Fleiri fréttir Óslökkvandi ófriðarbál Ekkert lát er á vargöldinni í Írak en síðastliðinn hálfan annan sólarhring hafa tæplega fjörutíu manns beðið þar bana. Setið er um líf þeirra súnnía sem vilja taka þátt í stjórnmálauppbyggingu landsins. 23.6.2005 00:01 Evrópusambandið verður að breytast Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, brýndi fyrir Evrópuþingmönnum í gær nauðsyn þess að Evrópusambandið tæki róttækum breytingum, ella myndi það líða undir lok. 23.6.2005 00:01 Verkfalli afstýrt á elleftu stundu Samningamönnum fimm hundruð tæknimanna hjá norska olíurisanum Statoil og stjórnendum fyrirtækisins tókst á elleftu stundu í gærkvöldi að afstýra verkfalli tæknimannanna sem átti að hefjast á miðnætti. 22.6.2005 00:01 Írak: Fá borgað fyrir hverja árás Það er græðgi en ekki hugsjón sem knýr uppreisnarmenn í Írak til ódæðisverka. Þetta er álit hershöfðingja Bandaríkjamanna í Írak sem segir fyrrverandi stjórnarmenn úr Baath-flokki Saddams Hussein borga uppreisnarmönnum á bilinu sjö til tíu þúsund krónur fyrir hverja árás. 22.6.2005 00:01 Skuldir Íraka felldar niður? Stjórnmálamenn frá áttatíu löndum eru samankomnir í Brussel til þess að ræða framtíð Íraks. Meðal þess sem búist er við að lagt verði til er að skuldir Íraka verði að miklu leyti felldar niður og þeim boðið að taka þátt í starfi alþjóðastofnana. 22.6.2005 00:01 44 látnir í flóðunum Minnst fjörutíu og fjórir hafa látist og hundrað þúsund yfirgefið heimili sín í suðurhluta Kína í kjölfar gríðarlegra flóða og aurskriða. Ár hafa flætt yfir bakka sína og í gærkvöldi hafði áin Shi Jiang náð nærri tuttugu og fimm metra hæð sem er meira en sjö metrum yfir hættumörkum. 22.6.2005 00:01 Tekið illa í auknar vísindaveiðar Áform Japana um að auka vísindaveiðar við Suðurskautslandið og stækka veiðisvæðið mættu mikilli andstöðu þegar Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti í atkvæðagreiðslu, á fundi sínum í Ulsan í Suður-Kóreu í morgun, að skora á þá að draga úr vísindaveiðum. 22.6.2005 00:01 Uppbygging gengur hægt Uppbygging í Aceh-héraði í kjölfar jarðskjálftans annan í jólum gengur afar hægt. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðaþróunarstofnunar Bandaríkjanna um ástandið í Indónesíu sem birtist í gær. 22.6.2005 00:01 Nektarmótmæli í Washington Hópur fólks í Washington fletti sig klæðum fyrir utan spænska sendiráðið í gær til þess að mótmæla nautaati. Mótmælendurnir klæddust skóm, rauðum treflum og plasthornum einum fata en höfðu auk þess mótmælaspjöld fyrir framan það allra heilagasta. 22.6.2005 00:01 40 uppreisnarmenn hafa fallið Meira en fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í bardögum við hermenn í suðurhluta Afganistans undanfarinn sólarhring. Þá lést einn hermaður og sjö slösuðust í skotbardögum sem stóðu yfir í ellefu klukkustundir í gær. 22.6.2005 00:01 Sagt upp vegna barnakláms Yfirmenn sænska dagblaðsins Aftonbladet kærðu í dag blaðamann á blaðinu til lögreglu vegna gruns um að hann hefði náð í barnaklámefni á Netinu. Honum var jafnframt sagt upp störfum fyrir brot á innanhússreglum og siðareglum blaðsins. Innra eftirlit blaðsins kom upp um athafnir blaðamannsins. 22.6.2005 00:01 Konur í 40% stjórnarsæta Sænsk yfirvöld íhuga nú að fylgja í fótspor Norðmanna og setja lög sem kveða á um að konur eigi að skipa minnst 40% stjórnarsæta í fyrirtækjum. Norðmenn hafa gefið frest til ársins 2007. Svíar telja þróunina ganga alltof hægt en sem stendur eru tæp 15% stjórnarmanna konur. 22.6.2005 00:01 Bretar haldi sig innandyra Íbúar Suður- og Miðhéraða Englands eru hvattir til að halda sig innan dyra næstu þrjá dagana og forðast sérstaklega útihlaup og aðrar líkamsæfingar. Ástæðan er gríðarleg loftmengun sem magnast upp í hitabylgjunni sem nú gengur yfir landið. 