Erlent

Kommúnistaleiðtogi myrtur í Beirút

George Hawi, fyrrverandi leiðtogi Kommúnistaflokksins í Líbanon, var drepinn í Beirút í morgun. Sprengju virðist hafa verið komið fyrir í bíl Hawis og lést hann samstundis þegar hún sprakk. Hann var andsnúinn Sýrlendingum, líkt og Saab Hariri, sem sigraði í kosningunum í Líbanon um helgina. Aðeins þrjár vikur eru síðan dálkahöfundurinn Samir Kassir var drepinn á sama hátt, en hann var einnig þekktur fyrir andstöðu sína við Sýrlendinga. Ekki er vitað hvort sömu aðilar hafi verið að verki í báðum tilvikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×