Erlent

Öruggasti skýjakjúfur í heimi

Frelsisturninn sem rísa á í stað Tvíburaturnanna sem hrundu til grunna í New York 11. september 2001 hefur tekið miklum breytingum frá því sem upphaflega var lagt upp með. Þar sem fyrstu hugmyndir þóttu ekki uppfylla kröfur sem gerðar voru til öryggis var hann hannaður upp á nýtt og á að vera sterkbyggðasti og öruggasti skýjakljúfur í heimi. Búið er að birta nýjar teikningar af skýjakljúfnum sem virðist nú loksins vera að rísa, hornsteinn hans var lagður á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna í fyrra. Frelsisturninn rís frá grunni sem þakinn verður glansandi málmklæðningu. Klæðningin er ekki síður valin fyrir sakir öryggis en fegurðar, þar sem gert er ráð fyrir því að hún veiti góða vörn gegn bílasprengjum og öðrum sprengjum. Efsti hluti turnsins verður aftur á móti spírallaga og upplýstur. "Á dulinn en mikilvægan hátt er þessi bygging minnisvarði þeirra sem við misstum," sagði aðalarkitektinn David Childs. Stefnt er að því að taka turninn í notkun árið 2010.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×