Erlent

Fundað á Kóreuskaga

Nefnd háttsettra embættismanna frá Norður-Kóreu kom á fund suðurkóreskra embættismanna á þriðjudaginn í þessari viku. Suður-Kóreumenn þrýstu á Norður-Kóreu að taka á ný upp viðræður um kjarnorkuvopnamál. Norður-Kóreumenn hafa ekki viljað ræða þau mál við Suður-Kóreu, heldur við Bandaríkin, en S-Kóreumenn segja þau einnig vera milliríkjamál. Ekkert lát virðist vera á hungursneyðinni í Norður-Kóreu sem reiðir sig nú á utanaðkomandi hjálp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×