Erlent

Verkfalli aflýst

Á þriðjudagskvöld tókst að ná samkomulagi við norska olíuverkamenn og ekkert varð því úr verkfalli þeirra. Deilan snerist um vaktafyrirkomulag fremur en laun. Verð á hráolíu lækkaði lítillega í gærmorgun í kjölfar samkomulagsins og Dow Jones-vísitalan hækkaði um 0,2 prósent. Í bandarísku kauphöllinni hafa menn þó enn áhyggjur af því að hátt eldsneytisverð ýti undir verðbólgu eftir því sem fleiri fyrirtæki velta háu eldsneytisverði út í verðlagið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×