22.6.2005 00:01 180 handteknir vegna barnakláms Lögreglan á Spáni hefur handtekið rúmlega 180 menn sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklum barnaklámshring. Þegar hefur verið gerð húsleit í rúmlega hundrað húsum víða um Spán og hefur gríðarlegt magn af tölvuefni verið gert upptækt. Talið er að mennirnir hafi skipst á myndum af barnaklámi, aðallega af börnum frá Austur-Evrópu. 22.6.2005 00:01 Flóð í Osló Þúsundir Oslóarbúa urðu strandaglópar á leið til vinnu í morgun þegar einhver mestu vatnsflóð í mörg ár urðu í borginni. Það var ekki vegna rigninga sem hluti Oslóar fór á kaf í vatn heldur höfðu aðalvatnsleiðslur í miðbænum gefið sig. Fólk sem var á ferðinni átti fótum sínum fjör að launa en þrátt fyrir óhappið urðu engin slys á fólki. 22.6.2005 00:01 Hitabylgja í Asíu Um þrjú hundruð manns hafa látist síðustu daga í hitabylgju í Asíu. Flestir þeirra hafa látist í Indlandi, eða hátt í fjögur hundruð manns, um hundrað manns hafa látist í Bangladesh, hátt í sjötíu í hafa látist í Pakistan og rúmlega þrjátíu í Bangladesh. Mestur hefur hitinn orðið í Indlandi þar sem hann hefur náð fimmtíu gráðum á celsíus. 22.6.2005 00:01 Vilja afnám dauðarefsinga Þing Evrópuráðsins samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á rússnesk stjórnvöld að afnema dauðarefsingu, að draga herlið sitt til baka frá Moldóvíu og að saksækja þá sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum, einkum í Téténíu. 22.6.2005 00:01 Sophia Loren heiðursborgari Ítalska leikkonan Sophia Loren var kjörin heiðursborgari í strandbænum Pozzuoli í Suður-Ítalíu í gær. Leikkonan, sem er sjötug, brast í grát við athöfn sem bæjarbúar héldu henni til heiðurs. 22.6.2005 00:01 Ísraelar hóta loftárásum Ísraelar ætla að bregðast við af fullri hörku ef árásum linnir ekki meðan þeir yfirgefa Gaza-svæðið. Þeir segja loftárásir jafnvel koma til greina. 22.6.2005 00:01 Fundað á Kóreuskaga Nefnd háttsettra embættismanna frá Norður-Kóreu kom á fund suðurkóreskra embættismanna á þriðjudaginn í þessari viku. Suður-Kóreumenn þrýstu á Norður-Kóreu að taka á ný upp viðræður um kjarnorkuvopnamál. 22.6.2005 00:01 Verkfalli aflýst Á þriðjudagskvöld tókst að ná samkomulagi við norska olíuverkamenn og ekkert varð því úr verkfalli þeirra. Deilan snerist um vaktafyrirkomulag fremur en laun. Verð á hráolíu lækkaði lítillega í gærmorgun í kjölfar samkomulagsins og Dow Jones-vísitalan hækkaði um 0,2 prósent. 22.6.2005 00:01 Manchester United tekið af markaði Knattspyrnuliðið Manchester United var í gær afskráð af hlutabréfamarkaði í London. Liðið hafði verið á markaðnum í fjórtán ár, en nýr eigandi þess, Malcolm Glazer, hafði lýst því yfir að hann myndi taka það af markaðnum. Glazer sagðist þann 14. júní eiga 97,3 prósent allra hlutbréfa í félaginu. 22.6.2005 00:01 Mistök ef ekki rætt við Tyrki Það verða stór mistök ef Evrópusambandið fer ekki út í alvarlegar aðildarviðræður við Tyrki, segir forseti framkvæmdastjórnar ESB. Hann segir hugsanlega aðild Tyrkja að hluta til ástæðuna fyrir því að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins. 22.6.2005 00:01 Kommúnistaleiðtogi myrtur í Beirút George Hawi, fyrrverandi leiðtogi Kommúnistaflokksins í Líbanon, var drepinn í Beirút í morgun. Sprengju virðist hafa verið komið fyrir í bíl Hawis og lést hann samstundis þegar hún sprakk. Hann var andsnúinn Sýrlendingum, líkt og Saab Hariri, sem sigraði í kosningunum í Líbanon um helgina. Aðeins þrjár vikur eru síðan dálkahöfundurinn Samir Kassir var drepinn á sama hátt, en hann var einnig þekktur fyrir andstöðu sína við Sýrlendinga. 21.6.2005 00:01 Berjast gegn veiðum Japana Andstæðingar hvalveiða berjast nú fyrir því að fá Japana til þess að láta af áformum um að tvöfalda hvalveiðar í vísindaskyni. Japanar tilkynntu á ráðstefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins í gær að þeir hygðust auka árlegar veiðar á hvölum í vísindaskyni um helming frá og með næsta ár, og hafa þau áform vakið mikla úlfúð hjá andstæðingum hvalveiða. 21.6.2005 00:01 Komust óhindrað inn í kjarnorkuver Sextán útlendingar með fölsuð vegabréf komust nýlega inn í kjarnorkuver í Tennessee í Bandaríkjunum sökum lélegrar öryggisgæslu. Frá þessu greinir dagblaðið <em>Washington Post</em> og þykir um mikið hneyksli að ræða þar sem öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa ítrekað varað við því að kjarnorkuver kunni að verða næsta stóra skotmark hryðjuverkamanna. 21.6.2005 00:01 Viss um að komast til valda á ný Saddam Hussein saknar valdatíma Ronalds Reagan, segist ekki tengjast Osama bin Laden á nokkurn hátt og er handviss um að hann komist til valda í Írak á ný. Þetta kemur fram í viðtölum við fimm fangaverði sem hafa annast Saddam undanfarið ár og birtast í nýjasta hefti <em>GQ</em>. 21.6.2005 00:01 Bolton hafnað í annað sinn Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa öðru sinni hafnað að samþykkja John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Ráðning Boltons var samþykkt í öldungadeildinni með 54 atkvæðum gegn 38, sem er sex atkvæðum minna en þurfti til að knýja fram lokaatkvæðagreiðslu um ráðninguna. 21.6.2005 00:01 Sótt gegn herskáum Palestínumönnum Ísraelskar öryggissveitir hafa síðasta sólarhringinn handtekið að minnsta kosti 50 Palestínumenn sem grunaðir eru um að tilheyra herskáum samtökum í kjölfar þess að átök hafa aftur blossað upp á milli Ísraela og Palestínumanna. Þetta er í fyrsta sinn í hálft ár sem öryggissveitirnar láta til sín taka fyrir alvöru, en síðustu tvo daga hafa tveir Ísraelar látist í árásum palestínskra uppreisnarmanna. 21.6.2005 00:01 Lenti í þyrluslysi á afmælisdaginn Sex manns, þar á meðal hundrað ára gamall maður, slösuðust þegar þyrla hrapaði nærri Sala norðvestur af Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun. Verið var að sækja öldunginn á hjúkrunarheimili í bænum Heby og hugðist hann fagna afmæli sínu fjölskyldu sinni á eyju í grenndinni. Þegar þyrlan hóf sig á loft slógust þyrluspaðarnir í rafmagnsstaur með þeim afleiðingum að þyrlan fór á hliðina. 21.6.2005 00:01 Sænskur gísl frelsaður í Írak Sænskur gísl sem verið hefur í haldi mannræningja í Írak í rúma tvo mánuði hefur verið frelsaður. Frá þessu greindi utanríkisráðuneyti Svíþjóðar í dag. Ekki hafði verið greint frá því að manninum, hinum 63 ára Ulf Hjertström, hefði verið rænt en hann segist í samtali við <em>Aftonbladet</em> hafa verið í haldi frá því á föstudaginn langa. 21.6.2005 00:01 Alvarlegt lestarslys í Ísrael Að minnsta kosti fimm létust og hundrað særðust þegar farþegalest ók á vöruflutningabíl í Ísrael í dag. Lestin var að koma frá Tel Aviv í suðurhluta landsins og á leið til Beersheba þegar hún skall á flutningabílnum sem var að flytja alifugla. Ísraelskar útvarpsstöðvar greina frá því að svo virðist sem bíllinn hafi bilað á leið sinni yfir lestarteinana. Áreksturinn var svo harður að lestin fór út af teinunum og köstuðust farþegar út úr vögnum lestarinnar. Björgunarmenn reyna nú að ná fólki sem er fast í flaki vagna sem fóru út af sporinu en óttast er að tala látinna kunni að hækka. 21.6.2005 00:01 Yfirbuguðu talibana í Kandahar Afgönsk lögregla hefur aftur náð landsvæði í Suður-Afganistan á sitt vald sem talibanar lögðu undir sig í síðustu viku. Lögreglan lét til skrarar skríða gegn uppreisnarmönnum í morgun og með stuðningi bandarískra hersveita voru 32 menn drepnir og 15 teknir höndum. 21.6.2005 00:01 Sakfelldur fyrir að myrða þrjá Félagi í bandarísku samtökunum Ku Klux Klan var í dag sakfelldur fyrir að hafa drepið þrjá mannréttindaforkólfa árið 1964. Edgar Ray Killen, sem nú er áttræður, er sagður hafa verið leiðtogi samtakanna og látið drepa þá Michael Schwerner, Andrew Goodman og James Chaney, en þeir höfðu aðstoðað blökkumenn í Mississippi-ríki við að komast á kjörskrá. 21.6.2005 00:01 Þjóðaratkvæði frestað í Póllandi Pólverjar munu fresta fyrirhugaðri kosningu um stjórnarskrá Evrópusambandsins í óákveðinn tíma að því er Aleksander Kwasniewski, forseti landsins, greindi frá í dag. Til stóð að Pólverjar greiddu atkvæði um sáttmálann í október en vegna þeirrar óvissu sem ríkir um sáttmálann eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu honum telja pólsk yfirvöld ekki ástæðu til að leggja hann í dóm þjóðarinnar. 21.6.2005 00:01 Stirt andrúmsloft á leiðtogafundi Ísraelar ætla að standa við sinn hluta vopnahléssamkomulagsins við Palestínumenn taki þeir síðarnefndu uppreisnarmenn fastari tökum. Þetta kom fram á leiðtogafundi Ariel Sharon og Mahmoud Abbas í gær. 21.6.2005 00:01 Hlutleysið rannsakað Danska ríkisstjórnin ætlar að verja rúmum fimmtíu milljónum íslenskra króna í að rannsaka hvort fréttastofur danska ríkisútvarpsins rísi undir ábyrgð sinni að flytja "fjölbreyttar, hlutlausar og óháðar fréttir." 21.6.2005 00:01 Mamman í fangelsi Emily Price, táningsstúlka frá Cheltenham á Englandi hefur heldur betur komið móður sinni í klandur með því að hlaða niður tónlist með vinsælum hljómsveitum á tölvu sína. Þar sem móðirin, Sylvia að nafni, er ábyrgðarmaður stúlkunnar hefur henni verið send sekt upp á hálfa milljón króna fyrir athæfi dótturinnar. 21.6.2005 00:01 Ljónin björguðu lífi telpunnar Þrjú ljón björguðu tólf ára gamalli eþíópískri telpu úr klóm mannræningja sem hugðust neyða hana í hjónaband. 21.6.2005 00:01 Baðst afsökunar á liðhlaupi Bandaríkjamaðurinn Charles Jenkins baðst afsökunar í gær á liðhlaupi sínu árið 1965 áður en hann fór frá Bandaríkjunum til Japan, þar sem hann býr nú. 21.6.2005 00:01 Annað morðið í mánuðinum Stjórnarandstæðingurinn George Hawi, leiðtogi líbanskra kommúnista, beið bana í bílsprengjuárás í gær. 21.6.2005 00:01 Saddam saknar Reagan Saddam Hussein segist enn vera forseti Íraks og bauð bandarísku hermönnunum sem gæta hans að heimsækja sig í Írak þegar hann hefði náð völdum þar á ný. Hann saknar gömlu góðu daganna þegar Ronald Reagan seldi honum vopn á tímum Íransstríðsins, þvær sér oft um hendurnar og kann vel að meta Doritos-flögur. 21.6.2005 00:01 Bush hrósar Víetnömum Phan Van Khai, forsætisráðherra Víetnams, hitti George Bush í Hvíta húsinu í gær. Leiðtogarnir ræddu um áhuga Víetnams á aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO, viðskipti og mannréttindamál. 21.6.2005 00:01 Afganir ósáttir við Pakistana Stjórnvöld í Afganistan þrýsta nú á Pakistana að herða aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum í Pakistan. Afganar telja þá ekki leggja sig fram og segja að það verði aldrei friður í Afganistan nema ríkisstjórnir beggja landa taki höndum saman í baráttunni við hryðjuverkamenn. 21.6.2005 00:01 Handsamaðir við Grikkland Gríska landhelgisgæslan hefur síðustu daga handsamað yfir fimmtíu ólöglega innflytjendur á Eyjahafi. Talið er að átt hafi að smygla þeim frá Tyrklandi til Grikklands. Ekki liggur fyrir hvaðan þeir eru. 21.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Óslökkvandi ófriðarbál Ekkert lát er á vargöldinni í Írak en síðastliðinn hálfan annan sólarhring hafa tæplega fjörutíu manns beðið þar bana. Setið er um líf þeirra súnnía sem vilja taka þátt í stjórnmálauppbyggingu landsins. 23.6.2005 00:01
