Erlent

Réttað yfir nauðgurunum að nýju

Hæstiréttur Pakistans hefur ákveðið að réttað verði að nýju yfir mönnunum fjórtán sem tengjast hópnauðgun á Mukhtaran Mai árið 2002. Mai sagðist afar ánægð með ákvörðun hæstaréttar en allir sakborningarnir nema einn höfðu áður verið sýknaðir. Yfirvöld í Pakistan hafa áhyggjur af því hversu mikla athygli málið hefur fengið og er nú lögregluvakt allan sólarhringinn við heimili Mai. Opinbera ástæðan er sú að hún þarfnist verndar en hún segist í raun vera í stofufangelsi. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, segir landið ekki vera verra en hvert annað þróunarland hvað þessi mál varðar. 670 nauðganir voru tilkynntar á fyrstu níu mánuðum ársins í Pakistan, þar af ríflega helmingur hópnauðganir. 39 manns hafa verið handteknir vegna þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×