Erlent

Alvarlegt lestarslys í Ísrael

Að minnsta kosti fimm létust og hundrað særðust þegar farþegalest ók á vöruflutningabíl í Ísrael í dag. Lestin var að koma frá Tel Aviv í suðurhluta landsins og á leið til Beersheba þegar hún skall á flutningabílnum sem var að flytja alifugla. Ísraelskar útvarpsstöðvar greina frá því að svo virðist sem bíllinn hafi bilað á leið sinni yfir lestarteinana. Áreksturinn var svo harður að lestin fór út af teinunum og köstuðust farþegar út úr vögnum lestarinnar. Björgunarmenn reyna nú að ná fólki sem er fast í flaki vagna sem fóru út af sporinu en óttast er að tala látinna kunni að hækka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×