Óslökkvandi ófriðarbál 23. júní 2005 00:01 Tæplega fjörutíu manns fórust í hryðjuverkaárásum víðs vegar í Írak síðastliðinn sólarhring, þar á meðal virtur lagaprófessor úr röðum súnnía sem hafði lýst áhuga á að taka þátt í samningu stjórnarskrár landsins. Ekkert lát er því á ofbeldisverkum í landinu. Seint í fyrrakvöld sprungu fjórar bílsprengjur í Shula-hverfinu í Bagdad með þeim afleiðingum að 23 týndu lífi. Í gærmorgun voru svo tvær bílsprengjuárásir gerðar fyrir utan jafn margar moskur í Karradah-hverfinu í höfuðborginni. Sprengjurnar sprungu nánast samtímis og biðu fimmtán manns bana af þeirra völdum en 28 særðust. Árásirnar eiga það sammerkt að vera allar gerðar í hverfum sem einkum eru byggð sjíum og framdar um það leyti sem flest fólk er á götunum. Tilræðin í Shula voru gerð rétt áður en útgöngubannið tók gildi og því voru margir á leið heim úr verslunum og af veitingingahúsum. Karradah-sprengjurnar sprungu hins vegar snemma morguns þegar margt fólk kaupir inn áður en kæfandi hitinn færist yfir borgina. Samtökin Ansar al-Sunnah, sem í eru súnní-arabar og Kúrdar, kváðust í yfirlýsingu á netinu hafa staðið á bak við tilræðin í fyrrakvöld. Á miðvikudagskvöldið var svo Jassim al-Issawi, lagaprófessor úr hópi súnnía, skotinn til bana en hann hafði sóst eftir því að fá að taka þátt í að semja stjórnarskrá landsins. Morðið var augljóslega framið til að fæla súnnía frá að taka þátt í stjórnmálauppbyggingu landsins. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á morðinu en al-Kaída í Írak hefur hótað þeim súnníum sem starfa með ríkisstjórninni eða hernámsliðinu dauða. 1.240 Írakar hafa nú fallið í átökum og tilræðum síðan ríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari tók við völdum. Rósturnar í landinu hafa þannig aukist þvert á það sem búist var við. Samtök á borð við al-Kaída eru vissulega ábyrg fyrir mörgum dauðsfallanna en jafnframt vegur þungt að óánægja súnnía með hlut sinn í stjórn landsins hefur vaxið stöðugt. Þeir höfðu töglin og hagldirnar í stjórn landsins þar til Saddam Hussein var steypt af stóli en síðan hefur hallað undan fæti. Atvinnuleysi í landinu er ennþá mikið og uppbyggingin hefur gengið hægar fyrir sig en reiknað er með - ekki síst vegna ótrausts öryggisástands. Ástandið leiðir aftur á móti til þess að æsingamenn finna frjóan jarðveg í röðum þeirra sem óánægðastir eru með sinn hag. Þar með hefur myndast vítahringur sem erfitt er fyrir landsmenn að losna út úr. Erlent Fréttir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Tæplega fjörutíu manns fórust í hryðjuverkaárásum víðs vegar í Írak síðastliðinn sólarhring, þar á meðal virtur lagaprófessor úr röðum súnnía sem hafði lýst áhuga á að taka þátt í samningu stjórnarskrár landsins. Ekkert lát er því á ofbeldisverkum í landinu. Seint í fyrrakvöld sprungu fjórar bílsprengjur í Shula-hverfinu í Bagdad með þeim afleiðingum að 23 týndu lífi. Í gærmorgun voru svo tvær bílsprengjuárásir gerðar fyrir utan jafn margar moskur í Karradah-hverfinu í höfuðborginni. Sprengjurnar sprungu nánast samtímis og biðu fimmtán manns bana af þeirra völdum en 28 særðust. Árásirnar eiga það sammerkt að vera allar gerðar í hverfum sem einkum eru byggð sjíum og framdar um það leyti sem flest fólk er á götunum. Tilræðin í Shula voru gerð rétt áður en útgöngubannið tók gildi og því voru margir á leið heim úr verslunum og af veitingingahúsum. Karradah-sprengjurnar sprungu hins vegar snemma morguns þegar margt fólk kaupir inn áður en kæfandi hitinn færist yfir borgina. Samtökin Ansar al-Sunnah, sem í eru súnní-arabar og Kúrdar, kváðust í yfirlýsingu á netinu hafa staðið á bak við tilræðin í fyrrakvöld. Á miðvikudagskvöldið var svo Jassim al-Issawi, lagaprófessor úr hópi súnnía, skotinn til bana en hann hafði sóst eftir því að fá að taka þátt í að semja stjórnarskrá landsins. Morðið var augljóslega framið til að fæla súnnía frá að taka þátt í stjórnmálauppbyggingu landsins. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á morðinu en al-Kaída í Írak hefur hótað þeim súnníum sem starfa með ríkisstjórninni eða hernámsliðinu dauða. 1.240 Írakar hafa nú fallið í átökum og tilræðum síðan ríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari tók við völdum. Rósturnar í landinu hafa þannig aukist þvert á það sem búist var við. Samtök á borð við al-Kaída eru vissulega ábyrg fyrir mörgum dauðsfallanna en jafnframt vegur þungt að óánægja súnnía með hlut sinn í stjórn landsins hefur vaxið stöðugt. Þeir höfðu töglin og hagldirnar í stjórn landsins þar til Saddam Hussein var steypt af stóli en síðan hefur hallað undan fæti. Atvinnuleysi í landinu er ennþá mikið og uppbyggingin hefur gengið hægar fyrir sig en reiknað er með - ekki síst vegna ótrausts öryggisástands. Ástandið leiðir aftur á móti til þess að æsingamenn finna frjóan jarðveg í röðum þeirra sem óánægðastir eru með sinn hag. Þar með hefur myndast vítahringur sem erfitt er fyrir landsmenn að losna út úr.
Erlent Fréttir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira