Óslökkvandi ófriðarbál 23. júní 2005 00:01 Tæplega fjörutíu manns fórust í hryðjuverkaárásum víðs vegar í Írak síðastliðinn sólarhring, þar á meðal virtur lagaprófessor úr röðum súnnía sem hafði lýst áhuga á að taka þátt í samningu stjórnarskrár landsins. Ekkert lát er því á ofbeldisverkum í landinu. Seint í fyrrakvöld sprungu fjórar bílsprengjur í Shula-hverfinu í Bagdad með þeim afleiðingum að 23 týndu lífi. Í gærmorgun voru svo tvær bílsprengjuárásir gerðar fyrir utan jafn margar moskur í Karradah-hverfinu í höfuðborginni. Sprengjurnar sprungu nánast samtímis og biðu fimmtán manns bana af þeirra völdum en 28 særðust. Árásirnar eiga það sammerkt að vera allar gerðar í hverfum sem einkum eru byggð sjíum og framdar um það leyti sem flest fólk er á götunum. Tilræðin í Shula voru gerð rétt áður en útgöngubannið tók gildi og því voru margir á leið heim úr verslunum og af veitingingahúsum. Karradah-sprengjurnar sprungu hins vegar snemma morguns þegar margt fólk kaupir inn áður en kæfandi hitinn færist yfir borgina. Samtökin Ansar al-Sunnah, sem í eru súnní-arabar og Kúrdar, kváðust í yfirlýsingu á netinu hafa staðið á bak við tilræðin í fyrrakvöld. Á miðvikudagskvöldið var svo Jassim al-Issawi, lagaprófessor úr hópi súnnía, skotinn til bana en hann hafði sóst eftir því að fá að taka þátt í að semja stjórnarskrá landsins. Morðið var augljóslega framið til að fæla súnnía frá að taka þátt í stjórnmálauppbyggingu landsins. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á morðinu en al-Kaída í Írak hefur hótað þeim súnníum sem starfa með ríkisstjórninni eða hernámsliðinu dauða. 1.240 Írakar hafa nú fallið í átökum og tilræðum síðan ríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari tók við völdum. Rósturnar í landinu hafa þannig aukist þvert á það sem búist var við. Samtök á borð við al-Kaída eru vissulega ábyrg fyrir mörgum dauðsfallanna en jafnframt vegur þungt að óánægja súnnía með hlut sinn í stjórn landsins hefur vaxið stöðugt. Þeir höfðu töglin og hagldirnar í stjórn landsins þar til Saddam Hussein var steypt af stóli en síðan hefur hallað undan fæti. Atvinnuleysi í landinu er ennþá mikið og uppbyggingin hefur gengið hægar fyrir sig en reiknað er með - ekki síst vegna ótrausts öryggisástands. Ástandið leiðir aftur á móti til þess að æsingamenn finna frjóan jarðveg í röðum þeirra sem óánægðastir eru með sinn hag. Þar með hefur myndast vítahringur sem erfitt er fyrir landsmenn að losna út úr. Erlent Fréttir Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Tæplega fjörutíu manns fórust í hryðjuverkaárásum víðs vegar í Írak síðastliðinn sólarhring, þar á meðal virtur lagaprófessor úr röðum súnnía sem hafði lýst áhuga á að taka þátt í samningu stjórnarskrár landsins. Ekkert lát er því á ofbeldisverkum í landinu. Seint í fyrrakvöld sprungu fjórar bílsprengjur í Shula-hverfinu í Bagdad með þeim afleiðingum að 23 týndu lífi. Í gærmorgun voru svo tvær bílsprengjuárásir gerðar fyrir utan jafn margar moskur í Karradah-hverfinu í höfuðborginni. Sprengjurnar sprungu nánast samtímis og biðu fimmtán manns bana af þeirra völdum en 28 særðust. Árásirnar eiga það sammerkt að vera allar gerðar í hverfum sem einkum eru byggð sjíum og framdar um það leyti sem flest fólk er á götunum. Tilræðin í Shula voru gerð rétt áður en útgöngubannið tók gildi og því voru margir á leið heim úr verslunum og af veitingingahúsum. Karradah-sprengjurnar sprungu hins vegar snemma morguns þegar margt fólk kaupir inn áður en kæfandi hitinn færist yfir borgina. Samtökin Ansar al-Sunnah, sem í eru súnní-arabar og Kúrdar, kváðust í yfirlýsingu á netinu hafa staðið á bak við tilræðin í fyrrakvöld. Á miðvikudagskvöldið var svo Jassim al-Issawi, lagaprófessor úr hópi súnnía, skotinn til bana en hann hafði sóst eftir því að fá að taka þátt í að semja stjórnarskrá landsins. Morðið var augljóslega framið til að fæla súnnía frá að taka þátt í stjórnmálauppbyggingu landsins. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á morðinu en al-Kaída í Írak hefur hótað þeim súnníum sem starfa með ríkisstjórninni eða hernámsliðinu dauða. 1.240 Írakar hafa nú fallið í átökum og tilræðum síðan ríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari tók við völdum. Rósturnar í landinu hafa þannig aukist þvert á það sem búist var við. Samtök á borð við al-Kaída eru vissulega ábyrg fyrir mörgum dauðsfallanna en jafnframt vegur þungt að óánægja súnnía með hlut sinn í stjórn landsins hefur vaxið stöðugt. Þeir höfðu töglin og hagldirnar í stjórn landsins þar til Saddam Hussein var steypt af stóli en síðan hefur hallað undan fæti. Atvinnuleysi í landinu er ennþá mikið og uppbyggingin hefur gengið hægar fyrir sig en reiknað er með - ekki síst vegna ótrausts öryggisástands. Ástandið leiðir aftur á móti til þess að æsingamenn finna frjóan jarðveg í röðum þeirra sem óánægðastir eru með sinn hag. Þar með hefur myndast vítahringur sem erfitt er fyrir landsmenn að losna út úr.
Erlent Fréttir Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira