Erlent

Bolton hafnað í annað sinn

Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa öðru sinni hafnað að samþykkja John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Ráðning Boltons var samþykkt í öldungadeildinni með 54 atkvæðum gegn 38, sem er sex atkvæðum minna en þurfti til að knýja fram lokaatkvæðagreiðslu um ráðninguna. Nú er jafnvel talið mögulegt að Bush fari fram hjá þinginu og ráði Bolton einfaldlega upp á sitt einsdæmi enda hefur hann vald til þess. Margir flokksfélagar Bush telja það hins vegar óráðlegt og hvetja hann til að halda áfram að reyna að sannfæra demókrata um að Bolton sé rétti maðurinn í starfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×