Erlent

Yfirbuguðu talibana í Kandahar

Afgönsk lögregla hefur aftur náð landsvæði í Suður-Afganistan á sitt vald sem talibanar lögðu undir sig í síðustu viku. Lögreglan lét til skrarar skríða gegn uppreisnarmönnum í morgun og með stuðningi bandarískra hersveita voru 32 menn drepnir og 15 teknir höndum. Lögregla í Mian Nishin í Kandahar-héraði beið mikinn álitshnekki í síðustu viku þegar uppreisnarmennirnir lögðu umdæmi hennar undir sig og tóku 31 lögreglumann í gíslingu. Átta lögreglumannanna voru teknir af lífi en hinum 23 var sleppt. Mjög róstusamt hefur verið í Kandahar-héraði síðustu mánuði og hafa hundruð manna látist í átökum þar um slóðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×