefnið Iraq Body Count áætlar að 22.500-25.500 borgarar hafi týnt lífi síðan innrásin var gerð og í fyrrahaust staðhæfði læknaritið Lancet að í það minnsta 100.000 manns hefðu farist. Yfir 1.700 bandarískir hermenn liggja í valnum eftir átök síðustu tveggja ára og frá því að ríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari tók við völdum í apríllok hafa um 1.360 Írakar fallið. Því bendir fátt til að uppreisnin sé "í dauðateygjunum," eins og Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna hélt fram á dögunum. Erlendir vígamenn Allstór hluti ofbeldisverkanna í Írak er framinn af erlendum vígamönnum sem aðhyllast öfgakennda útgáfu af íslam og heyja heilagt stríð gegn vestrænum áhrifum í Mið-Austurlöndum. Al-Kaída sellan í Írak sem Jórdaninn Abu Musab al-Zarqawi stýrir er besta dæmið um það. Í þeim tilvikum þar sem tekist hefur að bera kennsl á sjálfsmorðssprengjumenn eru þeir oftast af erlendum uppruna, til dæmis frá Sýrlandi, Jemen eða Sádi-Arabíu. Það eru gilt sjónarmið að segja að brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak myndi að líkindum draga úr hryðjuverkaárásum þessara hópa og þannig leiða friðsælla Íraks. Á móti má færa fyrir því rök að vígamennirnir muni beina spjótum sínum að ríkisstjórninni eftir að herliðið er farið - ekki síst þegar haft er í huga að al-Kaída telur sjía, sem nú stýra Írak, vera trúvillinga sem verður að uppræta. Það gæti leitt til þess að Írak yrði stjórnleysi að bráð og griðastaður öfgamanna, rétt eins og Afganistan var á tímum talibanastjórnarinnar. Vítahringur Íraskir súnníar eru annar hópur sem staðið hefur fyrir uppreisn gegn hernámsliðinu og ríkisstjórninni og á vissan hátt er andstaða þeirra skiljanleg. Í fyrsta lagi telja þeir sig hafa verið setta til hliðar við stjórn landsins. Þátttaka þeirra í kosningunum í janúar var afar léleg, til dæmis vegna vantrúar á að þeir fengju nokkur raunveruleg völd. Þeir hafa líka verið fældir frá stjórnmálaþátttöku, ýmist með hótunum eða ofbeldi. Þannig var lagaprófessor úr röðum súnnía sem lýst hafði áhuga á að taka þátt í yfirstandandi stjórnarskrárgerð ráðinn af dögum í síðustu viku. Í öðru lagi er öryggisástandið einna ótryggast í héruðum súnnía. Bæir á borð við Haditha í Anbar-héraði eru undir stjórn uppreisnarmanna og þar eru átök daglegt brauð. Sökum stöðugra átaka falla margir óbreyttir borgarar fyrir byssukúlum bandamanna á slíkum svæðum sem aftur elur af sér meiri ólgu og óánægju. Í þriðja lagi má svo nefna hægaganginn við uppbyggingu landsins. Íbúar Bagdad þurfa að búa við rafmagnsleysi fimmtán klukkustundir á dag. Engin holræsi eru hjá 37 prósentum þjóðarinnar. Drykkjarvatn og eldsneyti er af skornum skammti. Ríflega þriðjungur ungs fólks er atvinnulaus. Rósturnar í landinu eru aðalástæða þess hve hægt gengur að koma þjóðlífinu í betra horf og þar sem ólgan er mest á svæðum súnnía er ástandið jafnframt verst þar. Því er um vítahring að ræða, ómögulegt er að byggja upp þjóðfélagið á meðan vargöld ríkir en hún stafar meðal annars af því hversu hægt gengur að byggja upp. Illskásti kosturinn Hvað er þá til ráða? Kalla Bandaríkjaher heim frá Írak, bæta við liðið eða hvorugt? Óvissan um hvað gerist ef herliðið er kallað heim er of mikil til að á það sé hættandi á næstunni. Margir telja að Bandaríkjamenn eigi frekar að auka við lið sitt í Írak en það verður að teljast bæði óskynsamlegt og ólíklegt þar sem það myndi hleypa enn verra blóði í stóran hluta uppreisnarliðsins og falla í grýttan jarðveg í Bandaríkjunum þar sem stuðningurinn við stríðsreksturinn er í sögulegu lágmarki. Illskásti kosturinn virðist því að halda í horfinu og reyna þess í stað að byggja íraska herinn upp á markvissan hátt þótt það muni taka langan tíma. Sömuleiðis er mikilvægt að styðja við stjórnmálauppbygginu í landinu þar sem súnníar fá þau völd og áhrif sem þeim ber. Þessari áætlun kvaðst Bush einmitt ætla að fylgja í ávarpi sínu í fyrrinótt. Jafnframt verður að efna til einhvers konar samræðu við hluta uppreisnarmannanna, til dæmis súnníana sem með réttu eru ósáttir við sinn hag. Í gær var einmitt kynnt stofnun pólitískra regnhlífarsamtaka nokkurra íraskra uppreisnarhópa sem eykur vonir um að þeir séu tilbúnir til að láta af ofbeldi og semja á friðsamlegan og skynsaman hátt.
Erlent Fréttir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira