Erlent

Handsamaðir við Grikkland

Gríska landhelgisgæslan hefur síðustu daga handsamað yfir fimmtíu ólöglega innflytjendur á Eyjahafi. Talið er að átt hafi að smygla þeim frá Tyrklandi til Grikklands. Ekki liggur fyrir hvaðan þeir eru. Um 900 ólöglegir innflytjendur hafa verið handsamaðir við Grikklandsstrendur á þessu ári. Talið er að þúsundir ólöglegra innflytjenda frá Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum reyni á ári hverju að komast inn í Evrópusambandið í gegnum Grikkland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×