Evrópusambandið verður að breytast Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, brýndi fyrir Evrópuþingmönnum í gær nauðsyn þess að Evrópusambandið tæki róttækum breytingum, ella myndi það líða undir lok. 23.6.2005 00:01
Verkfalli afstýrt á elleftu stundu Samningamönnum fimm hundruð tæknimanna hjá norska olíurisanum Statoil og stjórnendum fyrirtækisins tókst á elleftu stundu í gærkvöldi að afstýra verkfalli tæknimannanna sem átti að hefjast á miðnætti. 22.6.2005 00:01
Írak: Fá borgað fyrir hverja árás Það er græðgi en ekki hugsjón sem knýr uppreisnarmenn í Írak til ódæðisverka. Þetta er álit hershöfðingja Bandaríkjamanna í Írak sem segir fyrrverandi stjórnarmenn úr Baath-flokki Saddams Hussein borga uppreisnarmönnum á bilinu sjö til tíu þúsund krónur fyrir hverja árás. 22.6.2005 00:01
Skuldir Íraka felldar niður? Stjórnmálamenn frá áttatíu löndum eru samankomnir í Brussel til þess að ræða framtíð Íraks. Meðal þess sem búist er við að lagt verði til er að skuldir Íraka verði að miklu leyti felldar niður og þeim boðið að taka þátt í starfi alþjóðastofnana. 22.6.2005 00:01
44 látnir í flóðunum Minnst fjörutíu og fjórir hafa látist og hundrað þúsund yfirgefið heimili sín í suðurhluta Kína í kjölfar gríðarlegra flóða og aurskriða. Ár hafa flætt yfir bakka sína og í gærkvöldi hafði áin Shi Jiang náð nærri tuttugu og fimm metra hæð sem er meira en sjö metrum yfir hættumörkum. 22.6.2005 00:01
Tekið illa í auknar vísindaveiðar Áform Japana um að auka vísindaveiðar við Suðurskautslandið og stækka veiðisvæðið mættu mikilli andstöðu þegar Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti í atkvæðagreiðslu, á fundi sínum í Ulsan í Suður-Kóreu í morgun, að skora á þá að draga úr vísindaveiðum. 22.6.2005 00:01
Uppbygging gengur hægt Uppbygging í Aceh-héraði í kjölfar jarðskjálftans annan í jólum gengur afar hægt. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðaþróunarstofnunar Bandaríkjanna um ástandið í Indónesíu sem birtist í gær. 22.6.2005 00:01
Nektarmótmæli í Washington Hópur fólks í Washington fletti sig klæðum fyrir utan spænska sendiráðið í gær til þess að mótmæla nautaati. Mótmælendurnir klæddust skóm, rauðum treflum og plasthornum einum fata en höfðu auk þess mótmælaspjöld fyrir framan það allra heilagasta. 22.6.2005 00:01
40 uppreisnarmenn hafa fallið Meira en fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í bardögum við hermenn í suðurhluta Afganistans undanfarinn sólarhring. Þá lést einn hermaður og sjö slösuðust í skotbardögum sem stóðu yfir í ellefu klukkustundir í gær. 22.6.2005 00:01
Sagt upp vegna barnakláms Yfirmenn sænska dagblaðsins Aftonbladet kærðu í dag blaðamann á blaðinu til lögreglu vegna gruns um að hann hefði náð í barnaklámefni á Netinu. Honum var jafnframt sagt upp störfum fyrir brot á innanhússreglum og siðareglum blaðsins. Innra eftirlit blaðsins kom upp um athafnir blaðamannsins. 22.6.2005 00:01
Konur í 40% stjórnarsæta Sænsk yfirvöld íhuga nú að fylgja í fótspor Norðmanna og setja lög sem kveða á um að konur eigi að skipa minnst 40% stjórnarsæta í fyrirtækjum. Norðmenn hafa gefið frest til ársins 2007. Svíar telja þróunina ganga alltof hægt en sem stendur eru tæp 15% stjórnarmanna konur. 22.6.2005 00:01
Bretar haldi sig innandyra Íbúar Suður- og Miðhéraða Englands eru hvattir til að halda sig innan dyra næstu þrjá dagana og forðast sérstaklega útihlaup og aðrar líkamsæfingar. Ástæðan er gríðarleg loftmengun sem magnast upp í hitabylgjunni sem nú gengur yfir landið. 22.6.2005 00:01
180 handteknir vegna barnakláms Lögreglan á Spáni hefur handtekið rúmlega 180 menn sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklum barnaklámshring. Þegar hefur verið gerð húsleit í rúmlega hundrað húsum víða um Spán og hefur gríðarlegt magn af tölvuefni verið gert upptækt. Talið er að mennirnir hafi skipst á myndum af barnaklámi, aðallega af börnum frá Austur-Evrópu. 22.6.2005 00:01
Flóð í Osló Þúsundir Oslóarbúa urðu strandaglópar á leið til vinnu í morgun þegar einhver mestu vatnsflóð í mörg ár urðu í borginni. Það var ekki vegna rigninga sem hluti Oslóar fór á kaf í vatn heldur höfðu aðalvatnsleiðslur í miðbænum gefið sig. Fólk sem var á ferðinni átti fótum sínum fjör að launa en þrátt fyrir óhappið urðu engin slys á fólki. 22.6.2005 00:01
Hitabylgja í Asíu Um þrjú hundruð manns hafa látist síðustu daga í hitabylgju í Asíu. Flestir þeirra hafa látist í Indlandi, eða hátt í fjögur hundruð manns, um hundrað manns hafa látist í Bangladesh, hátt í sjötíu í hafa látist í Pakistan og rúmlega þrjátíu í Bangladesh. Mestur hefur hitinn orðið í Indlandi þar sem hann hefur náð fimmtíu gráðum á celsíus. 22.6.2005 00:01
Vilja afnám dauðarefsinga Þing Evrópuráðsins samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á rússnesk stjórnvöld að afnema dauðarefsingu, að draga herlið sitt til baka frá Moldóvíu og að saksækja þá sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum, einkum í Téténíu. 22.6.2005 00:01
Sophia Loren heiðursborgari Ítalska leikkonan Sophia Loren var kjörin heiðursborgari í strandbænum Pozzuoli í Suður-Ítalíu í gær. Leikkonan, sem er sjötug, brast í grát við athöfn sem bæjarbúar héldu henni til heiðurs. 22.6.2005 00:01
Ísraelar hóta loftárásum Ísraelar ætla að bregðast við af fullri hörku ef árásum linnir ekki meðan þeir yfirgefa Gaza-svæðið. Þeir segja loftárásir jafnvel koma til greina. 22.6.2005 00:01
Fundað á Kóreuskaga Nefnd háttsettra embættismanna frá Norður-Kóreu kom á fund suðurkóreskra embættismanna á þriðjudaginn í þessari viku. Suður-Kóreumenn þrýstu á Norður-Kóreu að taka á ný upp viðræður um kjarnorkuvopnamál. 22.6.2005 00:01
Verkfalli aflýst Á þriðjudagskvöld tókst að ná samkomulagi við norska olíuverkamenn og ekkert varð því úr verkfalli þeirra. Deilan snerist um vaktafyrirkomulag fremur en laun. Verð á hráolíu lækkaði lítillega í gærmorgun í kjölfar samkomulagsins og Dow Jones-vísitalan hækkaði um 0,2 prósent. 22.6.2005 00:01
Manchester United tekið af markaði Knattspyrnuliðið Manchester United var í gær afskráð af hlutabréfamarkaði í London. Liðið hafði verið á markaðnum í fjórtán ár, en nýr eigandi þess, Malcolm Glazer, hafði lýst því yfir að hann myndi taka það af markaðnum. Glazer sagðist þann 14. júní eiga 97,3 prósent allra hlutbréfa í félaginu. 22.6.2005 00:01
Mistök ef ekki rætt við Tyrki Það verða stór mistök ef Evrópusambandið fer ekki út í alvarlegar aðildarviðræður við Tyrki, segir forseti framkvæmdastjórnar ESB. Hann segir hugsanlega aðild Tyrkja að hluta til ástæðuna fyrir því að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins. 22.6.2005 00:01
Kommúnistaleiðtogi myrtur í Beirút George Hawi, fyrrverandi leiðtogi Kommúnistaflokksins í Líbanon, var drepinn í Beirút í morgun. Sprengju virðist hafa verið komið fyrir í bíl Hawis og lést hann samstundis þegar hún sprakk. Hann var andsnúinn Sýrlendingum, líkt og Saab Hariri, sem sigraði í kosningunum í Líbanon um helgina. Aðeins þrjár vikur eru síðan dálkahöfundurinn Samir Kassir var drepinn á sama hátt, en hann var einnig þekktur fyrir andstöðu sína við Sýrlendinga. 21.6.2005 00:01
Berjast gegn veiðum Japana Andstæðingar hvalveiða berjast nú fyrir því að fá Japana til þess að láta af áformum um að tvöfalda hvalveiðar í vísindaskyni. Japanar tilkynntu á ráðstefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins í gær að þeir hygðust auka árlegar veiðar á hvölum í vísindaskyni um helming frá og með næsta ár, og hafa þau áform vakið mikla úlfúð hjá andstæðingum hvalveiða. 21.6.2005 00:01
Komust óhindrað inn í kjarnorkuver Sextán útlendingar með fölsuð vegabréf komust nýlega inn í kjarnorkuver í Tennessee í Bandaríkjunum sökum lélegrar öryggisgæslu. Frá þessu greinir dagblaðið <em>Washington Post</em> og þykir um mikið hneyksli að ræða þar sem öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa ítrekað varað við því að kjarnorkuver kunni að verða næsta stóra skotmark hryðjuverkamanna. 21.6.2005 00:01
Viss um að komast til valda á ný Saddam Hussein saknar valdatíma Ronalds Reagan, segist ekki tengjast Osama bin Laden á nokkurn hátt og er handviss um að hann komist til valda í Írak á ný. Þetta kemur fram í viðtölum við fimm fangaverði sem hafa annast Saddam undanfarið ár og birtast í nýjasta hefti <em>GQ</em>. 21.6.2005 00:01
Bolton hafnað í annað sinn Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa öðru sinni hafnað að samþykkja John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Ráðning Boltons var samþykkt í öldungadeildinni með 54 atkvæðum gegn 38, sem er sex atkvæðum minna en þurfti til að knýja fram lokaatkvæðagreiðslu um ráðninguna. 21.6.2005 00:01
Sótt gegn herskáum Palestínumönnum Ísraelskar öryggissveitir hafa síðasta sólarhringinn handtekið að minnsta kosti 50 Palestínumenn sem grunaðir eru um að tilheyra herskáum samtökum í kjölfar þess að átök hafa aftur blossað upp á milli Ísraela og Palestínumanna. Þetta er í fyrsta sinn í hálft ár sem öryggissveitirnar láta til sín taka fyrir alvöru, en síðustu tvo daga hafa tveir Ísraelar látist í árásum palestínskra uppreisnarmanna. 21.6.2005 00:01
Lenti í þyrluslysi á afmælisdaginn Sex manns, þar á meðal hundrað ára gamall maður, slösuðust þegar þyrla hrapaði nærri Sala norðvestur af Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun. Verið var að sækja öldunginn á hjúkrunarheimili í bænum Heby og hugðist hann fagna afmæli sínu fjölskyldu sinni á eyju í grenndinni. Þegar þyrlan hóf sig á loft slógust þyrluspaðarnir í rafmagnsstaur með þeim afleiðingum að þyrlan fór á hliðina. 21.6.2005 00:01
Sænskur gísl frelsaður í Írak Sænskur gísl sem verið hefur í haldi mannræningja í Írak í rúma tvo mánuði hefur verið frelsaður. Frá þessu greindi utanríkisráðuneyti Svíþjóðar í dag. Ekki hafði verið greint frá því að manninum, hinum 63 ára Ulf Hjertström, hefði verið rænt en hann segist í samtali við <em>Aftonbladet</em> hafa verið í haldi frá því á föstudaginn langa. 21.6.2005 00:01
Alvarlegt lestarslys í Ísrael Að minnsta kosti fimm létust og hundrað særðust þegar farþegalest ók á vöruflutningabíl í Ísrael í dag. Lestin var að koma frá Tel Aviv í suðurhluta landsins og á leið til Beersheba þegar hún skall á flutningabílnum sem var að flytja alifugla. Ísraelskar útvarpsstöðvar greina frá því að svo virðist sem bíllinn hafi bilað á leið sinni yfir lestarteinana. Áreksturinn var svo harður að lestin fór út af teinunum og köstuðust farþegar út úr vögnum lestarinnar. Björgunarmenn reyna nú að ná fólki sem er fast í flaki vagna sem fóru út af sporinu en óttast er að tala látinna kunni að hækka. 21.6.2005 00:01
Yfirbuguðu talibana í Kandahar Afgönsk lögregla hefur aftur náð landsvæði í Suður-Afganistan á sitt vald sem talibanar lögðu undir sig í síðustu viku. Lögreglan lét til skrarar skríða gegn uppreisnarmönnum í morgun og með stuðningi bandarískra hersveita voru 32 menn drepnir og 15 teknir höndum. 21.6.2005 00:01
Sakfelldur fyrir að myrða þrjá Félagi í bandarísku samtökunum Ku Klux Klan var í dag sakfelldur fyrir að hafa drepið þrjá mannréttindaforkólfa árið 1964. Edgar Ray Killen, sem nú er áttræður, er sagður hafa verið leiðtogi samtakanna og látið drepa þá Michael Schwerner, Andrew Goodman og James Chaney, en þeir höfðu aðstoðað blökkumenn í Mississippi-ríki við að komast á kjörskrá. 21.6.2005 00:01
Þjóðaratkvæði frestað í Póllandi Pólverjar munu fresta fyrirhugaðri kosningu um stjórnarskrá Evrópusambandsins í óákveðinn tíma að því er Aleksander Kwasniewski, forseti landsins, greindi frá í dag. Til stóð að Pólverjar greiddu atkvæði um sáttmálann í október en vegna þeirrar óvissu sem ríkir um sáttmálann eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu honum telja pólsk yfirvöld ekki ástæðu til að leggja hann í dóm þjóðarinnar. 21.6.2005 00:01
Stirt andrúmsloft á leiðtogafundi Ísraelar ætla að standa við sinn hluta vopnahléssamkomulagsins við Palestínumenn taki þeir síðarnefndu uppreisnarmenn fastari tökum. Þetta kom fram á leiðtogafundi Ariel Sharon og Mahmoud Abbas í gær. 21.6.2005 00:01
Hlutleysið rannsakað Danska ríkisstjórnin ætlar að verja rúmum fimmtíu milljónum íslenskra króna í að rannsaka hvort fréttastofur danska ríkisútvarpsins rísi undir ábyrgð sinni að flytja "fjölbreyttar, hlutlausar og óháðar fréttir." 21.6.2005 00:01
Mamman í fangelsi Emily Price, táningsstúlka frá Cheltenham á Englandi hefur heldur betur komið móður sinni í klandur með því að hlaða niður tónlist með vinsælum hljómsveitum á tölvu sína. Þar sem móðirin, Sylvia að nafni, er ábyrgðarmaður stúlkunnar hefur henni verið send sekt upp á hálfa milljón króna fyrir athæfi dótturinnar. 21.6.2005 00:01
Ljónin björguðu lífi telpunnar Þrjú ljón björguðu tólf ára gamalli eþíópískri telpu úr klóm mannræningja sem hugðust neyða hana í hjónaband. 21.6.2005 00:01
Baðst afsökunar á liðhlaupi Bandaríkjamaðurinn Charles Jenkins baðst afsökunar í gær á liðhlaupi sínu árið 1965 áður en hann fór frá Bandaríkjunum til Japan, þar sem hann býr nú. 21.6.2005 00:01
Annað morðið í mánuðinum Stjórnarandstæðingurinn George Hawi, leiðtogi líbanskra kommúnista, beið bana í bílsprengjuárás í gær. 21.6.2005 00:01
Saddam saknar Reagan Saddam Hussein segist enn vera forseti Íraks og bauð bandarísku hermönnunum sem gæta hans að heimsækja sig í Írak þegar hann hefði náð völdum þar á ný. Hann saknar gömlu góðu daganna þegar Ronald Reagan seldi honum vopn á tímum Íransstríðsins, þvær sér oft um hendurnar og kann vel að meta Doritos-flögur. 21.6.2005 00:01
Bush hrósar Víetnömum Phan Van Khai, forsætisráðherra Víetnams, hitti George Bush í Hvíta húsinu í gær. Leiðtogarnir ræddu um áhuga Víetnams á aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO, viðskipti og mannréttindamál. 21.6.2005 00:01
Afganir ósáttir við Pakistana Stjórnvöld í Afganistan þrýsta nú á Pakistana að herða aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum í Pakistan. Afganar telja þá ekki leggja sig fram og segja að það verði aldrei friður í Afganistan nema ríkisstjórnir beggja landa taki höndum saman í baráttunni við hryðjuverkamenn. 21.6.2005 00:01
Handsamaðir við Grikkland Gríska landhelgisgæslan hefur síðustu daga handsamað yfir fimmtíu ólöglega innflytjendur á Eyjahafi. Talið er að átt hafi að smygla þeim frá Tyrklandi til Grikklands. Ekki liggur fyrir hvaðan þeir eru. 21.6.2005 00:01